Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fimmtudagur 24. maí 1990 97. tölublað Stúdentastjörnur 14 kt. gull Einnig slúdentarammar og fjölbreytt úrval annarra stúdentagjafa GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI tekinn í slipp og skorið gat á síðuna „Það sýnist Ijóst að Björgúlfur verði að minnsta kosti frá veið- um í þrjár vikur,“ sagði Valdi- mar Bragason, útgerðarstjóri Útgerðarfélags Dalvíkinga. Ásrafallinn í Björgúlfi EA brann þegar hann var á heimleið síðla sunnudags- kvölds. Togarinn var tekinn upp í Slippstöðinni á Akureyri á mánudagskvöldið og þar var unnið að því í gær að skera gat á síðu hans til þess að ná ásraf- alinum út. Valdimar sagði síðdegis í gær að ekki væri ljóst hvort reyndist unnt að gera við ásrafalinn, en líkur á því hefðu aukist. Hvort sem gert yrði við hann eða nýr fenginn frá Noregi, væri ljóst að skipið yrði frá veiðum í að minnsta kosti þrjár vikur. Ásrafallinn, sem er 800 kíló- vött, er hið mesta flykki. Valdi- mar áætlaði að hann væri um þrjú tonn á þyngd. Hann er staðsettur aftan við aðalvél skipsins, ofan á Kópasker: Vantar fólk ívinnu „Það er ekki hægt að segja annað en atvinnuástandið sé mjög gott þó svo að kaupfélag- ið hafi þurft að leggja upp laupana,“ segir Ingunn Svavarsdóttir, oddviti Prest- hólahrepps, aðspurð um atvinnuástandið á Kópaskeri. „Sem stendur vantar fólk í rækjuvinnsluna og í slátrun hjá Silfurstjörnunni. Iðnaðarmenn á svæðinu hafa líka haft mikið að gera,“ sagði Ingunn. Gistihúsið á Kópaskeri hefur nu verið opnað undir stjórn nýrra rekstraraðila sem aðkomnir eru á staðinn. Þá verður mikil breyting á póstþjónustu á staðnum innan tíðar þegar tekið verður í notkun nýtt húsnæði fyrir Póst og síma. Þetta húsnæði leysir eldra hús af hólmi. JÓH niðurfærslugírnum. Til þess að rannsaka hann vel og vandlega var nauðsynlegt að skera gat á síðu skipsins og ná honum þannig út. „Það er alveg óskýrt hvað þarna hefur gerst. Þetta gerðist á siglingu, ekki undir neinu álagi,“ sagði Valdimar. „Ofan á þetta bætist að við höfðum áformað að fara með Björgvin EA í lestarviðgerð í Slippstöðinni á mánudaginn kemur. Það er mjög bagalegt að þurfa að breyta þeim áformum. Ef ekki kemur til önnur hráefnis- útvegun, getur þetta óhapp sett verulegt strik í reikninginn," sagði Valdimar. óþh Stund milli stríða. Mynd: KL Niðurstöður víðtækrar könnunar á innkaupavenjum íslendinga: Raufarhafnarbúar til rakara í Reykjavík Akureyringar eru duglegastir aö kaupa vörur og almenna þjónustu í sinni heimabyggð, samkvæmt könnun sem gerð var á innkaupavenjum í 37 svéitarfélögum. Að meðaltali eru 95,75% af öllum innkaup- um gerð innan sveitarfélagsins á Akureyri. Húsavík er næst í röðinni með 93,49%, þá Reykjavík með 91,81% og Sauðárkrókur með 91,13% af innkaupum í heimabyggð. Þessar upplýsingar inunu koma frám í skýrslu sem ívar Jónsson hjá Félags- og hagvísindastofnun íslands hefur unnið fyrir Verð- lagseftirlit. Verðlagseftirlitsmenn í sveitarfélögunum höfðu hönd í bagga með að kanna hvernig kaupum á alls- 34 flokkum vöru og þjónustu var háttað. Fyrri hluti skýrslunnar, Svæðisbundnir markaðir á íslandi, mun væntan- lega koma út í næstu viku. Dagur hefur aflað sér upplýs- inga um nokkra helstu þætti þess- arar viðamiklu skýrslu sem lúta að sveitarfélögum á Norðurlandi. Könnuð voru innkaup heimila í sveitarfélagi heimilis sem hlutfall af heildarinnkaupum í viðkom- andi flokki vöru og þjónustu. Einnig var kannað hvar viðkom- andi vara eða þjónusta var keypt ef hún var keypt utan sveitarfé- lagsins. Tölurnar sem getið var um hér í upphafi eru meðaltal allra vöru- flokka, en það er mjög misjafnt eftir flokkum hvernig innkaupum er háttað. Ef við lítum á Norður- land eystra kaupa Akureyringar, Ólafsfirðingar og Húsvíkingar matvæli og helstu nauðsynjar nær eingöngu í sinni heimabyggð. Dalvíkingar sækja hins vegar mikið af vörum og þjónustu til Akureyrar. Raufarhafnarbúar sækja töluvert til Akureyrar, Reykjavíkur og Húsavíkur, minnst þó til Húsavíkur. Athygli vekur að meirihluti karla á Rauf- arhöfn sækir hársnyrtiþjónustu til Reykjavíkur. Það sem Akureyringar sækja helst utan bæjarfélagsins eru föt, þó í minna mæli en önnur sveitar- félög á Norðausturlandi. Akur- eyringar eru líka nokkuð dugleg- ir að kaupa Iiúsgögn í Reykjavík svo og hljómflutningstæki en annars virðast þeir sjálfum sér nógir. Á Norðurlandi vestra mun staðan vera þannig að íb.