Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 19. október 1989 Fimmtudagur 19. október 1989 - DAGUR - 9 Sambýli fyrir fólk með geðræn vandamál er þungamiðja K-dagsins: að þeir líti á þetta sem eigin heimili, ekki stofnun.“ - En hve lengi? „Þegar einstaklingur kemur inn hjá okkur, af stofnun eða úr heimahúsi, gerum við samstarfs- samning við hann. Þar kcntur frarn hvaða markmið viðkomandi einstaklingur setur sér með sinni dvöl á heimilinu og síðan er mið- að við það að fólk sé þarna í allt að þrjú ár. Þetta er ekki heimili þeirra til frambúðar heldur fyrst og fremst áfangastaður. Fólkið býr við ákveðna fötlun, sem kem- ur fram í skertri aðlögunarhæfni eða skertri starfsorku, og mark- miðið er að aðstoða það til að ná sér á strik í þjóðfélaginu.“ Heimilisformið eflir öryggiskenndina Björg sagði að endurhæfingin væri hugsuð þannig að sá hópur sem er á heimilinu núna fari í framtíðinni niður í kjallarann, en þar verður sambýli á öðru stigi. Einstaklingarnir verða þar sjálf- stæðari og búa sig undir að fara síðan út í samfélagið í eigið hús- næði eða leiguhúsnæði. Að sögn Bjargar eru nokkrir íbúanna þeg- ar farnir að leggja drög að því að kaupa íbúð á frjálsum markaði eða í gegnum verkamannabú- staðakerfið. „Miðað við reynsluna. á þessu eina ári virðist þetta vera á réttri leið hjá okkur. Með því að leggja áherslu á heimilisumgjörðina finnst okkur að öryggiskennd einstaklingsins eflist frekar, hann verður virkari í þvf að hjálpa sér sjálfur.“ Ibúarnir í sambýlinu eru á öll- um aldri, eða frá þrítugsaldri og fram yfir sextugt. Karlar eru í meirihluta núna. Þegar allt húsið vcrður tekið í notkun verða 9-10 íbúar í því, en getur þetta sam- býli sinnt þörfinni á svo stóru svæði? . „Nei, við höfunt frá byrjun fengið fleiri umsóknir en við get- um annað. Reyndar höfum við ekki haft þann ntannafla sem við höfum þurft á að halda fyrr en í haust, þannig að við höfunt tekið nýjan íbúa inn með nokkru milli- bili og bætt starfsfólki við í sam- ræmi við það. Eflir áramót sjáum við fram á að geta tekið inn fleiri. Samkvæmt könnunum sem gerð- ar hafa verið annar sambýlið alls ekki þörfinni, en við erum mjög ánægð með að þessi áfangi skuli vera kominn. Það er mjög mikilvægt að hlúa að fagþjónustu sem þarf að vera til staðar fyrir sambýli, rétt eins og stofnanir. Það er ekki nóg að stofna bara fleiri sambýli ef fag- þjónustan er ekki fyrir hendi. Þetta gerist ekki í einum rykk. Við höfum aðgang að þjónustu Svæðisstjórnar, Geðdeildar og Félagsmálastofnunar, og höfum t.a.m. mikið nýtt okkur Atvinnu- leit fatlaðra. Við höfum líka tengsl við Löngumýrarskólann og ýmsa vinnustaði, enda nauðsyn- legt að reyna að samtengja þessi úrræði," sagði Björg að lokum. SS að hafa þar litla sambýliseiningu í náinni framtíð. Við vonumst til að Kiwanismenn geti stutt okkur í því að koma kjallaranum í stand,“ sagði Björg. Björg Bjarnadóttir er forstöðuinaður eina sambýlisins sinnar tegundar utan höfuðborgarsvæðisins. Mynd: ki. Þorsteinn Marinó Sigurðsson, íbúi í sambýlinu, Þórarinn Björnsson, starfs- maður, og Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður, gæða sér á kaffi og köku. Mynd: KL Nauðsynlegt að ráðast í endurbætur á sambýlinu Björg sagði að húsið væri komið nokkuð til ára sinna og því þörf á töluverðum endurbótum. Kiwan- ismenn hafa lagt málefninu lið og síðastliðið haust máluðu þeir hæðirnar. Endurbætur eru kostn- aðarsamar og eru miklar vonir bundnar við sölu K-lykilsins. - í hverju er starfsemi sambýl- isins fólgin? „Þetta er fyrst og fremst endur- hæfing. Með því er átt við að það er verið að endurhæfa fólk til þátttöku í daglegu lífi. Það lærir að hugsa um sig sjálft og sitt heimili, svo og að sækja vinnu eða skóla utan heimilisins. Ef um ákveðna meðferð er að ræða hjá einhverjum einstaklingi þá er hún unnin í samráði við Geðdeild FSA, fagleg stjórnun kemur þaðan. Nú eru fimm íbúar á sam- býlinu og þetta hefur gengið mjög vel hjá þeint. Þeir eru allir í vinnu eða skóla. Inni á heimilinu skiptast þau á að