Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 3
 Fimmtudagur 24. maí 1990 - DAGUR - 3 Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar i Laugafiskur hf.: Kæligeymsla í byggingu - hausaþurrkunin gengur vel „Hér er mjög mikil vinna. Tveir fyrstu mánuöir ársins voru rólegir, en síðan hefur verið mikið at,“ sagði Lúðvík Haraldsson, framkvæmda- stjóri Laugafisks hf. Nægt hráefni berst til vinnslunnar frá eignaraðilum fyrirtækisins, mest þó frá Húsavík. „Raunar tökum við hráefni til okkar af öllu Eyjafjarðarsvæðinu og frá útgerðarplássum allt aust- ur að Raufarhöfn. Afkastagetan er 300-350 tonn á mánuði. Fyrir- tækið þurrkar hausa, dálka og hryggi fyrir Nígeríumarkað. Framleiðslan er seld í gegnum Sambandið og gengur vel. Sextán manns vinna hér að framleiðslu- störfum,“ sagði Lúðvík. Plön umhverfis verksmiðjuna eru nú malbikuð og lykt hverf- andi, að sögn Lúðvíks. Bygging- ar eru frá 1982, en mikil breyting hefur orðið á innandyra. Kæli- í kvöld, fimmtudagskvöld, efna framboðslistarnir fjórir til bæjarstjórnarkosninganna á Húsavík til sameiginlegs fram- boðsfundar. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu og hefst kl. 20.30. geymsla er í byggingu, ný vinnslulína er í móttöku og verið er að stækka eftirþurrkunina. „Hér er allt vel tækjum búið og í góðu lagi,“ sagði framkvæmda- stjórinn að lokum. ój Fyrirkonrulag verður með hefðbundnum hætti. Fulltrúar allra lista flytja framsöguræður og ávörp, og svara skriflegum fyrirspurnum. Fundinum verður útvarpað á dreifikerfi svæðisútvarps, Rás 2. óhú Iramboðsíiindur á Húsavík Vistheimilið Sólborg: „Vegurinn er eitt forarsvað“ „Vegurinn upp að Vistheim- ilinu er vægast sagt slæmur og ekki bjóðandi nokkrum manni,“ sagði Sigríður Bjarkadóttir, formaður öryggisnefndar við Vistheim- ilið Sólborg á Akureyri. Að sögn Sigríðar er mjög aðkallandi að vegurinn fáist lagfærður og best væri ef nýr vegur yrði lagður. „Hér er ófremdarástand. Vegurinn er eitt forarsvað. Við þurfunt að fá betri veg með vegriði og göngustíg. Þetta er augljóst, þegar litið er á við hvað við vinnum hér.“ ój ■ Bæjarráð lýsir ánægju sinni með að Ríkisútvarpið skuli hafa ráðið fréttamann í fast starf á Sauðárkróki og sam- þykkir að fela bæjarstjóra að útvega húsnæði fyrir frétta- manninn til nk. áramóta. ■ Fram kemur í bókun bæjarráðs frá 10. maí sl. að 8. júní nk. er ætlunin að halda ráðstefnu um „menningar-túr- isma“ á Sauðárkróki. Að henni stendur Áning. ■ Bæjarráð hefur falið bæjar- stjóra að leita samninga við Króksverk hf. um malbikun sumarið 1990. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að gjaldskrá í skólagörðum sumarið 1990 verði óbreytt frá síðasta sumri. ■ Laun í unglingavinnu suinarið 1990 hafa verið ákveðin: Börn fædd 1975 kr. 176 pr. klst, börn fædd 1976 154 krónur, börn fædd 1977 128 krónur og börn fædd 1978 118 krónur. ■ Hafnarstjórn hefur sam- þykkt lántöku úr Hafnabóta- sjóði að upphæð 2,5 milljónir króna til Sauðárkrókshafnar á yfirstandandi ári. ■ Félagsmálaráö hefur sam- þykkt að Guðbrandur J. Guð- brandsson veröi ráðinn verk- stjóri vinnuskóla í sumar og Kristinn Baldvinsson, Sverrir Sverrisson, Björn Björnsson, Inga Þ. Ingadóttir og Karl Jónsson verði ráðin flokkstjór- ar. Þá samþykkti félagsmála- ráð að ráða Sólveigu Sigurðar- dóttur umsjónarmann skóla- garða og Heiðdísi L. Magnús- dóttur aðstoðarmann. ■ í bókun ferðamálanefndar frá 15. maí sl. segir að nefndin fagni því að sett verði á stofn upplýsingarmiðstöð í Varma- hlíð og samþykki að sefja sam- an á upplýsingablað þær upp- lýsingar, sem fyrir þurfi að liggja fyrir ferðamenn. ■ Heilbrigðisnefnd hefur samþykkt að veita Elínu Hóhnfríði Haraldsdóttur, Háuhlíð 11, starfsleyfi fyrir Nudd- og gufubaðsstofu Elín- ar, til eins árs. ■ Heilbrigðisncfnd hefur fal- ið heilbrigðisfulltrúa að kynna bæjarstjóra Sauöárkróks stöðu sorphirðu. í bókun nefndarinnar segir að hún bendi á að starfsleyfi fyrir sorphaugum í landi Skarðs sé sennilega ógilt og nauðsynlegt sé að vinna hratt að úrbótum svo ekki þurfi að koma til lok- unar í sumar. ■ Ferðamálanefnd samþykk- ir að verja 25 þúsund krónum til auglýsingar og umfjöllunar um Sauðárkrók í landkynning- arbæklingi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.