Dagur - 01.12.1989, Side 16
M3W
Akureyri, föstudagur 1. desember 1989
Bautinn getur séÖ um
allt til veislunnar
Húsnæði, veitingar og starfsfólk.
Tökum á móti bókunum fyrir JAÐAR og Laxdalshús.
Hafið samband í síma 21818.
Þessa dagana er verið að vinna af krafti við Otur EA 162 hjá Slippstöðinni á Akureyri, en viðgerðum á að ljúka 20.
janúar. Búið er að skipta um brú eins og sést á myndinni, en Gunnar Arason, framleiðsiustjóri, segir að vistarverur
áhafnarinnar verði einnig innréttaðar frá grunni, skipt um rafkerfi í brú og íbúðum o.fl. Otur EA er 19 ára, hann
var lengdur á Akureyri fyrir þremur árum. Mynd: kl
Golfklúbbur Akureyrar:
Rætt um að bjóða erlendum
kylfingum aðild að klúbbnum
- stöndum á bremsunni og vonumst eftir auknum tekjum,
segir Gunnar Sólnes, formaður Golfklúbbs Akureyrar
„Ég held að staða okkar sé
ekki verri en margra annarra
íþróttafélaga. Við höfum verið
að velta skuldum á undan okk-
ur vegna mikilla framkvæmda
og fjármagnskostnaðurinn hef-
ur reynst þungur. Við erum
búnir að stíga á bremsuna og
gerum okkur góðar vonir um
auknar tekjur,“ segir Gunnar
Sólnes, formaður Golfklúbbs
Akureyrar
Að sögn Gunnars Sólnes eru
skuldir Golfklúbbs Akureyrar
um 25 milljónir króna. Hann seg-
ir þá tölu vissulega háa en bendir
á að fleiri golfklúbbar búi við erf-
iða fjárhagsstöðu vegna mikilla
framkvæmda. í því sambandi
nefnir Gunnar Golfklúbb Suður-
nesja.
„Við búumst við tekjum af
auglýsingum og þá munum við
halda mót sem koma til með að
gefa okkur vel í aðra hönd. Ég
nefni í því sambandi Arctic Open
Slysið á
Öxnadalsheiði:
Nafn hins látna
Flutningabílstjórinn sem
slasaðist á Öxnadalsheiði að
kvöldi þriðjadagskvölds lést
í fyrrakvöld á sjúkrahúsi í
Reykjavík. Hinn látni hét
Sveinn Stefánsson, 49 ára
gamall, til heimilis að Ægis-
byggð 6 í Ólafsfirði.
Sveinn hefur á undanförn-
um árum annast vöruflutninga
milli Reykjavíkur og Ólafs-
fjarðar.
Hann lætur eftir sig eigin-
konu og fjórar dætur á aldrin-
um fimm tii tuttugu og þriggja
ára. óþh
og Landsmótið í golfi sem verður
haldið á Jaðarsvelli næsta
sumar,“ segir Gunnar.
Tekjur af mótum sem þessum
segir formaður golfklúbbsins
umtalsverðar, bæði vegna móts-
gjalda og veitingasölu tengdri
mótunum. Þátttökugjaldið á
Arctic Open verður 100 pund á
kylfing.
Arctic Open golfmótið nýtur
vaxandi vinsælda að sögn Gunn-
ars og þátttakendur verða með
mesta móti sumarið 1990. Sem
dæmi nefnir hann að frá Kanada
komi að öllum líkindum um 100
manna hópur kylfinga. Kanada-
mennirnir áætla að leigja þotu til
Frónferðar og lenda hér á Akur-
eyri. „Ekki er ólíklegt að við
náum samningum við erlenda
aðila um aðild að Arctic Open.
Hugmyndin er að þeir fái nöfn
sín á mótið en í staðinn greiði
þeir verulegar fjárupphæðir,"
segir Gunnar. Þá segir hann það
einnig hafa verið rætt að bjóða
erlendum aðilum aðild að Golf-
klúbbi Akureyrar og þannig megi
Eins þreps 24,5% virðisauka-
skattur kemur í stað núgild-
andi söluskattskerfis um næstu
áramót samkvæmt samkomu-
lagi ríkisstjórnarflokkanna síð-
degis í gær. Forsætisráðherra
tilkynnti þetta í umræðum á
Alþingi í gærkvöld um van-
traust á ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar.
Virðisaukaskatturinn verður
endurgreiddur að hluta á algeng-
auka fastar tekjur klúbbsins.
