Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. október 1989 - DAGUR - 7 hlutföll eru þau sömu og áður tíðkaðist. Eftir að fyrri nefndin skilaði tillögum um að ríkið greiddi stofn- og reksturskostnað við framhaldsskóla voru samþykkt ný lög á Alþingi um að viðkom- andi sveitarfélög greiddu 40% stofnkostnaðar, og að rekstrar- framlög ríkisins til framhalds- skóla skuli miðast við ákveðna greiðslu á nemanda. Þótt þetta gengi gegn yfirlýstri stefnu Sambands íslenskra sveit- arfélaga kom það hvergi fram að fulltrúar þess gerðu um þetta ágreining eða að stjórn sam- bandsins gerði um þetta ályktan- ir, þegar frumvarpið var til afgreiðslu hjá Alþingi. Fyrri verkaskiptinganefnd lagði til að sú verkefnatilfærsla sem fyrirhuguð var fyrir grunn- skólann væri upphaf að því að færa aílan þann rekstur yfir til sveitarfélaganna, og að ríkið greiddi kennslulaunin í einu lagi til hvers fræðsluumdæmis, sem síðan skipti launum í samræmi við setta námsskrá. Það var ekki vilji verkaskipt- inganefndanna, þótt þær legðu til að kostnaður fræðsluskrifstofa skyldi færast til ríkisins, að fræðsluráðin væru gerð nánast valdalaus. í umsögn um frum- varp um breytta verkaskiptingu taldi Samband íslenskra sveitar- félaga ekki ástæðu til að gera um þetta athugasemdir við frum- varpið þó hér væri verið að ganga á hlut sveitarfélaganna án allrar nauðsynjar vegna verkaskipting- arinnar. Þarna var verið að ýta undir þá stefnu sem í meginatriðum er andstæð hinni eiginlegu verka- skiptingastefnu, sem áður var minnst á. Ætlast er til að sveitar- félög verði þolendur að verkefn- um sem greiðendur, þ.e. verk- efnum sem væru alfarið á vegum ríkisins. Samtímis og sveitarfé- lögin fá leiðréttingu til að fá með tilfærslu sjúkrasamlög og At- vinnuleysistryggingasjóð til ríkis- ins eru þau áfram knúin til að greiða vanskilaskuldir við Trygg- ingastofnun ríkisins vegna óinn- heimtra barnsmeðlaga. Ekki er að finna mótmæli við þessu frá fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn þess, meðan frumvarpið var til umsagnar.“ Pakki upp á hundruði milljóna króna - Voru einhver hrossakaup um verkaskiptinguna? „Ekki er vafi á að meðan síðari verkaskiptinganefndin starfaði hafi átt sér stað hrossakaup milli fulltrúa ráðuneytanna og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga með vitorði stjórnarmanna sam- bandsins. Þetta kom greinilega fram í samtölum við stjórnar- og nefndarmenn, og menn töldu að um ákveðinn pakka væri að ræða, þ.e. ákveðna fjárhæð sem verkaskiptingin mátti kosta ríkið. Samkvæmt útreikningum síð- ari verkaskiptinganefndar var verkaskiptingin hagstæð sveitar- félögunum sem nam um 630 milljónum króna á verðlagi í upphafi árs 1988. Með niðurfell- ingu framlags ríkisins í Jöfnunar- sjóð Sambands sveitarfélaga hefði ríkið sparað sér á sömu verðlagsforsendum 1275 milljón- ir. Þarna skapaðist munur, ríkinu í hag, sem mátti nota til að færa til ríkisins stofnkostnað sveitar- félaga vegna sjúkrahúsa og heilsugæslu, og framhaldsskóla, ásamt eftirstöðvum vangoldinna barnsmeðlaga. Þetta var ekki gert því reikn- ingsfróðir menn fundu út að tekjustofnabreytingin væri það hagstæð sveitarfélögum að þau gætu borið þetta. Ekki var hugs- að um að jafna fyrri halla gagn- vart sveitarfélögunum, vegna stöðugrar íþyngingar með laga- boðum. Ljóst var af niðurstöðum um verkefnatilfærsluna að víðtæk hrossakaup áttu sér stað, þar sem meira var hugsað um greiðslu- upgjör en meginatriðin, eflingu sveitarfélaganna og um valdatil- færslu til þeirra, með hreinni verkaskiptingu við ríkið.