Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 24. maí 1990 - DAGUR - 9 Fjöldi gesta var á útskrift og skólaslitum Fjölbrautaskólans. Eldri nemendur voru fjölmennir og víða mátti sjá svarta kolla útskrifaðra nemenda. OPIÐ í dag fimmtudag til kl. 20.00 KJÖRBÚÐ KEA BYGGÐAVEGI 98 Reiðnámskeið fyrir konur Forseti nemendafélagsins flutti kveðjuorð útskriftarnema Að lokinni afhendingu próf- skírteina og viðurkenninga fyrir ágætan námsárangur flutti Guð- mundur S. Ragnarsson, forseti nemendafélagsins, ræðu fyrir hönd útskriftarnema. Guðmund- ur þakkaði starfsfólki skólans vel unnin störf í þágu nemenda. Hann gerði gildi menntunar að umræðuefni í ræðu sinni. Einnig ræddi hann þau merku tímamót sem stúdentaútskrift er í lífi nemenda sem hafa lagt mikla vinnu að mörkum í fjóra vetur til að ná settu marki. Júlíus Guðni Antonsson fyrr- verandi forseti nemendafélagsins flutti kveðju til nýstúdenta. Hann ræddi nauðsyn þess að stofna fé- lagsskap brautskráðra nemenda frá Fjölbrautaskólanum á Sauð- árkróki. Stofnun slíkra samtaka er einmitt í bígerð. Ungur skóli í örum vexti Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki er ungur skóli í örum vexti. Framkvæmdum við glæsilega heimavist skólans lýkur í haust. Þá bætast við 35 vistarrými og rúmar þá nýja álma vistarinnar um 105 nemendur. Framkvæmdir við bóknámshús skólans hefjast væntanlega á næsta ári. Utboðsgögn til fyrri áfanga hússins liggja væntanlega fyrir seint í sumar eða snemma í haust. Allar teikningar af húsinu liggja fyrir og hafa þær fengið samþykki yfirvalda. Atta ár eru liðin síðan samkeppni að teikn- ingum hússins lauk og eru menn orðnir langþreyttir á bið eftir að framkvæmdir hefjist. Skólameistari vék í ræðu sinni að aðstöðuleysi skólans sem býr nú við mikið húsnæðishrak og aðstaða til kennslu er mjög ábótavant. Ýmsan búnað til kennslu vantar og gagnrýndi skólameistari stjórnvöld harðlega fyrir sofandahátt og skilningsleysi á þörf fyrir úrbætur við skólann. í lok ræðu sinnar flutti skóla- meistari þeim kennurum sem láta af störfum þakkarorð fyrir vel unnin störf í þágu skólans. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir og Ragnar Már Magnússon léku á píanó og bariton verkið Bleiki Pardusinn eftir Henri Mancini. Skólameistari afhcnti nemendum prófskírteini og viðurkenningar fyrir ágæt- an námsárangur. Vel heppnað útskriftarhóf Stúdentar buðu foreldrum sínum og starfsliði skólans til matar- veislu í félagsheimilinu Bifröst að útskrift lokinni. Mötuneyti skól- , ans sá um matreiðslu og var veisl- an hin glæsilegasta. Veislustjóri var Haukur Þorsteinsson og að vanda skemmti hann veislugest- um með gamanmálum eins og honum er einum lagið. Að matarveislu lokinni héldu stúdentar dansleik þar sem Rokkbandið frá Akureyri lék fyr- ir dansi. Skemmtu nýstúdentar sér fram eftir nóttu og héldu upp á hvítu kollana með foreldrum sínum og kennurum. Þann 23. maí halda nýstúdent- ar í tveggja vikna stúdentaferða- lag til Kýpur. Dagur óskar nýstúdentum góðrar ferðar og til hamingju með áfangann. kg/SBG Hið vinsæla reiðnámskeið hefst laugardaginn 26. maí. Kennari verður Kolbrún Kristjánsdóttir. Upplýsingarogskráninghjá Kolbrúnu ísíma 96-61610. íþróttadeild Léttis. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI SKOLASLIT verða í Akureyrarkirkju laugardaginn 26. maí kl. 10.00 árdegis. Skólameistari. TOYOTA Frumsýning á Nordurlamfi laugard. 26. og sunnud. 27. maí frá kl. 13-17 í sýningarsal Bílasölunnar Stórholts p s r' ^ TOYOTA Landcruiser STWlf X 4Runner , Corolla 4wd Carina II Corolla HB Reynsluaksfur Bílasalan Stórholt Hjalteyrargötu 2 • Akureyri Sími 96-23300

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.