Dagur - 29.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
251. tölublað
Flugsamgöngur í gær:
Örtröð í loftinu
Akureyri, föstudagur 29. desember 1989
- 330 manns tvístígandi á Akureyri
Gífurleg flugumferð var yfir
landinu í gær enda um 1000
manns sem biðu eftir að kom-
ast með flugvél á áfangastað. I
gærmorgun biðu t.a.m. 330
manns á Akureyri eftir flugi til
Reykjavíkur með Flugleiðum
en síðdegis höfðu fjórar Fokk-
er vélar flutt stóran skerf af
fólkinu suður. Með kvöldinu
var síðan meiningin að fara
þrjár ferðir til viðbótar og skila
öllum á áfangastað fyrir mið-
nætti.
Norðurland:
Ágætis
„skot-veður“
á gamlársdag
Unnendur áramótabrenna og
flugelda geta glaðst því spáð er
ágætis skot-veðri á Norður-
landi yfir áramótin.
Á laugardag og gamlársdag
verða suðlægar áttir ríkjandi á
þessu svæði, en þær verða ekki
sterkar. í háloftum verður skýjað
en úrkomulaust. Hitinn verður á
bilinu 0-5 stig. Sem sagt ágætis
veður til útiveru og lofa veður-
fræðingar að skýin muni ekki
skyggja á flugelda sem skotið
verður upp.
Á nýjársdag verður áfram milt
veður en heldur hægari vindur.
Gott veður sem heilsar Norð-
lendingum á nýju ári. VG
Á Akureyrarflugvelli fengust
þær upplýsingar í gær að flug
Flugleiða hefði gengið þokkalega
fyrir sig. Allt landið opnaðist í
einu og var þá mikill hartdagang-
ur í öskjunni. Þótt margir hafi
beðið á Ákureyri þá lögðu Flug-
leiðir áherslu á að fljúga á staði
sem ekki hafa upplýstar flug-
brautir meðan enn var bjart,
þannig kom aðeins ein vél til
Akureyrar fyrir hádegi.
Ein Fokker vél laskaðist lítil-
lega á ísafjarðarflugvelli er hún
rakst niður en óhappið tafði ekki
flug milli Akureyrar og Reykja-
víkur.
Flugfélag Norðurlands gat
flogið á alla áætlunarstaði í gær
nema hvað vél þurfti að snúa við
á leiðinni til ísafjarðar en þar var
farið að snjóa og brautin lokað-
Sandurinn bjargar mörgum á svellinu.
Mynd: KL
Afgreiðsla stjórnar Fiskveiðasjóðs á erindi Meleyrar:
„Mun leggja til að stjómin
geri grein l'yrir afgreiðslunni
- segir Kristján Ragnarsson, stjórnarmaður í Fiskveiðasjóði
„Mér finnst það ekki vera mitt
heldur sjóðsstjórnarinnar í
heild að svara fyrir þessa
afgrciðslu. Því mun ég leggja
það til á næsta fundi stjórnar
Fiskveiðasjóðs, fljótt á nýju
ári, að hún sendi frá sér eitt-
hvað um þetta mál,“ sagði
Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
Áhugi heimamanna í Öxarfirði á leigu á Árlaxi:
„Leiga gæti verið góður kostur“
- segir Örlygur Hnefill Jónsson, bústjóri
Samkvæmt heimildum Dags
hafa heimamenn í Öxarfirði
áhuga á að taka á leigu eignir
fískeldisstöðvarinnar Arlax en
sem kunnugt er rann tilboðs-
frestur í eignir þrotabúsins út
fyrir jólin án þess að nokkur
sýndi kaupum á eignunum
áhuga. Örlygur HnefiII
Jónsson, bústjóri, staðfesti í
samtali við blaðið að umræður
hafi verið í gangi um þetta mál
meðal heimamanna en hins
vegar hafa viðræður við þrota-
búið ekki farið fram.
„Leiga gæti verið góður kostur
Bylur á Öxnadalsheiði:
Hjálparsveit skáta
köUuð á vettvang
Skafrenningur og hið versta
veður var á Öxnadalsheiði í
fyrrinótt og lentu ökumenn í
nokkrum erfíðleikum af þeim
sökum. Lögreglan á Akureyri
fékk upphringingar frá áhyggju-
fullu fólki sem vissi af vinum
og vandamönnum á heiðinni
og einnig var haft samband við
lögregluna á Sauðárkróki.
Varðstjóri hjá lögreglunni á
Akureyri sagði að eftir að til-
kynnt var um fólk sem ekki hefði
skilað sér af Öxnadalsheiði hefði
lögreglan tekið þá ákvörðun að
kalla Hjálparsveit skáta á Akur-
ey/i út til aðstoðar.
