Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. nóvember 1989 - DAGUR - 13 Fæddur 1. júlí 1970 - Dáinn 7. nóvember 1989 í gegnum tíðina hef ég oft verið spurð hver minn uppáhaldsnem- andi hafi verið. Þessu er erfitt að svara, því að öll börn hafa eitt- hvað til síns ágætis. Þó hef ég yfirleitt nefnt Kristján Loft. Hvað ætli það hafi verið, sem gerir Kristján mér hugstæðari öðrum nemendum? Varla verður sagt að hann hafi verið til fyrir- myndar hvað varðar samvisku- semi eða snyrtilegan frágang í stílabókum! Það er hins vegar staðreynd, að hann var einhver greindasti krakki sem ég hef kynnst. Sú staðreynd skiptir sjálf- sagt máli, en ég veit, að mér þótti Kristján fyrst og fremst svo skemmtilegur. Þegar fólk hlær eða brosir að sömu hlutum myndast með því samkennd og því líður vel saman. Við Kristján hlógum að því sama, hvort sem það var setning úr sögubók, til- vitnun í kennslustund, eða skammarræða frá mér, sem nálg- aðist nöldur og skipti ekki máli. En það var einmitt um hluti sem skipta máli sem okkur Kristján greindi á. Hvað skiptir máli fyrir unga menn? Hvað skiptir yfirleitt máli ef út í það er farið? Eg þótt- ist vita best hvað skipti máli fyrir Kristján; langaði til að móta hann eins og leir eftir mínum hugmyndum. En það er valdbeit- ing, og greindir og viljasterkir menn fara sínar eigin leiðir. Ég býst við að leið Kristjáns hafi oft verið erfið eins og hjá flestum unglingum, sem leita að svörum um framtíðina. Þeir eru kvíðnir og óöruggir, en verða samt að leita sjálfir. Fjögur ár eru nú liðin síðan Kristján Loftur útskrifaðist frá Húsabakkaskóla. Síðan þá höf- um við aðeins hist á götu; slógum þá á létta strengi og frestuðum alltaf að ræða um það sem máli skiptir. Nú er hann dáinn og það er sorg og söknuður í mínum huga. Elsku Rósa og Sölvi. Við á Húsabakka sendum ykkur og öðrum aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Júlíana Lárusdóttir. ..Öllu er íit'mörkud stund. og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tímn. “ Préd. 3:1. „Kenn oss nð telju dagti voru að vér megum öðlnst viturt hjarta." Sálm. 90:12. Mósaikmyndir eru samsettar úr fjöldanum öllum af smáum stein- um í ýmsum litum og hefur þeim verið raðað í ákveðið mynstur, þannig að útkoman verður falleg, samstæð heild. Maðurinn er mótaður á sama hátt af ótal þáttum, mismunandi eiginleikum hæfileikum og gáfum. Þeim hefur verið komið fyrir í samræmi við ákveðið innra mynstur og útkoman verður sú persóna sem við þekkjum og umgöngumst. Ávallt eru sömu steinarnir notaðir en á ólíka vegu og við erum misjafnlega fljót að fuligera myndina sem við höldum að sé hin eina rétta. Vinur minn, Kristján Loftur, hafði fullgert sína mynd og hún mun lifa í minningunni heilsteypt og skýr, þótt sjálfur hafi hann horfið af landi lifenda svo fljótt, og alltof fljótt að því er okkur finnst. En slysin spyrja ekki um stað eða tíma. Það verðum við að reyna að sætta okkur við. E.t.v. átti Kristján einhverja steina eftir að dómi sumra til að fegra enn sína mynd, en treystum því að hann fái þá tækifæri til þess í ver- öld Guðs. Hann var ungur og hann lifði hratt eins og margur af hans kynslóð. Við ræddumst stöku sinnum við þessi fáu ár sem leiðir lágu saman og ævinlega hafði hann sínar skoðanir á hreinu. Hann vissi að lífið er gjöf frá Guði og dýrmætast af öllu og þess vegna held ég að hann hafi líka treyst því að það væri í hendi hans hvað sem kynni að koma fyrir. Ég vil líka treysta því og aðeins nota þetta tækifæri til að þakka samverustundirnar. Ég minnist hans svo oft þegar fjölskyldan kom saman og ég minnist veiði- ferðanna, bæði með honum ein- um og einnig ásamt með nafna hans og afa. Nú hefur Kristján horfið okkur um stund en það er okkar vissa von að hinn hæsti höfuðsmiður muni leiða okkur saman að lokum. „Sérhver hlutur hefir sinn tíma.