Dagur - 27.10.1989, Page 5
Föstudagur 27. október 1989 - DAGUR - 5
Akureyri - miðstöð
stjórnsýslu í sjávar-
útvegi á íslandi
Eðlilegt er að ríða á vaðið með
byggðastefnu á þessum nótum
með því að velja Akureyri og
Eyjafjörð sem miðstöð rann-
sókna, fræðslu og stjórnunar í
sjávarútvegi. Við Eyjafjörð er
blómleg útgerð af ýmsum toga,
margvísleg sjávarútvegsfyrirtæki
og fullvinnsla sjávarfangs. Þá er
öflugur þjónustuiðnaður við sjáv-
arútveg og annar iönaður, sent
framleiðir vörur fyrir sjávar-
útveg. Samgöngur eru góðar til
flestra staða og á Akureyri er,
þrátt fyrir allt, nógu öflug byggð
til þess að taka við slíku verkefni.
Fyrsta skrefið í byggðastefnu
af þessu tagi hefur þegar verið
tekið, þótt það hafi kannski verið
tekið óvart. Stofnun Háskólans á
Akureyri og sú áhersla sem þar
er lögð á sjávarútvegsfræði er í
raun besti stökkpallur. sem hægt
er að hugsa sér til að hrinda
byggðastefnu at' þessu tagi í
framkvæmd. Við Háskólann á
Akureyri verða kenndar greinar
sem spanna öll sérkenni sjávarút-
vegs og starfsmcnn skólans munu
leggja stund á ranrtsóknir sem
tengjast kennslunni. Forsvars-
menn rannsóknastofnana sjáv-
arútvegsins hafa lýst yfir vilja til
náins samstarfs, og ekkert ætti að
vera því til fyrirstöðu að unnt sé
að tengjast fleiri stofnunum, sem
fara með sjávarútvegsmál.
Ef stjórnmálamenn meina
eitthvað með sínum háttstemmdu
ræðum um byggðastefnu, ættu
þeir að fylgja stofnun Háskólans
á Akureyri eftir með skýrum og
virkum hætti. Alþingi þarf að
samþykkja tillögu til þingsálykt-
unar þar sem kveðið er á um að á
Akureyri vCrði miðstöð opinberr-
ar stjórnsýslu í sjávarútvegi.
Þeirri ályktun yrði fylgt eftir ineð
því að gera áætlun um flutning
stofnana ríkisins á þessu sviði.
Útibúum yrði strax komið á fót á
Akureyri og þeim, eins hratt og
eðlilegt er, falin aukin verkefni.
Að lokum verði svo höfuðstöðv-
ar viðkomandi stofnana fluttar
til Akureyrar. Á þennan hátt ætti
að vera hægt að flytja stofnanir
svo sem Hafrannsóknastofnun,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins, Fiskifélagið, Ríkismat sjáv-
arafurða, Fiskveiðasjóð o.s.frv.
án þess að um verulega röskun á
starfi stofnananna yrði að ræða.
Yerkefni annarra
landshluta
Jafnframt því að hrinda í gang
áætlun fyrir Akureyri og Eyja-
fjörð á þessum nótum þarf að
móta stefnu gagnvart öðrum
landshlutum. Það hefur dregist
lengi að koma raunverulegri
byggðastefnu í gang og yfirvöld
þurfa að hugsa og framkvæma
hratt, svo að markviss flutningur
ríkisstofnana geti hafist hið
fyrsta. Þegar verkefnum er valinn
staður þarf að hafa það að leið-
arljósi að viðkomandi byggðarlag
hafi forsendur til þess að valda
verkefninu, og að það hafi ein-
hverja eðlilega skírskotun til
staðarins. Jafnframt því þarf að
tryggja að viðkomandi stofnun
hafi fullan möguleika á að annast
þjónustuhlutverk sitt, t.d. með
rekstri útibúa þar sem það á við.
Hlutur Reykjavíkur
Þær aðgerðir sem hér hefur verið
fjallað um miða að því að dreifa
störfum á vegum ríkisins á niark-
vissan hátt á fleiri staði en
Reykjavík. Þær miða ekki að því
að taka allt frá Reykjavík. Eftir
sem áður verða flestir ríkisstarfs-
menn í Reykjavík. Margar stofn-
anir, svo sem ráðuneytin o.fl.,
eiga eðlis síns vegna að vera í
Reykjavík (að mestum hluta
a.m.k.). Og stofnanir með höfuð-
stöðvar úti á landi hefðu útibú í
Reykjavík, ef þörf væri á. Það
vær því ástæðulaust fyrir Reyk-
víkinga að óttast þá byggða-
stefnu, sem hér er lögð til. Miklu
frekar er ástæða til þess að óttast
framhald óbreyttrar þróunar.
