Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 Enska knattspyrnan: 1 íþróttir F Enn tapar Liverpool Derby skoraði sex - Chelsea á toppnum Um helgina fengu sjónvarps- áhorfendur loks að sjá beina útsendingu frá ensku knatt- spyrnunni. Leikur Q.P.R. gegn Liverpool var sýndur bcint og var hann frábær skemmtun. Það er örugglega álit margra, að sýna skuli frek- ar frá Englandi heldur en troða þýskum leikjum að í tíma og ótíma. Áhugi manna hér er mun meiri á ensku knattspyrn- unni en þeirri þýsku og ensku leikirnir oftast mun fjörugri og skemmtilegri. En þá er komið að leikjum laugardagsins. Dcan Saunders skoraði úr tveimur vítaspyrnum fyrir Derby gegn Man. City. Staðan 1 deild Chelsea 13 7-4-2 20: 9 25 Arsenal 13 7-3-3 23:15 24 Liverpool 12 6-3-3 25:10 21 Aston Villa 13 6-3-4 19:15 21 Norwich 13 5-6-2 21:16 21 Everton 13 6-2-5 20:20 20 Coventry 13 6-2-5 11:15 20 Southampton 13 5-4-4 23:20 19 Tottenham 12 5-3-4 18:18 18 Luton 13 4-5-4 13:11 17 Man.Utd. 12 5-2-5 20:19 17 Nott.Forest. 13 4-4-5 16:14 16 Derby 13 4-3-6 15:12 15 Miilwall 13 4-3-6 20:20 15 Wimbledon 13 3-6-4 11:14 15 Crystal Palace 13 4-3-6 14:26 15 QPR 13 3-5-5 13:13 14 Man.City 13 4-2-7 19:24 14 Charlton 13 34-6 11:15 13 Sheff.Wed. 13 3-3-7 6:20 12 2. deild Sheff.Utd. 17 11-5-1 30:16 38 Leeds Utd. 17 10-5-2 30:18 35 Newcastle 17 9-5-3 33:19 32 Oldham 17 8-5-4 23:18 29 Sunderland 17 8-54 28:24 29 Swindon 16 84-4 30:17 28 Plymouth 17 8-3-6 30:19 27 West Ham 17 7-6-4 25:18 27 Ipswich 17 7-5-5 28:25 26 Blackburn 16 5-10-1 27:17 25 Wolves 17 6-6-5 25:21 24 Brighton 17 7-1-9 26:26 22 W.B.A. 17 5-5-7 30:28 20 Oxford 17 54-8 24:28 19 Bournemouth 16 54-7 23:27 19 Port Vale 17 3-8-617:2117 Watford 17 4-5-8 16:22 17 Portsmouth 17 3-6-8 18:26 17 Bradford 17 3-7-719:1916 Barnsley 17 44-9 19:38 16 Middlesbr. 16 3-6-7 20:26 15 Leicester 17 3-6-8 19:28 15 Stoke 17 2-8-7 16:28 14 Hull 17 1-10-6 17:24 13 Lið Liverpool mætti seint til leiks gegn Q.P.R. vegna umferð- artafa, en það voru þó meiri vandræði sem Trevor Francis framkvæmdastjóri Q.P.R. gekk í gegnum fyrir þennan leik. í vik- unni gekk hann undir aðgerð vegna meiðsla og var að auki gagnrýndur í blöðum af Nigel Spackman leikmanni liðsins og fyrrum leikmanni Liverpool. Spackman missti stöðu sína í lið- inu, en það var ekki eina breyt- ingin sem gerð var því Francis setti þá Paul Wright og Mark Falco inn og það átti eftir að borga sig. Wright skoraði tvíveg- is í fyrri hálfleik fyrir Q.P.R., fyrra markið úr vítaspyrnu sem dæmd var á Glenn Hysen fyrir brot á Falco og síðan beint úr aukaspyrnu rétt utan teigs sem dæmd var á Hysen. A milli marka Wright skoraði John Barnes úr víti sem hann fékk eftir brot Paul Parker. Steve Nicol kom ekki inná hjá Liverpool eftir hlé, en í hans stað lék Jan Molby síðari hálfleikinn. Falco bætti þriðja marki Q.P.R. við stuttu eftir hlé, en Barnes svaraði strax með glæsilegu marki fyrir Liver- pool. Fleiri urðu