Hjálparsveitin fór á fjallabíl í
bylinn á Öxnadalsheiði og kom
þá í ljós að þar var engin veruleg
hætta á ferðinni. f>ó þurftu hjálp-
arsveitarmenn að aðstoða nokkra
ökumenn við að losa bíla en allir
voru komnir til byggða í gær-
morgun heilir á húfi. SS
ef hægt yrði að selja fiskinn í
stöðinni og leigja aðstöðuna. Án
nokkurrar sölu eigna búsins yrði
leigan strax verri kostur. En
maður hafnar engu og auðvitað
má spila á ýmsan hátt úr hug-
myndum,“ segir Örlygur Hnefill.
Óhætt er að segja að enn sé allt
í óvissu með áframhaldandi
rekstur stöðvarinnar. Sala á hluta
seiða úr stöðinni til fiskeldis-
stöðvarinnar ÍSNÓ er gengin til
baka, m.a. vegna kuldanna sem
voru fyrir jólin. Örlygur Hnefill
sagði enn óljóst hvort í framhaldi
af þessu verði um að ræða flutn-
ing á seiðum úr seiðaeldisstöð-
inni í Ártúni til Kópaskers, þar
sem eru eldisker í eigu stöðvar-
innar.
Samvinnubankinn fjármagnar
reksturinn enn og óljóst hve lengi
reksturinn verður á hans herð-
um. Við gjaldþrot fyrirtækisins
runnu sjálfkrafa út ráðningar-
samningar við starfsmenn og þrír
þeirra hætta störfum í stöðinni nú
um áramót. Bústjóri hefur rætt
við starfsmennina um að áfram
verði rúmlega þrjú störf í stöð-
inni. JÓH
íslenskra útvegsmanna og einn
stjórnarmanna í Fiskveiðasjóði
Islands, um afgreiðslu sjóðsins
á erindi Meleyrar á Hvamms-
tanga stuttu fyrir jól.
Eins og mönnum er í fersku
minni hafnaði Fiskveiðasjóður
íslands erindi Meleyrar þar sem
óskað var eftir láni til kaupa á
raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar
á Akureyri. Framkvæmdastjóri
Meleyrar lýsti þeirri skoðun sinni
í viðtali við blaðið fyrir jól að hjá
stjórninni lægi önnur sjónarmið
að baki þessari ákvörðun en þau
að tekjuáætlun fyrirtækisins hefði
ekki verið raunhæf. Þessi af-
greiðsla hefur einnig kallað á
hörð viðbrögð forsvarsmanna
Slippstöðvarinnar á Akureyri.
Annar forstjóra Fiskveiðasjóðs
íslands neitaði blaðinu um upp-
lýsingar um afgreiðslu erindis
Meleyrar þegar málið hafði verið
afgreitt í stjórninni en Kristján
segir að menn eigi ekki að liggja
undir áburði í fjölmiðlum um að
afgreiðslan sé með einhverjum
hætti óeðlileg.
„Ef stjórnin ætlar ekki að gera
grein fyrir þessu þá ætla ég ekki
að liggja undir þessum ásökun-
um,“ sagði Kristján. JÓH
Nú árið er liðið:
Aðeins tvær bremnir í
höfiiðstað Norðurlands
Samkvæmt úttekt sem Dagur
gerði í gær á brennumálum
verður kveikt í gamlársbrenn-
um í flestum þéttbýlisstöðum á
Norðurlandi. Þó verður að lík-
indum ekki brenna á Húsavík,
og vísast til annarrar fréttar í
blaðinu í dag um það mál, og
þá eru ekki spurnir af brennu á
Siglufírði. Ekki tókst í gær að
afla upplýsinga um gamlárs-
brennu á Raufarhöfn.
Athyglisvert er að einungis
tvær gamlársbrennur verða á
Akureyri og hefði það þótt tíð-
indum sæta fyrir nokkrum árum
síðan. Önnur brennan verður
vestan Hlíðarbrautar (á sama
stað og í fyrra) en hin brennan
verður sunnan og vestan við
Reynilund. í báðum þessum
brennum verður kveikt kl. 20.
Ætlunin er að hópur unglinga
safnist við Lundarskóla og haldi
þaðan á kyndlum að síðarnefndu
brennunni og kveiki í henni með
viðhöfn kl. 20.
Á það skal bent að þröngt er
um bílastæði í nágrenni Lundar-
hverfis-brennunnar og fólki því
ráðlagt á að leggja bílum í hæfi-
legri fjarlægð frá brennustað og
ganga síðasta spölinn. Brennum
á Norðurlandi eru gerð skil á
blaðsíðu 2 í Degi í dag. óþh