Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 24. maí 1990 Alafoss færir Háskólanum á Akureyri peningagjöf Ólafur Ólafsson, forstjóri Álafoss hf., færði Háskólanum á Akureyri 150 þúsund krónur að gjöf í gær. Haraldur Bessason, rektor, veitti gjöfinni viðtöku. Tilefni þessarar gjafar er að á næstunni verður ráðist í endurskipulagningu fataverksmiðju Álafoss á Akureyri og fyrirtækið býður nemendum á iðnrekstrarbraut við skólann að vinna að henni með starfs- mönnum Álafoss. Peningagjöfin er hugsuð til að dekka kostnað sem Háskólinn kynni að taka á sig vegna þátttöku í þessu verkefni. Á myndinni hér að ofan eru Stefán Jónsson, forstöðumaður rekstrar- tæknideildar, Ólafur Ólafsson, forstjóri Álafoss hf., og Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akur- eyri. Óþh Mynd: KL Verkmenntaskólinn á Akureyri: Tillaga um lántöku vegna 5. áfanga ..... OALVIK Dalvík: Bæjarmála- punktai’ ■ Bæjarráð hefur samþykkt að taka þátt í kaupum á nýjum kappróðrabátum í samstarfi við björgunarsveit S.V.F.Í. og fyrirtæki í bænurn. ■ Menningarsjóöur Svar.f- dæla hefur ákveðið að veita Dalvíkurbæ og Svarfaðardals- hreppi 300 þúsund krónur til útgáfu kynningarrits. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita Fjölrita sf. 800 þús- und króna styrk til útgáfu kynningarbæklings um Dalvík og nágrenni. ■ Bæjarráð hefur fallist á beiðni hestamannafélagsins Hrings um leyfi til búfjárhalds í loðdýraskála að Ytra-Holti. Þá samþykkti bæjarráð að fella niður fasteignagjöld af hluta hestamanna og Hrings í skálanum fyrir árið 1990. í bókun bæjarráð um þetta mál segir orðrétt: „Ákvörðun um innheimtu fasteignagjalda er tekin árlega en jafnframt lýsir bæjarráð því yfir að óbreytt- um lögum um fasteignagjöld telur bæjarráð eðlilegt að fella niður gjöld af félagseign í skálanum enda nýtist húsnæð- ið í þágu þess.“ ■ Bæjarráð samþykkti á fundi sínum nýverið að Krist- ján Þór Júh'usson, bæjarstjóri, verði fulltrúi Dalvíkurbæjar í stjórn Söltunarfélags Dalvíkur og Jón Gunnarsson, bæjarfull- trúi, til vara. ■ í bókun bæjarráð vegna erindis Viðars Valdimarssonar um akstur leigubifreiðar á Dalvík er vitnað til upplýsinga samgönguráðuneytis um að málið falli ekki undir bæjar- stjórn þar sem engin leigubíla- stöð sé starfrækt á Dalvík. ■ Félagsmálaráð hefur sam- þykkt að dreifa plaggi í öll hús á Dalvík dagana 22. og 23. maí „til að vekja kjósendur til umhugsunar" áður en þeir kjósa um opnun áfengisútsölu á staðnum 26. maí nk. ■ Veitunefnd hefur sam- þykkt að taka tilboði Tréverks hf., 1.183.975 kr., í byggingu iokahúss við vatnstanka. ■ Byggingarnefnd samþykkti erindi Jóhannesar Árskóg um leyfi til stækkunar verkstæðis- húss að Sandskeiði 8. ■ Byggingarnefnd hefur sam- þykkt til eins árs erindi Pórs Ingvasonar um starfrækslu vélaverkstæðis í húsi sínu að Sandskeiði 21. Samþykki byggingarnefndar er háð eftir- farandi fyrirvörum: Nefndin bendir á að húsið hafi ekki stöðuleyfi, allar endurbætur á húsinu verði bænum að kostn- aðarlausu þegar þarf að fjar- lægja húsið, ennfremur bendir byggingarnefnd á að ákvæði brunareglugerðar og heil- brigðisreglugerðar verði að uppfylla áður en starfsemi hefst. Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, flutti tillögu á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyr- ar, um að hækka lántöku til Verkmenntaskólans á Akur- eyri um 2,5 milljónir króna. Flotbryggja verður sett upp á Siglufirði í sumar og verður henni fundinn staður í báta- dokkinni, til austurs frá Sunnu. Að sögn Þráins Sigurðssonar, bæjartæknifræðings, var ætlunin að setja flotbryggjuna upp í sumar, en af því varð ekki. Ríkisútvarpið verður með útsendingar á stuttbylgju frá kl. 22 laugardaginn 26. maí til kl. 05.00 sunnudaginn 27. maí. Senditíðnin verður sem hér segir: Til Norðurlanda, Bretlands „Við rekum sannkallað mömmuhótel og hér verður sumarið,“ sagði Svava Víg- lundsdóttir, sem rekur Hótel Tanga á Vopnafirði. Á Vopnafirði er Hótel Tangi. Svava Víglundsdóttir er annar rekstraraðila, sem sér um hótel- ið. „Héðan er fremur lítið að frétta