Dagur - 01.12.1989, Page 13
OSSO ?■ '4<£aH^«cfc‘9>£*H f — t1 f’
-í
Hvað er að gerast
Pflukastssalur opnaður á Akureyri
Á morgun laugardag kl. 17.00,
verður formlega opnaður pflu-
kastssalur í húsi Knattborðsstof-
unnar Gilið í Kaupvangsstræti
á Akureyri. Pflukast á vaxandi
vinsældum að fagna á Islandi
en þessi íþrótt er fyrir alla
aldurshópa.
Til að byrja með, verða sett
upp 5 spjöld og fyrst um sinn
verður sérstakt kynningarverð í
gangi fyrir almenning. Við hvert
spjald geta spilað 2-6 í einu og
munu aðstandendur salarins
Aðstandendur pílukastssalarins,
bræðurnir Birgir og Ólafur Torfa-
synir. Mynd: KL
□ HULD 59891247 VI 2.
Kristniboðsfélag kvenna heldur
fund í Zíon laugard. 2. des. kl.
15.00.
Ath. gengið inn um suður dyr.
Allar konur hjartanlega velkomnar.
Grundarkirkja:
Sunnudaginn 3. des. sunnudaga-
skóli Akureyrarkirkju kemur í
heimsókn kl. 11.00.
Kaupvangskirkja:
Sunnudaginn 3. des. messa kl.
13.30.
Aðalsafnaðarfundur.
Kaupvangssóknar að lokinni messu.
Sóknarprestur.
Möðruvallaprestakall.
Aðventukvöld í Möðruvalla-
klausturskirkju sunnudagskvöldið
3. des. kl. 21.00.
Ræðumaður verður Jóhannes Sig-
valdason.
Kórsöngur, helgileikur og almennur
söngur.
Sóknarprestur.
Glerárkirkja.
Barnasamkoma sunnudaginn 3. des.
kl. 11.00.
Aðventukvöld sunnudaginn 3. des.
kl. 20.30.
Fjölbreytt dagskrá. Ræðumaður
Margrét Jónsdóttir forstöðumaður
Löngumýrarskóla.
Sr. Bolli Gústavsson flytur eigin
ljóð.
Hljóðfæraleikur - Blandaður kór,
karlakór, tvísöngur og einsöngur.
Ljósin á kertunum kveikt.
Hefjum aðventuna í húsi Guðs.
Pétur Þórarinsson.
Akureyrarprestakall:
Sunnudagaskólinn fer fram að
Grund. Mæting við Akureyrar-
kirkju kl. 10.30. Öll sunnudaga-
skólabörn og foreldrar velkomin.
Messað verður í Akureyrarkirkju
n.k. sunnudag kl. 14.00. Flautusveit
leikur undir stjórn Lilju Hallgríms-
dóttur.
Sálmar: 59 - 60 - 41 - 57 - 531.
B.S.
Kvenfélag Akureyrarkirkju verður
með súkkulaði og heitar kleinur í
kapellunni eftir messu.
Byrjum jólaundirbúninginn með
kirkjugöngu.
Aðventukvöld verður í kirkjunni kl.
20.30. Ræðumaður verður Ólafur
H. Oddsson héraðslæknir. Mikill
söngur og hljóðfæraleikur.
Helgistund og hin vinsæla ljósa-
hátíð.
Sóknarprestarnir.
Fatnaður.
Föt fást gefins föstudaginn 1. des.
kl. 13.00-17.00.
Komið og sjáið.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn,
Hvannavöllum 10.
Minningarkort Akureyrarkirkju fást
í Bókvali og Blómabúðinni Akri í
Kaupangi.
KFUM og KFUK,
4 Sunnuhlíð.
Sunnudaginn 3. des.,
almenn samkoma kl.
17.00.
Ræðumaður Bjarni Guðleifsson.
Tekið á móti gjöfum í hússjóð.
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn,
Hvannavöllum 10.
IFöstudaginn kl. 17.30,
opið hús.
Kl. 20.00, æskulýður.
Sunnudaginn kl. 11.00, helgunar-
samkoma.
Kl. 13.30, sunnudagaskóli.
Kl. 19.30, bæn.
Kl. 20.00, almenn samkoma.
Mánudaginn kl. 16.00, heimilissam-
bandið.
