Dagur


Dagur - 01.12.1989, Qupperneq 4

Dagur - 01.12.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RfKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Málefiiafátækt stjórnarandstöðunnar Sú ákvörðun stjórnarandstöðunnar að bera upp van- trauststillögu á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, lýsir betur enn nokkuð annað fullkomnu ábyrgðar- og ráðleysi flutningsmannanna. Stjórnarandstaðan sagði tillöguna fram komna vegna þess að ríkisstjórnin væri búin að missa tök á öllum málum: Efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar væri onýt; stjórnin gæti ekki komið virðis- aukaskatti til framkvæmda, sem samþykktur hafi verið á Alþingi og síðast en ekki síst væri stjórninni ekki treystandi til að gæta mikilvægustu hagsmuna íslend- inga í stærstu alþjóðlegu samningum sem ísland hefði tekið þátt í. Engin þessara fullyrðinga er rétt né á við rök að styðjast. Það er óskiljanlegt hvernig stjórnarandstaðan kemst að þeirri niðurstöðu að efnahagsstefna ríkis- stjórnarinnar sé „ónýt“. Getur sú stefna verið „ónýt“, sem er á góðri leið með að færa undirstöðuatvinnu- greinarnar út úr svartnætti rangrar gengisskráningar, brjálæðislegs fjármagnskostnaðar og bullandi tap- rekstrar? í fyrsta sinn í tvö ár er rekstur útflutnings- atvinnuveganna að ná jafnvægi, einungis rúmu ári eftir að ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tók við völdum. Á þeim tíma hefur henni tekist að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og það gífurlega atvinnu- leysi um land allt, sem óhjákvæmilega hefði siglt í kjöl- farið. Ef slík efnahagsstefna er „ónýt“, hvað má þá segja um þá efnahagsstefnu, sem olli þessum erfiðleik- um atvinnuveganna? Þorsteinn Pálsson og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum voru öðrum fremur höfund- ar hennar, eins og flestum er enn í fersku minni. Sú fullyrðing að ríkisstjórnin geti ekki komið virðis- aukaskatti til framkvæmda er einnig röng. Ríkisstjórnin hefur á bak við sig öruggan meirihluta í báðum deildum Alþingis. En þar sem fimm flokkar eiga aðild að stjórn- inni er ekki nema eðlilegt þótt ágreiningur kunni að rísa um einstök mál og áherslur í þeim. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnarflokkunum takist að jafna þann ágreining, sem upp hefur komið um virðisauka- skattinn, og koma því máli farsællega í höfn. Sú fullyrðing, að ríkisstjórninni sé ekki treystandi til að gæta hagsmuna þjóðarinnar í könnunarviðræðum EFTA við Evrópubandalagið, er lang alvarlegust þeirra makalausu fullyrðinga sem stjórnarandstaðan bar á borð í sjónarspili sínu. Fullyrðingin er háskaleg, því hún hefur þegar skaðað málstað íslands úti í heimi. Hún er auk þess fáránleg þegar þess er gætt að upplýsingum um gang mála í þessum viðræðum er jafnóðum komið á framfæri við alþingismenn og að ekkert verður ákveðið án þess að Alþingi leggi blessun sína yfir það. Fullyrð- ingin er því tilhæfulaus með öllu og til þess eins fallin að veikja samningsstöðu íslands gagnvart Evrópu- bandalaginu. Vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar og þær umræður sem um hana sköpuðust er gott dæmi um það hvemig færa má stjórnmál niður á lægsta plan, séu menn alls óvandir að meðulum. Þetta síðasta sjónarspil stjórnarandstöðunnar ber vitni um það hve málefnafá- tækt hennar er alger. BB. i kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason ' 1%. Cary-Hiroyuki Tagawa kennir Gary Graham undirstððuatriði bardagalistarinnar. Er ég þá ekkert skyldur ættingjum ínínnm? Borgarbíó sýnir: Síðasta samuraian (The Last Warrior). Leikstjóri og höfundur handrits: Martin Wragge. Leikarar: Gary Graham, Maria Halvöe og Cary-Hiroyuki Tagawa. Frá I.T.C. Stundum fæ ég þessa fáránlegu hugdettu að ég sé ekkert skyldur ættingjum mínum; eins og til dæmis þegar ég fór með einum meintum ættingja í bíó að sjá Síðasta samuraian. Ekki var bíóinu fyrr lokið en