“ - Er ábyrgðin ekki hjá stjórn Sambands íslenskra sveitarfé- laga? „I sambandi við fjármáláráð- stefnu Sambands íslenskra sveit- arfélaga í nóvember 1988 hélt stjórn sambandsins fund með formönnum og framkvæmda- stjórum landshlutasamtakanna. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga lagði á það ríka áherslu að nú væri lag og ekki mætti stefna langvinnu starfi í tvísýnu því loks væru líkur til að hægt væri að ná langþráðu mark- miði um breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, ásamt tekjustofnalögum sem aðlöguð- ust þessu langþráða markmiði.“ Hvers vegna náðust ekki fleiri nauðsynlegar breytingar? - Hver var svo niðurstaða Alþingis? „Við landshlutamenn lögðum áherslu á það á kynningarfundin- um þar sem málin voru kynnt að við áskildum okkur rétt til athugasemda í umsögn á síðari stigum. Síðar kom í ljós að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafði að kröfu félagsmálaráð- herra lagt blessun sína yfir verka- skiptingafrumvarpið og tekju- stofnafrumvarp, þannig að ráð- herrar hefðu þetta sem veganesti gagnvart ríkisstjórninni. Við landshlutamenn fengum bréf stíl- að á Seltjarnarnesi, þar sem til- kynnt var að við hefðum fallist á efnisatriði frumvarpanna á sam- starfsfundinum. Eitt veigamikið atriði vantaði upp á þetta, fulltrúar landshluta- samtakanna lögðu til að laun vegna tónlistarfræðslu fengju sömu kostnaðarlegu meðferð og laun við grunnskóla. Hér var tal- að fyrir daufum eyrum, og reynd- ist það einnig svo er.frumvarpið lá fyrir þingnefnd í fyrri þing- deild. Það merkilega er að engar breytingar fengust á verkaskipta- frumvarpinu nema þær sem Sam- band íslenskra sveitarfélaga mælti með í umsögn sinni. Má vera að þar hafi félagsmálaráð- herra verið að verki þótt sökin dæmist á annan aðila, sem er stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga.“ EHB Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu AskriftarSSf 96-24222 hvaut*.. en rrtargir ekki um 'il Satnae^, 'xflo warf, aðard; • (.kK'" ÍUS1"’ tlrfí’1* »era i S)(V 'S“%.arp6^’’::L B2B‘A i- V*b °9 ví^rurn09uré»ník"] f'ÖWa! Þá siÍnn n k- teuflðr- ^ ^&pdur t/j •>* trift .. » 09 rvtsW1 .V.M m*i,n Dalvík «r a Hún ,,Gróa" er flutt í bæinn Bxjarpósturinn kemur út á hverjum fimmtudegi og flytur fréttir af því sem hæst ber á Dalvík hverju sinni. Blaðið er prentað í um 600 eintökuin og eru um 70% áskrifenda á Dalvík og í Svarfað- ardal. „Það er mjög svo erfitt að fá fólk til að skrifa í biaðið“. Guðmundur Ingi Jónatansson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bæjarpóstsins á fullu við að líma „spalta“ upp á síður. Bæjarpósturinn á Dalvík fagnar brátt pgurra ára afmæli: „Fólki þykir vænt um þetta blað“ „Bæjarpósturinn hefur, á og getur, miðlað okkur sem hér búum þeim upplýsingum sem okkur varða mest. Sú skylda hvílir þó ekki eingöngu á vilja útgefenda til góðra verka,“ skrifar núverandi bæjarstjóri á Dalvík, Kristján Þór Júlíusson, í grein í Bæjarpóst- inum á Dalvík fyrir rétt rúmu ári. Þar rifjar hann upp aðdraganda og fyrstu skref þessa staðarblaðs sem nú hefur komið út í hartnær fjögur ár. Kristján Þór var fyrsti ritstjóri Bæjarpóstsins en við honum tók Björn Þórleifsson, oddviti á Húsabakka í Svarfaðardal. Þriðji ritstjóri Bæjarpóstsins var Heimir Kristinsson, kenn- ari á Dalvík en nú stýrir blað- inu Guðmundur Ingi Jónatans- son, sem jafnframt rekur prentsmiðju þá sem prentar blaðið, Fjölrita sf. Fjölriti sf. var stofnaður seint á árinu 1984 en hjól hans byrjuðu fyrst að snúast á árinu 1985. Menn voru bjartsýnir á að mark- aður