Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. maí 1990 - DAGUR - 5 Nemendur í Myndlistarskólanum á Akureyri voru í óða önn að hengja upp verk sín fyrir vorsýningu þegar biaða- menn Dags bar að garði. Mynd: KL Myndlistarskólinn á Akureyri: Verk eftir alla nemendur skólans á vorsýningunni Hin árlega vorsýning Mynd- listaskólans á Akureyri hefst í dag, fimmtudaginn 24. maí, kl. 14 og verður opin daglega kl. 14-22. Henni Iýkur sunnudag- inn 27. maí. Á rýningunni eru verk eftir rda nemendur skólans, en uva 220 nemendur stunduðu nam við skólann sl. vetur. Fyrsta heila starfsári Mynd- listaskólans í nýjum húsakynnum í Kaupvangsstræti er að ljúka. Helgi Vilberg, skólastjóri, sagði að starfsemin hefði þrifist vel í þessu húsi enda væri hátt til lofts og vítt til veggja. Þegar blaðamenn Dags komu í heimsókn var verið að hengja upp verk nemenda í hinum aðskiljanlegu sölum skólans og líkt og á öðrum vorsýningum er tónlist það fjölbreytnin sem er í fyrir- rúmi. Verkin eru eftir börn sem fullorðna, byrjendur sem lengra komna. Tveir nemendur útskrif- ast nú úr málunardeild eftir fjögurra ára nám. í Myndlistaskólanum á Akur- eyri er annars vegar boðið upp á dagskóla, sem skiptist í eins árs nám í fornámsdeild og þriggja ára nám í málunardeild, og hins vegar almenn námskeið fyrir börn og fullorðna. Þar má nefna teiknun og málun fyrir börn, mál- un og litameðferð fyrir unglinga og fullorðna, teiknun fyrir full- orðna, módelteiknun, auglýs- ingagerð, skrift og leturgerð og byggingalist. Að sögn Helga hafa vorsýning- ar skólans ávallt verið vel sóttar og vakið athygli bæjarbúa. Vor- ■I---------------------- sýningin er hápunktur hvers skólaárs, bæði fyrir nemendur og kennara, og það er einnig litið á hana sem listviðburð í bæjarlíf- inu. „Við sjáum árangurinn af starfi skólans á þessari sýningu og getum metið hvernig til hefur tekist,“ sagði Helgi. Pótt sýning- arnar séu ekki ósvipaðar ár frá ári má alltaf lesa eitthvað nýtt út úr þeim, að sögn Helga, og sem fyrr er fjölbreytnin gífurleg. Nemendur fá þjálfun í því að setja upp myndir á vorsýningunni og fylgja þannig verkum sínum eftir alla leið. Eftirvæntingin leyndi sér ekki þegar nemend- urnir voru að leggja síðustu hönd á uppsetninguna því nú koma bæjarbúar og skoða verk þeirra. Allir eru velkomnir á vorsýningu Myndlistaskólans. SS Tónleikar í Mi Skagfirska söngsveitin Einn þekktasti kór á íslandi, Skagfirska söngsveitin, hélt tón- leika á Akureyri 18. maí og í Miðgarði í Varmahlíð daginn eftir, laugardag. Söngstjóri kórs- ins er Björgvin Valdimarsson. Kórinn var í söngferð um Norð- urland í lok starfsársins, en slíkar ferðir hefur kórinn gert tíðar á ferli sínum. Skagfirska söngsveitin er fjöl- mennur kór. Raddir eru vel skipaðar - karlar nógu margir - og aldurssvið söngmanna virðist vera gott. Kórinn býr líka yfir verulegum þrótti til átaka, þegar það á við, en auk þess hefur hann tök á því að syngja ljúft og hlý- lega. Undirritaður fór á tónleikana í Miðgarði. Þar má heita að kórinn sé á heimavelli, enda voru tón- leikarnir vel sóttir ekki síst þegar við það er miðað að nú eru annir miklar í sveitum og margir eiga torlega heimangengt. Margt var allvel og upp í vel gert á þessum tónleikum. Þar má nefna talsvert góðan flutning á Kalinka, þýða hljóma og styrka að baki einsöngvara í Blítt og rótt og Lífið hún sá í ljóma þeim og léttan, leikandi brag í laginu Vorsól eftir söngstjórann, sem kórinn virtist beinlínis hafa gam- an af að syngja. Því miður verður ekki hjá