Dagur - 15.12.1989, Page 5
Föstudagur 15. desember 1989 — DAGUR — 5
Sigurður Ólafsson, Hróbjartur Sigurðsson og Hólmfríður Bjartmarsdóttir með nýju bókina eftirAtla ogHólm-
fríði. Mynd: IM
- segir Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi, sem
myndskreytti tvær þingeyskar bamabækur fyrir jólin
Kannski gleymum við ein-
hverju sem síst skyldi, enda
erum við ekki að gera neina
tæmandi úttekt á félagsstarfinu,
heldur að rökstyðja okkar mein-
ingu um að það sé blómlegt mið-
að við fólksfjölda.
„Það er mikið um að vera og
ég fer ekki minna út hér á
skemmtanir og annað en ég
gerði fyrir sunnan, “ segir Hólm-
fríður,
„Mér fannst gaman þegar ég
kom hér norður og fólk hafði
heimatilbúin skemmtiatriði á
þorrablótinu, það hefur að vísu
ekki verið svo á hverju einasta
þeirra. Mér finnst þetta mikið
skemmtilegra ef fólk fær heima-
menn til að skemmta, þetta
verður allt öðruvísi en þegar
fengnir eru skemmtikraftar að
sunnan. Við gerum þetta líka í
skólanuin, venjum börnin við
að útbúa öll skemmtiatriði sjálf. “
Nam myndvefnað,
en hefur síðan starfað
við annað
Það þarf engan að undra þó vel
hafi tekist til við myndskreyt-
ingu Maríuhænunnar og Kaup-
staðarferðar dýranna. Hólmfríð-
ur kann til verka þegar teikna
skal mynd. Hún stundaði nám í
myndvefnaði við Myndhsta- og
handiðaskóla íslands, og lauk
einnig prófi sem myndmennta-
kennari. Hún hefur svolítið unn-
ið við myndvefnað, en segist þó
yfirleitt hafa verið að gera
eitthvað annað.
Hólmfríður er fædd og uppalin
á Sandi, dóttir hjónanna Hólm-
fríðar Sigfúsdóttur, sem oft er
kennd við Kraunastaði eða Múla
en býr nú í Reykjavík, og Bjart-
mars Guðmundssonar frá Sandi,
sem var bóndi og þingmaður en
er nú látinn.
Hólmfríður hélt suður, stund-
aði nám sitt, giftist fyrri manni
sínum í Reykajvík, eignaðist tvö
börn og bjó með honum í Kaup-
mannahöfn meðan hann stund-
aði þar nám á árunum eftir '70.
Áður en Hólmfríður flutti aftur
heim að Sandi, með seinni manni
sínum, Sigurði Ólafssyni, húsa-
málara, bjó hún í nokkur ár á
Höfnum á Suðurnesjum.
- Gastu ekki sjálf nýtt þér
Kaupmannahafnardvölina til
framhaldsnáms?
„Það var lítið því ég var með
tvö ung börn. Ég fór heldur ekki
mikið á söfnin því ég var lítið að
hugsa um slíka hluti þá, börnin
áttu hug minn. “
Fengum ckki að búa
með neitt nerna tófur
- Hvað togaði þig heim í Aðal-
dalinn aftur, eftir að þú varst
búin að prófa að búa bæði í
Reykjavík og útlöndum?
„Siggi, er eitthvað sérstakt við
að búa hér frekar en annars
staðar?" Nú kallaði Hólmfríður á
eiginmanninn til aðstoðar við að
svara svona heimspekilegri
spurningu. Siggi sagðist hafa
platað hana til að flytja alveg, en
þau höfðu áður alltaf verið á
Sandi í sínum sumarfríum. Hólm-
fríður svaraði síðan spurning-
unni: „Mér finnst fallegt hérna
og kannski langaði okkur að
prófa búskap. Við fengum nátt-
úrlega ekki að búa með neitt
nema tófur, en í þá daga máttu
allir búa með tófur. Við höfum
búið með tófur síðan og erum
með 80 læður. Við vissum alltaf
að héðan gætum við unnið með
búinu, þannig að við höfum
aldrei gert ráð fyrir að fara á
hausinn þó ekki gengi að búa
með tófurnar. Sigurður hefur
m.a. keyrt fóðurbíl frá fóðurstöð
KÞ á Húsavík og ég kenni við
Hafralækjarskóla, þar sem Hró-
bjartur sonur okkar er við nám. “
- Byggðamál hafa verið mjög
í brennidepli síðustu mánuðina,
hvað finnst þér um þá umræðu?
Er landsbyggðin baggi á höfuð-
borginni, eða öfugt?
„Ég veit það ekki, það er dálít-
ið erfitt að átta sig á svona
dæmi. Ég og nágrannakona mín
sögðum einu sinni í gamni, að
það væri gaman að vita, ef gerð-
ur væri múr um Reykjavík og
hún gerð að borgríki, hvort hún
yrði þá afskaplega rík og lands-
byggðin afskaplega fátæk. Við
komum ekki auga á að það gæti
orðið, auður Reykjavíkur hlyti að
byggjast að einhverju leyti á
landsbyggðinni. Ef ég hugsa um
þetta svona; Reykjavík sér og
alla aðra landsbyggð sér, þá get
ég ómögulega hugsað mér að
Reykjavík geti grætt á því, og ég
hugsa að hún mundi tapa.“
Gjaldeyririnn
gleymist svo oft
„Einhvern tíma varð einhverjum
fjölmiðlamanni á að tala um
hvað sólin skini stutt á ísafirði.
