Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 3
 Þriðjudagur 14. nóvember 1989 - DAGUR - 3 frétfir Fengsæll rjúpnaveiðimaður frá Dalvík: Hefur náð 400 ijúpum í 14 veiðiferðum - „Veiði eingöngu á heimaslóð“ segir Ari Gunnarsson „Mig vantar nú ekki nema fáar upp á að ná 400 fugla markinu. Maður er mest á heimaslóð við þetta, það má segja að maður sé búinn að fínkemba syæðið vestan Eyjafjarðar frá Öxna- dal og út að Lágheiði,“ segir Ari Gunnarsson fengsæll rjúpnaveiðimaður frá Dalvík sem tók sér frí frá sjómennsk- unni þegar rjúpnaveiðitímabil- ið hófst og sneri sér alfarið að veiðunum. Og sennilegast eru þeir ekki margir sem geta stát- að af því að fá nálægt 30 rjúp- um að meðaltali í veiðiferð því þessa fugla hefur Arí veitt í aðeins 14 veiðiferðum. Ari segist hafa mest náð 38 rjúpum í einni ferð. Eins og nærri má geta þarf talsverða líkamlega þjálfun til að þola það álag sem fylgir svo stífri veiðimennsku. DAGDR AkurejTi S 96-24» Norðlenskt dagblað „Jú, ég skal viðurkenna að mað- ur verður að vera í góðu líkams- ástandi, sérstaklega þegar engin hjálpartæki eru notuð við þetta t.d. fjórhjól, snjósleðar eða vel útbúnir bílar. Þetta er allt önnur íþrótt með svoleiðis útbúnaði og hjá mér eru svoleiðis aðfarir ekki hátt skrifaðar. Mesta ánægjan hjá mér er sjálf fjallgangan og þó maður sé líka að elta þessi grey þá er helmingurinn af ánægjunni náttúran sjálf og fegurð hennar. En það er jú kannski meira en að segja það að rækta sig þannig upp að maður þoli það að bera allt upp í 30 kg. 10-20 kílómetra," segir Ari. Rjúpnaveiðar hefur Ari stund- að ötullega síðustu 3-4 árin en 14 ára gamall fór hann fyrst til rjúpna með föður sínum. Rjúp- urnar sem hann veiðir segist hann að mestu láta til kunningja og ættingja fyrir lítinn pening. Ari segir að talsvert hafi verið af rjúpu í haust og góð veðrátta gert veiðimönnum auðveldara með að ná henni. Ari notar hálfsjálfvirka Rem- ington haglabyssu við veiðarnar og einstaka sinnum grípur hann til tvíhleypunnar. Hann notar mest skot frá Mirage og Nike með 3 mm. höglum og 34 gr. Akureyri: Rannsóknarlögreglan opnar fvrir símann - sjálfvirkur símsvari tekur við upplýsingum um a&rotamál Hjá rannsóknarlögreglunni á Akureyri hefur verið opnað fyrir síniann ef svo má segja, því þar hefur verið tengdur sími með sjálfvirkum símsvara. í þennan síma getur almenning- ur hringt inn hvers konar upp- lýsingar sem hann vill koma á framfæri en hefur e.t.v. ekki kjark til að koma frá sér á ann- an hátt. Að sögn Daníels Snorrasonar rannsóknarlögreglufulltrúa á Akureyri er með þessu verið að vonast til að fólk sem hugsanlega býr yfir vitneskju t.d. um fíkni- efnamál hringi og lesi inn á sím- svarann það sem það veit. Ekki er nauðsynlegt að gefa upp nafn, en það er þó mun betra fyrir rannsóknarlögregluna ef það er gert. „Þetta þurfa ekki að vera stórvægilegar upplýsingar, en við höfum grun um að fólk fái upp- lýsingar, eða heyri rætt um fíkni- efnaneyslu eða önnur afbrot en sjái samt ekki ástæðu til að gera sér ferð til þess að skýra frá því. Með þessu opnast möguleiki á að þetta fólk hringi til okkar.“ Ástæðan fyrir því að þessi bún- aður er settur upp sagði Daníel m.a. vera aukna umræðu um fíkniefnamál. Slíkur sími er í notkun hjá Rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík og í Keflavík og hefur gefið ágæta raun. Númerið á Akureyri er 96-25784 og í það er hægt að hringja alla daga vik- unnar, allan sólarhringinn. VG Visitala framfærslukostnaðar: Hefiir hækkað um 5,6% imdanfarna þná mánuði - jafngildir um 24,4% Kauplagsnefnd hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í nóvember- byrjun 1989. Vísitalan í nóvember reyndist vera 135,7 stig (maí 1988 = 100), eða 1,5% hærri en í október. Sam- svarandi vísitala samkvæmt eldra grunni (febrúar 1984 = 100) er 332,7 stig. Af einstökum verðhækkunum má nefna að 2,6% hækkun hús- næðiskostnaðar hafði í för með sér 0,3% vísitöluhækkun, 2,7% verðbólgu á heilu ári verðhækkun fatnaðar hafði í för með sér 0,2% hækkun og 3,1% á verði nýrra bifreiða olli 0,2% hækkun vísitölunnar. Verðhækk- un ýmissa annarra vöru- og þjón- ustuliða olli alls um 0,8% hækk- un vísitölu framfærslukostnaðar. Síðstliðna tólf mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 22,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,6% og jafngildir sú hækkun um 24,4% verðbólgu á heilu ári. hleðslu. En fer ekki ógrynni af skotum þegar svo mikið er veitt? „Ég hef reynt að stilla það hiklaust af þannig að ég fari ekki með meira en eitt skot á rjúpu. Ekki hefur það nú tekist ennþá, í fyrra veiddi ég 430 fugla og var með 60 skot í mínus en nú er ég kominn með tæplega 400 fugla og er með 16 skot í mínus. Að ná einu skoti á rjúpu er erfiðara þegar maður er farinn að skjóta um 30% á flugi en ég hef það sem keppikefli að skjóta vel enda set- ur það þrýsting á íþróttina. Mað- ur fer líka betur með fuglinn, maður sýnir honum meiri virð- ingu með því að ætla sér að kom- ast í það gott færi að maður sé öruggur um að drepa hann. Þá er ekki verið að skjóta í neinum vafafærum sem skilja ekki annað eftir sig en leiðinlegar minningar úr túrnum." Ari segist alltaf gefa upp hvar hann fái sína fugla og segist ekki sjá ástæðu til að leyna því. Sam- skiptin við landeigendur segir hann góð enda „er fokið í flest skjól ef maður má ekki vera í fjöllunum sínum því ég tel mig eiga þessi fjöll eins og allir aðrir. Mér finnst svolítið hæpið, með allri virðingu fyrir bændum sem eru mínir bestu vinir, þegar þeir eigna sér heilu og hálfu dalina.“ Ari segir að það hljóti að vera keppikeflið að fá sem mest og ekki geti hann neitað því að markmiðið sé að ná meiru en á síðasta tímabili. „Já, ætlunin er að ná 500 fuglum núna en svo miklu hef ég ekki náð,“ segir Ari Gunnarsson. JÓH 11. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 1.267.909.- £. 4af 5^ Á 7 62.841.- 3. 4af5 192 3.952.- 4. 3af 5 5.565 318.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.504.159.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 ÍlllllÍI Vikulega að sunnan. Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum. Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum. Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIP Akureyri, sími 24131. EIMSKIP A AKUREYRI ALLA FIMMTUDAGA!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.