Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 19. október 1989 Verður verkefinatilfærslan í anda byggðasteftiu? spjallað við Áskel Einarsson framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga um nýja verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga Ný verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga kemur til fram- kvæmda um næstu áramót. Hér er um breytingu að ræða sem hefur víðtæk áhrif í þjóð- félaginu, en til að forvitnast nánar um bakgrunn þeirra mikilvægu ákvarðana sem hér liggja til grundvallar var leitað til Askels Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Fjórðungs- sambands Norðlendinga, og var hann spurður um persónu- legt álit í þessu sambandi. Að hverju er stefnt með ný- skipan á verkefnaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga? „Markmið sveitarfélaganna hefur verið að ná eins konar sátt við ríkið, til að koma í veg fyrir að löggjafinn ýtti linnulaust útgjöldum yfir á sveitarfélögin, án samráðs við þau. í öðru lagi til að koma í veg fyrir að löggjafinn gæti ekki án samráðs hlutast til um tekjustofna sveitarfélaga, án nokkurs tillits til tekjustofna þeirra. Stóra spurningin er hvort með verkaskiptingu hafi þetta náðst, því hér ætti að vera um mikla byggðaaðgerð að ræða, lands- byggðinni í hagj en það er alveg óljóst." Atriðin sem gleymdust - Er þetta nokkur nýlunda, hafa ekki átt sér stað áður leiðrétting- ar á verkefnaskiptingunni sam- hliða breytingunni á tekjustofn- unm sveitarfélaga? „Já, rétt er það. í tíð vinstri stjórnarinnar 1971-’74 var gerð veigamikil lag- færing til einföldunar á samskipt- um ríkis og sveitarfélaga. Áður höfðu sveitarfélög orðið að greiða stóran liluta lögreglu- kostnaðar og verulegan hluta af kostnaði við almannatryggingar. Með þessu átti að marka þá stefnu að rekstur sem ríkið hefði alfarið með höndum væri ekki greiddur af sveitarfélögunum. í uppgjörinu gleymdust samt sjúkrasamlögin, framlag til Átvinnuleysistryggingasjóðs og greiðsla óinnheimtra barnsmeð- laga. Þetta átti að lagfæra í núverandi verkaskiptingu. Á móti þessu voru útsvörin gerð að flötum skatti, innan þröngra marka. Aðstöðugjald á atvinnurekstri voru lækkuð og flokkuð eftir atvinnugreinum með lagaboði. Þess er og að geta að með grunnskólalögunum 1974 fengu sveitarfélögin mikla leið- réttingu á kostnaðarskiptingu gagnvart ríkinu. Með nýrri ríkis- stjórn árið 1974 var leitað eftir því að ýta verkefnum tengdum grunnskólarekstri til sveitarfélag- anna og færa rekstrarkostnað staðbundinna stofnana til sveitar- félaganna, sem höfðu notið rekstursstyrkja frá ríkinu. Gamalt baráttumál sveitarfélaga - Breytt verkaskipting hefur þá lengi verið baráttumál sveitarfé- laga? „Á árum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens var áfram hreyfing um að verkaskiptingunni skyldi breytt, einkum var þá rætt um samrekstur framhaldsskólastigs- ins, og í tengslum við það breyt- ingu á kostnaðarskiptingu milli aðila varðandi grunnskólarekst- urinn. Allt þetta strandaði á einarðri afstöðu Fjórðungssambands Norðlendinga og annarra sveitar- stjórnarsamtaka sem kröfðust þess aö tekjur kæmu á móti. í stjórnartíð fyrri ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar var hafin sú aðferð að skerða framlög ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitar- félaga með ýmsum hætti, m.a. með því að mæta kostnaði ríkis- ins við að greiða skólaakstur og Smásagnasamkeppni Dags dg MENOR ★ MenningarsamtöK Morðlendinga og dagblaðið Dagur hafa ákveðið að efna til samkeppni um bestu frum- 5ömdu smásöguna. ★ Veitt verða 60 þúsund Króna verðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur besta. AuK þess verður veitt 20 þúsund