Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 14.11.1989, Blaðsíða 16
Jólakort með þínum myndum ★ Sérstakt tilboð í nóvember cPediomyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, simi 23324. Útflutningur Fiskmiðlunar Norðurlands á Ítalíuskreið: Hitamollan heldur ítölum fr á norðlensku skreiðinni - Nígeríumenn vilja kaupa en lítið er til af skreið ofan í þá „Við erum að vona að hægt verði að Ijúka útflutningi á Ítalíuskreiðinni fyrir áramót. Það gæti þó brugðið til beggja vona. Okkur grunar að Ital- arnir hafi hug á að bíða eftir að árlegur frír tollakvóti á skreið og saltfisk verði settur á Húsnæðismál Háskólans á Akureyri: Standa verður við sam- þykkt ríkisstjómarimiar - segir heilbrigðisráðherra „Ég hlýt að leggja á það áherslu að þarna verði náð fram einhverri leiðréttingu þannig að hægt verði að hefja þetta nám samkvæmt þeim lín- um sem lagðar hafa verið,“ segir Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra og 1. þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra, um húsnæðismál sjáv- arútvegsbrautar Háskólans á Akureyri. ,Auðvitað verða menn að skoða sínar ítrustu óskir og ég leyfi mér að fullyrða að þeir norðanmenn séu tilbúnir til að líta á þetta mál með tilliti til þjóðfélagsaðstæðna. En hitt er alveg ljóst að það verður að ná fram leiðréttingu sem menn geta við unað. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja þetta nám á Akureyri af sóma og við það verður að standa,“ segir Guð- mundur. óþh Röskun í innanlandsflugi Flugleiða: Þrír af fimm Fokkerum strand um helgina Nokkur röskun varð á innan- landsflugi Flugleiða um helg- ina vegna vélabilana í Fokker- vélum félagsins sem notaðar eru í innanlandsflugi. Þrjár af fimm vélum félagsins voru ekki í notkun og þurfti því að grípa til þotuflugs til Akureyr- ar. I gær var flug komið í eðli- legt horf þar sem tvær vélanna voru komnar í umferð á ný og sú þriðja átti að komast í gagn- ið í dag. Að sögn Gunnars Odds Sig- urðssonar umdæmisstjóra Flug- leiða voru farnar tvær ferðir með Boeing-þotum til Akureyrar um helgina, ein ferð á laugardags- kvöld og önnur á sunnudag. Þetta nægði til að koma öllum farþegum sem áttu bókað far á áfangastað. Gunnar sagði að ekki hefði þurft að grípa til þess að sameina flug vegna þessa þar sem flug hefði komist í eðlilegt horf í gær. Tvær vélanna voru þá komnar í umferð og sú þriðja átti að komast í gagnið í dag. VG eftir áramótin,“ segir Hall- steinn Guðmundsson, starfs- maður Fiskmiðlunar Norður- Iands á Dalvík, þegar hann var inntur eftir útflutningi á Ítalíu- skreið. Hallsteinn segir að gangur út- flutnings á Ítalíuskreiðinni sé hægari en menn hafi bundið von- ir við. Hann segir að yfirleitt sé flutt út vikulega en þó hafi ekkert farið í síðustu viku. Búið er að flytja út um helming þeirrar skreiðar sem seld verður á vegum Fiskmiðlunar Norðurlands af framleiðslu þessa árs. „Þetta gengur nokkuð hægar en reiknað var með og kenna Italir veðurfar- inu um. Við seljum mest til suðurhluta Ítalíu og þar hafa ver- ið miklir hitar fram að þessu. Sal- an á skreiðinni markast af hita- stigi þar suður frá, því heitara því minna af skreið og því kaldara því meira vilja þeir af skreið." Hallsteinn segir að ekki standi á greiðslum frá Italíu fyrir skreið- ina. Ekkert er sent út nema fyrir hendi séu óafturkræfar ábyrgðir. Þannig liggja fyrir allar trygging- ar áður en skreiðin er send úr landi. Fiskmiðlun Norðurlands selur einnig skreið til Nígeríu og eru hausarnir þar í meirihluta. „Það er lítið til af skreið fyrir Nígeríu- markað en við höfum getað losn- að við þá skreið sem tiltæk er. Að vísu eru verðin frekar lág. Þetta eru opinber verð sem menn verða að fara eftir,“ segir Hall- steinn Guðmundssson. óþh Ari Gunnarsson með hluta veiði sinnar á rjúpnaveiðitímabilinu. Hér hanga ríflega 300 fuglar. „Þó