mörkin ekki, en David Seaman markvörður Q.P.R. varði glæsilega frá Ian Rush úr dauðafæri og bjargaði þar sigrinum í höfn fyrir lið sitt. Liverpool er í öldudal um þessar mundir og ekki sami sjarmi yfir leik liðsins og oftast áður, en Q.P.R. lék mjög vel að þessu sinni. Chelsea heldur toppsætinu í 1. deild eftir frækinn sigur á útivelli gegn Everton og Liverpool-liðin riðu því ekki feitum hesti frá þessari umferð. Chelsea liðið lék mjög vel, vörn þess stöðvaði sóknarmenn Everton auðveld- lega og miðju- og sóknarmenn liðsins voru sívinnandi allan leik- inn. Sigurmark Chelsea kom á 50. mín. leiksins, Kevin Wilson skaut að marki Everton og bak- vörðurinn Steve Clarke fékk boltann frá vörn Everton og skoraði örugglega framhjá Neville Southall í mark Everton. Peter Beagrie lék sinn fyrsta leik fyrir Everton eftir að hann var keyptur frá Stoke City og átti ágætan leik, en besti maður vall- arins var þó Tony Dorigo leikmaður Chelsea. Meistarar Arsenal komust í annað sætið með sigri á útivelli gegn Millwall. Leikmenn Arsenaí urðu að hafa mikið fyrir þessum sigri í hörðum, en ekki að sama skapi vel leiknum leik. Michael Thomas náði forystu fyrir Arsenal í fyrri hálfleik, hann hóf sjálfur sóknina á miðjunni og fylgdi síð- an fram og fékk boltann eftir að skot Niall Quinn hafði verið varið. Leikmenn Millwall færðust allir í aukana við mótlætið og John Lukic í marki Arsenal varð að taka á öllu sínu er hann varði tvívegis glæsilega frá Teddy Sher- ingham. Lukic átti hins vegar ekkert svar við glæsilegu skalla- marki Sheringham sem jafnaði leikinn fyrir Millwall. David Rocastle var borinn af velli rétt fyrir hlé meiddur, en hann jafn- aði sig þó og kom aftur inná eftir hlé. Sigurmark Arsenal kom á 14. mín. síðari hálfleiks, Quinn skoraði eftir að Brian Marwood hafði skallað boltann til hans. Eftir markið lagðist Arsenal í vörn og hélt fengnum hlut. Lið Sheffield Wed. er að rétta úr kútnum og vann auðveldan heimasigur gegn Charlton. John Sheridan og Phil King sem liðið keypti nýlega styrkja liðið mjög. King átti upphafið að fyrsta marki Sheffield eftir 34 mín. leik, Craig Shakespere framlengdi þá fyrirgjöf hans til Dalian Atkinson sem skallaði í mark. 15 mín. fyrir leikslok bætti David Hirst við marki fyrir Sheffield eftir send- ingu Shakespere og hann bætti öðru marki sínu við 7 mín. fyrir leikslok og öruggur sigur í höfn. Derby burstaði Man. City 6:0, en sá sigur var of stór eftir gangi leiksins og dómarinn var heima- liðinu mjög hagstæður. Mark Wright miðvörður Derbý átti stórleik, hann skoraði fyrsta markið eftir að hafa átt skalla í þverslá, skallaði síðan horn- spymu fyrir fætur Trevor Hebberd sem skoraði annað markið og átti síðan skalla í stöng. Dean Saund- ers skoraði tvö mörk úr víta- spyrnum í síðari hálfleik og Paul Goddard og Gary Micklewhite gerðu sitt markið hvor. Leikmenn Tottenham virtust vanmeta lið Wimbledon sem margir spáðu erfiðum vetri. Tottenham