Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. nóvember 1989 - DAGUR - 7 Evrópukeppnin í blaki: Þetta voru raunhæfari úrslit - segir Haukur Valtýsson fyrirliði KA - KA-menn geta vel við unað þrátt fyrir 3:0 tap fyrir Strassen Þrátt fyrir að hafa tapað 3:0 fyrir Strassen V.C. í Evrópu- keppni meistaraliða í blaki geta KA-menn nokkuð vel unað við úrslit leiksins því þeir veittu lúxemborgaraliðinu verðuga keppni og var allt ann- að að sjá til KA-strákanna en í fyrri leiknum. Hrinurnar fóru 4:15, 10:15 og svo 11:15. „Þetta voru miklu raunhæfari úrslit en í fyrri leiknum," sagði Haukur Valtýsson fyrirliði KA eftir leikinn. „Það er engin spurning að þeir voru með betra lið en við en samt fengu þeir að hafa fyrir sigrinum í þessum leik. Það er á vissan hátt sigur fyrir okkur og þessir leikir hafa verið dýrmæt reynsla fyrir okkur,“ bætti hann við. Strax í fyrstu hrinunni sást að KA-menn voru mun ákveðnari en í fyrri leiknum úti í Lúxem- borg. Liðin skiptust á að gefa upp og bæði náðu að hala inn eitt stig. Þá kom frekar slakur kafli hjá KA og gestirnir skoruðu fjögur létt stig í röð. Fei kallaði sína menn út af og þá fór hávörnin loksins að verja af viti. En síðan seig aftur á ógæfuhliðina og Strassen-drengirnir gerðu út um hrinuna með nokkrum fallegum stigum, 4:15. KA kom inn í aðra hrinuna með miklum krafti og áður en áhorfendur voru almennilega búnir að átta sig var staðan orðin 5:0 KA í vil. Kættust nú menn mjög á áhorfendapöllum og hvöttu þá gulklæddu til dáða. Það var hart barist og gáfu heima- piltarnir ekkert eftir og komust í 8:4. Strassen náði að jafna 8:8 og þannig var staðan lengi vel. Þá kom mjög góður kafli hjá Strass- en-mönnum og sýndu þeir snilld- artakta sem KA réði ekkert við. Reyndar náðu KA-strákarnir að klóra örlítið í bakkann en loka- tölur í hrinunni 10:15. Lúxemborgararnir byrjuð þriðju hrinuna af miklum krafti og komust í 1:6. Þá leist mönnum ekkert á blikuna og spurðu sjálf- an sig hvort KA ætlaði að springa á limminu. En þeir gulklæddu sýndu mikinn styrk er þeir náðu að rífa sig upp úr þessari lægð og breyta stöðunni úr 1:6 í 7:6. Baráttan var mikil hjá báðum lið- um á þessu leikkafla og skemmtu áhorfendur sér hið besta við góð tilþrif leikmanna beggja liða. KA-liðinu gekk hins vegar erfið- lega að stöðva smöss Strassen- manna fyrir aftan sóknarlínuna og það, ásamt mörgum misheppn- uðum uppgjöfum, gerði útslagið í þessari hrinu. KA náði að vísu að minnka muninn í eitt stig, 11:12, en þá gerðu gestirnir út um leik- inn með nokkrum fallegum skell- um og lokastaðan í hrinunni 11:15. Alllt annað var sjá til KA-liðs- ins í þessum leik en í leiknum fyr- ir viku í Lúxemborg. Hávörnin stóð sig vel og móttakan var nokkuð góð úti á vellinum. Hins vegar fóru allt of margar uppgjaf- ir KA-manna í súginn og það má ekki gerast í jafn mikilvægum leik og þessum. Leikmenn liðsins voru mjög jafnir að þessu sinni og er erfitt að gera upp á milli þeirra. Þó má geta þess að Haf- steinn Jakobsson náði sér ágæt- lega á strik í sóknarleiknum en of margar uppgjafir hans fóru í súginn. Stefán Jóhannesson og Sigurður Arnar Ólafsson náðu nokkrum fallegum