Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 14. nóvember 1989 leiklist l 1 Leikfélag Sauðárkróks Leikfélag Sauðárkróks var formlega stofnað 13. aprfl 1888. Fyrsti formaður þess var V. Claessen, en aðrir í stjórn voru kosnir L. Popp kaupmað- ur og S. Blöndal bókhaldari. Áður höfðu verið haldnar leiksýningar m.a. á leikritum eftir ýmsa heimamenn t.d. á Maurapúkanum eftir Gunn- laug Einar Gunnlaugsson. Samkvæmt heimildum Sögu Sauðárkróks var ekki vafamál að fyrst var leikið í íbúðarhúsi Halls Asgrímssonar, sem síðar var nefnt Erlendarhús. Upphafið að stofnun Leikfé- lags Sauðárkróks má rekja til Fellisvorsins mikla 1887. Þá kom fyrsta vöruskipið til Norðurlands í apríl. í*á voru margir orðnir máttlitlir af hor og eymdin mikil. Tilgangur stofnunar leikfélagsins var „gagn og skemmtun" til að bágindin gleymdust í bili. Stofn- endur félagsins voru sextán að tölu: Sigvaldi Blöndal bókhald- ari, Einar Stefánsson frá Reyni- stað, Jóhanna alsystir Einars, Valgard Claessen kaupmaður, Ludvig Popp kaupmaður, Finnur Jónsson gullsmiður, Jónas Jóns- son afabróðir þeirra Jónasar og Jóns Múla, Ólafur Briem snikk- ari, Pétur Bjarnason bókhaldari, Vigfús Guðmundsson hrepp- stjóri, Kristján Jósefsson Blöndal bókhaldari, Guðmundur Jónsson sjómaður, Árni Jónsson læknir, Cristian Hansen beykir og bóndi og Guðrún Blöndal. Fljótlega bættust í hópinn fleiri áhugasam- ir leikendur og félagar. Félagið átti þó nokkrar eignir og voru þær brunatryggðar fyrir 500 krónur sem þótti stórfé í þá daga. Helsta afdrep félagsins var í öðrum enda vöruskemmu Popps- verslunar og þar voru sýningar settar upp. Húsið tók um 300 manns í sæti! Einnig var sýnt í svokölluðu Sýslumannshúsi. Það segir sig sjálft að erfitt hef- ur verið að halda uppi leiklistar- starfsemi í 170 manna þorpi. Tíundi hver íbúi var meðlimur í félaginu. í nóvember voru haldn- ir fundir í félaginu tvo daga í röð og ákveðið að framvegis skuli sýningar fara fram í geymsluhúsi Popps kaupmanns. Nokkurar óánægju gætti meðal félags- manna um þetta og Vigfús Guðmundsson, sem hafði lánað hús sitt (Sýslumannshúsið) undir sýningar, sagði sig úr félaginu. Félagið starfaði blómlega næstu árin allt þangað til árið 1906. Þá var síðasti aðalfundur- inn haldinn. f fundargerð þess fundar segir orðrétt: „Þar eð ekk- ert útlit er fyrir, að félag þetta geti haldið áfram sem leikfélag, kom félagsmönnum saman um að það hætti sem leikfélag og um leið að fela formanni félagsins að selja við tækifæri tjöldin fyrir sem mest verð ásamt leikritum, bún- inga og fleira.“ Þetta var lítið brot af sögu fyrstu ára leikfélagsins. Nú hefur mikið vatn runnið til sjávar og félagið hefur verið starfrækt í mörg ár. kj Vörur á tilboðsverði Kartöflur ........ Egg 1. verðflokkur Egg 2. verðflokkur Hamborgarar 2 st. Sykur ............ 178 kr. kg 356 kr. kg 259 kr. kg 111 kr. 2 kg 138 kr. Verslunin ÞORPIB Móasíöu 1 • Sími 27755. Opiö alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingarþjónusta. Smásaqnasamheppni Dags cg MEM0R ic MenningarsamtöK Morðlendinga og dagblaðið Dagur hafa áKueðið að efna til samKeppni um bestu frum- sömdu smásöguna. ir Veitt verða 60 þúsund Króna verðlaun fyrir þá sögu sem dómnefnd telur besta. AuK þess verður veitt 20 þúsund Króna viðurKenning fyrir þá sögu sem næstbest þyKir. ir Verðlaunasagan mun birtast í jólablaði Dags en frétta- bréf MEMOR ásKilur 5ér einnig rétt til birtingar. Einnig er ásKilinn hliðstæður réttur til birtingar á þeirri sögu, sem viðurKenningu hlýtur. ★ 5ögur í Keþþninni mega að hámarKi vera 6-7 síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu. ★ 5ögurnar sKal senda undir dulnefni, en með sKal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í loKuðu umslagi, auðKenndu dulnefninu. ★ Skilafrestur handrita er til 24. nóvember nK„ sem er sTðasti póstlagningardagur. Utanáskriftin er: Menningarsamtök Morðlendinga b/t hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13, 600 Akureyri Menningar5amtöK Horðlendinga - Dagur Félagsheimilið Bifröst. Leikfélagið á hlut í því og þar eru sýningar settar upp. Nóg að gera fyrir alla - segir María Gréta Ólafsdóttir formaður Leikfélags Sauðárkróks María Gréta Olafsdóttir er núverandi formaður Leikfé- lags Sauðárkróks. Dagur tók hana tali þar sem hún var við vinnu sína í Skagfirðingabúð. - Hvað hefur þú verið formað- ur lengi? „Ég er búin að vera formaður síðan í maí 1988.