Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 11
Ffrfírtitadagifr «4:Ttiaí«+990 - OA'GUFT - l't Verkfræðingafélag íslands: Hættumat - N áttúruhamfarir og hættur af mannavöldum Verkfræðingafélag Islands hélt félagsfund þann 3. maí sl. und- ir yfirskriftinni: Hættuniat - Náttúruhamfarir og hættur af mannavöldum. Tildrög fundarins var sá tilfinn- - ingahiti sem að mati stjórnar, einkennir almennar umræður í þjóðfélaginu þegar hættuástand myndast, samanber brunann í Áburðarverksmiðjunni. Áhættu- mat á umhverfisþáttum, unnið út frá tölulegum staðreyndum, af verkfræðingum og öðrum þeim sem þekkingu hafa, er fyrir hendi á ýmsum stöðum, hvort heldur litið er til lands, lofts eða sjávar. Til eru þeir áhættuþættir sem við köllum yfir okkur ótilkvödd, aðra áhættuæþætti umhverfisins sættum við okkur við vegna þess að þeir eru innan þeirra áhættu- marka sem fagleg yfirsýn gefur sern ásættanlega. Oft er það svo að varúðarráðstöfunum er ekki framfylgt, skip er rangt lestað, flugvél yfirhlaðin, bifreið vanbú- in til aksturs og slys ber að höndum. Skýrslur um áhættumat vara við og meta raunhæfa hættu sam- fara einum eða öðrum gjöröum mannsins. Það er því sorglegt til þess að hugsa að maðurinn sjálfur, skuli hundsa þær reglur sem settar hafa verið í þeim efn- unt tilgangi að fækka slysum og forðast yfirvofandi hættu. Fagleg þekking var fyrir hendi, en skil- aði sér ekki. Mat viðkomandi á þeirri hættu sem röng vinnubrögð hans gætu orsakað var ábótavant. Almenn vanþekking á staðhátt- um og því sem raunverulegá gerðist verður þess valdandi að í stað þess að bregðast við af raun- sæi, þá grípur um sig tilfinninga- hiti sem aðeins gerir illt verra. Fræðsla til almennings um hættuvaldandi umhverfisþætti, þannig að fólk geti á yfirvegaðan hátt metið á raunsannan hátt hvernig bregðast skuli við á hættustund er að mati Verkfræð- ingafélag íslands skýlaus réttur hvers hugsandi manns. Fræðslu þarf að miðla á þeim tímum þeg- ar engin hætta er fyrirsjáanleg, þannig að fólk sé fært urn að meta aðstæður og bjarga sér og sínum ef hættuástand skapast. Verkfræðingafélagið lagði ríka áherslu á, að fá þá framsögu- menn á fundinn, sem gjörst þekkja til vár í lofti, landi og legi. Sálfræðingur ræddi um mann- lega þáttinn og fréttamaður um vanda fjölmiðla í fréttaflutningi af voveiflegum atburðum. Gestir fundarins voru: Guðjón Petersen forstjóri Almannavarna ríkisins, Margrét Ólafsdóttir sál- fræðingur og Ómar Ragnarsson fréttamaður. Pau fluttu öll erindi, hvert á sínu sviði. Auk gestanna fluttu eftirtaldir verkfræðingar erindi: Eyjólfur Sæmundsson, for- stjóri Vinnueftiriits ríkisins. Rúnar Bjarnason, slökkvuliðs- stjóri í Reykjavík. Ingólfur Pór- isson, yfirverkfræðingur hjá Ríkisspftulunum. Dr. Ágúst Valfells, sjálfstætt starfandi verkfræðingur. Þórarinn Hjalta- son, yfirverkfr. hjá umferðar- deild Reykjavíkurborgar. Berg- steinn Gizurarson, Brunamála- stjóri ríkisins. Magnús Jóhannes- son, Siglingamálastjóri ríkisins. Ólafur Erlingsson, varaformaður Félags ráðgjafaverkfræðinga. í fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt: Almennur félagsfundur VFÍ, haldinn 3. maí 1990 gerir eftirfar- andi ályktun: Á undanförnum vikunt hefur borið á umræðu í þjóðfélaginu um hættur vegna ýmiskonar starfsemi og náttúruhamfara. Fjallað hefur verið um hættur, sem stafa af gasgeymslum, olíu- birgðarstöðum, áburðarfram- leiðslu, jarðskjálftum o.fl. Umræðan hefur að nokkru borið keim af vanþekkingu og tilfinn- ingaróti þeirra, sem um hafa fjallað. í umræðunni hefur hlutlaust mat þeirra, sem eru sér- fróðir um þessi mál ekki komið fram nema að litlu leyti. Mat á þeim hættum, sem eru fyrir hendi hefur farið fram að nokkru og er stöðugt unnið að slíku mati af ýmsurn aðilum. Veruleg þekking er þess vegna fyrirliggjandi um þær hættur, sem fylgja þeim samfélagsháttum, sem íslendingar búa við í dag. Fundurinn beinir því til stjórn- málamanna og annara ráða- manna í þjóðfélaginu, að þeir láti þekkingu og staðreyndir sitja í fyrirrúmi þegar þeir taka ákvarð- anir varðandi mannvirki og starf- semi, sem getur haft hættu í för með sér fyrir allan almenning og umhverfið yfirleitt. Því er einnig beint til ráða- manna að eftirlit með öllum regl- um um uppbyggingu og rekstur hverskonar starfsemi, sent leitt getur til almennrar vár, verði framfylgt í hvívetna. Aðalfundur Verkfræðingafé- lags íslands var haldinn 28. mars sl., en síðan þá er stjórn félagsins skipuð sem hér segir: Þórarinn Magnússon formað- ur, Oddur B. Björnsson fráfar- andi formaður, Halldór Þór Hall- dórsson varaformaður, Þóra R. Ásgeirsdóttir, Óskar Jónsson, Þorvaldur K. Árnason og Magnús Bjarnason. Framkvæmdastjóri félagsins er Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir. Dagana 25. maí til 2. júní. Afsláttur frá 5-50% Bestu kaup ársins AUBSMRN HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI SÍMAR 21790 & 21690 + Þakrenrtur * Girðingarefrd * Grasteppi + Lóðanet + Skólpftttmgur mmwTAwm! Mifuð úrval afgarðvörum Fíumimarefhi texolin Útimáínmg im HjóíBörur í úrvoÉl Byggingavörur Lónsbakka, símar 21400 og 23960 AtfU Lofiað á (auganfögutnfrá og með jiíni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.