Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 16
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. • J Leitið upplýsinga simum 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land. Blaöamennirnir bresku skoöuöu sig m.a. um í Slippstöðinni á Akureyri og kannski verður norðlenskur skipasmiða- iðnaður á forsíðu Daily Express í næstu viku. Mynd:KL Breskir blaðamenn: Nýsiferð um Norðurland - vegna heimsóknar Elísabetar drottningar Tíu breskir blaðamenn frá þekktum fjölmiðlum á borð við Daily Express, BBC, Sup- er Channel, Sky News og Sunday Correspondent voru staddir á Akureyri sl. miðviku- dag. Þeir skoðuðu fyrirtækin Sæplast á Dalvík, DNG, Utgerðarfélag Akureyringa og Slippstöðina og snæddu hádeg- isverð í boði Bæjarstjórnar Akureyrar. Bresku blaðamennirnir eru hér á landi í boði Útflutningsráðs íslands í tilefni væntanlegrar heimsóknar Elísabetar Breta- drottningar í júní. Þessi heim- sókn er liður í víðtækri kynning- aráætlun sem miðar að því að koma íslandi og íslenskum hags- munum sem mest og best að í breskum fjölmiðlum fram að heimsókn drottningar og meðan á henni stendur. Bretarnir kynntu sér fram- leiðslu og útflutningsvörur áðurnefndra fyrirtækja í Eyja- firði. Sól skein í heiði og ekki var annað að sjá en að bresku blaða- mennirnir væru áhugasamir um land og þjóð. 'Flestir skrifa þeir um ferðamál, einn sérhæfir sig í sjávarútvegsmálum og annar fjallar um byggingariðnað. SS Akureyri: Fannst með- vitundar laus Áætlaður Áætlaður heildarkostnaöur vegna byggingar Helgamagra- strætis 53 á Akureyri nemur 178 milljónum króna, miðað við vísitölu í maí 1990. í þeirri upphæð eru ekki ofgreiðslur til fyrri verktaka við gjaldþrot, vegna ofmetinnar verkstöðu og fyrirframgreiðslu að upp- hæð kr. 8.772.508, á verðlagi í mars 1990. Tryggingarfé kem- ur á móti þessari upphæð, kr. 7.369.785. Þessar upplýsingar koma fram í svari Sigfúsar Jónssonar, bæjar- stjóra, vegna fyrirspurnar Sigríð- ar Stefánsdóttur vegna bygginga- framkvæmda við Helgamagra- stræti 53. Fyrirspurnin var í fimm liðum. Fyrst var spurt um heildarupp- hæð þeirra reikninga sem þegar hafa verið greiddir. Sú upphæð nemur kr. 84.067.300 á verðlagi greiðsludags, en inni í þeirri tölu Helgamagrastræti 53: heildarkostnaður 178 milljónir er ofgreiðsla til verktaka við gjaldþrot. í öðru lagi var spurt um áætl- aðar eftirstöðvar samkvæmt samningi. Samkvæmt samningi við S.J.S. verktaka, á verðlagi þess samnings í febrúar, var heildargreiðsla kr. 76.073.950, greitt til 15. maí kr. 10.453.080, samtals ógreitt kr. 65.620.870. Eftirstöðvar reiknaðar til verð- lags í maí á þessu ári kr. 67.371.821. Eftirstöðvar kaupsamnings við þrotabú á verðlagi í október í fyrra var 12 milljónir króna, verðbætur til maí kr. 1.217.957, samtals kr. 13.217.957. Þriðji liður fyrirspurnarinnar varðar greiðslur fyrir aukaverk vegna þess samnings sem nú er unnið eftir. Þessar greiðslur skiptast þannig í svari bæjar- stjóra að vegna samnings við S.J.S. verktaka voru greiddar kr. 2,7 milljónir, en fyrirsjánlegar greiðslur fyrir aukaverk nema 4,3 milljónum króna. Af þeirri upp- hæð eru 2,3 milljónir áætlaðar. í fjórða lagi var spurt um áætl- aðan heildarkostnað á brúttó fer- metra. Samkvæmt þeim tölum sem fyrir liggja. kostar hver fer- metri 71 þúsund krónur. „Það stendur fyrir dyrum víð- tæk endurskipulagning á fata- verksmiðju fyrirtækisins hér á Akureyri, sem miðar að því að tengja betur einstaka fram- leiðslueiningar í fyrirtækinu og gera hana sveigjanlegri vegna þarfa viðskiptavina og óska þeirra,“ sagði Ingi Björnsson, fjármálastjóri Álafoss hf. í samtali við Dag. Fimmta og síðasta fyrirspurnin var um áætlaðan kostnað á hvern fermetra samkvæmt þeim sölu- samningum sem gerðir hafa verið vegna íbúðanna. Svar bæjar- stjóra var að hann væri 66 þúsund krónur. EHB Að sögn Inga er ætlunin að ráðast í þessa endurskipulagn- ingu fljótlega og er ljóst að hún tekur margar vikur eða mánuði „Frá því í haust hefur verið unnið að því að fara í saumana á rekstri fyrirtækisins og nú er m.a. lokið við átak í bandverksmiðjunni í Mosfellsbæ, sem