Króna viðurkenning fyrir þá sögu 5em næstbest þyKir. ★ Verðlaunasagan mun blrtast í jólablaðr Dags en frétta- bréf MEMOR ásKilur sér einnig rétt til birtingar. Einnig er ásKilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, 5em viðurKenningu hlýtur. ★ 5ögur í keppninni mega að hámarKi vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ★ 5ögurnar sKal senda undir dulnefni, en með sKal fylgja rétt nafn, heimllisfang og símanúmer í loKuðu umslagi, auðKenndu dulnefninu. ★ Skilafrestur handrita er til 24. nóv/ember nk., sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök llorðlendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13, 600 Akureyri kostnað við heimavistir og mötu- neyti. Það er mat Sambands íslenskra sveitarfélaga að árið 1988 hafi niðurskurðurinn numið nærri helmingi af lögboðnu framlagi ríkisins til Jöfnunarsjóðsins, sam- kvæmt tekjustofnalögum.“ - Átti að koma í veg fyrir að slíkt gæti ekki endurtekið sig? „í greinargerð samstarfsnefnd- ar ráðuneyta og fulltrúa Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, sem undirbjó tillögur um breytta verkaskiptingu, er bent á að helstu ágallar ríkjandi skipulags væru að ríkið annaðist verkefni sem betur væru komin í höndum sveitarfélaga. Nefndin taldi að sveitarfélögin myndu leysa slík verkefni á hagkvæmari hátt vegna nálægðar. Verkaskiptingin er, að dómi nefndarinnar, oft á tíðum óskýr og flókin, og veldur sífelldri tortryggni milli sveitar- félaga og ríkisins. Nefndin taldi að ákvarðanir séu oft á tíðum teknar af aðilum sem ekki bera næga ábyrgð á greiðslu stofnkostnaðar og á rekstri. Nefndin klykkir út með því að sveitarfélögin séu talin fjárhagslega ósjálfstæð og of háð ríkinu.“ Rekstur og stofnkostnaður falli undir sama aðila - Markmið verkaskiptinga- nefndarinnar? „Meginmarkmið verkaskipt- ingar skyldi vera að sveitarfélög- in hafi með höndum verkefni sem ráðast af staðbundnum störfum og verkefni sem ætla má að í þeirra höndum leiði til betri og ódýrari þjónustu en hjá ríkinu. Næsta boðorð nefndarinnar er að gera tillögur um að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga verði skýr og einföld, eftir því sem kostur er, og að saman falli rekstur og stofnkostnaður undir sama aðila, sem beri í senn ábyrgð á rekstri og greiðslu stofnkostnaðar. Síðasta boðorð verkaskipta- nefndarinnar er að stuðlað sé að því að sveitarfélög séu fjárhags- lega óháðari ríkinu en áður. í forsendum nefndarinnar komu fram meginatriði ályktana Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtakanna á undan- förnum árum. Það kom ekki í hlut þessarar nefndar að semja lagafrumvarp um verkaskipting- una.“ - Var togstreita um verkefna- skiptinguna? „Svo vildi til að á útmánuðum 1988 hætti þáverandi ríkisstjórn við að hefja verkefnatilfærsíuna sem ráðgerð var í áföngum. Á ný var skipuð fjölmenn nefnd ráðu- neytismanna, fulltrúa stjórn- málaflokka og fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nefnd þessi gerði tillögur sem voru undirstaða frumvarps um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Teknar voru til greina ábendingar Fjórðungssambands Norðlendinga, að eðlilegt sé að heilsugæslan verði einnig verk- efni ríkisins, ásamt sjúkrahúsun- um, þar sem hér er um að ræða verkefni sent ekki lúti stjórn sveitarfélaga í faglegum skiln- ingi. Gengið gegn yfírlýstri stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga Á móti þessu lagði nefndin til að sveitarfélög greiddu 40% stofn- kostnaðar og viðhaldskostnaðar sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Þetta fékkst leiðrétt og greiðslu- HRISALUNDUR Islenskir dagar í Hrísalundi kynningar í dag

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.