úar á Blönduósi, Sauðárkróki og Siglu- firði kaupa matvæli aðallega heimabyggð. Þá kernur í Ijós að Blönduósbúar og Sauðkrækingar versla meira í Réykjavík en á Akureyri en Siglfirðingar beina innkaupum sínum frekar til Akureyrar. Blönduósbúar kaupa hljómflutningstæki í Reykjavík en þangað sækja Sauðkrækingar húsgögn og Siglfirðingar föt. Nánar verður greint frá þess- um könnunum þegar skýrslan kemur út en í niðurstöðum henn- ar mun m.a. koma í ljós að ísland er ekki einn markaður, eins og .margir höfðu talið í ljósri bættra samgangna, heldur margir svæðisbundnir markaðir. SS Akureyri: Húsaköramn á Oddeyri lokið - niðurstöðurnar notaðar við framtíðarskipulag Húsakönnun á Oddeyri, sem Hjörleifur Stefánsson arkitckt gerði, er nú lokið en töluverð vinna er þó eftir við úrvinnslu og frágang skýrslunnar. Að sögn Árna Olafssonar, skipu- Tónlistarviðburður á Akureyri annað kvöld: Kim Larsen og félagar norður í dag Danska poppgoðið Kim Lar- sen heillar margan Norðlend- inginn ef marka má forsölu aðgöngumiða á tónleika hans annað kvöld. Stórpopparinn danski og sveit hans Bellami koma til Akureyrar í dag og á morgun verða þeir félagar áberandi í miðbæjarlífínu. Hápunkturinn í heimsókninni til Akureyrar verður kl. 20.30 annað kvöld þegar Larsen þen- ur raddböndin í hljóðkerfí fólk á öllum aldri hefur tryggt sér miða Reykjavíkurborgar sem sett verður upp í IþróttahöIIinni í dag. Kim Larsen mun árita plötur í hljómdeild KEA eftir hádegi á morgun og taka lagið ásamt félögum sínum í göngugötunni kl. 16.30. í gær hófst forsala aðgöngu- miða í verslununum Ábæ á Sauð- árkróki og Torginu á Siglufirði, sem og hjá Ferðaskrifstofu Húsa- víkur. Sætaferðir verða frá öllum þessurmstöðum og einnig frá Dal- vík og Ólafsfirði. Forsala hefur staðið yfir frá því á föstudag í verslununum Tölvu- tæki-Bókval og Sunnuhlíð á Akureyri. Starfsfólk í þessum verslunum sagði í samtali við blaðið í gær að Larsen og félagar virtust heilla alla aldurshópa og töluvert hafi verið um miðapant- anir úr nágrannasveitunum. Búast megi því við vaxandi fram að tónleikunum. JÓH Iagsstjóra Akureyrarbæjar, er varðveislugildi húsa á Oddeyri metið í þessari könnun. Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við gerð deiliskipulags Oddeyrar, en könnunin er liður í undirbúningi fyrir það skipulag. „Niðurstöðurnar úr þessari könnun verða notaðar við ákvörðun varðandi landnýtingu eða skipulag á svæðinu; hvað menn vilja gera, hvernig menn vilja endurnýja, byggja upp eða varðveita. Við höfum þarna efni til að byggja á þegar ákvarðanir verða teknar," sagði Árni. I könnuninni eru engar tillögur um hvað eigi að gera við húsin eða hvar eigi helst að byggja, heldur er hér aðeins um hlutlaust mat á varðveislugildi húsa á Oddeyri að ræða. Það mun síðan koma í hlut nýrrar skipulags- nefndar að sjá um framgang deiliskipulags fyrir Oddeyri, en í framtíðinni má gera ráð fyrir að einhver hús hverfi og ný verði byggð í staðinn. SS Æðarvarp í Aðaldal „Barátta við vargiim „Við sinnum æðarvarpinu mikið. Þetta er erfíð barátta við varginn, hann sækir svo fast á. Fuglinn er lítið sestur enn, hann er seinni á ferðinni, eins og svo margt á þessu vori. Varpið er mest í eyjum Mýrar- vatns og ögn niður við Laxár- ós,“ sagði Vigfús B. Jónsson, bóndi að Laxamýri í S-Þing. ,Þetta gengur í bylgjum, en númer eitt, tvö og þrjú er að verja varpið. Sérstakur minka- veiðimaður er hér starfandi og eins veiðum við mink í boga. Svartbakurinn sækir fast á ung- ana, þegar þeir fara niður til sjávar, og er skotinn án afláts. Það má aldrei slaka á,“ sagði Vigfús. ój Ásrafall í Björgúlfi EA brunninn: Verður frá veiðum í að minnsta kosti þrjár vikur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.