Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Vandi fiskeldis- fyrirtækja Undanfama daga hafa tvö stór fiskeldisfyrir- tæki, Árlax og íslandslax, orðið gjaldþrota. Nokkmm vikum áður höfðu þrjú önnur fiskeldis- fyrirtæki, Snælax, Atlatslax og Lindalax, fengið greiðslustöðvun sem enn stendur yfir. Fimm önnur fiskeldisíyrirtæki hafa orðið gjaldþrota undanfarin misseri. Þetta eru sannarlega uggvænleg tíðindi og ljóst er að þunglega horfir um framtíð þessa atvinnuvegar sem landsmenn bundu svo miklar vonir við að yrði öflug at- vinnugrein hér á landi um ókomna tíð. Nokkuð skiptar skoðanir eru um það hvað valdi þeirri afleitu stöðu sem mörg fiskeldisfyrir- tæki landsins eru nú í. í sumum tilfellum má full- yrða að menn hafi ráðist í of miklar fjárfestingar á of skömmum tíma. Það sést vel á því að þau 60-70 fiskeldisfyrirtæki sem fyrir eru í landinu skulda um 6 milljarða króna, þar af skulda sex stærstu fyrirtækin helming þeirrar upphæðar. Vandséð er að nokkur rekstur, hversu arðbær sem hann kann að reynast, standi undir svo mikilli fjárfestingu. í annan stað er ljóst að fiskeldinu sem atvinnugrein eru búin afleit rekstrarskilyrði. Afurðalánkerfi greinarinnar er meingallað og viðbúið að enn fleiri fiskeldisfyrir- tæki komist í þrot á næstu mánuðum, ef það verður ekki tekið til endurskoðunar. Þá urðu mörg fiskeldisfyrirtæki fyrir gífurlegu áfalli er markaður fyrir seiðaeldi lokaðist með öllu. Uppbygging fiskeldisfyrirtækja hér á landi á undanförnum árum er með örfáum undantekn- ingum samfelld raunasaga. Hönnunar- og bygg- ingarkostnaður fiskeldisstöðva hefur oftar en ekki reynst hærri en ráð var fyrir gert. Fjár- magnskostnaður hefur einnig reynst margfalt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur stöðv- anna hafa í mörgum tilfellum einnig reynst miklu minni en ráð var fyrir gert vegna verðfalls á erlendum mörkuðum og minni framleiðslu en vonir stóðu til. Fullyrða má að allt of margir réð- ust í stofnun og rekstur fiskeldisfyrirtækja hér á landi á sama tíma, án þess að nægileg þekking eða reynsla lægi að baki. Þá gleymdu menn að taka það með í reikninginn að aðrar þjóðir voru að auka uppbyggingu sína í fiskeldi á sama tíma og uppbyggingin var að hefjast hér á landi. Allt ber þetta að sama brunni. Þjóðin stendur frammi fyrir því enn einu sinni að of geyst hefur verið farið við uppbyggingu nýrrar atvinnu- greinar. Áætlanir hafa hrunið eins og spilaborg og atvinnugreininni er vart hugað líf nema með víðtækum aðgerðum að hálfu hins opinbera. Við ætlum víst seint að læra af reynslunni. BB. Nýtt álver á íslandi verði á Ejjafjarðarsvæðiim - Ályktun Kjördæmisþings framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra um orkufrekan iðnað sem framsóknarmenn á Akureyri lögðu fram 1. „Stóriðja er eðlilegur kost- ur í iðnþróun og atvinnuupp- byggingu í landinu, enda hefur verkalýðshreyfingin og fleiri aðil- ar sent frá sér margar ályktanir um stóriðjumál að undanförnu. 2. Atvinnumál á Akureyri eru nú í brennidepli og borgarafund- ur hefur verið boðaður um þau mál, ekki síst vegna uppsagna allra starfsmanna Slippstöðvar- innar hf. og gjaldþrota í bygging- ar- og innréttingaiðnaði. Mörg önnur fyrirtæki á Akureyri standa höllum fæti og eru með tímabundna greiðslustöðvun. 3. Samningaumleitanir við útlendinga hafa nú í langan tíma staðið yfir á vegum stjórnvalda um aukinn áliðnað hér á landi og þar með auknar virkjanafram- kvæmdir. Aðallega hefur verið rætt um stækkun álversins í Straumsvík, en nú síðustu vikur um sjálfstætt 185 þúsund tonna álver. Við skorum því á ríkis- stjórn og alþingismenn kjör- dæmisins, ef og þegar til ákvarð- anatöku kemur, að huga vel að því að staðsetning nýs álvers á Islandi verði á Eyjafjarðarsvæð- inu. Bygging álvers í Eyjafirði og virkjun í Fljótsdal, myndi að miklu leyti stöðva fólksflóttann af landsbyggðinni og yrði þjóð- hagslega hagstæð framkvæmd. Fyllsta aðgæsla verði viðhöfð í sambandi við mengunarvarnir og nýjasta tækni verði notuð til að draga úr mengun. Enda hlýtur það að vera sjálfsögð krafa Islendinga í sambandi við samn- inga um uppbyggingu stóriðju hér á landi. 