Dagur - 30.11.1989, Síða 2

Dagur - 30.11.1989, Síða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 30. nóvember 1989 Tilboð á frosnu lambakjöti Mörg önnur tilboö í gangi til dæmis: Pepsi, 2 lítrar 110 kr. Franskbrauö 93 kr. Mjólk 2 lítrar 125 kr. og fl. og fl. Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla Verslunin _ ÞDBFID _ Móasíðu 1 • Sími 27755. |.L- Opib alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendinsarþjónusta. ~N/j ^Mimrail! 1S VERSLUNAI ■URN RIV j fllÐSTÖe MUB fréttir Dalvíkurhöfn þarf á auknu athafnarými að halda: Fæst flárveiting tfl gerðar nýs grjótgarðs á næsta ári? - mjög brýn en dýr framkvæmd, segir formaður hafnarnefndar Dalvíkur Það er alkunna að Dalvíkur- höfn gegnir æ stærra hlutverki sem útflutningshöfn á Eyja- fjarðarsvæðinu. Flutningar um höfnina hafa stóraukist ár frá ári undanfarin ár og nú er svo komið að til vandræða horfír vegna plássleysis á hafnar- svæðinu. Gámum hefur fjölg- að gífurlega og m.a. vegna þeirra þarf stóraukið athafna- svæði við höfnina. Að sögn Júlíusar Snorrasonar, formanns hafnarnefndar Dalvík- ur, liggur fyrir að vegna þeirrar staðreyndar að á síðustu árum hafi orði stórkostleg aukning á flutningum um höfnina sé nauð- synlegt að bæta aðstöðuna veru- lega. Júlíus segir að nokkuð langt sé síðan að menn byrjuðu að ræða um þann möguleika að stækka hafnarsvæðið norður af núverandi austur-vestur garði. Hann segir þá hugmynd hafa ver- ið rædda að gera grjótgarð í aust- ur til móts við hús Blika hf. og í suður að hafnargarðinum og þannig yrði svæði austur af hafn- arvog lokað af og síðar fyllt upp. Júlíus segir ljóst að hér sé um mjög svo kostnaðarsama fram- kvæmd að ræða sem skipta yrði niður á mörg ár. Hins vegar sé mjög brýnt að koma þessu máli áfram í kerfinu og ýta á eftir fjár- veitingum til þess. Júh'us segir að fjárveitinga- nefnd sé fullkunnugt um nauðsyn þessarat framkvæmdar við Dal- víkurhöfn en hins vegar sé spurn- ingin hvaða verkefni í hafnamál- um menn telji að eigi að hafa for- gang á næsta ári. Þá bendir Júlíus á að mikilvægt sé að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst vegna þess að grjótvörn við aust- ur-vestur garð sé farin að gefa sig og menn óttist að það geti haft alvarlegar afleiðingar ef ekki verði sem fyrst gripið í taumana. óþh Erum koimn í jólaskap Búðir fullar af vörum Frarn á torcfinu.: Ingimar Eydal spilar jólalög. Kökubasar og fleira. ★ Opið laugardag 2. desember frá kl. 10-16 Næg bílastæði P.S. Hittumst í Suxinuhlíð Opnunartími verslana í desember umfram venju Laugardagur 2. desember kl. 10-14. Laugardagur 9. desember kl. 10-18. Laugardagur 16. desember kl. 10-22. Fimmtudagur 21. desember kl. 09-22. Þorláksmessa 23. desember kl. 10-23. Kaupmannafélag Akureyrar. Kaupmannafélag Akureyrar Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi: „Iifsnauðsynlegt að hafa hagkvæma samninga við Evrópubandalagið“ í skýrslu sem út er komin um þá hagsmuni sem tengjast ísienskum sjávarútvegi í sam- skiptum við Evrópubandalagið segir að Ijóst sé að væntanlegar viðræður EFTA og Evrópu- bandalagsins tengist fyrst og fremst frelsi í viðskiptum með iðnaðarvörur, þjónustu, fjár- magni og frelsi fólks til búsetu og atvinnu. Sérstaða íslend- inga sem sjávarútvegsþjóðar í samskiptum við þessar þjóðir skipti ekki síður máli. Skýrsla þessi er samin af sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi. Þar er lögð mikil áhersla á að í viðræðunum verði undirstrikað mikilvægi sjávar- útvegs á íslandi. íslendingar þurfi frjálsan aðgang að mörkuðum Evrópubandalagsins þar sem sjávarafurðir séu iðnaðarvörur íslendinga og sama eigi að gilda um þær og iðnaðarvörur Evrópu- bandalagsríkja. Samstarfsnefnd atvinnurekenda segir ljóst að leita þurfi eftir við- bótarsamningi við fríverslunar- samninginn við Evrópubandalag- ið ef tollar bandalagsins eigi ekki að hafa varanleg áhrif á lífs- afkomu á íslandi. Leita þurfi allra ráða til þess að tryggja hags- muni íslendinga, bæði í væntan- legum viðræðum EFTA og Evrópubandalagsins og í beinum viðræðum íslendinga við banda- lagið. „Forsendan fyrir viðunandi lífskjörum á fslandi er að íslensk- ur sjávarútvegur sé á hverjum tíma samkeppnisfær við sjávar- útveg þeirra þjóða sem harðast keppa við okkur á erlendum mörkuðum. Evrópubandalagið er stærsti viðskiptaaðili íslensks sjávarútvegs og þess vegna er lífsnauðsynlegt að hafa hag- kvæma samninga við það á öllum sviðum sjávarútvegs,“ segir í skýrslu samstarfsnefndar atvinnurekenda. JÓH SigluQörður: ísafold gjaldþrota ísafold hf. á Siglufírði hefur verið lýst gjaldþrota, en for- ráðamenn fyrirtækisins óskuðu eftir að það yrði tekið til gjald- þrotameðferðar hjá bæjar- fógetaembættinu á þriðjudag. Fiskverkunarhús ísafoldar er metið á rúmar þrjátíu milljónir króna, samkvæmt brunabóta- mati, en óvíst er hvort svo mikið fæst fyrir það við sölu. Allmörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota á Siglufirði undanfarin tvö ár, og eru margir uggandi um atvinnu- ástandið í bænum. Gjaldþrot ísafoldar hefur að öllum líkindum ekki bein áhrif á atvinnuleysi í bænum því starfs- fólkið, átta að tölu, fékk allt vinnu þegar í stað hjá Þormóði ramma hf, en þar vinna yfir tvö hundruð manns. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.