Dagur - 01.12.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1989
Hcstmvmr
tiCpfyjcfa
★ Rdðskáímar
★ Reiðbuxur
★ Hnakkar
★ Stakkar
★ Reiðstígvél
Gott úrvoí ★
Byggingavönir
Lónsbakka
Sfmi 96-21400
Sýnum Subaru Legacy
1,8 GL árg. 1990
í sýningarsal okkar
að Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri 5,
er sýningarbíll á staðnum.
Einnig sýnum við:
Nissan Sunny, Nissan Pathfinder
og Nissan Patrol
Sölxistjóri Ingvars Helgasonar
verður á staðnnm á laugardag.
Sýningin er opin milli kl. 2 og 5
laugardag og sunnudag.
Bifreiðaverkstæði
Sigurðar Valdimarssonar
Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri.
v_________________________________________/
Endurskinsmerki fZggif
umferðinni.
Dökkklæddur vegfarandi sést
ekki fyrr en í 20 — 30 m. fjarlægö en meö endurskinsmerki sést
frá lágljósum bifreiðar, hann í 120 —130 m. fjarlægð.
Minning:
scar Larsen
fyrrum ræðismaður íslands í Álasundi
Hinn 1. desember verður til
moldar borinn í Álasundi í Nor-
egi Oscar Larsen, framkvæmda-
stjóri og fyrrum ræðismaður
íslands. Hann andaðist 23.
nóvember eftir stutta sjúkdóms-
legu, áttatíu ára að aldri.
Þegar Oscar Larsen baðst
lausnar frá ræðisstarfinu 1986,
hafði hann verið ræðismaður
íslands í Álasundi síðan 1949,
eða lengur en nokkur annar af
kjörræðismönnum íslands í Nor-
egi. Ungur að árum tók hann við
stjórn fiskútflutningsfyrirtækis
þess, sem faðir hans hafði rekið,
og stýrði því áfram af dugnaði,
festu og forsjálni.
Oscar Larsen var mikill átt-
hagavinur og tók virkan þátt í
málefnum bæjarfélagsins. Eink-
um var honum annt um að varð-
veita hinn sérstæða svip og sögu-
legar menjar Álasunds. Hann var
fjársjóður af fróðleik um byggð-
arlagið og íbúa þess, og kunni
ógrynni af sögum og skrýtlum.
Frásagnargáfa hans var orðlögð,
og eru margar af sögum hans
varðveittar á segulbandi í
byggðasafni bæjarins. Hann var
gleðimaður mikill, hafði yndi af
tónlist, einkum kórsöng, og var
söngmaður góður og söng bassa í
karlakór staðarins, Heibergs
Mandskor. Hann var á æfingu
með kórnum tveimur vikum áður
en hann dó, og Iék þá við hvern
sinn fingur.
Eins og að Iíkum lætur var
Oscar Larsen mikill íslandsvinur
og gerði sér annt um sambandið
við ísland, og þá sér í lagi vina-
bæinn Akureyri. Hann átti og
drjúgan þátt í því að koma upp
talsverðu safni af íslenskum bók-
um í bókasafni Álasunds.
Oscar Larsen var gjörvilegur
ásýndum og var glæsileik þeirra
hjóna beggja viðbrugðið. Voru
þau höfðingjar heim að sækja, og
margir eru þeir íslendingar sem
notið hafa gestrisni þeirra og
hjálpfýsi.
Oscar Larsen var sæmdur stór-
riddarakrossi Hinnar íslensku
fálkaorðu, í viðurkenningarskyni
fyrir margvísleg og ósérplægin
störf í þágu íslands.
Ég kynntist Oscari Larsen fyrir
fjörutíu árum er ég starfaði í
sendiráði íslands í Osló. Frá
þeim tíma geymi ég minningar
um drengskap, heiðarleika, hlýja
vináttu og traust samstarf. Fyrir
það samstarf þakka ég nú með
þessum línum.
Frú Hildu, ekkju hans, dætrum
þeirra hjóna og barnabörnum
vottum við hjónin fyllstu samúð.
Osló, 28. nóvember 1989,
Haraldur Kröyer.
Norðurland eystra:
Stofimn samtaka um
sorg og sorgarviðbrögð
- stofnfundur í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
á þriðjudagskvöld
Nú um nokkurt skeið hefur verið
stefnt að því að koma á fót sam-
tökum sem hafa það markmið að
styðja við bakið á þeim sem
ýmissa hluta vegna eiga við sorg
að glíma. Slík samtök hafa starf-
að í tvö ár á suðvesturhorninu,
og gert mjög góða hluti.
