Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. nóvember 1989 - DAGUR - 5 Þingfulltrúar í þungum þönkum á Hótel KEA á laugardag. Gissur Pétursson, formaöur SUF, í ræðustól en hann var einn gesta kjördæmisþingsins. Mynd: ehb Stjómmálaályktun 34. kjördæmisþings KFNE Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldið var á Akur- eyri á laugardaginn að Hótel KEA, samþykkti eftirfarandi stjórnmálaályktun. Kjördæmisþing framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra haldið á Akureyri 11. nóvember 1989, lýsir yfir fullum stuðningi við hina nýju ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar. Þingið treystir því að þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem nú er við að etja í þjóðfélaginu, takist henni að vinna þjóðina út úr þeim vanda og hefja nýtt fram- faraskeið. Þrátt fyrir mikinn árangur af starfi Atvinnutryggingasjóðs útflutningsgreina og Hlutafjár- sjóðs Byggðastofnunar er staða margra atvinnu- og þjónustufyr- irtækja enn mjög erfið. Takist ekki að ná betra jafnvægi í atvinnustarfsemi landsbyggðar- innar er enn hætta á mikilli byggðaröskun og stórfelldu atvinnuleysi. Þingið telur að marka beri fisk- veiðistefnu á þeim grundvelli sem lagður hefur verið, þar sem mið- að er við hámarksafrakstur fiski- stofnanna, traustan hag útgerðar- staðanna og þjóðhagslega hag- kvæma nýtingu sjávarafla. Nauð- synlegt er að fiskveiðistefnan stuðli að sem mestri fullnýtingu afla í landinu. Þingið bendir á þá alvarlegu stöðu sem pr í landbúnaði. Lýst er stuðningi við gerð nýs búvöru- samnings sem byggir á því að bændur framleiði fyrst og fremst með þarfir innanlandsmarkaðar í huga. Hugmyndum um aukinn innflutning landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða innan- lands er hafnað. Þá leggur þingið áherslu á að við upptöku virðis- aukaskatts um næstu áramót verði tvö skattþrep og verði lægra skattþrep m.a. á þeim matvælum sem framleidd eru innanlands. Við uppbyggingu og þróun iðnaðar verður að gæta þess að hann búi við sambærileg rekstrar- skilyrði og aðrar atvinnugreinar og geti keppt við erlenda iðnað- arframleiðslu. Landið og auð- lindir þess verðum við að nýta og leita til að ná samningum um orkusölu til iðnaðar í stórum stíl. Stóriðja getur aukið útflutn- ingstekjur þjóðarinnar verulega og uppbygging slíkra fyrirtækja á landsbyggðinni er mikilvægur þáttur í að snúa við þeirri byggða- röskun sem orðið hefur á undan- förnum árum. Mikill fjármagnskostnaður veldur framleiðslufyrirtækjunum miklum erfiðleikum. Þingið skor- ar á stjórnvöld að beita þeim heimildum sem eru í lögum til að halda vöxtum í skefjum. Atvinnulíf landsmanna þolir ekki að greiða hærri raunvexti en tíðk- ast í viðskiptalöndum okkar. Hallalaus ríkisbúskapur er ein af undirstöðum trausts efnahags- lífs. Jafna þarf halla ríkissjóðs í áföngum en við núverandi aðstæður ber að gera það með niðurskurði ríkisútgjalda fremur en skattlagningu. Uppbygging atvinnulífsins í landinu þarf að hafa forgang ef takast á að auka þjóðartekjurnar og verja kaup- máttinn. Þrátt fyrir nauðsynlegt aðhald í opinberum rekstri telur þingið mikilvægt að standa vörð um velferðarkerfi það sem þjóðin hefur komið sér upp þannig að allir geti, án tillits til efnahags og búsetu, búið við félagslegt öryggi, fullkomna heilbrigðis- þjónustu og jafnrétti til menntun- ar og menningarlífs. Nauðsynlegt er að ná samning- um við EFTA og EB þar sem tryggðir eru viðunandi viðskipta- samningar okkar og menningar- leg samsipti án þess að verða svipt forræði yfir