4. Eyjafjörður er eina land- svæðið utan Reykjavíkur og ná- grennis, sem getur tekið við svo stóru fyrirtæki sem 185 þúsund tonna álver er. Vegna fólksfjölda á Eyjafjarðarsvæðinu er ekki hætta á að álver verði yfirgnæf- andi á vinnumarkaðinum, en skýtur nýjum rótum undir atvinnulífið, sem er knýjandi. Sú þjónusta sem fyrir er á Eyjafjarð- arsvæðinu er fullnægjandi í stór- um dráttum, gagnstætt því sem er um aðra staði utan Reykjavíkur- svæðisins. Atvinnutekjur af stór- iðju eru hærri en almennt gerist hér á landi. Það eru því góðar forsendur fyrir því að nýju álveri verði valinn staður á Eyjafjarðar- svæðinu. 5. Þá viljum við undirstrika það sérstaklega að bygging 185 þúsund tonna álvers við Hafnar- fjörð og virkjanaframkvæmdir fyrir sunnan, myndu á næstu árum auka enn á þá miklu byggða- röskun sem nú á sér stað í land- inu og íbúar Norðurlandskjör- dæmis eystra myndu ekki fara varhluta af því.“ Kjördæmismálaályktun KFNE: Norðurland eystra öflugasta mót- vægið við höfuðborgarsvæðið „Framsóknarmenn í Norður- landskjördæmi eystra ítreka fyrri ályktanir sínar um að Norðurland eystra geti orðið öflugt mótvægi við höfuðborg- arsvæðið og á þann hátt stuðl- að að heilbrigðari þróun byggðar I landinu en verið hef- ur nú um sinn. Til þess þarf m.a.: - að stuðla að því að næsta verkefni í orkufrekum iðnaði verði í kjördæminu, enda verði framfylgt ítrustu kröfum um mengunarvarnir. - að vinna ötullega að upp- byggingu háskóla á Akureyri sem eðlilegu framhaldi náms í mennta- og framhaldsskólum kjördæmisins. - að standa við marggefin fyrirheit um flutning ríkisstofn- ana út á land. - að skapa skipasmíði og öðr- um þjónustugreinum við undir- stöðuatvinnuvegina eðlilega sam- keppnisaðstöðu. - að styðja áfram við upp- byggingu fiskeldis í Kelduhverfi og Oxarfirði og á þann hátt nýta ákjósanleg skilyrði frá náttúrunn- ar hendi. - að tryggja landbúnaði og úrvinnslugreinum hans eðlileg starfsskilyrði. - að láta fara fram forkönnun um staðarval varaflugvallar utan Suðvesturlands. - að skapa samvinnufélögum, sem víða eru máttarstólpar heilu byggðarlaganna, jafnvel einu verslunar- og þjónustufyrirtækin á svæðinu, viðunandi rekstrar- skilyrði.“ lésendahornið „Varist hina vatnslausu brunna“ „Fyrir nokkrum dögum kom inn- um bréfalúguna kynningarbréf frá Samtökum áhugamanna um heimspeki. Þegar málið var skoð- að nánar kemur í Ijós að um var að ræða trúarbrögð sem sækja kenningar sínar til Tíbet. Þetta var sett í fallegan búning og sagt að allir geti verið með án tillits til trúarskoðana. Meðfylgj- andi var svo miði með „ákallinu mikla“ sem virtist vera bæn til einhvers óskilgreinds guðs, og er þar einnig minnst á krist en ekki sagt hvaða kristur. Undanfarin ár hafa flætt yfir þjóðina fjöldi heiðinna trúar- bragða og kenninga sem hafa verið færð í allskonar búning svo sem jóga, innhverf íhugun, stjörnuspeki, ásatrú, svokölluð nýaldarhreyfing og nú síðast djöfladýrkun og nornadýrkun með vígðan þjóðkirkjuprest sem málsvara. Þar sem nokkuð hefur skort á að fólk hafi fengið fræðslu um þann Guð sem kristnir menn trúa á vil ég benda á eftirfarandi atriði sem taka af öll tvímæli. „Kristnir menn trúa á einn eilífan Guð, skapara og Drottin heimsins, föður, son og heilagan anda sem stýrir öllu eftir ályktun vilja síns. Við leggjum áherslu á að einungis sé til einn frelsari og eitt fagnaðarerindi. Við höfnum hvers kyns trúarbragðablöndun og samræðum um trúarbrögð sem gefa í skyn að Kristur tali jafnt í öllum trúarbrögðum og hugmyndakerfum og teljum slíkt lítilsvirðingu við Krist. Jesús Kristur, sem einn er Guð og maður gaf sjálfan sig sem lausn- argjald fyrir synduga menn og er eini meðalgangarinn milli guðs og manna. Við trúum því að við eigum í stöðugri baráttu við tignir og völd vonskunnar sem reyna að yfir- buga kirkjuna og hindra boðun fagnaðarerindisins. Við skynjum þörf okkar á að íklæðast alvæpni Guðs og heyja baráttuna með andlegum vopn- um sannleikans og bæn. Við sjáum verk óvinarins, ekki aðeins í falskri hugmyndafræði utan kirkjunnar, heldur einnig innan hennar í falskenningum sem afbaka ritninguna og setja manninn í sæti Guðs. Við trúum á kraft heilags anda. Faðirinn sendi Anda sinn til að bera syninum vitni. Án hans væri vitnisburður okkar gagnslaus. Sannfæring um synd og trú á krist, endurfæðing og trúarvöxt- ur, eru hans verk.“ (Tilvitnanir í Lúsannsáttmálann.) Grundvallaratriði í kristinni trú er að sá kraftur sem verkar í þeim sem trúa er frá Guði kom- inn en ekki frá manninum og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.