Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 myndasögur dags ARLAND HERSIR Ég sagöi þér að hreinsa svefnpokann! BJARGVÆTTIRNIR # Skapmiklir íþróttamenn íþróttakappleikir eiga það til að fara í skapið á mönnum og á þetta við alla sem nálægt íþróttum koma, ieik- menn, þjálfara, stjórnar- menn, áhorfendur og dóm- ara svo stærstu hóparnir séu nefndir. Þeir síðast nefndu eru þeir sem helst verða að hafa stjórn á skapi sínu; það eru þeir sem áminna þá skapstærstu þegar allt fer úr böndum, en þeir verða líka oft fyrir að- kasti. Umtal um dómara er því miður oft á neikvæðum nótum. Eins og gengur eru skiptar skoðanir um hvernig þeim hafi tekist til við dóm- gæslu og láta menn þessar skoðanir sínar gjarnan í Ijós. Reyndir dómarar eru vafalaust farnir að venjast þessu og kippa sér ekki upp við skammaryrði í hita leiks- ins en ritari S&S heyrði ótrúlega sögu af einum sem brást við á vægast sagt ódrengilegan hátt. • Hafði í hótunum Umrætt atvik átti sér stað nýlega eftir leik í handknatt- leik hjá norðlensku liði. Leikmenn voru komnir inn í búningsklefa eftir að leik lauk og voru að ræða dóm- gæsluna innan hópsins. Eitthvað voru þeir óánægðir með annan dómarann nema svo vill til að viðkomandi dómari rekur skyndilega inn hausinn og hefur í hótun- um. Orðrétt sagði hann: „Þið skuluð ekki halda að þetta verði ykkur til fram- dráttar í næsta leik.“ Þarna hefur tilviljun vafalaust ráð- ið því að hann hefur átt leið framhjá búningsklefanum rétt í því að þessi mál voru rædd. Ritari S&S er ekki það mikill sérfræðingur í dóm- gæslulögum að hann viti hvort orð sem falla í bún- ingsklefa eftir leik jafngildi orðum sem falla á leikvelli í hita og þunga dagsins. Hitt á svo eftir að koma í Ijós, hvort viðkomandi dómari lætur verða af hótun sinni næst þegar hann dæmir leik hjá liðinu. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þridjudagur 14. nóvember 17.00 Frædsluvarp. 1. Marabústorkurinn. Myndin lýsir degi úr lífi Mabú. Marabú- storks, sem lifir á gresjum Austur-Afríku og fer víða til að leita sér matar. 2. Fylgst með dýrum. 18.00 Flautan og litirnir. Fjórði þáttur. Kennsluþættir í blokkflautuleik. 18.15 Hagalín húsvörður. 18.25 Sögusyrpan. Breskur bamamyndaflokkur. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fagri Blakkur. 19.30 Steinaldarmennirnir. 20.00 Fróttir og veður. 20.40 Atlantshaf. Þriðji hluti - í dimmu djúpi. Breskur fræðslumyndaflokkur í þremur hlutum. 21.40 Ráðabrugg. (Codename Kyril.) Annar þáttur. 22.35 Haltur ríður hrossi. 3. þáttur: Heimilið. 23.00 Ellefufróttir. 23.15 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 14. nóvember 15.30 Eins manns leit. (Hands of a Stranger.) Endursýnd framhaldskvikmynd í tveimur hlutum. Fyrri hluti. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Jógi. (Yogi’s Treasure Hunt.) 18.10 Veröld - Sagan í sjónvarpi. 18.40 Klemens og Klementína. 19.19 19:19. 20.30 Visa-sport. 21.30 Maðurínn sem bjó á Ritz. (The Man Who Lived At The Ritz.) Stórkostleg framhaldsmynd í tveimur hlutum. Seinni hluti. 23.05 Hin Evrópa. (The Other Europe.) Lokaþáttur. 23.55 Börn götunnar. (The Children of Times Square.) Hinn fjórtán ára gamli Eric Roberts ákveður að hlaupast að heiman vegna ósættis við sjúpföður sinn. Aðalhlutverk: Howard E. Rollins, Joanna Cassidy, David Ackroyd og Larry B. Scott. Bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 14. nóvember 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Neytendapunktar. Umsjón: Björn S. Lárusson. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturínn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fróttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fróttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit ■ Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Heimasaumur. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.30 Miðdegissagan: „Turninn útá heimsenda" eftir William Heinesen. Þorgeir Þorgeirsson byrjar lestur þýðing- ar sinnar. 14.00 Fróttir. 14.03 Eftirlætislögin. 15.00 Fréttir. 15.03 í fjarlægð. Jónas Jónasson hittir að máh íslendinga sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að þessu sinni Soffíu Grímsdóttur í Stokk- hólmi. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn: „Loksins kom litli bróðir" eftir Guðjón Sveinsson. Höfundur les (7). 20.15 Tónskáldatími. 21.00 Konur - læknar - kvenlæknar. 21.30 Útvarpssagan: „Garganúa" eftir Francois Rabelais. Baldvin Halldórsson byrjar lesturinn. 22.00 Fróttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Með þig að veði", framhaldsleikrit eftir Graham Greene. Annar þáttur af þremur. 23.15 Djassþáttur. 24.00 Fróttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 14. nóvember 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Spaugstofan: Allt það besta frá liðnum árum. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. Spaugstofan: Allt það besta frá liðnum árum kl. 10.55. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innht upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blitt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Útvarp unga fólksins. Sigrún Sigurðardóttir, Oddný Eir Ævars- dóttir, Jón Atli Jónsson og Sigríður Arnar- dóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Enska. Fjórði þáttur enskukennslunnar „í góðu lagi" á vegum Málaskólans Mímis. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14,15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Áfram ísland. 02.00 Fréttir. 02.05 Lögun. 03.00 „Blítt og létt..." 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Norrænir tónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 14. nóvember 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 14. nóvember 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Krístjánsson. Fréttatengdur morgunþáttur. Viðtöl við fólk á götunni. Það helsta sem er að ger- ast tekið fyrir. 09.00 Páll Þorsteinsson kemur fólki í vinnuna á réttum tíma. Vinir og vandamenn kl. 9.30. Fróðleiksmolar og góð tónlist. 12.00 Valdís Gunnarsdóttir. Hádegið rólegt og þægilegt. Afmælis- kveðjur milh 13.30 og 14.00, viðtöl og spjallað við hlustendur á mannlegu nót- unum. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. ÖU uppáhaldslögin leikin, íþróttafréttir og skemmtilegt spjaU. 19.00 Snjólfur Teitsson í kvöldmatnum. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson kíkir á vinsældahsta vestanhafs og spilar þægUega tónlist undir svefninn. 24.00 Dagskrárlok Hljóðbylgjan Þriðjudagur 14. nóvember 17.00-19.00 M.a. er létt umræða um lífið og tilveruna. Stjórnandi er Pálmi Guðmundsson. Fróttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.