Dagur - 01.12.1989, Qupperneq 3
Föstudagur 1. desember 1989 - DAGUR - 3
fréftir
Jólaverslun byrjuð á Akureyri:
Fundartwð
Samdráttartítmnn er ekki liðirni
- segir Birkir Skarphéðinsson hjá Amaró
„Þetta fer ívið hægar af stað en
venjulega og ég er hræddur um
að það megi alveg búast við
einhverjum samdrætti,“ sagði
Birkir Skarphéðinsson hjá
Amaró aðspurður um jóla-
verslunina í ár. Hann sagði
samdráttartímann ekki liðinn
og ef ekkert yrði að gert yrði
botninum vart náð fyrr en á
næsta ári. Annars væru kaup-
menn á þessu svæði ekki þeir
verst settu og ætti eftir að
kreppa duglega að á suðvestur
horninu í vetur.
fólk myndi t.d. kaupa ódýrari
jólagjafir. „Þá hefur sala í vefn-
aðarvöru verið mjög góð, svo
kannski er farið að heimasauma
jólafötin í meira mæli á ný.“ Þá
sagði hann það sitt álit að fárán-
legt væri að breyta úttektartíma-
bili greiðslukortanna. „Rétt skal
vera rétt og tímabilið verður ekki
fært til hjá okkur. Þetta er bara
vitleysa og á ekki að eiga sér
stað.“
Þórhalla Þórhallsdóttir versl-
unarstjóri í Hagkaup sagði að
þegar væri farið að kaupa jóla-
steikurnar úr kjötborðinu hjá
þeim, en hvort fólk ætlaði að
geyma þær til jóla, eða hafa strax
í matinn vildi hún ekki fullyrða
um. Hún sagði að í versluninni
hafi nú verið sett upp grænmetis-
borð sem setti skemmtilegan svip
á verslunina fyrir jóiin. „Ég hef
heyrt á fólki að það sé byrjað að
kaupa jólagjafirnar, en þetta
byrjar á svipuðum tíma og venju-
lega,“ sagði Þórhalla. Hún sagði
marga hafa spurt hvenær nýtt
kortatímabil hefjist í versluninni,
en það byrjar á sama tíma og í
öðrum verslunum Hagkaups
þann 11. desember. VG
Sérfræðinganefnd um Mývatnsrannsóknir
kynnir starf sitt og rannsóknir.
Framsöguræður verða haldnar og stuttar fyrir-
spurnir leyfðar.
Fundurinn verður í Hótel Reynihlíð,
sunnud. 3. desember, kl. 13.30.
Allir velkomnir.
Sérfræðinganefnd Mývatnssókna.
I Slys gera ekki££>
B $C F m F ■ ÖKUM EINS OG MENN!
[boð a undan ser \ ^
Hjá Amaró var heldur minna
keypt inn fyrir þessi jól ef eitt-
hvað er, „við keyptum a.m.k.
ekki meira,“ sagði Birkir.
Aðspurður um á hverju sam-
drátturinn væri helst merkjanleg-
ur sagðist hann reikna með að
FH á Húsavík:
Fastráðningu
sagt upp
ÖIIu starfsfólki Fiskiðjusam-
lags Húsavíkur, um 120
manns, hefur verið sagt upp
fastráðningarsamningum og
taka uppsagnirnar gildi um jól.
Venja er að fólkinu sé sagt upp
á þessum árstíma, en ráðning-
arsamningar endurnýjast síðan
strax og fiskur berst tii fyrir-
tækisins eftir áramót, að sögn
Hallgríms Valdimarssonar,
verkstjóra.
Aðspurður sagði Hallgrímur
að sér sýnist að næg vinna haldist
fram að jólum. Kolbeinsey er nú
í sínum síðasta túr fyrir jól, mun
væntanlega landa á Húsavík um
helgina og verður þá búin með
kvóta sinn. Júlíus Havsteen er
við rækjuveiðar og á eftir að
landa tvisvar fyrir jólin. IM
Ólafsfjörður:
Rætt um að
ráða félags-
málastjóra
Líkur eru á að Ólafsfjarðarbær
muni á næsta ári ráða félags-
málastjóra. Bjarni Kr.
Grímsson, bæjarstjóri, segir
að um þetta hafi verið rætt eft-
ir að fyrrverandi æskulýðsfull-
trúi lét af störfum nýverið.
Fyrir lægi að ráða mann í hans
stað og til greina kæmi að
útvíkka starfssvið nýs æskulýðs-
fulltrúa í 100% stöðu félags-
málastjóra.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi
var tómstundanefnd bæjarins fal-
ið að semja drög að starfslýsingu
fyrir starf félagsmálastjóra. „Við
viljum fyrst taka ákvörðun um
starfið og starfslýsingu áður en
það verður auglýst laust til
umsóknar,“ segir Bjarni.
Auk æskulýðs- og íþróttamála
gæti hugsanlegur félagsmálafull-
trúi Ólafsfjarðarbæjar haft með
öldrunar- og dagvistunarmál að
gera.
Við gerð draga að starfslýsingu
félagsmálastjóra verður m.a. litið
til byggðarlaga þar sem til er starf
félagsmálastjóra. Þar má nefna
Siglufjörð, Sauðárkrók, Selfoss
og ísafjörð. óþh
Kynning í dag kl.
laucyardagr kl.
14.00-19.00 og
10.00-14.00
Myndbönd:
Fjarstýrð, HQ-gæði, 356 daga minni og fl.
Super VHS með HI-FI stereo.
Verð frá kr. 39.810,- st.gr.
Hljómtækja-
3 gerðir
Verð frá kr. 28.800,-
m/hátölurum.
m ár ■ : ■■
Sjonvorp
14“ og 20“ mono ★ 25“ og 33“ stereo
Verð frá kr. 34.685,- st.gr.
Örbylgjuofnar
600 watta, 21 lítra, 3 gerðir
Verð frá kr. 21.670,- st.gr.
Ferðatæki - Bíltæki -
Útvarpsvekjarar o.fl. o.fl.
O
O er japönsk hágæða vara á góðu verði
AKURVIK
ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233
SANYl
og Helly Hansen vetrarfatnaður