og allt rólegt. Vetrarmán- uðirnir eru rólegir og við sinnum heimafólkinu, árshátíðir og veisl- ur. Eins kemur hingað fólk sem dettur niður á störf í Vopnafirði. Starfsmenn ríkisins, sem koma erinda sinna, gista ekki Bæjarráð hafði áður samþykkt að taka 11 miiljóna króna lán, sem greitt yrði upp með fjár- veitingu í fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs á næsta ári. Tillögunni var vísað til bæjar- Auk uppsetningar flot- bryggjunnar segir Þráinn að í sumar verði unnið að undirbún- ingi við að reka niður stálþil við hafnargarðinn. Flotbryggjan var keypt erlend- is og bíður þess á Siglufirði að verða sett upp. Hún er í þremur einingum, alls um 30 metrar á lengd. óþh og meginlands Evrópu: 3295 kHz, 11418 kHz, 13855 kHz og 15770 kHz. Til Bandaríkjanna og Kanada: 13855 kHz og 17440 kHz hjá okkur. Þeir eru á dagpening- um og sofa í bílum sínum, lifa á skrínukosti og drekka vatn úr fjallalækjum. Nú fer að glaðna yfir rekstrinum. Sumarmánuðirn- ir eru góðir. Hér er lifandi tón- list og á stundum ágætis bjór- stemmning og Hótel Tangi á bát, sem ætlunin er að nota til sjó- stangveiða. Við viljum hvetja landsmenn til að koma til okkar. Hér verður sumarið með sól og yl og hótelið er sannkallað mömmuhótel,“ sagði Svava Víglundsdóttir, hótel- stýra. ój ráðs með 9 atkvæðum, gegn atkvæðum fulltrúa Framsóknar- flokksins. í framsögu Sigurðar með til- lögunni sagði hann að með þeim 11 milljónum kr. sem ætlaðar væru til VMA með þessari lán- töku nægði féð aðeins til að ljúka í grófum dráttum við 6. áfanga skólans, með allra nauðsynleg- asta búnaði. Engu fé væri veitt til 5. áfanga, en hann væri nemend- um mjög mikils virði fyrir ýmsa félagsstarfsemi. Til að svo mætti verða þyrfti að ganga frá gólfinu, setja flísar á það sem þegar er búið að kaupa, og hrauna einn vegg. Til að koma rýminu í 5. áfnanga í nothæft ástand þyrfti 2,5 milljónir króna. Á fundi bæjarstjórnar kom fram að ætlunin væri að taka hluta kennslurýmis undir nem- endaaðstöðu næsta vetur, þar til 5. áfangi yrði tilþúinn. í bókun bygginganefndar VMA 14. maí segir að ef nýta þurfi hluta 6. áfanga fyrir félagsstarf verði að fækka nemendum við skólann, þar sem kennslustofur í húsi tæknisviðs við Þingvallastræti verði rýmdar næsta haust. EHB Leiðrétting Rangt var sagt frá nafni sigurveg- arans í snjómyndasamkeppninni á íþróttasíðu Dags sl. miðviku- dag. Stúlkan heitir Indíana Ósk Magnúsdóttir, ekki Inga Ósk, og er hún beðin velvirðingar á þess- um mistökum. Þá var sigurmynd hennar alls ekki íshundur, heldur ísbjörn, eins og gefur að skilja. Athugasemd Herra ritstjóri. Vegna endurtekinna frétta í fjöl- miðlum um ráðningu mína í starf jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar, vil ég biðja þig að birta þessa athugasemd á góð- um stað í blaði þínu. Ég undirrituð hef hvorki sótt um né ráðið mig til starfa hjá Akureyrarbæ. Með þökk fyrir birtinguna. Guðrún Adda Ragnarsdóttir tilraunasáifræðingur. Sigluprður: 30 metra flotbryggja sett upp í sumar Kosningaútvarp 26. maí: Sent út á stuttbylgju Hótel Tangi á Vopnafirði: „Sannkaflad mömmuhótel“ frétfir „Þýskimemarnir“: Stolnu verk- efiiin voru gagnslaus Vegna fréttar um innbrot tveggja nemenda Verkmennta- skólans á Akureyri í skólann aðfaranótt þriðjudags og áhuga þeirra á prófverkefnum fyrir þýskupróf er rétt að taka það fram að verkefnin sem þeir voru gripnir með voru gömul og gagnslaus. Verkefnin fyrir þýskuprófið sem fór fram í gær voru á hinn bóginn geymd í eldtraustum og harðlæstum skáp og lítil von fyrir hina óboðnu gesti að nálgast þau. Þá má geta þess að nemend- urnir virtu reglur skólans og fóru úr skónum áður en þeir lögðu í leit sína að þýskuprófunum. Bíl- inn sinn geymdu þeir við Dvalar- heimilið Hlíð og voru þeir rétt komnir þangað er lögreglan skarst í leikinn. SS 10% afsláttur af plötum KIM LARSENS út þessa viku. Á föstudag er KIM LARSEN í Hljómdeild KEA og áritar plötursínar Forsala aðgöngumiða á tónleika KIM LARSENS er hjá okkur í Hljómdeild Hljómdeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.