því komist að taka það fram, að ýmislegt var ekki nógu gott á tón- leikunum. Nokkuð of oft brá fyrir einhverju agaleysi og hálfgildings losi í kórnum. Raddir áttu það til að verða óþýðar og ójafnar og þær líkt og skutust fram úr örskotsstundir. Þetta lýtti söng kórsins verulega í nokkrum lag- anna. Einnig brá því fyrir, að innkomur væru ekki nógu ákveðnar og hið sama gilti um afslátt radda. Nokkur lög virtust ekki hafa hlotið nóga æfingu og má þar til nefna Þegar við höld- um norður eftir söngstjórann og Steðjakórinn úr II Trovatore eftir Verdi. Loks var í einstaka tilfell- um einna helst sem þetta mikla og glæsilega hljóðfæri, sem kór- inn óneitanlega er, réði ekki rneira en svo við þau verk, sem hann var að glíma við, og næði ekki að lyfta þeim, svo sem Sig- urkórnum úr Aidu, sem var tals- vert þunglamalegt. í heildina var frammistaða kórsins verulegu lakari en í ferð hans á sæluviku- tónleika á síðasta ári, 1989. Nokkrir einsöngvarar komu fram með kórnum á tónleikun- um á Akureyri og í Miðgarði. Frammistaða þeirra var almennt nokkuð góð. Sérstaka athygli vakti þróttmikill og litríkur flutn- ingur Svanhildar Sveinbjörns- dóttur í laginu Blítt og rótt og glæsileg frammistaða Óskars Pét- urssonar í laginu Vorsól, þar sem hann naut sín verulega og má segja, að hann hafi farið á kost- um. Undirleikari á tónleikunum var Violeta Smíd. Hún studdi kórinn allvel, en hefði gjarnan mátt gefa heldur meiri lit í flutn- inginn með undirleik sínum. í einu verkanna á efnisskránni, Sigurkórnum úr Aida, lék Atli Guðlaugsson með kórnum á trompet og náði sér því miður engan veginn á strik. Skagfirska söngsveitin á glæsi- legan feril að baki og hefur marg- sinnis sannað getu sína í flutningi kórverka. Hún hefur líka á að skipa hæfum manni við söng- stjórapúltið þar sem Björgvin Valdimarsson er. Hann hefur út- sett snyrtilega-mörg lög á verk- efnaskrá kórsins og nokkur eru eftir hann sjálfan. Eins og fram hefur verið tekið hér ofar var margt vel gert á tón- leikunum í Miðgarði. Því ber að þakka þá - með von um galla- minni tónleika næst. Haukur Ágústsson. Glæsibæjarhreppur Kjörfundur vegna hreppsnefndarkosninga hefst í fé- lagsheimilinu kl. 11.00 laugardaginn 26. maí. Kosning er óhlutbundin. Davíð Guðmundsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á endurkjöri. Kjörstjórnin. Aðalfundur Lauf 1990 NA-landsdeild áhugafólks um flogaveiki heldur aðalfund að Hótel KEA þriðjudaginn 29. maí nk. kl. 20.30. (tilefni 5 ára afmælis deildarinnar verður boðið upp á kaffiveitingar. Fræðsluefni. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Sjómannadagurinn 1990 Þeir sem hafa hug á að taka þátt í kappróðri eða öðrum íþróttum á Sjómannadaginn þann 10. júní n.k. tilkynni þátttöku til Baldvins eða Áka, Hafnar- skrifstofunni í síma 26699. Róðrarbátar Sjómannadagsráðs verða til afnota fyrir keppnislið til æfinga í samráði við sömu aðila. Vinsamlegast athugið að róðrarkeppnin fer fram laugardaginn 9. júní og hefst kl. 15.00. Sjómannadagsráð Akureyrar. Aðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 31. maí n.k. kl. 20.30 að Strandgötu 31, Akur- eyri. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á samþykktum. Önnur mál. Stjórn Dagsprents hf. SÝNING föstudaginn 25. maí kl. 13 Bensín- og rafmagnsvélar Loftpúðavélar Vélar m/drifi Mesta úrvalið í bænum. Besta verðið. Greiðslukjör. 1 Sýningarafsláttur 5 % frá staðgreiðsluverÖH! Kaupangi Verslunarmiðstöðin hf. • Sími 23565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.