með allar sínar stjörnur lék eins og þeir hefðu þegar sigrað í leiknum og alla hörku vantaði í liðið. Wimbledon gekk á lagið og náði undirtökum í síðari hálfleik. Eina mark leiks- ins kom á 61. mín., skot Lawrie Sanchez fór af David Howells í markið hjá Tottenham og Wimbledon hefði hæglega getað bætt við mörkum. Gary Lineker sást varla í leiknum og fékk ekk- ert úr að moða frá miðjumönnum Tottenham. Norwich lék mjög vel gegn Aston Villa og sigur liðsins hefði getað orðið mun stærri en raun varð á. Andy Townsend átti hörkuskot í slá og Dale Gordon skaut framhjá marki Villa eftir að hafa leikið vörn liðsins sundur og saman. Mörkin tvö voru ekkert sérstök, sjálfsmark Derek Mountfield og síðan hnoðaði Andy Linighan boltanum í mark eftir hornspyrnu. Gordon og Ian Butterworth léku mjög vel fyrir Norwich, en David Platt sem val- inn hefur verið í landsliðshóp Englands, átti daufan dag fyrir Villa. Coventry náði að merja sigur á heimavelli gegn Southampton, A sunnudag léku Manchester Utd. og Nottingham For. á Old Trafford. Lið Utd. sem hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu þurfti nauðsynlega á sigri að halda og það tókst með miklum erfíðismimum. Lið Utd. átti slæman dag þrátt fyrir sigurinn, að undanskyldum þeim Bryan Robson, Steve Bruce, Jim Leighton og Paul Ince sem lék sem bakvörður áttu aðrir slakan leik. Forest náði strax undirtökun- um og Leighton varði mjög vel frá Nigel Clough, Gary Crosby og Steve Hodge, en Forest lék skemmtilega sóknarknattspyrnu. Öllum á óvart skoraði Utd. nokkrum sek. fyrir lok fyrri hálf- leiks og var þar að verki Gary Pallister sem annars átti afleitan dag, var nærri búinn að skora sjálfsmark og var síðan heppinn að fá ekki dæmda á sig víta- Kevin Drinkell skoraði eina mark leiksins á 74. mín. er liðin virtust vera að sættast á jafntefli. Bæði lið fengu mörg færi í fyrri hálfleik, m.a. misnotaði Kevin MacDonald vítaspyrnu fyrir Coventry, en lítið markvert gerð- ist í síðari hálfleiknum þar til Drinkell gerði sigurmarkið. Crystal Palace varð að láta jafntefli nægja á heimavelli gegn Luton þrátt fyrir nokkra yfir- burði. Mark Bright skoraði fyrir Palace í fyrri hálfleik er hann lyfti laglega yfir Alec Chamberlain í marki Luton, en Danny Wilson tókst að jafna metin fyrir Luton í síðari hálfleiknum. 2. deild • Sheffield Utd. hefur þriggja stiga forskot í 2. deild eftir 1:0 sigur á útivelli gegn Boumemouth. Carl Bradshaw skoraði markið í fyrri hálfleik. • Ian Baird og Andy Williams komu Leeds Utd. í 2:0 á útivelli gegn Leicester. Það dugði þó ekki til sigurs, Leicester reyndist sterkara á endasprettinum og sigraði 4:3. • Andy Ritchie skorar grimmt fyrir Oldham, hann gerði sigur- mark liðsins gegn Oxford. • Tommy Tynan er annar mikill markaskorari í 2. deild og hann skoraði í sigri Plymouth gegn Watford. • Stórliðin West Ham og New- castle gerðu markalaust jafntefli á Upton Park í London. • Tveir