að viðkom- andi lét það út úr sér að þetta hefði ekki verið merkileg mynd. Mér fannst hún þvert á móti vera allt annað en ómerkileg. Kvik- myndatakan er til dæmis framúr- skarandi, hún er sérstæð og áhrif- in mögnuð með nærmyndum. Til að taka eitt dæmi þá er skothríö ekki undirstrikuð á vanabundinn hátt með hriktandi húsum, þvert á móti litlir hlutir, brotnandi diskar og klofnir ávextir, eru það sem Wragge notar og nær með því tilgangi sínum. Stórorustan er ekki annað en ljósleiftur út við sjóndeildarhringinn. Síðasti samurain minnir um sumt á gamla mynd með Lee Marvin frá 1968, Hell in the Pacific. Bandarískur hermaður, Gary Graham, er strandvörður á lítilli eyju. Stríðinu við Japani er í þann veginn að ljúka. Einn dag- inn rennir japanskur bátur upp að ströndinni og japanskir her- menn setja allt á annan endann í leit að Graham og talstöðinni hans. Þegar þeir japönsku yfir- gefa eyjuna verða þrír þeirra eftir. Síðasti samurain er um viðureign þessara þriggja og Bandaríkjamannsins. Nunnan, Maria Halvöe, blandast í málið en blessunarlega lítið. Svo vill til að Japanarnir eru allir þrír samuraiar sem taka sverðið fram yfir riffilinn. Vita- skuld vekur þetta spurningar; af hverju voru þeir skyldir eftir? Var það til að drepa þann banda- ríska? Eða létu þeir sig ef til vill hverfa af tundurspillinum án leyf- is í leit að dauðanum í einvígi við einn mann? Hver er tilgangur Tagawa þegar hann kennir Graham að berjast með sverði? Er Japaninn að leika sér eins og kötturinn að músinni eða leitar hann dauðans? Úr þessum spurn- ingum er ekki leyst, en ég kann því vel þegar leikstjóra tekst að vekja upp spursmál sem bíófar- anum er gefið á vald að svara. Kammerhljómsveit Akureyrar: Tónleikar í Akureyrar- kirkju í kvöld - ásamt einleikurum og Margréti Bóasdóttur einsöngvara Kammerhljómsveit Akureyrar heldur tónleika í Akureyrar- kirkju í kvöld, föstudaginn 1. desember, kl. 20.30. Ein- söngvari er Margrét Bóasdótt- ir, einleikari á óbó Hólmfnöur Þóroddsdóttir, einleikarar á fiðlu Lilja Hjaltadóttir konsert- mcistari og Michael J. Clarke og einleikari á selló Örnólfur Kristjánsson. Þetta eru aðrir tónleikar Kammerhljómsveitarinnar á starfsárinu 1989-1990, sem er fjórða starfsár sveitarinnar. Stjórnandi á tónleikunum er Roar Kvam, en hann hefur verið aðalstjórnandi Kammerhljóm- sveitar Akureyrar frá árinu 1986. Á efnisskrá tónleikanna eru Overture í C-dúr eftir Georg Philip Telemann (1681-1767), Konsert fyrir óbó og strengi eftir Arthur Benjamin (1893-), en hann byggði verkið á sembal- sónötum eftir Domenico Cimarosa (1749-1801), fiðlusónötur eftir Arcangelo Corelli (1653-1713), Exultate jubilate eftir Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) og Canzon quarti toni eftir Giovanni Gabrielli (1557-1612). Líklegt er talið að Telemann hafi samið Overture í C-dúr til flutnings á opinberum tónleikum sem hann stjórnaði árlega í Frauenstein höllinni í Hamborg og haldnir voru milli Sankti Mikjálsmessu og páska. Verkið er gáskafullt og aðgengilegt. Verk Mozarts, Exultate jubil- ate, er mótett fyrir sópranrödd og hljómsveit. Það var samið fyr- ir hinn fræga geldingssöngvara Venancio Rauzzini og frumflutt 17. janúar 1773. Þó að textinn sé tekinn úr biblíunni er tónlistin með léttum óperubrag. Canzon quarti toni eftir Giovanni birtist fyrst á prenti árið 1597 í safninu Sacrae Symphoniae. Flytjendur eru fimmtán, en þeim er skipt í þrjá fimm radda hluta eða kóra. Verkið er dæmi um algenga flytj- endaskipan Giovannis, margra samtímamanna hans og eftir- komenda, en það er notkun flytj- endaflokka eða kóra sem syngj- ast á. Þessi skipun var gífurlega vinsæl, enda voru yfir 90% útgef- inna mótetta á tímabilinu 1600- 1620 samdar með þessum hætti. Tónleikar Kammerhljómsveit- arinnar hefjast eins og áður sagði kl. 20.30 í kvöld í Akureyrar- kirkju. SS

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.