Það væri makalaust að nokkur
skyldi búa þar og hvort ekki væri
rétt að flytja allt þetta aumingja
fólk til Reykjavíkur, þar kæmist
það fyrir við eina götu. Þá var
bent á að það skapaðist gjald-
eyrir á ísafirði. Þetta með gjald-
eyrinn gleymist svo oft. Ef allar
landbúnaðarvörur verða fluttar
til landsins verður hægt að fá
þær á lægra verði, en það þarf að
greiða gjaldeyri fyrir. Lands-
byggðin er í sveit og lands-
byggðin er í þéttbýli, þar sem
skapast okkar aðalútflutnings-
verðmæti sem eru fiskafurðirnar.
Það er alltaf verið að tala um
að hagræða einhverju og flytja
eitthvað. Ég er til dæmis á móti
því að flytja Mjólkursamlag KÞ
til Akureyrar, vegna þess að
Mjólkursamlagið á Húsavik
stendur sig vel, þótt þeir hafi
byggt of stórt fyrirtæki yfir
mjólkursamlagið á Akureyri. Þeir
um það vandamál. Nú, ef mjólk-
urframleiðsla í landinu er að
verða of lítil, má kannski auka
hana í Eyjafirði, sem er gott
hérað. Það væri fljótfærni að
rjúka til og loka á Húsavík. “
- Hvað hugsið þið ykkur í
framtíðinni, búa hér áfram og
una glöð við ykkar?
„Það er allavega ekkert annað
á döfinni. Við erum ekki búin að
farga tófunum, og hvort sem þær
eiga eftir að gefa eitthvað af sér
eða ekki þá höfum við vinnu."
- Nú langar þig sem lista-
mann auðvitað að fylgjast með
sýningum og fleiru sem boðið er
upp á fyrir sunnan. Finnst þér þú
þurfa mikið að sækja þangað?
„Ég hef bara ekki efni á því.
Ég fæ boðskort á hverja einustu
sýningu í höfuðborginni, en
vanalega daginn sem hún er
opnuð. Enn hef ég ekki farið suð-
ur til að sjá eina einustu, það er
of seinlegt að keyra og of dýrt að
fljúga. Ég sakna þess samt og í
raun vildi ég helst ekki þurfa að
gera neitt nema dútla við myndir
að gamni mínu. Þó ég hafi gam-
an af að kenna hefði ég helst vilj-
að vera heima og vinna myndir,
en það hef ég aldrei getað. Til
þess að svo geti orðið þarf mað-
ur annað hvort að hafa efni á að
vinna ekki, eða að geta selt
myndirnar. Það getur samt verið
að hægt sé að lifa ódýrara, en við
lifum nú frekar ódýrt miðað við
marga aðra."
Pá fer þetta allt
að vcrða eins
Mér finnst þó nokkuð mikils virði
að geta horft á Kinnarfjöllin. Það
er kannski þeirra vegna sem
maður endist til að vera hér, en
hérna er ekki síður fallegt á vet-
urna en sumrin.
Margir halda að við græðum
mikið ef við fáum hingað stærri
flugvöll. Það sem er heillandi við
sveitir eru ekki bara falleg fjöll.
Ég sagði eitt sinn að mér fyndist
sveitin falleg í snjó en þá sagði
kona sem kom hér, að sér þætti
snjórinn ljótur, það var ófært og
hún setti samasemmerki á milli
þess sem er ljótt og þess sem
veldur óþægindum. Það er ekki
síður friður og ró, fuglalíf og
ómengað umhverfi sem veldur
því að það er faUegt í sveit. Kinn-
arfjölhnn myndu ekkert breytast
þótt menn reistu verksmiðju og
reykháfarnir skyggðu á þau og
ég veit ekki hvað, en við mund-
um hætta að njóta þess að sjá
þau. Eitt af því sem gerði
umhverfið leiðinlegt á Suður-
nesjunum, þar sem við vorum,
var t.d. flugvöllurinn. Ég heyrði
ekki fuglasöng og þá missir
umhverfið svo mikið af sínum
„sjarma". Menn tala um að hálf
ánægjan við að vera við Laxá sé
að hlusta á fuglasönginn. Ef
menn heyra ekki annað en
umferðarnið og flugvélagný þá
fer auðvitað hálfur „sjarminn"
af. Margar rjúpnaskyttur segja
að hálf ánægjan við veiðarnar sé
útiveran í náttúrunni, en sú
ánægja fer ef enginn er friðurinn.
Annars er ég á móti rjúpna-
skytteríi, finnst rjúpan fallegur
fugl til að horfa á, en ekki tU að
skjóta. Sumarbústaðaeigendur
eru að sækjast eftir einhverju
öðru umhverfi og öðrum „sjarma“
en þeir hafa í borginni. Sveitin
fer að líkjast borginni með tU-
komu stórs flugvallar og þá fer
þetta aUt að verða eins, shkt hef-
ur gerst í svo mörgum löndum,
og þar finnur þú ekki óspiUt
umhverfi neins staðar.“ IM
Hólmfríður segir að það hafi verið dálitið kyndug tilhugsun að teikna
dýr i fötum en útkoman er skemmtileg.