Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 14. nóvember 1989 218. tölublað öÞotásujeah Kuldafatnaöur í úrvali HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Rækjuverksmiðja Sigló slegin ríkissjóði á 90 milljónir: „Eðlilegast að Siglunes yfírtaki reksturmn“ - segir Guðmundur Arnaldsson stjórnarformaður Mikil óvissa virðist ríkja ovissa viröist nkja um áframhaldandi gang mála varðandi rekstur stærstu rækjuverksmiðjunnar í bæn- um, áður Sigló hf., í Siglufirði eftir að ríkissjóði var slegin húseign þrotabús Sigló á föstu- dag. Ríkissjóður greiddi 90 milljónir króna fyrir eignina, en spurning dagsins á staðnum er hvor muni hljóta hnossið, Sunna hf., fyrirtæki heima- manna, eða Siglunes. Þegar Sigló varð gjaldþrota tók Sunna hf. við rekstrinum sam- kvæmt leigusamningi við skipta- ráðanda. Verksmiðjuhúsið sjálft hefur ríkissjóður keypt, dýrum dómum að mati forráðamanna Sigluness hf., en vélarnar eru í eigu sænsks kaupleigufyrirtækis. Guðmundur Amaldsson, stjóm- arformaður Sigluness hf., segir að sér finndist eðlilegt að um- boðsmenn ríkisins kölluð for- ráðamenn Sigluness á sinn fund í því augnamiði að fá þá síðar- nefndu til að yfirtaka þennan rekstur með einhverjum hætti. „Við erum ákjósanlegustu rekstr- araðilarnir og bæjarfélagið er vel stemmt gagnvart okkur,“ sagði hann. Guðmundur benti á að ef Siglu- nes fengi ekki’ að reka verk- smiðjuna vegna ráðstafana hins opinbera, t.d. ef Sunna hf. yrði látin hafa forgang að eignunum, gæti slíkt þýtt tap fyrir ýmsa aðila á staðnum. Tæki, lausafjármunir og annað fé til að hefja rekstur- inn myndi nema 40 til 50 milljón- um króna umfram kaupverð sjálfs verksmiðjuhússins, og sæju allir að fjárhagsskuldbinding heima- manna í þessu skyni upp á 140 til 150 milljónir króna til að byrja með gengi aldrei upp. Sigurður Fanndal, stjórnarfor- maður Sunnu hf., segir að það fyrirtæki hafi þvert á móti alla burði til að yfirtaka reksturinn, en allt tal um annað séu tómar blekkingar. Sunna hf. var stofn- uð með það fyrir augum að kaupa eigur Sigló eftir gjaldþrot- ið. Félagið er í eigu bæjarsjóðs, Þormóðs ramma hf. og Verka- lýðsfélagsins Vöku, en auk þess eru tólf aðrir þjónustuaðilar í bænum hluthafar. EHB Tilbúinn fyrir veturinn. Mynd: KL Aðgerð til að auka framleiðslu mjólkur yfir vetrarmánuðina: 8,5% álag ofan á verð vetrarmjólkur - mjög brýn aðgerð, segir Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambandsins Ákveðið hefur verið að greiða 8,5% álag á grundvallarverð inveginnar mjólkur mánuðina nóvember-desember 1989 og janúar-febrúar 1990. Fjármagn til þessarar hækkunar fæst með hækkun á staðgreiðsluláni ríkissjóðs. Gert er ráð fyrir að endurgreiða lánið með fé sem innheimtist með allt að 15% skerðingu fyrir mánuðina maí- júní 1990. Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, er þetta gert til að freista þess að auka mjólkurframleiðsluna yfir vetrarmánuðina og jafna þannig framleiðsluna eins og kostur er yfir allt árið. „Aðlögun að innanlandsmark- aði þýðir að við þurfum að fram- kalla jafnara framleiðslumynstur að minnsta kosti á stærstu svæð- unum,“ segir Haukur. Hann seg- ir að margir bændur hafi haldið því fram að dýrara sé að fram- leiða mjólk yfir vetrarmánuðina og því hafi þeir stefnt að mestri framleiðslu yfir sumarmánuðina m.a. með stýringu gangmála. Samkvæmt búreikningum segir Haukur að þetta sé ekki ailskost- ar rétt. „Við verðum að hugsa líka um neytendur. Við megum ekki framleiða langt umfram það sem markaðurinn þarf á að halda yfir sumarmánuðina og eiga svo ekki nóg yfir vetrarmánuðina," segir Haukur. Hann tekur fram að þessi ákvörðun sé í raun framleiðslu- pólitísk og taki ekki aðeins til þessa árs heldur sé ekki síður verið að huga að næstu árum. „Ég tel að þessi aðgerð hafi verið orðin mjög brýn. Tvö undanfarin ár hefur neysla innanlands verið meiri en framleiðslan. Við höfum verið að ganga á birgðir. Á með- an við áttum birgðir þoldum við Kjördæmisþing framsóknarmanna á Norðurlandi eystra: Lýsir emdregnum stuðningí við byggingu álvers við Ejjaflörð Framsóknarinenn í Norður- landskjördæmi eystra tóku afdráttarlausa afstöðu með bygg*ngu álvers við Eyja- Ijörð, á kjördæmisþingi sínu sem haldið var á Akureyri um heigina. í sérstakri ályktun þingsins um orkufrekan iðn- að, sem framsóknarmenn á Akureyri Iögðu fram, er skor- að á ríkisstjórn og alþingis- menn kjördæmisins, ef og þegar til ákvarðanatöku um byggingu nýs álvers kemur, að huga vel að því að það verði reist á Eyjafjarðarsvæð- inu. „Bygging álvers í Eyja- firði og virkjun í Fljótsdal, myndi að miklu leyti stöðva fólksflóttann af landsbyggð- inni og yrði þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd,“ segir m.a. í ályktuninni. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, sem situr á Alþingi í vetur í fjar- veru Valgerðar Sverrisdóttur, sagði í ræðu á kjördæmisþing- inu að viðræður um stækkun álversins í Straumsvík virtust komnar í strand og það skapaði allt aðra stöðu í málinu. „Það gæti svo farið að við þyrftum á næstu vikum að ræða í fullri alvöru hugmyndir um byggingu nýs, sjálfstæðs álvers á íslandi. í því sambandi hefur verið rætt um 185 þúsund tonna álver hið mesta en einnig er hugsanlegt að um yrði að ræða 135 þúsund tonna álver. Þetta þýðir að menn kunna að standa frammi fyrir því miklu fyrr en reiknað var með fyrir örfáum vikum, hvar slíkt álver eigi að rísa,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagðist sjálfur hafa verið mikill efasemdarmaður um uppbygg- ingu orkufreks iðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu. „Mín niðurstaða eftir miklar vanga- veltur er hins vegar sú að við verðum að horfa á þessa hluti með köldu mati og rökhyggju. Þetta er þrátt fyrir allt kannski stærsta byggðamálið sem við stöndum frammi fyrir á næstu árum. Ég horfi til þess með hryllingi ef svo færi að álver af stærðinni 130-180 þúsund tonn yrði byggt á suðvesturhorni landsins. Það myndi auka enn á þann viðsnúning sem er hjá okkur í byggðamálum í dag,“ sagði Jóhannes Geir. Hann sagðist jafnframt vera viss um að þótt fram kæmu lof- orð um að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að bygging álvers á suðvesturhorninu leiddi til byggðaröskunar, kæmu slík- ar aðgerðir aldrei til fram- kvæntda. „Þetta yrðu einungis fyrirheit sem illmögulegt eða ógerlegt yrði að standa við.“ Fyrrnefnd ályktun kjördæm- isþingsins um orkufrekan iðnað hlaut samþykki nær allra þing- fulltrúa. 1 henni segir orðrétt: „Eyjafjörður er eina landsvæð- ið utan Reykjavíkur og ná- grennis, sem getur tekið við svo stóru fyrirtæki sem 185 þúsund tonna álver er. Vegna fólks- fjölda á Eyjafjarðarsvæðinu er ekki hætta á að álver verði yfir- gnæfandi á vinnumarkaðinum, en skýtur nýjum rótum undir atvinnulífið, sem er knýjandi. Sú þjónusta sem fyrir er á Eyjafjarðarsvæðinu er fullnægj- andi í stórum dráttum, gagn- stætt því sem er um aðra staði utan Reykjavíkursvæðisins.“ BB. að fara neðarlega í framleiðslu yfir vetrarmánuðina. Nú erum við komin með birgðir niður í það sem við getum kallað kjör- stöðu og við viljum sem kostur er reyna að halda þeirri stöðu,“ sagði Haukur. Allir mjólkurframleiðendur í landinu fá umrætt 8,5% álag ofan á mjólk framleidda í þessum mánuði og til og með febrúar á næsta ári. „Síðan koma hlutlausir mánuðir og næsta sumar verður skert eins og þarf til að endur- greiða staðgreiðslulánið." óþh Samkomulag í Krossanesdeiluimi - „allir sáttir,“ segir Sverrir Leósson Samkomulag tókst í Krossa- ncsdeilunni svokölluöu sl. laugardag. Viöræöuin var frestað fyrr í vikunni þar sem lítið hafði miðað áfram en samkomulagið sem um ræðir gildir til áramóta eða þar til nýir kjarasamningar taka gildi á næsta ári. Sverrir Leósson stjórnarmaður í Krossanesverksmiðjunni gekk frá samkomulaginu fyrir hönd verksmiðjunnar og sagði hann að samið hafi verið um að vinna eftir fjögurra vakta kerfi. Það virkar þannig að þrjár átta tíma vaktir eru unnar hvern sólarhring og ein vakt er í fríi. „Þetta þýðir að fleiri einstaklingar hafa vinnu við verksmiðjuna en ef t.d. unnið væri eftir tveggja, eða þriggja vakta kerfi. Þegar upp var staðið voru allir sáttir, forsvarsmenn Einingar, forráðantenn verk- smiðjunnar og starfsmenn, en samkomulagið var kynnt þeim um helgina," sagði Sverrir að lokum. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.