Dagur - 14.11.1989, Síða 8

Dagur - 14.11.1989, Síða 8
Strákarnir í VMA sigruðu í Vínarmótinu í innanhússknattspyrnu sem fram fór að Hrafnagili helgina 4.-5. nóvember. Vel var að mót- inu staðið og var sigurvegurunum boðið í mat í Vín í boði Hreiðars Hreiðarssonar, eiganda Vínar. Strákarnir úr VMA eru allir þekktir knattspyrnumenn og því engin furða að þeir skyldu ná þetta langt í mótinu. Á myndinni eru þessir knáu piltar; í fremri röð: Páll Gísla- son, Rósberg Óttarssson, Sverrir Ragnarsson. Aftari röð: Axel Gunnarsson, Jónas Baldursson og Árni Þór Árnason. - og sigruðu ÍBV 24:21 svaraði með þremur mörkum í röð. Það vakti nokkra athygli að gestirnir voru í þrjú skipti einum leikmanni fleiri en tókst aldrei að nýta sér liðsmuninn til þess að komast yfir. í leikhléi var því staðan 11:10 fyrir KA. KA-menn komu mjög ákveðn- ir til leiks í byrjun síðari hálfleiks og náðu fjögurra marka forskoti, 16:12. Þrátt fyrir nokkur ágæt tækifæri tókst þeim ekki að auka muninn meira og þá fóru Vest- mannaeyingarnir að bíta frá sér. Þeir gripu til þess ráðs að taka Erling úr umferð og við það riðl- aðist sóknarleikur KA. Staðan breyttist á skömmum tíma úr 19:15 í 20:20 og þá fór að fara um áhangendur Akureyrarliðsins. Lokamínúturnar voru æsi- spennandi en KA-strákarnir náðu að halda haus með góðum stuðningi áhorfenda og skoruðu þrjú síðustu mörkin í leiknum og lokatölur því 24:21 fyrir KA. Bestu menn KA í leiknum voru þeir Axel Stefánsson í markinu og svo Erlingur Krist- jánsson þjálfari. Axel varði mjög vel á köflum og Erlingur er eini útileikmaður liðsins sem hefur átt jafna og góða leiki í vetur. í þess- um leik bar hins vegar líka meira á þeim Friðjóni Jónssyni og Pétri Bjarnasyni en áður í vetur og eru þeir vonandi að komast í sitt gamla góða form. Sérstaklega virkaði Pétur léttari en hann hef- ur verið. Karl Karlsson byrjaði inn á og skoraði tvö falleg mörk en það vantar stundum meiri aga hjá honum í sóknarleiknum. Það á þó eftir að koma með meiri leikreynslu og mun Friðjón þurfa að hafa fyrir því að halda stöðu sinni í næstu leikjum. Hjá KA bar mest á þeim Sig- urði Gunnarssyni, sem skoraði 6 af fyrstu 9 mörkum ÍBV, og síð- an var Sigurður Friðriksson skæður í horninu. Guðfinnur Kristmannsson kom inn á í síðari hálfleik og náði hann að skora þrjú mörk með fallegum skotum því KA-vörnin fór ekki út á móti honum. Dómarar voru þeir Egill Már Markússon og Kristján Sveins- son. Meira samræmi vantaði í dómana hjá þeim og virtist Kristján einkum vera óstyrkur. Áhorfendur voru tæplega 300 en þeim fer vonandi fjölgandi með betra gengi liðsins. Mörk K.A: Erlingur Kristjánsson 6/3, Friöjón Jónsson 4, Pétur Bjarnason 4, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4/2, Jóhannes Bjarnason 3, Karl M. Karlsson 2, Guðmundur Guðmundsson 1. Axel Stefánsson 12 varin skot, þar af 1 víti. Mörk fBV: Sigurður Gunnarsson 10/3, Sigurður Friðriksson 5, Guðfinnur Krist- mannsson 3, Óskar F. Brynjarsson 2 og Björgvin Þ. Rúnarsson 1. Sigmar Þ. Ósk- arsson 11 varin skot. Laugamótið: - unnu sinn annan leik í röð Skíði: Valdimar Valdimarsson skíða- maður frá Akureyri heldur á morgun til Svíþjóðar til æfínga með íslenska landsliðinu. Hann er nýkominn frá Ítalíu og Austurríki þar sem hann dvaldi við æfíngar þannig að búast má við góðum árangri frá Valdimari í vetur. „Það munar gífurlega um hvern skíðadag sem maður fær,“ sagði hann í samtali við Dag um þessar ferðir. „Ef maður ætlar sér að ná einhverjum árangri er nauðsynlegt að fara í svona æf- ingaferðir.