elda og gera önnur húsverk og heimilisandinn er góður. Síðan erum við með fundi vikulega þar sem við spjöll- um saman og skiptumst á skoð- unum um starfið. Það er lögð áhersla á að íbúarnir verði sem virkastir í eigin endurhæfingu og í sambýlinu við Álfabyggð er lögð áhersla á heimilislegt yfirbragð, enda er markmiðið að íbúarnir lítið á húsið sem heimili sitt en ekki stofnun. Mynd: KL í nóvember 1988 var tekið í notkun á Akureyri sambýli fyrir fólk með geðræn vandamál. Það er til húsa að Alfabyggð 4 en þjónustusvið þess er Norð- urland allt. Sambýlið var stofnað að frumkvæði Geðverndarfélags Akureyrar en hér er um að ræða samstarfsverkefni Geðdeildar FSA, Félags- málastofnunar og Svæðisstjórnar um málefni fatl- aðra. Björg Bjarnadóttir eru forstöðumaður sambýlisins og hún ætlar að fræða okkur um starf- semi þess. „Þetta er sambýli fyrir fólk sem hefur átt við langvarandi geðræn vandamál að stríða og er þetta fyrsta sambýlið sinnar tegundar utan höfuðborgarsvæðisins. Það kemur til með að þjóna báðum Norðlendingafjórðungunum og jafnvel stærra svæði. Húsið að Álfabyggð 4 var keypt fyrir einu og hálfu ári og þar er hægt að hafa tíu svefnherbergi. Starfsem- in er byrjuð á hæðunum tveimur og eru þar fimm herbergi. í kjall- ara hússins eru einnig fimm her- bergi og við reiknum með að þau verði tekin í gegn svo hægt verði Marknúðið er að endurhæfa fólk til þátttöku í daglegu lífi - segir Björg Bjamadóttir, forstöðumaður sambýlisins á Akureyri Gictymum ■ ekkil gedsjúkumn íiWp -..* Kristinn Jónsson, forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri, mun standa í ströngu uin helgina eins og félagar hans uni land allt. Mynd: kl K-lykillinn seldur á föstudag og laugardag Verulegur hluti af afrakstrinum norður - Kiwanismenn vonast eftir góðum móttökum Norðlendinga K-dagurinn er næstkoinandi laugardag, 21. október, og þá munu Kiwanismenn selja K- lykilinn um land allt. Þessi dagur er haldinn þriðja hvert ár og ávallt undir kjörorðinu: Gleymum ekki geösjúkum. Að þessu sinni rennur ágóðinn af sölu lykilsins trl uppbyggingar nýrra sambýla fyrir geðsjúka og endurbóta á sambýlinu á Akureyri, sem þjónar Norður- landi öllu. Það er því sérstök ástæða til að hvetja Norðlend- inga til að taka vel á móti Kiwanismönnum. Kristinn Jónsson, forseti Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri, sagði í samtali við Dag að á síðasta umdæmisþingi Kiwanishreyfingarinnar hefði verið samþykkt að afrakstur K- dagsins færi til kaupa á húsnæði fyrir sambýli og endurbóta á sam- býlinu við Álfabyggð á Akureyri, en K-dagurinn er ætíð haldinn til styrktar geðsjúkum. „Þetta er landssöfnun og það kemur verulegur hluti af heildar- upphæðinni norður til endurbóta á sambýlinu. Viö munum selja K- lykilinn og auk þess ætlum við að reyna að selja fyrirtækjum pennastatíf og aðra gripi sem tengjast K-deginum," sagði Kristinn. Kiwanismenn fara af stað seinnipartinn á föstudaginn og selja K-lykilinn við stórmarkaði og verslanir. Á föstudagskvöldið og laugardaginn, sem er K-dag- urinn, munu Kiwanismenn ganga í hús og selja lykilinn. Hann kost- ar 200 krónur. - Hver er reynslan af þessum degi, Kristinn? „Hún hefur verið mjög góð. Það hefur alltaf verið tekið mjög vel á móti okkur og við vonum auðvitað aö það verði sérstaklega vel tekið á móti okkur núna þar sem stór hluti af söfnunarfénu kemur hingað norður." Það er sérstök ástæða til að taka undir orð Kristins og hvetja Norðlendinga til að leggja sitt af mörkum til styrktar sambýlinu á Akureyri. SS Sigurbjörg Daníelsdóttir hefur búið í Luxeniburg að undanförnu og segist ekki vera á leið heim til Siglufjarðar. Hins vegar ætlar hún að flytja sig yfir til Trier í Þýskalandi og leggja stund á þýskunám. Mynd. ss íslendingar erlendis: „Heima er allt að kafiia í stressi“ - segir Sigurbjörg Ðaníelsdóttir, burtfluttur Siglfirðingur í Luxemborg í Luxemborg búa fjölmargir íslendingar. Landið er fagurt og friðsælt, það þykir ódýrt að lifa þar og lleira mætti nefna sem lokkar fólk þangað. Á