framkvæmdastjórar voru reknir í vikunni frá liðum í 2. deild. Allan Clarke var rekinn frá Barnsley, en það hafði ekki góð áhrif og Barnsley tapaði 7:0 gegn W.B.A. þar sem Don Goodman skoraði þrennu. • Stoke City rak Mick Mills þar sem Alan Ball tók við og það hafði betri áhrif því Stoke City sigraði Brighton 3:2. Carl Beeston, Dave Bamber og Chris Kamara skoruðu mörkin fyrir Stoke City. • í 3. deild er Bristol Rovers efst með 31 stig, en Bury og Bristol City hafa 30 stig. • Southend er efst í 4. deild með 33 stig, Exeter hefur 31 stig og Stockport og Carlisle hafa 29 stig. Á botninum í 4. deild eru spyrnu fyrir brot á Hodge. Eftir aukaspyrnu Lee Martin skallaði Bruce að marki Forest og boltinn var á leið í markið er Pallister potaði í hann af stuttu færi. Petta mark reyndist eina mark leiksins, en þrátt fyrir sigurinn virðist lið Utd. enn eiga langt í land. • Tveir af leikmönnum Liver- pool sem töpuðu fyrir Q.P.R. á laugardag missa af landsleikjum í vikunni vegna meiðsla. Steve Nicol missir af leik SkOtlands gegn Noregi og Ian Rush missir af leik Wales í V-Pýskalandi. Iwan Roberts miðherji Watford hefur verið valinn í hans stað, en Steve Clarke kemur inn fyrir Nicol í landsliðshóp Skota. Clarke skoraði sigurmark Chelsea gegn Everton á laugardag og Skotar þurfa jafntefli gegn Norð- mönnum til að tryggja sér þátt- töku í úrslitum Heimsmeistara- keppninnar í sumar. Þ.L.A. Colchester og Hartlepool með 9 stig. Þ.L.A. Lawrie Sanchez skoraði sigurmark Wimbledon gegn Tottenham. Úrslit Úrslit í vikunni. Dcildarbikarinn 3 umf. cndurteknir jafnteflisleikir. Bolton-Swindon 1:1 Bournemouth-Sundcrland 0:1 West Ham-Aston Villa 1:0 W'imbledon-Middlesbrough 1:0 1. deild Coventry-Southampton 1:0 Crystal Palace-Luton 1:1 Derby-Manchester City 6:0 Everton-Chelsea 0:1 Manchester Utd.-Nottingh. For. 1:0 Millwall-Arsenal 1:2 Norwich-Aston Villa 2:0 Q.P.R.-Liverpool 3:2 Shellield Wed.-Charlton 3:0 Tottenham-VVimbledon 0:1 2. deild Blackburn-Ipswich 2:2 Bournemouth-Sheflield Utd. 0:1 Bradford-Hull City 2:3 Leicester-Leeds Utd. 4:3 Middleshrough-Swindon 0:2 Oxford-Oldham 0:1 Portsmouth-Port Vale 2:0 Stoke City-Brighton 3:2 Sunderland-VVolves 1:1 VVatford-Plymouth 1:2 W'.B.A.-Barnslev 7:0 West Ham-Newcastle 0:0 3. deild Birmingham-Leyton Orient 0:0 Blackpool-Brentford 4:0 Bristol City-Bolton 1:1 Bury-Reading 4:0 Crewe-Mansfield 2:1 Fulham-Cardiff City 2:5 Huddersfield-Northampton 2:2 Notts County-VVigan 1:1 Rotherham-Chester 5:0 Shrewshury-Bristol Rovers 2:3 Swansea-Prcston 2:1 Tranmere-W'alsall 2:1 4. deild Aldcrshot-Hartlepool 6:1 Chesterfield-Stockport 1:1 Colchester-Cainbridge 1:2 Halifax-Southend 1:2 Lincoln-Gillingham 1:3 Maidstone-York City 1:0 Pelerborough-Hcreford 1:1 Rochdale-Doncaster 1:3 Scarborough-Exeter 1:2 Scunthorpe-Burnley 3:0 Torquay-Carlisle 1:2 Wrexham-Grimsby 0:1 Heppnissigur Man. Utd. á Nottmgham For.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.