“ Megi góður Guð blessa minn- ingu Kristjáns Lofts og styrkja aðstandendur hans og vini í sorg þeirra. Helgi Sigfússon. I.O.O.F 15 = 17114118'/2=9. ER. I.O.O.F Ob. 2E171111581/2. 9. IT. ET. 1. Frá Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri. Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20.30 í verslunarhúsi KEA við Kaupvangsstræti, efstu hæð (gengið inn að sunnan). Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Borgarbíó Alltaf nýjar myndir Símsvari 23500 Hvímsutttiummn HamnswA Þriðjud. 14. nóv. kl. 20.00, æskulýðsfundur 10-13 ára börn vel- komin. Minningarspjöld Slysavarnafélags íslands fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Jónasar, Bókvali og Blómabúðinni Akri. Styrkið Slysavarnafélagið í starfl. Hraðfiski bátur Framleiðum þennan 22 feta hraðfiskibát. Afhentur á öllum byggingastigum. T^Trefia Trefjaplast hf. Efstubraut 2, 540 Blönduós, sími 95-24254. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum á neðangreindum tíma: Garðarsbraut 48, Húsavík, þingl. eigandi Foss hf., mánudaginn 20. nóvember ’89 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Iðnaðarbanki (slands hf., innheimtumaður ríkis- sjóðs, Byggðastofnun, Ásgeir Thor- oddsen hdl, Ásdís J. Ftafnar hdl, Guðjón Ármann Jónsson hdl, Gjaldskil sf., Hróbjartur Jónatans- son hdl., Gústaf Þór Tryggvason hdl., Hallgrímur B. Geirsson hdi., Þorsteinn Eggertsson hdl., Björn Ólafur Hallgrímsson hdl., Sigurður Sigurjónsson hdl. og Landsbanki íslands. Hálsvegur 2, Þórshöfn, þingl. eig- andi Óli J. Jónsson, föstud. 17. nóv. ’89 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl., inn- heimtumaður ríkissjóðs og Jón Ólafsson hrl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Sundáhugamenn! Númer Sundfélagsins Óðins í getraunum er 597 Sundfélagið Óðinn. _ekki ----------------------------------------------------------------------\ AKUREYRARB/ÍR bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 16. nóvember 1989 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Áslaug Einarsdóttir og Sigurður Jóhannesson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR Auglýsing um lögtök Þann 26. október sl. kvað bæjarfógetinn á Akur- eyri upp lögtaksúrskurð fyrir gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrar álögðum árið 1989. Gjöldin eru þessi. Útsvör, aðstöðugjöld, kirkjugarðsgjöld, fasteigna- skattur, holræsagjald, vatnsskattur, lóðarleiga og hafnargjöld. Lögtökin verða látin fara fram án frekari fyrirvara fyrir ofangreindum gjöldum á kostnað gjaldenda en á ábyrgð bæjar- og hafnarsjóðs að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar. Bæjargjaldkerinn, Akureyri. r ^. Hjartans þakkir til ættingja og vina, fyrir heimsóknir, gjafir, blóm, heillaóskaskeyti og kort, á 90 ára afmæli mínu 2. nóvember síðastliðinn. Sérstakar þakkir til barna minna, tengdabarna og barnabarna, fyrir framlag þeirra og fyrirhöfn, til að gera mér daginn ógleymanlegan. Guð gefi ykkur blessun sína. Lifið heil. LAUFEY SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Norðurgötu 31, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.