Pað dylst engum sem fylgist
með mannlífinu og umgengst
annað fólk að þörfin fyrir slík
samtök er mikil.
Ástvinamissir, hvernig sem
hann ber að, er alltaf sár og þeir
einstaklingar sem misst hafa eiga
oft á tíðum erfitt með að finna sig
og fóta í samfélaginu á ný. Einnig
eiga margir einstaklingar um sárt
að binda eftir hjónaskilnaði, eða
ólán innan fjölskyldunnar sem
særir og meiðir.
Brekka-Glerárhverfi
Innbær-Brekka
Ekið frá Þórunnarstræti á klst. fresti
Tímatafla:
Taflan sýnir mínútur yfir heilan tíma
Þórunnarstræti 0,10
Skógarlundur 0,14
Ráðhústorg (tímajöfn.) 0,20
Höfðahlíð 0,25
Teigarsíða 0,28
Miðsíða (tímajöfn.) 0,32
Ráðhústorg (tímjöfn.) 0,40
Aðalstræti 0,45
Kaupvangsstræti 0,48
Hamarstígur 0,52
Skógarlundur 0,56
Þórunnarstræti 0,00
Hér í Norðurlandskjördæmi
eystra hefur verið ákveðið að
stofna Samtök um sorg og sorgar-
viðbrögð nk. þriðjudagskvöld kl.
20.30 í Safnaðarheimili Akureyr-
arkirkju.
Undirbúningsfundur var hald-
inn fimmtudaginn 23. nóvember
sl. og síðan hefur nefnd starfað
og lagt grunn fyrir þennan
stofnfund.
Það hefur verið nokkuð út-
breiddur misskilningur að þessi
samtök séu einungis fyrir þá sem
hafa nýverið orðið fyrir ástvina-
missi og það mjög skyndilega.
Slíkt er af og frá. Samtökin eru
öllum opin, sem eiga við sorg að
stríða eða vilja á einn eða annan
hátt leggja sitt af mörkum til
stuðnings þessum málum.
Brekka-Oddeyri-Glerárhverfi
Oddeyri-Brekka
Ekið frá Þórunnarstræti á klst. fresti
Tímatafla:
Taflan sýnir mínútur yfir heilan tíma
Þórunnarstræti 0,40
Skógarlundur 0,44
Ráðhústorg (timajöfn.) 0,50
Grenivellir 0,54
Hörgárbraut 0,57
Miðsíða (tímajöfn.) 0,01
Teigarsíða 0,04
Höfðahlíð 0,08
Grenivellir 0,15
Ráðhústorg (tímajöfn.) 0,18
Hamarstígur 0,24
Skógarlundur 0,26
Þórunnarstræti 0,30
Markmiðið er í raun að styðja
syrgjendur og þá sem vinna að
velferð þeirra. Þess vegna er allt
áhugafólk um þessi mál á
Norðurlandi eystra hvatt til að
sækja þennan fund nk. þriðju-
dagskvöld 5. desember, eða láta í
sér heyra til undirbúningsnefnd-
arinnar, sem einnig gefur allar
nánari upplýsingar. í nefndinni
eru: Éirgir Snæbjörnsson s.
23210, Valgerður Valgarðsdóttir
s. 22839, Ásgeir Bragason s.
22829, Sigmundur Sigfússon s.
24078, Kristín Harðardóttir s.
21989, Ólöf Ananíasdóttir s.
27117, Ragnheiður Erla Bjarna-
dóttir s. 51172, og Pétur Þórar-
insson s. 27676.
Leiðrétting
í frétt á forsíðu Dags sl. miðviku-
dag um vanda loðdýrabænda
slæddist inn sú meinlega villa að
búið væri að samþykkja á Alþingi
frumvarp um skuldbreytingu lána
loðdýrabænda. Hið rétta er að
búið er að leggja frumvarpið
fram í þinginu en það er enn
óafgreitt.
í desember verður ekið á laugardögum frá enda
stöð við Þórunnarstræti á 30 mín. fresti.
2. desember frá kl. 9.10 til kl. 14.40.
9. desember frá kl. 9.10 til kl. 18.40.
16. desember frá kl. 9.10 til kl. 22.40.
23. desember frá kl. 9.10 til kl. 23.40.