væri nógu stór til að bera uppi litla prentsmiðju og það sýndi sig fljótlega að fyrirtæki á Dalvík kunnu vel að meta þessa þjónustu og keyptu svo til allt smáprent frá Fjölrita. Guðmund- ur Ingi segist ætla að um 95% af öllu smáprenti sem fyrirtæki á Dalvík þurfi á að halda sé nú unnið hjá Fjölrita. „Að ílytja ábyggilegar fréttir“ Fyrsta tölublaðið af Bæjarpóst- inum kom fyrir almenningssjónir þann 21. nóvember 1985. Ef marka má skrif í því blaði höfðu eldhugarnir, sem að útgáfunni stóðu, ekki mjög markaða rit- stjórnarstefnu. Hún var citthvað á þá leið „að flytja ábyggilegar fréttir af markverðum viðburðunt í bæjarlífinu.“ Þegar öllu er á botninn hvolft er þessi ritstjórn- arstefna blaði eins og Bæjarpóst- inum nóg. Staðreyndin er sú að íbúar á smærri stöðum kunna vel að meta að fá sínar „lókalfréttir“ í eigin blaði. Staðarblaðið stend- ur jafn traustum fótum þótt útvarþsstöðvum og sjónvarps- stöðvum fjölgi eða dagblöðin birti þessar sömu fréttir. Bæjar- pósturinn hefur reyndar ekki neina sérstöðu í þessu. íbúar smærri þéttbýlisstaða slá skjald- borg um sitt eigið málgagn. Spurningin er hins vegar sú hvort einhverjir fáist til að leggja á sig alla þá gífurlegu vinnu sem útgáfu blaðs er samfara. Bæjarpósturinn og Fjölriti sf. hafa í dag tvo starfsmenn í fullu starfi, bræðurna Guðmund Inga og Helga Jónatanssyni. Blaðið er til húsa í lágreistu húsi við Karls- rauðatorg, sem títt er nefnt Hóllinn. Þarna er allt í senn prentsmiðja, umbrot, setning, pökkun o.s.frv. Blaðið, sem er að jafnaði 8 síð- ur í litlu broti, kemur út á hverj- um fimmtudegi og er þá borið í hús á Dalvík og fer í dreifingu út fyrir bæinn fyrir tilstilli Pósts og síma. Upplagið er um það bil 600 eintök og er markaðurinn vita- skuld lang stærstur á heimaslóð- um, um 70% áskrifta eru á Dal- vík og í Svarfaðardal, en þó fá nokkrir brottfluttir Dalvíkingar og Svarfdælingar hér á landi og erlendis blaðið í hendur. Reynum að vera sjálfstæðir Að sögn Guðmundar Inga sest ritstjórnin niður síðla fimmtu- dags og ákveður í stórum drátt- um efnisöflun fyrir næsta blað. í vetur er Sæmundur E. Andersen þeint bræðrum til aðstoðar við greinaskrif. Textinn þarf að mestu að vera tilbúinn síðla ntánudags og á þriðjudag en þá kernur Anna Sigríður Hjaltadótt- ir til skjalanna og setur textann á setningartölvu. Prófarkalesarinn Guðný Ólafsdóttir fær „spaltana" í hendur og sér til þess að textinn fari óbrenglaður til lesenda. Síð- an eru leiðréttingalínur keyrðar út og límdar upp á spalta áður en sjálft umbrotið hcfst á miðviku- degi. Þeirri vinnu lýkur að jafn- aði um kl. 16 og þá tekur prentun blaðsins við. Að því búnu er blaöinu pakkað og við þá vinnu njóta Guðmundur Ingi og Helgi aðstoðar eiginkvenna. Helgi orðar það svo að efnis- öflun og söfnun auglýsinga í Bæjarpóstinn sé oft á tíðum erfið. „Auglýsendur utan Dalvík- ur vita hreinlega ekki af þessu blaði og því er tímafrekt að láta vita af okkur.“ „í greinaskrifum reynum við að vera sem sjálfstæðastir. Við erum gagnrýnir þegar það á við og jákvæðir þegar við teljum það við eiga,“ segir Guðmundur Ingi. Og hann bætir við: „Það er mjög svo erfitt að fá fólk til að skrifa í blaðið. Fólk er einfaldlega hrætt við að láta í ljós skoðanir sínar á prenti. Hins vegar hefur það oft á tíðum ekkert á móti því að láta taka við sig viðtöl. Við fáum oft upphringingar og okkur bent á ýmislegt sem fólk telur að mætti betur fara í bæjarlífinu. Fólki þykir vænt um þetta blað og það heldur m.a. lífi í því.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.