„Það kann að skapa okkur
umtalsverðar tekjur að bjóða
erlendum kylfingum aðild að
klúbbnum. Þetta hefur verið rætt
innan stjórnar. Við vitum að
margir aðilar erlendis hafa sýnt
áhuga á aðild að klúbbnum.“
Bruni skála Golfklúbbs Akur-
eyrar í janúar 1988 hefur reynst
klúbbnum erfiður. Endurbygging
skálans tók sinn fjárhagslega toll
og segir Gunnar að sú fram-
kvæmd sé mikill baggi á
klúbbnum. „Vegna brunans
misstum við skálann úr rekstri
um tíma og misstum um leið af
umtalsverðum tekjum.“
Gunnar bendir á að í umræðu
um fjárhagsstöðu Golfklúbbs
Akureyrar megi menn ekki
gleyma því að eignir hans séu
umtalsverðar og langt umfram
skuldir. „Brunabótamat húseigna
á svæðinu er yfir 40 milljónir
króna og ég hygg að ef völlurinn
yrði metinn til fjár væri mat hans
á bilinu 50-100 milljónir króna,“
segir Gunnar Sólnes. óþh
ustu innlendu matvælunum, fiski,
dilkakjöti, mjólk og fersku græn-
meti.
Gert er ráð fyrir að þessar vör-
ur lækki um 7-8% en vörur lækki
almennt um sem næst 2%. Tekju-
skattur hækkar á móti um 2% og
þá er einnig miðað við hækkun á
persónuafslætti og helmingi
tekna ríkisins vegna hækkunar á
tekjuskatti verði varið til hækk-
unar barnabóta. óþh
Samkomulag stjórnarflokkanna í gær:
24,5% „vaskur“ um áramótin
- algengustu nauðsynjar lækka um 7-8%
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson:
Endurtekið útboð
vegna viðgerðarinnar?
Hafrannsóknaskipið Árni
Friðriksson bíður ennþá við-
gerðar, og er ekki vitað hvaða
innlend skipasmíðastöð mun fá
verkið.
Samkvæmt upplýsingum frá
Hafrannsóknastofnun var samin
álitsgerð hjá stofnuninni um
hvernig að málinu skuli staðið,
og var álitsgerð þessi send sjávar-
útvegsráðuneytinu til athugunar.
Ekki hefur neitt verið gefið upp
um innihald þess plaggs, og er
það trúnaðarmál að sögn starfs-
manna stofnunarinnar.
Undanfarið hafa þær raddir
heyrst að efnt verði til nýs útboðs
vegna viðgerðanna á Árna
Friðrikssyni, og reynt að fá fram
lægra tilboð með samkeppni milli
innlendra aðila. Þetta hefur þó
ekki fengist staðfest, en viðgerð-
inni verður að ljúka í apríl á
næsta ári. Til að ná því markmiði
verður að hefjast handa fljótlega,
því vinnan við skipið tekur fjóra
mánuði. EHB
Þrotabú Vinkils sf. á Akureyri:
Engin tilboð enn í eignir
- vitað af nokkrum á leiðinni
Engin formleg tilboð hafa bor-
ist í eignir þrotabús Vinkils sf.
á Akureyri, en að sögn
bústjóra, Ásgeirs Björnssonar,
hefur hann spurnir af því að
von sé á nokkrum tilboðum í
eignir þrotabúsins, húsnæði og
vélar.
Ásgeir kvað of snemmt að spá
um hvort tækist að selja allar
eignir þrotabúsins til eins aðila,
en hann vonaðist til að það yrði
niðurstaðan.
„Það kom fjöldi manns að
skoða eignir þrotabúsins þegar
þær voru auglýstar til sölu á
dögunum og margir þeirra tjáðu
mér að þeir myndu gera tilboð í
eignirnar. Það tekur hins vegar
tíma fyrir menn að reikna dæmið
til hlítar,“ segir Ásgeir. Hann
segir að bæði heimamenn og
utanaðkomandi aðilar hafi sýnt
eignum þrotabúsins áhuga. Eink-
um hafi aðili utan Akureyrar sýnt
áhuga á að kaupa vélarnar.
„Eg er nú á fullu í að setja mig
í samband við veðhafa því ég get
ekkert gert nema í fullu samráði
við þá,“ sagði Ásgeir. Stærstu
veðhafarnir eru Byggðastofnun,
Alþýðubankinn, Akureyrarbær
og lífeyrissjóðir. óþh
STOÐUGLEIKI
OGTRAUST
-----------•----------
Undirstaða
arðbærs sparnaðar
-----------•----------
Fjárfestingarfélag íslands h.f. var stofnað 1971
skv. lögum frá Alþingi.
-----------•----------
Hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslands h.f. eru yfir
400 talsins. Peirra stærstir eru: HF. EIMSKIPA-
FÉLAG ÍSLANDS, VERSLUNARBANKI
ÍSLANDS HF. og LÍFEYRISSJÓÐUR
VERSLUNARMANNA.
Ob
FJÁRFESTINGARFÉLAG
ÍSIANDS HF.
Ráðhústorgi 3, Akureyri, sími 25000