veiðin sé stór þáttur í þessari íþrótt þá er útiveran og fjallgangan líka stór hluti,“ segir Ari. Fengsæll ijúpnaveiðimaður Dalvíkingurinn Ari Gunnars- son hefur ekki slegið slöku við í rjúpnaveiðinni í haust. Hann hefur þegar fengið um 400 fugla sem hann hefur veitt í 14 ferðum. Veiðisvæðið er við vestanverðan Eyjafjörð þar sem hann hefur nánast farið á alla þá staði þar sem rjúpu er að vænta. Þrátt fyrir að vera kominn með 400 fugla ætlar hann ekki að láta staðar numið því takmarkið er að veiða 500 í ár. Rætt er við þennan fengsæla rjúpnaveiði- mann á bls. 3 í blaðinu í dag. JÓH Stóra sfldin finnst ekki: „Menn eru orðnir svartsýnir“ - segir Sævar Ingvarsson, stýrimaður á Arnþóri EA-16 „Okkur gengur bara ágætlega. Viö erum nú komnir með 515 tonn eftir 10 daga sem líklega verður að teljast ágætt,“ sagði Sævar Ingvarsson, stýrimaður á Arnþóri EA frá Árskógs- strönd, í gær þegar Dagur leit- aði fregna af sfldveiðum fyrir Atvinnukönnun Félagsvísindastofnunar: Meiri samdráttur hjá fyrirtaekjum í Reykjavík en á landsbyggðmni - tæplega 3% vinnandi fólks óttast að missa atvinnu sína á næstunni Félagsvísindastofnun Háskóla Islands hefur birt niðurstöður úr könnun á stöðu atvinnu- mála á landinu á árunum 1987- 89 og atvinnuhorfum. Skýrslan sýnir að atvinnuþátttaka fólks á aldrinum 18-75 ára var 81- 83% á árinu 1988 en í október 1989 var hún komin niður í 78%. Atvinnuleysi karla hefur aukist nokkuð en á síðustu mánuðum hefur skráð atvinnu- leysi kvenna minnkað. Umtals- verður hluti fólks hefur horfið af atvinnumarkaði án þess að skrá sig í atvinnuleysi. Um helmingur vinnandi fólks segir að það merki samdrátt í starfsemi fyrirtækisins eða stofn- unarinnar sem það vinnur hjá. Athygli vekur að samdrátturinn virðist meiri í Reykjavík en á landsbyggðinni. I Reykjavík sögðust 56,4% merkja samdrátt en 49,5% á landsbyggðinni. Reykjanes var einnig sérstaklega tiltekið í könnuninni og þar virð- ist ástandið best, 41,7% aðspurðra sögðust greina samdrátt. Þegar litið er á landið allt virð- ist samdrátturinn mestur í land- búnaði (72,2%), verslun og sam- göngum (54,2%) og iðnaði (50,7%), en minni í sjávarútvegi og opinberri þjónustu. Fleiri karlar en konur eru á vinnumarkaði en atvinnuþátttaka beggja kynja hefur minnkað. Karlar vinna einnig lengri vinnu- tíma en konur. Þó hefur vinnu- tími þeirra styst um eina klukku- stund á viku meðan vinnutími kvenna hefur lengst. Nærri 3% vinnandi fólks segist óttast að missa atvinnu sína á næstu vikum eða mánuðum vegna samdráttar í þjóðfélaginu. Það er nærri þrefalt stærri hópur en nú er skráður í atvinnuleysi. Ófaglært verkafólk og þeir sem starfa í iðnaði óttast atvinnuleysi meira en fólk í öðrum atvinnu- greinum. Opinberir starfsmenn virðast öruggastir um vinnu sína. SS suðaustan land. Arnþór var þá að fara frá bryggju á Seyðis- firði en þar Iandaði skipið 130 tonnum sem fengust í einu kasti á miðunum. „Þetta hefur mest verið fryst enda er þetta millisíld af stærð- inni 28-30 cm. Stóra síldin finnst hins vegar ekki og menn eru að verða svartsýnir á að hún komi,“ segir Sævar um veiðarnar sem síðustu dagana hafa verið frá Hornafirði og vestur undir Hrol- laugseyjar. Hann segir að ef samningar takist um sölu á síld til Rússlands muni það verð sem sjómennirnir fá fyrir síldina hækka. Nú eru greiddar um 9 kr. meðalverð fyrir kílóið af millisíldinni í frystingu á Evrópumarkað. Væru samning- ar í höfn og stór síld á miðunum væri verðið 2-3 krónum hærra að meðaltali. „Þetta er kannski ekki alvont, alla vega ekki meðan við sleppum við bræðsluna því þá eru ekki greiddar nema um 4 kr. fyrir kílóið,“ segir Sævar. Sævar segir „nýja“ Arnþór reynast vel, en skipið var keypt á dögunum frá Y^stmannaeyjum. Síldarkvóti skipsins er samtals 2200 tonn. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.