“ En það kostar sitt að fara í svona æfingaferðir og þessir krakkar sem eru í íslenska skíða- landsliðinu greiða meirihlutann af kostnaðinum sjálfir. Hvernig gengur Valdimari að standa straum af þessum mikla kostnaði. „Það gengur svona og svona. Égi var svo heppinn að nokkur fyrir- tæki á Akureyri studdu mig til þessarar farar til Ítalíu og Aust- urríkis. Síðan þurfti ég að selja bílinn minn en það verður ekki mikill afgangur þegar ég kem til baka aftur.“ Á Ítalíu æfði Valdimar ásamt tveimur öðrum íslenskum skíða- mönnum með júgóslavneska unglingalandsliðinu og sagði hann að það hefði verið ómetan- leg reynsla. „Þeir eru ívið betri en við þannig að maður fékk mikla og góða keppni í þessari ferð,“ sagði Valdimar. En er þessi kostnaður og tími þess virði að eyða í skíðaíþrótt- ina. Valdimar hugsaði sig um í nokkurn tíma og sagði svo: „Já, ég held það. Ef maður ætlar sér eitthvað þá verður að fara erlendis til æfinga. Hins vegar er það umhugsunarefni að íslend- ingar geti ekki haldið úti fjögurra manna skíðalandsliði á meðan HSÍ og KSÍ geta haldið úti lands- liðum með tugum þátttakenda. Það er vonlaust að ætlast tii þess að meðlimir skíðalandsliðsins geti ár eftir ár lagt út stórfé til þess að taka þátt í þessum landsliðsferð- um, þrátt fyrir að viljann vanti ekki. Ég er ekki með þessu að gagnrýna stjórn SKÍ heldur að benda á staðreynd sem íslenskir íþróttaáhugamenn ættu að velta fyrir sér.“ Valdimar fer suður í dag og síðan til Svíþjóðar á morgun. Hann kemur síðan í stutt jólafrí til landsins en heldur síðan aftur út til frekari æfinga og keppni. Landsliðið mun keppa á þó nokkrum mótum í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi og við mun- um birta fréttir af því eins og okkur er kostur. Völsungar unnu góðan sigur á Fylki 31:26 í 3. deildinni í hand- knattleik á Húsavík á föstudags- kvöldið. Sigur heimamann var aldrei í hættu og voru þeir með sjö marka forystu, 17:10, í leikhléi. Líkt og Seltirningar í síðasta leik þá virtust Árbæingarnir koma fullir sjálfstrausts til Húsavíkur til þess eins að hirða öll stigin. Hin mikla barátta Völsunga kom þeim því í opna skjöldu og fór það í taugarnar á þeim. Á tímabili var t.d. þremur leikmönnum þeirra vísað út af í einu og kann það ekki góðri lukku að stýra. Fylkismenn komu ekki fyrr en um átta leytið til Húsavíkur vegna seink- unar á flugi og fóru því nánast beint í leikinn. Völsungar voru samt ekk- ert á því að sýna þeim neina miskunn og keyrðu yfir þá strax á fyrstu mín- útunum með því að skora fjögur fyrstu mörkin í leiknum. Fylkismenn vöknuðu þá upp við vondan draum og reyndu að klóra í bakkann. Það gekk ekki of vel því heimapiltarnir sýndu mjög góðan leik í fyrri hálfleik og náðu því sjö marka forskoti fyrir leikhlé, 17:10. Meiri harka hljóp í leikinn í síðari hálfleik og höfðu nafnarnir Guð- mundur Stefánsson og Lárusson dómarar frá Akureyri í nógu að snú- ast til halda leiknum niðri. Þeim tókst það ágætlega en Fylkismenn þurftu nú samt að hvíla í 12 mínútur en Völsungar í 10 mínútur. Fylkismenn söxuðu nokkuð á for- skot Völsunga án þess þó að ógna forystunni