Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 11
hér & þor Fimmtudagur 19. október 1989 - DAGUR - 11 | Ringo Starr sveik kærustu sína: Þaggaði niður í henni með 24 miiljónum kr. Ringo Starr er í vondu máli. Hann hefur greitt fyrrverandi kærustu sinni alls 250 þúsund pund, yfir 24 milljónir íslenskra króna, til þess að koma í veg fyrir að hún skýrði frá safaríkum svall- veislum hans og taumlausri eit- urlyfjaneyslu. Nancy Leigh Andrews var með Ringo í sjö ár og við blasti hjóna- band og fjölskyldulíf. Þá kom Barbara Bach, James Bond gellan, til sögunnar og Ringo hætti við Nancy. „Hann var búinn að biðja mig að giftast sér en svo fór hann á bak við mig með Barböru. Ég hélt fyrst að þau væru bara góðir vinir en annað kom á daginn. Þetta var eins og hnefahögg í andlitið og framkoma hans var ekki herramanni sæmandi," segir Nancy og kveðst hafa verið afskaplega sár. Ári eftir að Ringo sparkaði Nancy hótaði hún málaferlum. Hann gat ekki hugsað sér að ganga í gegnum réttarhöld því hann óttaðist að drykkjuskapur hans og eiturlyfjaneysla kæmu fram í dagsljósið. Þess vegna féllst hann á að greiða Nancy álit- lega fjárupphæð til að sleppa við þau ósköp. Hann lét hana fá Hér er Ringo með Barböru sinni, sem tók virkan þátt í sukkinu með honum. Ringo og Nancy voru saman í sjö ár. Hún hafði áhyggjur af eiturlyfjaneyslu Bítilsins. væna fúlgu á hverju ári í átta ár, samtals ríflega 24 milljónir íslenskra króna. Þetta eru hæstu greiðslur sinnar tegundar sem um getur í Hollywood. Nancy segist hafa haft miklar áhyggjur af Ringo þegar hún bjó með honum. „Ég óttaðist um heilsu hans. Líkaminn getur ekki tekið endalaust við eiturlyfjum og ég var hrædd um að þau væru að drepa hann. Þess vegna stakk ég upp á því að hann færi í með- ferð og reyndi að losna frá þessu böli,“ segir Nancy. Sem kunnugt er hefur Ringo loks séð sig um hönd en þau hjónin fóru bæði í meðferð vegna áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Fyrr á þessu ári fékk Nancy síðustu greiðsluna frá gamla Bítlatromm- aranum og er hann því laus við þennan Akkilesarhæl, auk þess að vera laus úr klóm bölvaldsins. Eftir stendur að hann er 24 millj- ónum fátækari en það skiptir kannski ekki máli. Batnandi manni er best að lifa. Trésmiðafélag Akureyrar færir VMA gjöf Nýlega færði Trésmiðafélag Akureyrar, grunndeild tréiðna í Verkmenntaskólanum á Akureyri, Lamello samsetningartæki að gjöf. Það var Guðmundur Ómar Guðmundsson sem afhenti skólanum gjöfina fyrir hönd félagsins. Á myndinni eru skólameistari VMA, Bernharð Haraldsson, Guðmundur Ómar og kenn- arar og nemendur í grunndeild tréiðna. Mynd: kl Bríddsmót á Húsavík Opið sveitamót á vegum Bridge- félags Húsavfkur verður haldið á Hótel Húsavík helgina 3.-5. nóv. nk. Á mótinu verða spilaðar 7 um- ferðir, 16 spila leikir eftir Monrad- kerfi. Spilaðar verða 2 umferðir á föstudagskvöld, 3 á laugardag og 2 á sunnudag. Spilað er um silfurstig. Keppnisgjald kr. 12 þúsund fyrir sveit. Mótið verður sett kl. 20 á föstudagskvöld og mótsslit áætluð kl. 17 á sunnu- dag. Flug milli Reykjavíkur og Húsavíkur, báðar leiðir, ásamt gistingu í tvíbýli í 2 nætur með morgunverði er kr. 11 þúsund per mann, en hótelpakkinn ein- göngu kostar 3900 kr. 1. verðlaun eru 100 þúsund, 2. verðlaun 50 þúsund og 3. verð- laun 25 þúsund. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir mánaðamótin októ- ber/nóvember til Guðlaugar á Ferðaskrifstofu Húsavíkur, sími 96-42100. Björgvin Leifsson hs. 96-42076, vs. 96-41344 veitir nán- ari upplýsingar. Mótið verður ekki haldið nema minnst 16 sveitir taki þátt í þvf. Hljómsveit Birgis Arasonar á Akureyri: Æfir af krafti fyrir komandi „vetrarvertíð“ Hljómsveit Birgis Arasonar á Akureyri hefur að undanförnu æft af fullum krafti fyrir kom- andi „vetrarvertíð“. Hljóm- sveitin sem hefur verið starf- rækt síðustu ár, hefur nú hafíð störf á ný að loknu sumarleyfí. Hljómsveit Birgis Arasonar leikur blandaða tónlist sem hent- ar vel á árshátíöum, þorrablótum og öðrum slíkum samkomum. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Arason sem leikur á bassa og syngur, Ólafur Þórðarson sem leikur á píanó og hljómborð, Húnbogi Valsson sem leikur á gítar og syngur og Friðrik Sig- urðsson sem leikur á trommur. Þcir þrír fyrsttöldu hafa allir ver- ið í hljómsveitinni síðustu ár en Friðrik trommuleikari er nýliði í sveitinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.