Dagur - 24.05.1990, Síða 14

Dagur - 24.05.1990, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 24. maí 1990 hvað er að gerast Leikfélag Akureyrar: Síðustu sýningar á Fátæku fólki Föstudagskvöldið 25. maí og sunnudagskvöldið 27. maí verða 21. og 22. sýning á leikritinu Fátækt fólk eftir Böðvar Guð- mundsson/Tryggva Emilsson hjá Leikfélagi Akureyrar, og eru það jafnframt síðustu sýningar. Leikritið var frumsýnt á mið- vikudegi fyrir páska og hafa við- tökur verið eins og best verður á kosið. Húsfyllir hefur verið á nánast hverja sýningu og eru áhorfendur orðnir tæplega fjögur þúsund talsins. Sem kunnugt er var það Böðvar Guðmundsson, rit- höfundur, sem samdi leikritið - að frumkvæði Leikfélags Akur- eyrar - upp úr endurminninga- bókum Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. Böðvar er búsettur í Danmörku og komst því ekki á frumsýningu verksins, en hann er nú á leið til íslands og verður sér- stakur gestur Leikfélagsins á sýn- ingunni á föstudagskvöld. Ef uppselt verður á báðar helg- arsýningarnar er mögulegt að koma á aukasýningum helgina á eftir - hvítasunnuhelgina. Með Fátæku fólki lýkur far- sælu leikári hjá Leikfélagi Akur- eyrar og er undirbúningur fyrir næsta leikár vel á veg kominn. Fyrsti „Aglow“ fundur- inn á Hótel KEA Nú stendur til að stofna kristinn kvennahóp, sem heitir „Aglow“ hér á Akureyri. „Aglow“ eru samtök kristinna kvenna, sem hafa helgað líf sitt Jesú Kristi, Frelsara sínum og Drottni. Það er mánaðarlegur fundur kvenna úr fjölda kirkju- deilda og af öllum þjóðfélagsstig- um, sem koma saman til að til- biðja Guð, lofa Hann og segja öðrum frá því hvers virði Jesús Kristur er þeim. Fyrsti fundurinn verður hald- inn mánudaginn 28. maí kl. 20.30 á Hótel KEA. Ester Jakobsen talar Guðs orð. Janice Dennis kynnir samtökin. Kaffiveitingar kr. 500. Allar konur eru hjartanlega velkomnar. Húseigendur athugið! Tek að mér pappalögn á þök einnig kústun með Aquaseal 40. Upplýsingar í síma 23070. Sigurður Hannesson, byggingameistari, Austurbyggð 12, Akureyri. Illl Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins á Húsavík er að Garðarsbraut 5, Garðari (2. hæð) og er opin sem hér segir: Virka daga kl. 20.30-23.00. Laugard. og sunnudaga kl. 15.00-19.00 B-listinn hvetur fólk til þess að líta inn og ræða bæjarmálin og kosningarnar. Kaffi á könnunni. B-listinn minnir stuðningsfólk sitt, sem verður fjarver- andi úr bænum á kjördegi, á utankjörfundar- atkvæðagreiðsluna. Lítið inn. Leitið upplýsinga. Síminn er 41225. Framsóknarflokkurinn. y/sr -Utboð VST hf. fyrir hönd Hagkaups hf. óskar eftir til- boðum í viðbyggingu við Norðurgötu 62, Akur- eyri. Byggingin er um 600 m að stærð. Verklok eru 1. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Glerárgötu 30, Akureyri frá og með 25. maí gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 8. júní 1990 kl. 11.00 VST hf. I dag kynnum við stúlkurnar í 1. deildarliði Þórs. Þær urðu í 6. sæti á íslandsmótinu í fyrra og hlutu þá 6 stig. Nokkrar breytingar hafa orðið á hópnum, liðið hefur misst þær Kolbrúnu Jónsdóttur og Hörpu Örvarsdóttur, sem eru hættar, og Astu Baldursdóttur sem leikur með FH í sumar. I staðinn komu Gerður Guðmundsdóttir frá Þrótti Nes- kaupsstað og Friðrika Illugadóttir og Jórunn Jóhannsdóttir sem byrjuðu aftur. Þá eru ótaldar stúlkur sem komu upp úr 2. flokki. I kynninguna hér að neðan vantar Soffíu Frímannsdóttur, Gerði Guðmundsdóttur og Jórunni Jóhannsdóttur. Friðrika Illugadóttir 23 ára Inga S. Pétursdóttir 16 ára Sveindís Benediktsd. 19 ára Heiðrún Frímannsd. 15 ára Ingibjörg Júlíusd. 19 ára Valgerður Jóhannsd., 27 ára „Þetta verður strögl“ - segir Sigurður Pálsson, þjálfari „Ég er svona hæfilega bjart- sýnn á sumarið. Þetta verður strögl eins og alltaf. Liðin fyrir sunnan eru klassa fyrir ofan okkur þannig að hérna er það aðallega baráttan milli Þórs og KA sem máli skiptir,“ segir Sigurður Pálsson, þjálfari. Það er mikill aðstöðumunur hér og fyrir sunnan. Þessar stelp- ur þurfa að fá að spila meira við betri aðstæður. Tæknin er kannski ekki upp á það besta en það vantar ekki kraftinn og áhug- ann. Varðandi sumarið þá reynum við bara að gera góða hluti og hafa gaman af þessu. Megin- áherslan verður lögð á að vera fyrir ofan KA en auðvitað reyn- um við einnig að reyta stig af hin- um liðunum,“ segir Sigurður. Inga L. Matthíasd. 16 ára Laufey Svavarsd. 16 ára Steinunn Jónsdóttir 20 ára Þórunn Sigurðard. 26 ára Sigurður Pálsson þjálfari

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.