“ - Hverjir eru fleiri í stjórn- inni? „Það eru Guðni Friðriksson sem er varaformaður, Sólveig Jónasdóttir gjaldkeri, Helga Haraldsdóttir ritari og Friðrik Halldórsson er meðstjórnandi.“ - Hvað eru margir félagar í Leikfélaginu? „Það eru svona 80-90 manns sem eru skráðir félagar en megn- ið af þeim eru svo styrktarfélagar sem borga árgjaldið og ekkert meira.“ - Hvenær er aðal starfstími félagsins? „Hann hefur nú verið venju- lega á haustin og vorin, ein upp- færsla á haustin og ein í Sælu- viku, en haustið í ár fer í að gera upp húsið okkar, Leikborg. Við erum þar alltaf á miðvikudags- kvöldum og það eru nú ekkert allt of margir sem mæta nú orðið, það var ágæt þátttaka fyrst og ég vona bara að fólk fari að vakna aftur.“ En hvernig gengur að fá fólk til að starfa í félaginu? „Það hefur gengið vonum framar núna undanfarið en oft er það mjög erfitt. Ég kvíði dálítið fyrir vetrinum því að sviðs- mennirnir sem hafa verið hjá okkur eru allir fluttir burtu, hver einasti þeirra, ljósamaðurinn er farinn og sminkarinn er fyrir sunnan fram að áramótum. Við erum búin að missa alveg rosa- lega mikið af fólki nú í haust.“ - Er mikill áhugi á leiklist í bænum, meðal almennings? „Já það held ég. Við þurfum allavega ekki að kvarta útaf aðsókninni." - Hvaða stykki hafa verið vin- sælust að undanförnu? „Við höfum verið með barna- leikrit á haustin og þau hafa verið best sótt og svo höfum við verið með söngleiki í Sæluviku og gam- anleikrit einnig og það hefur fall- ið vel í kramið hjá áhorfendum.“ - Hvernig er undirbúningi að leikritum háttað, þ.e. fyrir frum- sýningar? „Við byrjum 6 vikum fyrir frumsýningu á að lesa saman handritið og svo er það vinna upp á hvert einasta kvöld. T.d. fyrir þá sem eru í stærstu hlutverkun- um, þeir þurfa að mæta kl. átta Leikborg, hús leikfélagsins. Þar eru stykki æfð fyrir sýningar og þar er einnig að finna búninga og leikmyndir félagsins. hvert einasta kvöld og eru að alveg til hálf tólf. En það er frí oftast á sunnudögum og æft á laugardögum. En fyrir þá sem eru í stjórn, þá þurfa þeir að vera vakandi og sofandi yfir þessu. Það er alveg geysilegur tími sem fer í þetta. Það þýðir ekkert að fara í þetta nema að hafa áhug- ann alveg ómældan.“ - Er mikið af frambærilegum leikurum í félaginu? Nú hefur maður heyrt að nokkrir leikarar hérna gætu spjarað sig vel á fjöl- um störu leikhúsanna í Reykja- vík. Er eitthvað til í því? „Já það er enginn vafi á því. Það eru margir frambærilegir leikarar í bænum, bæði utan félags og innan þess.“ - En hvað með aðra starfsemi en uppsetningu leikrita? „Við höfum oft verið með litla leikþætti á 17. júní t.d. En núna undanfarið þá höfum við alltaf verið með tvær uppfærslur á ári og barnaleikritin hafa tekið þó nokkuð langan tíma því við sýnum bara um helgar, þannig að þetta nær yfirleitt saman frá því í endaðan september til aprílloka. Svo að það er oft erfitt að fá fólk til þess að hlaupa inn í einhverja aðra hluti en þessa föstu.“ - Hvernig stendur leikfélagið hérna í samanburði við önnur á landinu? „Ég held að það standi bara mjög vel. Við erum vel sett þann- ig að við eigum okkar eigið hús- næði, þó að við getum ekki sýnt í því. Við reyndar höfum ekki góða sýningaraðstöðu, aðstaðan í Bifröst er vægast sagt hræðileg, sem að skapast af því hvað húsið er lítið, aðstaðan engin niðri í búningsherbergi. Leikfélagið samþykkti teikningar fyrir nokkr- um árum þar sem var búið að teikna viðbyggingu við Bifröst." - En eitthvað að lokum? „Ég vil biðja bæði félaga og aðra sem áhuga liafa að hafa samband við okkur' og sjá hvað við erum að gera í Leikborg. Það er nóg að gera fyrir alla.“ Þetta voru lokaorðin í þessu viðtali við Maríu Grétu og greini- legt að það er mikið um að vera í leiklistarlífinu á Króknum. kj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.