hefur skilað verulega auknum tekjurn," sagði Ingi. „Við munum hreinlega Drengur á öðru ári fannst meðvitundarlaus við Melasíðu á Akureyri fyrir hádegi í gær. Ekki er vitað um aðdraganda slyssins. Að sögn lögreglunnar á Akureyri fannst litli drengurinn við vöru- brettastæðu og einna helst er álit- ið að efsta brettið hafi fallið á hann. Hann er nú á gjörgæslu- deild Fjórðungssjúkrahúsins, en þar fékkst ekkert uppgefið um líðan hans síðdegis í gær. ój umturna og breyta framleiðslu- ferlinum i fataverksmiðjunni. Með því vonumst við til að ná fram hagræðingu, auknum sveigjanleika og framleiðni," sagði hann ennfremur. Ingi sagði að tækni við fram- leiðsluna yrði ekki mikið breytt og ekki kæmi til fækkunar starfs- fólks í kjölfar endurskipulagning- arinnar. óþh Álafoss hf.: Víðtæk endurskipulagning á fataverksmiðju á Akureyri Ummæli Árna Halldórssonar í Degi í gær um lífríki Mývatns hafa vakið mikla athygli: „Ástand Mývatns er stórt áhyggjuefni“ , segir Árni Einarsson, fuglafræðingur Vegna ummæla Árna Hall- dórssonar, bónda í Garði í Mývatnssveit í Degi í gær um lífríki Mývatns þar sem hann segir: „Lífríkishrun blasir við, keðjan er brostin. Ég kalla þetta, að kjarnorkuvet- ur sé genginn í garð í lífrík- inu,“ var leitað til dr. Árna Einarssonar, fuglafræðings, sem hefur unnið að rann- sóknum við Mývatn. „í aðalatriðum er þetta raun- sönn lýsing á því sem hefur gerst í lífríki Mývatns. Um or- sakirnar skal ég ekki segja, en eftir 1970 hefur lífríkið hrunið þrisvar sinnum með mjög afger- andi hætti. Fyrir tveim árum - „en þó er von“ varð slíkt hrun og við sjáum ekki fyrir endann á því ennþá. Lítil áta er í vatninu, en raunar getur allt gerst.“ Árni hefur fylgst með fugia- lífi Mývatns. Hann telur fjölda fugla af hinum ýmsu tegundum og fylgist með varpinu og hvernig því reiðir af. „Húsandarstofninn við Mývatn kom upp tveimur ung- um í fyrra. Kvenfuglarnir hættu við að verpa eða afræktu hreiðr- in. Mjög fáir náðu að unga út. Átuskorturinn, sem er búinn áð vera síðan árið 1988 er trúlega valdur þessa. Þegar Mývatn hefur verið lélegt, þá hefur hús- öndin getað bjargað sér á Laxá. í Laxá varð átubrestur og því fór sem fór. Helmingsfækkun hefur orðið á húsönd á Mývatnssvæðinu og hún hafði ekki skilað sér á varpstöðvarnar við Mývatn um páska. Almennt séð varð fjölgun á öndum milli 1975-1983, síðan varð hrun, endurnar skiluðu sér ekki vorið eftir. SkúfÖnd fækk- aði um tæplega helming á árun- um 1983 og 1984, en hún er algengust á vatninu. Fyrir tveim árum varð bati, en nú fækkar henni aftur. Húsöndin, skúf- öndin, hrafnsöndin og dugg- öndin hafa ekki komið upp ung- um síðustu tvö árin. Ástand Mývatns er stórt áhyggjuefni. Mývatn getur ekki haldist svona lengi.“ Að sögn Árna, drapst bitmý- ið í Laxá í púpunum að nokkru leyti, en hann sagðist ekki vita hvort þetta hefði verið óeðlilega mikið, samanburð vantaði. „Mývatn er nánast mýlaust. Ein tegund er þar að litlu ráði, en tegund sem var þar algengust er nánast útdauð. Fjörutíu teg- undir mýs voru í vatninu, þar af sjö sem voru algengar. Athygli- vert er að aðeins einn árgangur mýs er í vatninu, en áður voru þeir tveir.“ Um orsakir þessa alls sagði Árni að lokum: „Kísiliðjan er eins líklegur orsakavaldur sem margt annað. Kísiliðjan hefur þrennskonar inngrip í lífríkið. 1. Dýpkun á vatninu, sem gerir vissa hluta vatnsins óaðgengi- lega fyrir fugla, þeir sækja ætíð á botninn. 2. Þessi hola hefur áhrif á botninn í kring. Lífræn efni skolast niður í holuna og setjast þar fyrir og tapast af öðr- um svæðum. 3. Miklu seti með næringarefnum í er dælt upp. Talsvert af þessum efnum skilar sér í grunnvatniö nreð afrennsli Kísiliðjunnar og kemur upp í lindunum við norðausturhorn Mývatns. Þetta er vel mælanleg aukning. Þetta allt eru augljósar breytingar, en hins vegar er erf- itt að tengja breytingarnar við þær sem við sjáum á lífríkinu. Okkur vantar svo mörg þrep þar á milli. Það er svo margt að gerast í einu þegar um lífríki er að ræða og erfitt er að vera með hendina á púlsinum allstaðar." ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.