Verkefni alþingismanna
Andstæðurnar í þjóðfélaginu,
landsbyggðin annars vegar og
höfuðborgasvæðið hins vegar,
eru stöðugt að fjarlægjast hvor
aðra. Landsbyggðin hefur enn þá
meiri hluta þingsæta þrátt fyrir að
vera orðin minni hluti þjóðarinn-
ar. Landsbyggðasjónarmið hafa
líka átt tiltölulega mikinn hljóm-
grunn meðal íbúa höfuðstað-
arins vegna þess að rætur flestra
íbúa hans liggja út á land. Hins
vegar er þetta hvorutveggja að
breytast. Misvægi atkvæða
minnkar og þar með pólitískur
máttur landsbyggðarinnar . og
þeim Reykvíkingum, sem telja
sig eiga sterkar rætur að rekja út
á land fækkar hlutfallslega. Skiln-
ingur t'yrir nauðsyn jafnvægis í
byggð landsins mun því minnka.
Raunhæfar aðgerðir í byggða-
málum þarf því að gera nú.
Alþingismenn landsbyggðar-
innar þurfa að vinna verkin sín.
Nú þegar þarf að hefja vinnu við
mótun byggðastefnu með lang-
tímamarkmið í huga. Dreifa þarf
störfum á vegum hins opinbera
markvisst, þar sem landshlutum
og einstaka stöðum eru ætluð
ákveðið hlutverk, og aðgerðir
næstu ára og áratuga við það
miðaðar. Hefja þarf verkið með
því að fylgja stofnun Háskólans á
Akureyri eftir á þann hátt að
beina störfum á sviði stjórnunar,
rannsókna og fræðslu í sjávarút-
vegi til Akureyrar.
Látum skilið við klisju- og slag-
orðabyggðastefnu síðustu ára og
hefjum byggðastefnu, sem treyst-
ir byggð um allt land.
Lokaorð
Rétt er að benda á að^árið 1975
skilaði nefnd á vegum forsætis-
ráðuneytjsins ítarlegri skýrlu um
flutning ríkisstofnana. Nefndin
kom með róttækar tillögur um
flutning ríkisstofnana og eflingu
og uppsetningu útibúa á þeirra
vegum. Ekkert hefur verið gert
með niðurstöður nefndarinnar
enn sem komið er. Hins vegar
sitja tveir af höfundum skýrslunn-
ar, þeir Ólafur Ragnar Grímsson
og Jón Baldvin Hannibalsson, í
ríkisstjórn auk þess að vera for-
menn sinna flokka. Það hlýtur að
mega búast við að þeir veiti máli
af þessu tagi brautargengi.
Akureyri, 24. október, 1989,
Pétur Bjarnason
Höfundur cr markaössljóri ístess hf.
VÍSINDARÁÐ
auglýsir styrki úr Vísindasjóði árið 1990 til rannsókna í
- náttúruvísindum
- líf- og læknisvísindum
- hug- og félagsvísindum
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Vísindaráðs, Báru-
götu 3,101 Reykjavík og hjá sendiráðum íslands erlendis.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1989, og skal umsókn-
um skilað á skrifstofu ráðsins, sem veitir upplýsingar dag-
lega kl. 10-12 og 14-16 (sími 91-10233).
FRAMSÓKNARMENN
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
verður haldinn að Hafnarstræti 90, mánudaginn 30. októ-
ber kl. 20.30.
Rætt um atvinnuhorfur og stöðu fyrirtækja á Akureyri í vetur.
Þá verður rætt um væntanlega stóriðju á höfuðborgarsvæð-
inu og virkjanir.
Félagsmenn framsóknarfélaganna eru hvattir til að fjöl-
menna.
Stjórnin.
Sýnum föstudaginn 27. nóvember
hljómtæki frá Pioneer og sjónvörp
og videótæki frá Sharp og Salora
Hátalarar frá Jamo verða á sýningunni
Sýnum myndgeislaspilara
Komið og skoðið vörur í háum gæðaflokki
PIOMEER
SHARP
SALORA
jamo
sImi
(96) 21400