landinu og auðæfum þess. Því kemur ekki til greina að hleypa fiskiflota banda- lagsins inn í fiskveiðilögsögu okkar þar sem við þurfum að nýta fiskistofnana sjálf. íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðasamstarfi um verndun umhverfisins til að bægja frá þeirri yfirþyrmandi hættu sem tækniþróun þessarar aldar veldur lífi og umhverfi, um leið og hald- ið er áfram í vaxandi mæli öflugu gróðurverndar- og landgræðslu- starfi, undir forystu landbúnaðar- ráðuneytisins og stofnana þess. Kjördæmisþingið leggur áherslu á mikilvægi þess að Framsóknar- flokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og væntir þess að honum takist, í anda stefnu sinnar og hugsjóna, að skapa betra og réttlátara sam- félag. DAGA FORSKOT Með okkar áætlun styttist biðin eftir innflutningi frá Reykjavík um (§) daga. LESTUNARHAFNIR INNANLANDS REYKJAVÍK Alla miðvikudaga VESTMANNAEYJAR Alla föstudaga HÚSAVÍK Alla sunnudaga AKUREYRI Alla mánudaga ÍSAFJÖRÐUR Alla þriðjudaga Aðrar hafnir eftir þörfum. SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI 27797 , A A A A A A A J TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. nóvember nk. Launaskatt ber að greiöa til innheimtumanna ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráöuneytið, 12. nóvember 1989. Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorninu. Símmn er 24222 Guð á að vera sá miðpunktur sem allt snýst um, en ekki maður- inn. Að lokum til minnis. „Ég er Drottinn Guð þinn, . . . þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ „Ég er vegurinn, sannleikurinn og líf- ið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ „Sá sem trúir og skírist mun hólpinn verða, en sá sem trúir ekki mun fyrirdæmdur verða." Elsku fólk varist hina vatns- lausu brunna en leitið Hans sem gefur lifandi vatn sem verður að lind sem streymir fram til eilífs lífs:“ Níls Gíslason. Lokað próíkjör sjálfstæðismanna á Akureyri Sjálfstæðismaður hringdi: „Ég las í Degi smáskot á sjálf- stæðismenn á Akureyri undir fyrirsögninni Smátt og stórt. Mér brá dálítið við lesturinn, en við nánari íhugun sé ég að það er alveg rétt sem þarna stendur, í grófum dráttum. Við sjálfstæðismenn á Akur- eyri verðum að fara að hugsa okkar gang betur. Við erum í meirihluta í bæjarstjórn sem stendur, en hvað tekur við eftir kosningar? Þá verður flokkurinn dæmdur eftir verkum sínum í bænum, en hann fær líka fylgi á landsmælikvarða miðað við almennt stjórnmálaástand. Það er nú einu sinni svo að margir kjósendur gera ekki mikinn greinarmun á alþingis- og bæjar- stjórnarkosningum, og því þykir mörgum líklegt að við fáum svip- að atkvæðamagn í vor og fyrir fjórum árum á Akureyri. Spurningin sem ég hef velt fyr- ir mér er þessi: Hvar er fulltrúi hins almenna sjálfstæðismanns í bænum í bæjarstjórn? Þessari spurningu verður ekki svarað nema í lokuðu prófkjöri. Við, sem munum einhver ár aftur í tímann, erum sumir undr- andi á ástandinu nú. Sjálfstæðis- menn höfnuðu ágætum mönnum á Akureyri í prófkjörum fyrir nokkrum árum, án þess að nein nöfn séu nefnd. Sumir þessara manna eru og voru dugandi athafnamenn, sem hafa sýnt og sannað getu sína. Nú finnst mér og fleirum að leita ætti til þessara manna í sambandi við prófkjör fyrir flokkinn, manna sem hafa mikla reynslu á ýmsum sviðum athafnalífsins. Þetta ætti að gera í ljósi þeirrar reynslu sem orðið hefur á þessu kjörtímabili. Ekki kemur til greina neitt annað en að hafa skýrar línur í þessum efnum sem allra fyrst."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.