Þriðjud. kl. 17.30, yngriliðsmanna-
fundur.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
HVÍTA5Ut1t1UKIfíKJAt1 ^hahdshlío
Föstud. 1. des. kl. 20.30, bænasam-
koma kvenna og kl. 22.00, almenn
bænasamkoma:
Laugard. 2. des. kl. 20.30, safnaðar-
samkoma (brauðsbrotning).
Sunnud. 3. des. kl. 11.00, sunnu-
dagaskóli og sama dag kl. 16.00,
vakningasamkoma.
Mikill og fjölbreyttur söngur.
Fórn tekin til kirkjubyggingarinnar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
leiðbeina byrjendum. Pílurnar er
einnig hægt að fá á staðnum.
Fljótlega á nýja árinu er síðan
stefnt að því að halda fyrsta mót-
ið í pílukasti hér norðanlands.
Hlífarkonur á Akureyri:
Selja jólakort
til styrktar
Bamadeild FSA
- halda basar á morgun
Kvenfélagið Hlíf og Minningar-
sjóður Hlífar hafa gefið út jóla-
kort og rennur allur ágóði af sölu
kortanna til barnadeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Kortin prýða myndir af lista-
verkum eftir Eggert Pétursson
myndlistarmann, einnig er mynd
af skírnarfonti, skorinn af bræðr-
unum Kristjáni og Hannesi Vig-
fússonum frá Litla-Árskógi og
mynd af altaristöflu úr íslenskum
steini, sem gerð er af Ágústi
Jónssyni.
Kortin fást í Bókabúðinni
Eddu og Bókabúð Jónasar og
þau verða einnig til sölu á basar
Hlífarkvenna í Verslunarmið-
stöðinni Sunnuhlíð á morgun
laugardag kl. 14. Par verða til
sölu m.a. kökur, jólakort og fl.
Bændur - Bændur
Boðað er til fundar allra mjólkurframleiðenda á
samlagssvæði KEA mánudaginn 4. des. kl.
21.00 að Hótel KEA Akureyri.
Fundarefni:
Samskipti afurðastöðva og bænda.
Frummælendur:
Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri og Haukur Hall-
dórsson, formaður Stéttarsambands bænda.
Stjórn félags eyfirskra nautgripabænda.
Ný verslun
opnar í dag, föstud. 1. desember að
Hólabraut 11 kl. 10.00 (í gömlu
Fatahreinsuninni)
og mun versla með föt, jólaskraut og margt
fleira allt á alveg ótrúlegu verði. T.d. buxur á kr.
1490,- og ýmislegt frá kr, 100,- uppí 500,- kr.
Marksf. Holabraut 11-Sími 26171
Hólabraut 11 -Sími 26171.
Föstudagur 1. desember 1989 - DAGUR - 13
AKUREYRARB/tR
Ritari
Laus er til umsóknar Vi staða ritara við Síðu-
skóla frá 1. janúar 1990.
Laun samkvæmt kjarasamningi STAK og Akur-
eyrarbæjar.
Upplýsingar um starfið gefa starfsmannastjóri í
síma 21000 og skólastjóri í síma 22588.
Umsóknarfrestur er til 8. desember.
Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild.
í þróttaken nar i
Vegna forfalla vantar íþróttakennara í heila
stöðu við Síðuskóla frá áramótum.
Um er að ræða 34 stunda kennslu í íþróttum og
sundi.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Jón Baldvin
Hannesson í síma 22588.
Bæjarstjórinn á Akureyri.
Illl framsóknarmenn llll
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
verður haldinn mánudaginn 4. desember að Hafnarstræti
90 kl. 20.30.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar. Þeir, sem sitja
í nefndum hjá Akureyrarbæ fyrir Framsóknarflokkinn, eru
eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn.
Eiginkona mín og móðir okkar,
MARZELÍNA KJARTANSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 30.
nóvember.
Helgi H. Haraldsson og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
AÐALHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
frá Arnarnesi.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur S. Árnason, Guðmundur S. Guðmundsson,
Gunnhildur S. Guðmundsdóttir, Stefán Pórisson,
Sesselija B. Guðmundsdóttir, Jón H. Pálsson,
Unnur Guðmundsdóttir, Birgir H. Þórhallsson,
Svava F. Guðmundsdóttir, Júltus H. Kristjánsson,
Heiðbrá Guðmundsdóttir, Sigurður M. Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.