skellum í gólf- ið og svo stóð fyrirliðinn Haukur Valtýsson sig vel að vanda. Einnig átti Gunnar Garðarsson ágæta spretti. Oddur Ólafsson var eini varamaðurinn sem kom inn á en annars keyrði Fei þjálf- ari á sama liðinu, þ.e. Hauki, Hafsteini, Stefáni Magnússyni, Stefáni Jóhannessyni, Sigurði Arnari og Gunnari. Hjá Strassen bar mikið á ClaUde Hoffmann fyrirliða og var ótrúlegt að sjá hvað hann náði mörgum smössum KA-manna þótt hann væri einungis einn í hávörninni. Lið Strassen mætir Baeyrn Leverkusen frá V-Þýskal- andi eða Palma frá Spáni í næstu umferð Evrópukeppninnar í blaki. Áhorfendur á leik KA og Strassen voru u.þ.b. 300 og létu þeir vel í sér heyra. Sigurður Arnar Ólafsson svífur hér himinhátt en hávörn Strassen er vel á verði. Mynd: KL Sagt eftir leikmn Haukur Valtýsson fyrirliði KA: „Það var allt annað að sjá til okkar í þessum leik en í fyrri leiknum í Luxemborg. Við vor- um á taugum þar úti og náðum okkur engan veginn á strik. Nú gerðum við okkur grein fyrir veikleikum andstæðinga okkar og æfðum vel viss atriði fyrir þennan leik. Okkur vant- ar að vísu að vinna okkur út úr erfiðum stöðum og það gerði það að verkum að þeir náðu að skora nokkur létt stig. Hins vegar getum við vel við unað að hafa náð þetta mörgum stigum enda voru þetta mun raunhæfari úrslit en í fyrri leiknum.“ Stefán Magnússon formaður blakdeildar KA: Stefán sagðist vera tiltölulega ánægður með þessi úrslit. KA- liðið hefði sýnt það í þessum leik að það geti spilað gott blak og veitt jafn sterku liði og Strassen verðuga keppni. Að vísu hefði vantað herslumun- inn til þess að sigra í hrinu en andstæðingarnir hefðu hrein- lega ekki gefið möguleika því. „Þó að í annarri og þriðju hrinunni hefði einungis skilið 1-2 stig að á tímabili þá var það sýnd veiði en ekki gefin. Við hefðum þurft að leika enn betur til þess að vinna hrinu gegn þessu liði,“ sagði Stefán. Sigurður Arnar Ólafsson: „Þetta var svona 100% fram- för ef einungis er litið á stigin sem við náðum í þessum leik miðað við fyrri leikinn þannig að maður getur ekki verið annað en ánægður,“ sagði Sigurður Arnar Olafsson eftir leikinn. „Þar að auki var þessi leikur um XA tíma lengri en leikurinn í Lúxemborg og það er líka framför. Við áttum nokkra góða spretti en duttum síðan niður á milli og það gerði útslagið með að við náð- um ekki að vinna hrinu að þessu sinni,“ bætti hann við. Réne Kugener liðsstjóri V.C. Strassen: „KA-liðið kom okkur nokkuð á óvart með góðum leik. Við vissum að þeir náðu sér ekki á strik í fyrri leiknum gegn okk- ur í Lúxemborg en það kom okkur samt á óvart hve þeir léku vel núna. Leikmenn nr. 4 (Stcfán Magnússon) og nr. 11 (Hafsteinn Jakobsson) léku mjög vel og við máttum hafa okkur alla við til þess að vinna allar hrinurnar." Alex Michcner. Nr. 4, 37 landsleikir fyrir Lúxemborg: „Þetta var miklu erfiðari leik- ur en sá fyrri. KA lék 120% betur núna en þá og það kom okkur nokkuð í opna skjöldu. Við mætum Baeyrn Leverkus- en eða Palma í næstu umferð og þá verður við að ná algjör- um toppleik til þess að eiga nokkurn möguleik á því að komast áfram.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.