Dagur - 29.12.1989, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 29. desember 1989
kvikmyndarýni
i___________
' Umsjón: Jón
Hjaltason
Dulbúið sviðsleikrit?
Borgarbíó sýnir: Gestaboð Babettu
(Babettes Gæstebud).
Lcikstjóri: Gabriel Axcl.
Helstu leikendur: Stéphane Audran,
Birgitte Federspiel og Bodil Kjer.
Óskarsverðlaunamynd 1988.
Byggð á samnefndri sögu Karenar
Blixen.
Gestaboð Babettu er einföld
mynd, sögð á einfaldan hátt og
látlausan. Tvær systur, dætur
prests nokkurs í smáþorpi á Jót-
landi, helga feðrum sínuin tveim-
ur, holdlegum og andlegum, líf
sitt. Báðar eiga þær völina en án
nokkurs sjáanlegs hugarangurs
eða sálarstríðs snúa þær bakinu
við stundlegri ánægju í faðmi
karlmanns; þessa heims gæði,
frægð og hjónasæng, eru í augum
systranna ekki annað en hjóm.
Pær gegna köllun sinni, fórna sér
fyrir feður sína, og þá ekkert síð-
ur þann af holdi og blóði en hinn
sem á sér hvorki upphaf né endi.
Sannast sagna þá eru persónur
systranna álíka óraunverulegar
og óáþreifanlegar og sá guð sem
við tilbiðjum aldrei ákafar en ein-
mitt um jól. Þær minna á dúkku-
lísur ungra stúlkna, flatneskju-
legar, alltaf góðar; hafandi ekki
annan vilja en þann sem eigendur
þeirra gefa þeim. Petta sama má
raunar segja um aðrar persónur
Gestaboðs Babettu. Fyrir vikið
hættir manni til að ljá allri mynd-
inni táknræna merkingu; fátæk-
leg sviðsmyndin undirstrikar ein-
semd samfélagsins, systurnar eru
hið góða í manninum, söngvar-
inn og hermaðurinn hið leitandi,
söfnuðurinn hið þröngsýna, sjálf-
umglaða í manninum sem hreyk-
ir sér hátt í krafti fáfræði sinnar.
Babette er listrænan sjálf sem ein
megnar að sameina holdið og and-
ann, guðsandann og hrópandann
í eyðimörkinni.
En - öll túlkun er að einhverju
leyti endursögn á sögunni um
nýju fötin keisarans; spurning um
sjáandann, trú hans og sannfær-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULlNA 991002
Að svo miklu leyti sem bíófarar og leikhúsfarar eru ekki sama fólkið mætti
segja mér að þeir síðarncfndu hefðu ekki minna gaman af Gestaboði
Babettu.
lingu, fordóma og tilgerð. Gesta-
boð Babettu býður heim miklum
bollaleggingum, sem ekki er
endilega gæðastimpill á kvik-
myndinni. Það er sönnu nær að
hún hefði sómt sér miklu betur
sem um það bil klukkustundar
langt sjónvarps- eða sviðsleikrit.
Kvikmyndin er langdregin, ein-
stök atriði eru teygð óhóflega og
efast má um innsæi Karenar Blix-
en á karlmannslundina þegar hún
gerir það að metnaðarmáli fyrir
hermanninn að snúa sem „mikill
maður“ til baka aftur í þorpið.
Gestaboð Babettu ber um margt
svip af leikriti og mætti vel
ímynda sér að þeir sem hefðu
ánægju af að fara í leikhús yrðu
ekki sviknir af þessari svokölluðu
kvikmynd Axels leikstjóra.
Hvað er að gerast
Húsavík:
Áramótaball
á nýársnótt
Á Húsavík verður haldinn ára-
mótadansleikur í Víkurnausti,
Félagsheimilinu. Hótel Húsavík
stendur fyrir dansleiknum sem
hefst kl. 00:15 á nýársnótt og lýk-
ur kl. 04:00. Aldurstakmark er 18
ár, en á sama tíma verður haldið
diskótek fyrir unglinga í Víkur-
bæ, Félagsheimilinu.
Hljómsvéitin Gloría leikur fyr-
ir dansi á áramótaballinu. Hún er
skipuð piltum frá Húsavík og
hefur notið mikilla vinsælda hér
um slóðir á síðustu mánuðum.
IM
Grenivík:
Steingrímiir spilar
á nýársdansleiknum
Áramótadansleikur verður á
Grenivík á nýársnótt og hefst
knallið þegar 15 mínútur verða
liðnar af nýju ári. Dansað verður
stanslaust til kl. 04.
Um spilerí sér hljómsveit
Steingríms Stefánssonar á Akur-
eyri.
Það er Lionsklúbburinn á
Grenivík sem hefur veg og vanda
af dansleiknum.
Sutnir ||
Wb1 <P UtíltXiÉUVlH1JJJ U
aörir taka enga áhættu!
Eftireinn
-ei aki neinn