Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 11 fréttir Fundur með þingmönnum um vanda Slippstöðvarinnar: Allt viðhald opinbera flotans fari fram innanlands - er meðal tillagna sem lagðar voru fyrir þingmenn - fundur á ný eftir hálfan mánuð „Mikil áhersla var lögð á að hagsmunaaðilar í skipasmíða- iðnaðinum fái að tilnefna mann í stjórn fiskveiðasjóðs. Ég tei það fullkomlega eðliiegt þó það verði ekki til annars en að eyða tortryggni og draga úr þeim hvössu skeytasendingum sem eru milli aðila í dag,“ sagði Hákon Hákonarsons for- maður Félags málmiðnaðar- manna á Akureyri eftir fund sem haldinn var á laugardag- inn með formönnum stéttarfé- laga, starfsmanna í Slippstöð- inni á Akureyri, trúnaðar- mönnum starfsfólks, öllum þingmönnum kjördæmisins og framkvæmdastjóra Slippstöðv- arinnar á Akureyri um vanda Slippstöðvarinnar. A fundinum voru lagðar fyrir þingmennina tillögur til úrbóta í nokkrum liðum. Par er lagt til að Slippstöðin hf. fái að smíða Vest- mannaeyjaferju eða þá ferju sem hentar fyrir þessa siglingaleið. í deiglunni er að fjárfesta í ferju í stað Hríseyjarferjunnar og er tal- ið sjálfsagt mál að Slippstöðin fái að smíða það skip. í tillögunum er sömuleiðis lagt til að allt viðhald hins opinbera flota íslendinga, varðskip, strandferðaskip og hafrannsókn- arskip, fari fram innanlands. „Við teljum stjórnvöld eiga möguleika á að ráða því nokkuð hvenær þessi skip koma inn í við- hald og taka þannig tjllit til verk- efnastöðu innlendu skipasmíða- fyrirtækjanna, ef vilji er fyrir hendi,“ sagði Hákon. Áhersla er lögð á að veita samskonar greiðsluábyrgð vegna þessara verkefna, hvort sem þau eru unnin innanlands eða utan en fram til þessa hefur verið auð- veldara að fá greiðsluábyrgð vegna skipasmíðavinnu utan- lands. Þá er lagt til að reyna að fá erlend fiskiskip til viðgerðar og endurnýjunar hjá íslenskum skipasmíðastöðvum, en löndun- arbann erlendra fiskiskipa í íslenskum höfnum frá 1922 hefur m.a. verið þess valdandi að skipasmíðastöðvar hafa misst af fjölda verkefna. Auk kröfunnar um fulltrúa í fiskveiðasjóð var að lokum lagt til að með skipulögð- um hætti verði staðið að endur- Mynd: KL menntun og -þjálfun starfsmanna skipasmíðastöðvanna og fari sú menntun fram á þeim tíma þegar verkefnastaða er slök. Ýmis önnur mál voru rædd á fundinum og var að lokum ákveðið að hópurinn hittist á ný að hálfum mánuði liðnum. Þá munu þingmenn hafa lagt tillög- urnar fyrir ríkisstjórn og þing- flokka sína og er þess vænst að árangur verði af viðræðunum. „Það er mjög brýnt að leysa bráða vandann því það eru að- eins nokkrar vikur í að verkefna- staða Slippstöðvarinnar verður engin,“ sagði Hákon að lokum. VG Hugað að vetrarútbúnaðinum. Sameiginleg gjaldheimta fyrir Eyjaijarðarsvæðið: Leitað eftir riðræðum við ráðuneytið síðar í mánuðinum - þori ekki að segja til um afstöðu ráðuneytis, segir Snorri Olsen Ljósavatnsskarð: Rúta út af vegi - róleg helgi á Húsavík Rúta frá Sérleyfisbílum Akur- eyrar sem var í áætlunarferð til Mývatnssveitar fór útaf vegin- um í Ljósavatnsskarði kl. 17:30 á föstudag. Átta faþegar voru í bflnum, auk ökumanns. Einn farþegi og ökumaður hlutu minniháttar meiðsli. Mikil hálka var þegar óhappið átti sér stað. Skömmu seinna á föstudag varð bílvelta í Höfðahverfi. Þar urðu engin meiðsli á fólki en töluvert eignatjón. Ekki var lögreglunni á Húsa- vík kunnugt um fleiri óhöpp um helgina og tvær árshátíðir sem haldnar voru í Félagsheimilinu munu hafa farið ágætlega fram. Einn maður varð það brennivíns- ruglaður um heígina að hann fékk að gista fangageymslur lög- reglunnar. IM „Ég geri ráð fyrir að síðar í þessum mánuði verði leitað eftir viðræðum við fjármála- ráðuneytið um þá hugmynd að stofna til einnar sameiginlegrar gjaldheimtu fyrir Eyjafjarðar- svæðið,“ segir Vaigarður Baldvinsson, bæjarritari á Akureyri. Fyrirkomulag gjaldheimtu- mála hafa verið í nokkurri sjálf- heldu um skeið. Fjármálaráðu- neytið hefur lagt á það ríka áherslu að eining náist um sam- eiginlega gjaldheimtu meðal sveitarstjórnarmanna heima í kjördæmunum. Mörg sjónarmið hefur þurft að sætta og því hefur málið verið í nokkurri kyrrstöðu. Sameiginleg gjaldheimta fyrir Eyjafjarðarsvæðið er hugmynd sem sveitarstjórnarmenn hafa rætt sín á milli að undanförnu og telja vænlegan kost. Ólafsfirðing- ar voru lengi vel efins og eru enn í vafa um aðild að slíkri gjald- heimtu. Þeir telja þó rétt að taka þátt í viðræðum við ráðuneytið og sjá til hvers þær leiða. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ráðuneytismenn séu tilbúnir til viðræðna. Hins vegar segir hann að fjármálaráðuneytið hafi lagt áherslu á að stofnaðar verði tíu gjaldheimtur á öllu landinu. „Rökin fyrir svo fáum gjald- heimtum eru einfaldlega þau að með því móti fækkaði innheimtu- mönnum. Ég þori ekkert að segja Stjórn Mjólkursamlags K.V.H./K.F.H.B.: Mótmælir niðurstöðum nefndarálits um hagræðingu í mjólkuriðnaði Á fundi stjórnar Mjólkursamlags K. V.H./K.F.H.B. þann 26. októ- ber sl. var rætt m.a. um nefndar- álit um hagræðingu í rekstri inn- an mjólkuriðnaðarins og eftirfar- andi ályktun samþykkt: Sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri: Myndarlega verður að standa að nauðsyrdegum fjárveitingum - segir í ályktun Fiskiþings Á lýloknu Fiskiþingi var ánægju lýst með stofnun sjáv- arútvegsbrautar við Háskólann á Akureyri. í ályktun um mál- ið segir að það sé von Fiski- þings að myndarlega verði staðið að nauðsynlegum fjár- veitingum til deildarinnar þannig að hún geti gegnt sínu forystuhlutverki í menntun og rannsóknum fyrir sjávarútveg- inn. „Fiskiþing lýsir sérstakri ánægju með fyrirhugað samstarf rannsóknastofnana sjávarútvegs- ins og sjávarútvegsdeildarinnar. Slíkt samstarf er forsenda auk- innar verðmætasköpunnar sjáv- arútvegs f framtíðinni." í allsherjarnefnd þingsins kom einnig til umræðu ferðakostnaður nemenda við stýrimannaskólana í Vestmannaeyjum og á Dalvík vegna námskeiðs við radarsam- líki í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Stjórn Fiskifélags íslands var falið að beita sér fyrir því að menntamálaráðuneytið greiði árlegan kostnað vegna þessara námskeiða. JOH „Stjórn Mjólkursamlagsir mótmælir harðlega niðurstöðui nefndarálits um hagræðingu mjólkuriðnaði, sem nýlega hefi veriö birt. þar sem komist er a þeirri niðurstöðu að leggja be niður mjólkursamlagið Hvammstanga. Stjórnin telur að sú niðurstað hefði í för með sér mjög alvai lega hættu fyrir byggð í Vestui Húnavatnssýslu og við Hrút; fjörð, þar'sem mjólkursamlagi og mjólkurframleiðsla er einn ; máttarstólpum byggðarinnar. Stjórnin bendir á að Mjólkui samlagið á Hvammstanga hefu ekki þurft greiðslur úr verð miðlunarsjóði á síðustu árur þrátt fyrir að verulegar endui bætur hafi verið gerðar á húsnæc og tækjakosti m.a. með tilliti t ostagerðar. Slíkar ráðstafanir færa atvinn burt úr héraði og stangast það við allt tal manna um að auk þurfi atvinnu úti á landi." um afstöðu ráðuneytis til þessar- ar hugmyndar Eyfirðinga. Sér- stök gjaldheimta fyrir Eyjafjarð- arsvæðið kann hins vegar að þýða það að við myndum enda í þrjá- tíu gjaldheimtum í staðinn fyrir tíu gjaldheimtur," segir Snorri. óþh Dalvík: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi stjórnar Sjúkra- samlags Dalvíkur fyrir skömmu, kom m.a. fram að heildarrekstrarkostnaður fyrir árið 1988, var kr. 25.381.439.- og þar af var lyfjakostnaður kr. 7.893.658.-. Framlag Dal- víkurbæjar til sjúkrasamlags- ins er kr. 8.792.130,- og end- urgreiddur tannlæknakostnað- ur (100%) er kr. 1.731.258.-. ■ Þá kom einnig fram á fund- inum ósk frá stjórn S.D. þess efnis að Ðalvíkurbær annist rekstur samiagsins til ársloka 1989, eða þar til annað verður ákveðið með sömu skilmála- um og gilt hafa. ■ Stjórn Sjúkrasamlags Dal- vfkur hefur borist bréf frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem vakin er athygli á fyrir- huguðum breytingum á rekstri sjúkrasamlaga. Af þessu tilefni vill stjórn sjúkrsamlags- ins óska eindregið eftir því við Tryggingastofnun ríkisins að þessar breytingar komi ekki til með að skerða þjónustu við íbúa Dalvíkurbæjar frá því sem nú er. ■ Formaður félagsmálaráðs hóf máls á húsnæðisleysi A-A samtakanna. á fundi ráðsins fyrir skömmu. Félagsmálaráð leggur til að leitað verði leiða til að liðsinna samtökunum í þessu máli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.