að neinu ráði. Lokatölur því 5 marka sigur þeirra græn- klæddu, 31:26. Hinn nýi markvörður Völsunga, Ólafur Börkur Þorvaldsson, átti góð- an leik fyrir lið sitt og varði oft mjög vel. Einnig átti Vilhjálmur Sig- mundsson góðan leik í fyrri hálfleik. Reyndar spilaði allt Völsungsliðið ágætlega og er greinilegt að Arnar Guðlaugsson þjálfari er að að gera góða hluti með liðið. Fylkismenn tefla nú fram nokkuð breyttu liði frá því í fyrra og er uppi- staðan ungir piltar. Þar er fremstur í flokki markaskorari sumarsins í knattspyrnunni, Kristinn Tómasson og skoraði hann 11 mörk í leiknum. Einnig bar töluvert á Þórhalli Jóhannessyni og skoraði hann 6 mörk. Mörk Völsunga: Jóhann Pálsson 8, Vil- hjálmur Sigmundsson 6, Ásmundur Arnars- son 6, Haraldur Haraldsson 5, Tryggvi Þór Guðmundsson 3, Örvar Þór Sveinsson 2 og Helgi Helgason 1. Erlingur Kristjánsson stekkur upp og skorar eitt af 6 mörkum sínum í leiknum. Mynd: KL „Ég er auðvitað mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Friðjón Jónsson fyrirliði KA-liðsins í handknattleik sem sigraði ÍBV 24:21 á Akureyri á föstudags- kvöldið. „Það er góður stíg- andi í liðinu og þetta fer nú vonandi að ganga betur eftir þessa tvo sigurleiki í röð,“ bætti hann við. Leikur KA og ÍBV var jafn og spennandi en ekki að sama skapi vel leikinn. Mikið var um feil- sendingar og boltanum var oft gloprað líkt og hann væri glóandi eldhnöttur. Hins vegar verður að segja satt og rétt frá að inn á milli sáust líka mjög skemmtileg tilþrif í bæði sókn og vörn og skoruðu þeir Friðjón og Pétur t.d. skemmtilega mörk eftir fléttur. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og skiptust liðin á að skora. Vest- mannaeyingar náðu að vísu að komast tvö mörk yfir, 8:6, en KA Handknattleikur/2. deild kvenna: Knattspyrna: Kristinn bestur hjá TBA-drengjum - Haukur Jóhannsson efnilegastur Varnarmaðurinn Kristinn Hreins- son var kosinn besti leikmaður TBA í knattspyrnu á uppskeru- hátíð knattspyrnudeildar félagsins á laugardaginn. A sama tíma var markvörðurinn Einar Kristjáns- son valinn skemmtilegasti strákur- inn í félaginu. Einnig fékk hinn síungi Haukur Jóhannsson verð- laun fyrir að vera efnilegasti leik- maðurinn síðasta sumar. Sigurpáll Árni Aðalsteinsson fékk markakóngsbikarinn en hann skor- aði 18 mörk síðastliðið sumar í D- riðli 4. deildar þrátt fyrir að vera meiddur undir lok tímabilsins. Pétur Bjarnason var heiðraður fyrir störf að kvennamálum og Egill Áskelsson fékk verðlaun fyrir mark sem hann skoraði á æfingu 18. júlí í sumar. Kristinn er nú þekktari sem hand- knattleiksmaður með Þór en sýndi það og sannaði í sumar að hann er engu síðri knattspyrnumaður. Kristinn Hreinsson var kosinn bestur hjá TBA. Valdimar Valdimarsson er nú á leið með íslenska skíðalandsliðinu til Svíþjóðar. - KA í 2. sæti og Hið sterka innanhússlið HSÞ-b sigraði á hinu árlega Lauga- móti í innanhússknattspyrnu. Liðið sigraði Þór frá Akureyri 8:5 í úrslitaleik. Hvöt frá Blönduósi náði þriðja sætinu með því að leggja Dalvíkinga að velli 9:6. Það voru 20 lið frá Blönduósi að Mývatni sem tóku þátt í mót- inu að þessu sinni. Liðunum var skipt í fjóra riðla og komust tvö lið upp úr hverjum riðli. Þetta voru lið Þórs, HSÞ-b, Hvatar, Dalvíkur, Reynis, Völsungs, Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki og Magna frá Grenivík. Þessum liðum var síðan skipt upp í tvo riðla og komust sem sagt lið Þórs, HSÞ-b, Hvatar og Dalvíkur áfram. Mótið fór mjög vel fram og var mikil barátta í flestum riðlunum. Stundum var markamunur látinn ráða hvaða lið komst áfram, svo jöfn var keppnin. Sigur HSÞ-b var verðskuldað- ur. í liði þeirra voru margir þekktir kappar og má þar t.d. Haraldur Haraldsson leikur nú aftur með Völsungum eftir ársdvöl í herbúðum KA. Hann styrkir liðið mikið og Völsungar hafa nú unnið tvo leiki í röð. Döpur suðurferð - Pórsstelpurnar töpuðu báðum leikjunum Þórsstelpurnar í 2. deildinni í handknattleik fóru enga frægðar- för suður um heiðar um síðustu helgi. Þær léku tvo leiki, gegn IBK á föstudagskvöldið og gegn Selfossi á laugardaginn, og töpuðu þeim báðum. Gegn ÍBK 18:13 og gegn Selfossi 25:12. Þórsstelpurnar náðu sér engan veginn á strik í þessari ferð og vilja sjálfsagt gleyma þessum tveimur leikjum sem fyrst. í leiknum gegn ÍBK gekk hvorki né rak gegn ungu liði Keflavíkur. Keflvíkingar náðu strax forystunni og leikhléi höfðu þeir 4 marka forskot. Það forskot hélst óbreytt í síðari hálfleik og tókst Þórsstelpunum aldrei að klóra í bakkann. Lokatölur urðu því fimm marka sigur ÍBK, 18:13. Nýtingin var mjög slök hjá Þór í þessum leik. Þær glötuðu boltanum eftir misheppnað markskot eða önn- ur mistök 21 sinni í leiknum og það er ekki hægt að vinna leik með slíkri Þórunn Sigurðardóttir skoraði 9 mörk fyrir Þór í tveimur leikjum. nýtingu. Þórunn Sigurðardóttir og Steinunn Geirsdóttir voru markahæstar Þórs- stúlkna í þessum leik með fjögur mörk hvor. Ágætt í fyrri hálfleik gegn Seífossi Það gekk ágætlega hjá Þór gegn .Sel- fossi í fyrri hálfleik. Stúlkurnar léku nokkuð skynsamlega og létu boltann ganga. Reyndar voru nú heimastúlk- urnar sterkari og höfðu þriggja marka forystu í leikhléi. í síðari hálfleik hrundi spil Þórs- stúlknanna gersamlega. Það gekk hvorki né rak hjá þeim og glötuðu þær boltanum eða létu verja frá sér hvorki í fleiri né færri en 31 skipti. Selfossdömurnar gengu þá að sjálfsögðu á lagið og unnu síðari hálfleikinn 13:3. Lokatölur því 25:12 fyrir Selfoss. Þórunn Sigurðardóttir var:sú eina af Akureyrarstúlkunum sem sýndi eitthvað í þessum leik og skoraði hún 7 af 12 mörkum Þórs í leiknum. En sem liðsheild náði Þórsliðið sér aldrei á strik í þessari ferð og ýmis- legt sem þarf að laga fyrir næstu leiki. Stúlkurnar í VMA-liðinu komust í 4-liða úrslit á Framhaldsskólamóti KSÍ en þar töpuðu þær 3:0 fyrir sterku liði Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Hér sjást stúlkurnar ásamt Hinrik Þórhallssyni þjálfara liðsins. Jónas Hallgrímsson og félagar í HSÞ-b unnu Laugamótið. Hvöt í því þriðja nefna Hallgrímssynina og Viðar Sigurjónsson. Þeir unnu flesta leiki sína nokkuð örugglega og má búast við þeim sterkum á íslandsmótinu innanhúss eftir áramótin. Lið Hvatar kom nokkuð á óvart og náði þriðja sætinu. Góð- ur árangur það hjá Blönduósing- unum. 8 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 Þriðjudagur 14. nóvember 1989 - DAGUR - 9 fþróffir Handknattleikur/3. deild: Skriður á Völsxingum Handknattleikur/1. deild - VÍS-mótið: KA-menn héldu haus HSÞ-b sigraði Það munar um hvem skíðadag - Rætt við landsliðsmanninn Valdimar Valdimarsson

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.