Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 6
é - ÖÁ'öÚfí - PlbjrntlrtfacJúr24'.'maí"199Ö Brautskráning nemenda sjávarútvegsbrautar á Dalvík sl. fóstudag: Steflit er ad stofhun sjálfstæðs sjávarútvegsskóla á Dalvík 1991 „Sjálfstæður sjávarútvegsskóli á Dalvík er það sem stefnt er að,“ sagði Þórunn Bergsdóttir, skólastjóri Dalvíkurskóla, m.a. í ræðu sinni við skólaslit sjáv- arútvegsbrautar á Dalvík sl. föstudag. Frá síðustu áramótum hefur deildin heyrt undir Verkmennta- skólann á Akureyri og því afhenti Bernharð Har- aldsson, skólameistari VMA ásamt Þórunni, próf- skírteini. Af öðru stigi skipstjórnarsviðs voru 11 nemendur brautskráðir en 14 af fyrsta stigi. Þá afhenti Þórunn Bergsdóttir nemendum á físk- vinnslusviði prófskírteini. AKUREVRARBÆR Akureyringar! Lóðahreinsun og fegrunarvika Eigendur og umráðamenn lóða á Akureyri eru áminntir um að hreinsa af lóðum sínum allt sem er til óþrifnaðar og óprýði og hafa lokið því fyrir 2. júní n.k. Hin árlega fegrunarvika á Akureyri er ákveðin 28. maí til 1. júní n.k. Starfsmenn Akureyrarbæjar munu fjarlægja rusl sem hreinsað hefur verið af íbúðarhúsalóðum og sett í hrúgur á götukanta framan við lóðir eftirgreinda daga: Mánudaga 28. maí: Innbær og Suður-Brekka. Þriðjudag 29. maí: Lundahverfi og Gerðahverfi. Miðvikudag 30. maí: Miðbær og Ytri-Brekka. Fimmtudag 31. maí: Oddeyri og Holtahverfi. Föstudag 1. júní: Hlíðahverfi og Síðuhverfi. Nánari upplýsingar gefnar hjá heilbrigðiseftirlitf Eyjafjarðar, sími 24431. Atvinnurekendur eru sérstaklega hvattir til að hreinsa lóðir fyrirtækja sinna sömu daga, henda því sem ónýtt er og raða því sem nýtilegt er snyrtilega upp. Ósnyrtileg fyrirtæki skemma ásýnd bæjarins, en þau snyrtilegu auka hróður hans og fá ferðamenn til að staldra lengur við. Tökum höndum saman hreinsunarviku. Heilbrigðisf ulltrúi. I Skipstjórnardeild 1. stigs hefur verið starfrækt við Dalvíkurskóla frá árinu 1981 og frá árinu 1987 hefur einnig verið kennt á öðru stigi. Það nýjasta í starfsemi sjá- varútvegsbrautar er fiskvinnslu- svið, sem mun útskrifa fiskiðnað- armenn. Hæstu meðaleinkunn á fyrsta stigi skipstjórnarsviðs hlaut Björn V. Gylfason frá Akureyri, 9,7. Þetta er jafnframt hæsta aðaleinkunn sem gefin hefur ver- ið frá upphafi skipstjórnarbraut- ar á Dalvík. Hæstu einkunn á öðru stigi, 9,3, hlaut Ómar Örvarsson frá Blönduósi. Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norður- lands, afhenti þessum tveimur piltum viðurkenningu frá félag- inu vegna þessa glæsilega náms- árangurs. í ávarpi af þessu tilefni sagði Sverrir að Norðlendingum bæri að styðja við bakið á sjávar- útvegsbraut Dalvíkurskóla og hún hefði fyrir löngu sannað til- verurétt sinn. Guðmundur Steingrímsson, f.h. Skipstjórafélags Norðlend- inga, hélt stutt ávarp og afhenti Birni V. Gylfasyni (1. stigi) og Ómari Örvarssyni (2. stigi) verð- laun frá félaginu fyrir bestan árangur í siglingafræðum. Skipstjórnarbrautin hefur haft aðsetur á efstu hæð Ráðhúss Dalvíkur. Von- ast er til að með flutningi á starfsemi grunnskólans á Dalvík síðla árs 1991 fái skipstjórnarbrautin og fiskvinnslubraut gamla skólahúsið til umráða og stofnaður verði sjálfstæður sjávarútvegsskóli. Myndir: óþh Guðmundur Steingrímsson, formaður Skipstjórafélags Norðlendinga (til hægri) afhendir hér Ómari Örvarssyni (2: stig) viðurkenningu frá félaginu fyrir bestan árangur á öðru stigi í siglingafræðum. Aukablað um úrsUt sveitarstjómakosninganna Mánudaginn 28. maí mun Dagur gefa út aukablað þar sem birt verða helstu úrslit úr bæjar- og sveitarstjóma kosningunum 26. maí nk. Blaðinu verður dreift um hádegið mánudaginn 28. maí og verður því fyrst biaða til að flytja Norðlendingum fréttir af kosningunum. Auglýsendur athugið! Þeir sem hyggjast auglýsa í þessu blaði eru vmsamlegast beðnir að hafa samband við auglýsingadeild Dags hið fyrsta en eigi síðar en fyrir kl. 12.00 fóstudaginn 25. maí fyrir 2jadálka og smærri auglýsingar. auglýsingadeild Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norði.rlands (til hægri) afhenti Birni V. Gylfasyni (1. stig) viðurkenningu fyrir dæsilegan náms- árangur. Björn fékk hæstu meðaleinkunn sem gefín hefur erið frá stofnun brautarinnar árið 1981, 9,7. á Akureyri, ávarpaði nýútskrif- aða skipstjórnarmenn og óskaði þeim gæfu og gengis í erfiðu starfi. Þorsteinn sagðist telja að þyrfti að koma á betri samhæf- ingu í námi í skipstjórnun og fisk- vinnslu. Hann sagðist vonast til að sjálfstæður sjávarútvegsskóli yrði að veruleika á Dalvík. Þórunn Bergsdóttir, skóla- stjóri Dalvíkurskóla, sagði að stefnt væri að stofnun sjálfstæðs sjávarútvegsskóla á Dalvík haustið 1991. Sú tímasetning tæki mið af því að þá eygðu menn möguleika að flytja þá starfsemi Dalvíkurskóla, sem nú er í gamla skólahúsinu, yfir í nýbyggingu skólans. Við það losnaði hús- næði, sem hugmyndin væri að sjávarútvegskóli fengi til afnota. Eins og áður hefur starfsemi sjávarútvegsdeildar verið fjöl- breytt í vetur. Kennslan hefur farið fram í húsakynnum Dalvík- urskóla, leiguhúsnæði í Ráðhúsi Dalvíkur og í Frystihúsi KEA. Þá hefur verkleg kennsla verið víðar á Dalvík, t.d. í Netagerð Dalvíkur og fiskhúsi Stefáns Rögnvaldssonar hf. Á liðnum vetri var Slysavarna- skóli sjómanna með tveggja vikna námskeið, sem tókst mjög vel. Nemendur annars stigs skip- stjórnarsviðs fóru í námsferð til Reykjavíkur og kynntu sér m.a. siglingahermi í Stýrimanna- skólanum. Þá heimsóttu þeir einnig fyrirtæki og stofnanir sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Má þar nefna Sjó- mælingar íslands, Veðurstofu íslands, Hampiðjuna, Hafrann- sóknastofnun og Landhelgisgæsl- una. Einnig fóru nemendur á fiskvinnslusviði í vel heppnaða námsferð til höfuðborgarinnar. Sagði Þórunn í ræðu sinni að vonast væri til að slíkar ferðir yrðu fastur liður í starfsemi sjáv- arútvegsbrautar óþh Valgarður Jökulsson, nemandi á öðru stigi, afhenti Sigurði Jóns- syni, umsjónarmanni annars stigi, gjöf frá nemendum, en Sigurður lætur nú af störfum við sjávarútvegsbrautina og flyst suð- ur yfir heiðar. Sparisjóður Svarfdæla færði Víði Benediktssyni frá Hrísey gjöf fyrir góðan námsárangur. Þá fékk Sigurbjörn Sigurðsson frá Akureyri gjöf frá Sparisjóðnum fyrir bestan árangur í tölvufræð- um. Frá Dalvíkurskóla fengu Hörður Hólm frá Eskifirði (1. stig) og Finnur Sigurbjörnsson frá Hofsósi (2. stig) viðurkenn- ingu fyrir mestar framfarir í námi. Þá fengu þeir Björn V. Gylfa- son frá Akureyri og Þröstur Jóhannsson frá Hrísey viður- kenningu frá Dalvíkurskóla fyrir umsjónarmennsku í vetur. Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri Samherja hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.