íslensku bílaleigunni Lux Vik- ing hittum við t.a.m. fyrir unga Siglufjarðarsnót, Sigurbjörgu Daníelsdóttur, og auðvitað var upplagt að taka viðtal við hana fyrir hið norðlenska dagblað. Sigurbjörg er dóttir Daníels Baldurssonar, yfirverkstjóra í ísafold á Siglufirði. Hún er fædd og uppalin á Siglufirði, en hvern- ig stóð á því að hún fluttist til útlanda? „Ég var í Englandi í fyrra frá janúar og fram í júní, kom svo heim og var þar í tvo mánuði. Mig langaði út aftur og sótti um Au-pair í London og var búin að fá starf þegar vinkona mín á Siglufirði sagðist geta útvegað mér starf á bar í Luxemborg. Hún er einmitt frænka Valgeirs Sigurðssonar á Cockpit Inn og ég fékk starf þar sem ég tók fram yfir Au-pair starfið og því skellti ég mér hingað.“ Siglfirðingar flýja land Sigurbjörg vann hjá Valgeiri á Cockpit Inn í þrjá mánuði síðast- liðinn vetur en fór aftur heim til Siglufjarðar um jólin. Ekki dvaldi hún lengi þar því hugurinn leitaði til Luxemborgar. Þar fékkst hún við ýmislegt, m.a. vinnu á bar, uns hún fékk starfið hjá Lux Viking í byrjun ágúst. - Ætlarðu að vinna á bílaleig- unni í vetur? „Nei, ég ætla að fara í háskóla í Trier núna um miðjan október og læra þýsku. Það er grunnurinn að áframhaldandi námi að ná tökum á þýskunni en síðan er aldrei að vita hvað ég geri. Ég er dálítið spennt fyrir ferðamála- fræðum.“ - Þú sagðist hafa farið til Eng- lands í fyrra, langaði þig ekkert til að búa heima á Siglufirði eftir það? „Nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Þegar maður er einu sinni farin af stað þá er erfitt að stoppa. Það er ekki skemmtileg tilhugsun að fara heim og sitja þar aðgerðarlaus eftir að hafa kynnst öðru. Auð- vitað er gaman að skreppa heim en ég hugsa að ég komi aldrei til með að búa þar.“ - Það hefur einmitt verið rætt um fólksflótta frá Siglufirði, hefurðu orðið vör við slíka þróun? „Já, ég held að yngra fólkið þar sé yfirhöfuð að flýja land. Sumir flytja til Reykjavíkur og búa þar en aðrir, jafnvel fleiri, fara beint út. Það segja allir að þetta sé svo mikið basl og vesen heima, fólk er orðið þreytt og vill breyta til.“ „Þarf ekki að vinna eins mikið til að hafa það sæmilegt“ - Hvernig er að búa í Luxem- borg, Sigurbjörg? „Það er að mörgu leyti mjög gott. Sumarið hefur verið mjög skemmtilegt, veðrið rosalega gott og svo höldum við vel liópinn. Krakkarnir sem búa hér, en eru í skóla heima koma hingað á sumr- in og við stunduðum sveitaböllin, fórum í útilegur, héldum upp á verslunarmannahelgina og skemmtum okkur vel. Heima er allt að kafna í stressi er hér er lífið rólegra. Það er eng- in heimsborgarbragur á Luxem- borg eins og á Reykjavík. Hérna er líka miklu ódýrara að lifa, rnaður þarf ekki að vinna eins mikið til að hafa það sæmilegt. Eins og ástandið er í dag get ég ekki hugsað mér að fara í baslið á íslandi.“ - Hvað eru margir íslendingar í Luxemborg? „Ég hugsa að þeir séu á milli þrjú og fjögur hundruð. Hérna er öflugt íslendingafélag, sem held- ur spilakvöld, þorrablót og fleiri uppákomur. Þetta er hálfgerð íslendinganýlenda.“ - Víkjum að bílaleigunni, hvernig gekk hjá Lux Viking í sumar? „Það var brjálað að gera. Við erum með 200 bíla yfir sumarið og oft voru þeir allir úti. Við- skiptavinirnir eru að stærstum hluta Islendingar, sérstaklega yfir sumartímann. Mörgum finnst mjög þægilegt að geta farið á íslenska bílaleigu í Luxemborg því þá er ekki hætta á neinum misskilningi vegna tungumála- örðugleika. í vetur verður Lux Viking með um 150 bíla í gangi og þá verður fólk úr viðskiptalíf- inu áberandi meðal viðskipta- vina.“ - Við skulum spá í framtíðina að lokum. Er framtíð þín fólgin í ferðamálafræði? „Ég veit það ekki. Þetta er mjög vinsælt fag og ég ætla að hugsa mig um þetta árið meðan ég læri þýskuna,“ sagði Sigur- björg að lokum og að sjálfsögðu bað hún fyrir kveðjur til ættingja og vina á íslandi. SS Luxemborg er fallegt og friðsælt land og hafa íslendingar fest þar rætur í töluverðum mæli. Mvnd. ss

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.