Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 24. maí 1990 Útskrift við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki: lJrjátíu nýstúdentar brautskráðir Sauðárkróks og nærsveita. Dagskrá var mjög fjölbreytt og var hún unnin af nemendum og kennurum. Útvarpsstjóri skóla- úvarpsins, sem bar nafnið Rás FAS, var Sigurður Ágústsson. Dagblöð voru gefin út og fóru inn á öll heimili í kjördæminu. Einnig gaf ritnefnd út veglegt skólablað Molduxa. Guðbjartur Haraldsson ritstýrði blaðaútgáfu skólans í opnu dögunum. Skólinn fékk marga góða gesti í opnu dögunum. Thor Vil- hjálmsson kom fram í útvarpi og dagblaði skólans. Hann flutti ljóð á kvæðakvöldi ásamt skáldunum Geirlaugi Magnússyni, Gyrði Elíassyni og Magnúsi Einarssyni. Jón Ormar Jónsson, sem er þekktur fyrir störf sín að leiklist- armálum, hélt námskeið í leik- list. Nemendur settu upp einþátt- ung undir handleiðslu hans. Fyrirlestrar voru haldnir um ýmis málefni, þar má nefna spíritisma, efnahags- og stjórnmál. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynlífs- fræðingur hélt nemendum fyrir- lestur um réttá og ranga kynlífs- hegðun. Viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur Skólameistari afhenti nemendum prófskírteini og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur. Nokkrir nemendur fengu viður- kenningar frá stjórn nemenda- félagsins fyrir vel unnin störf-að félagsmálum. Veittar voru viður- kenningar fyrir einstaka fög og eins alhliða góðan námsárangur. Rakel Brynjólfsdóttir fékk flest- ar viðurkenningar fyrir alhliða námsárangur. Einnig veitti franska sendiráðið henni verð- laun fyrir ágætan árangur í frönskunámi. Stjórn nemenda- félagsins veitti Rakel Brynjólfs- dóttur einnig viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum en hún hef- ur unnið í ritstjórn skólans þrjá vetur. Meðal annara fengu viður- kenningar fyrir góðan náms- árangur: Gunnar Gestson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sérgreinum hag- fræðibrautar. Sigurður Björnsson fékk viðurkenningu fyrir sér- greinar á tæknibraut. Hrafnhild- ur Eiðsdóttir fékk viðurkennigu fyrir góðan námsárangur á upp- eldisbraut. Jóhanna Kornelíusar- dóttir fékk viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku. Gísli Rúnar Konráðsson fékk viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur á iðn- braut húsasmíða. við reksturinn. Þar má nefna helgarakstur með nemendur skólans til Hvammstanga og Siglufjarðar. Einnig kostnað við húsnæðismál kennara sem skiptir miklu máli á uppvaxtarárum skólans. Skólahald brotið upp með opnum dögum í byrjun mars var hefðbundið skólahald brotið upp með opnum dögum. Nemendur starfræktu útvarp og náði útsendingin til Jón F. Hjartarson skólameistari leiddi föngulegan hóp útskriftarnema í sal íþróttahússins á Sauðár- króki. Fjöldi gesta var á útskrift og fjölmenntu garnlir nemendur skólans svo víða sáust svartir kollar eldri stúdenta. Fimmtíu nemendur luku námi við skólann. AIIs brautskráðust þrjátíu nemendur með stúdentspróf. Átta nemendur út- skrifuðust af iðnbrautum, flestir á iðnbraut húsa- smíða. Sex sjúkraliðar brautskráðust og einnig sex nemendur með almennt verslunarpróf. Jón F. Hjartarson skólameist- ari setti skólaslitin sem eru þau elleftu í sögu skólans. í upphafi ávarps síns vék skólameistari að vorkomunni og hversu mikil við- brigði hefðu orðið síðan vetur konungur sleppti tökum sínum. Vorkomunni til heiðurs kynnti skólameistari þær Stephaine Reuer og Heiðdísi Lilju Magnús- dóttur en þær eru báðar nemend- ur skólans. Þær léku á píanó og þverflautu verkið Ceciliano, sem er úr sónötu nr. 2 í Es-dúr eftir Jóhann Sebastian Back. Að lokn- um leik þeirra Stephaine og Lilju var þeim ákaft klappað lof í lófa. Næsti liður var annáll skólans, en hann flutti Jón F. Hjartarson skólameistari. Ný löggjöf um framhaldsskóla í upphafi annáls gerði skóla- meistari nýja löggjöf um fram- haldsskóla að umræðuefni. Sú breyting er orðin að sveitarfélög bera ekki lengur kostnað af rekstri framhaldsskóla á móti ríkissjóði. Þegar til lengri tíma er litið léttist byrði sveitarfélaga af kostnaði við skólahald. Sveitar- félög á norðurlandi vestra munu þó væntanlega bera hluta af kostnaði við þær byggingar skól- ans sem ólokið er, allt að fjörtíu hundraðshlutum. Skólameistari lýsti áhyggjum sínum um að breytingar þessar hefðu neikvæð áhrif á hag skólans. Ríkið hefur reynt að víkja sér undan ýmsum kostnaði Brautskráðir nýslúdentar ásamt Jóni F. Hjartarsyni skólameistara Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans flutti annál síðasta skóla- árs. Yaxandi starfsemi Fjölbrautaskólans Á haustönn innrituðust fleiri nemendur í skólann en nokkru sinni fyrr eða alls hundrað fimm- tíu og einn. í dagskóla voru alls 372 nemendur sem dreifðust á 13 námsbrautir. Fimm brautir til stúdentsprófs, 5 tveggja ára brautir og 3 iðnbrautir. Tækniteiknun var kennd síð- astliðinn vetur, en Hafsteinn Sæmundsson hafði veg og vanda af skipulagningu hennar og var einnig forstöðumaður brautar- innar. Nemendur í kvöldskóla og öldungadeild voru síðastliðið haust alls 167. Skólinn stóð fyrir kennslu í öldungadeild og kvöld- skóla á sjö stöðum í kjördæminu; Siglufirði, Varmahlíð, Blöndu- ósi, Skagaströnd, Húnavöllum, Hvammstanga og Laugabakka. Einnig hélt skólinn fimm námskeið um fjármál fyrirtækja sem alls sóttu um sextíu manns. Fyrirhuguð eru tvö slík námskeið í haust. Þegar allt er talið nýttu því um 600 manns sér þjónustu skólans, ýmist í skólanum sjálf- um eða annars staðar í kjördæm- inu. Gefur það hugmynd um hversu umfangsmikil starfsemi Fjölbrautaskólans er orðin þrátt fyrir ungan aldur. Brautskráðir sjúkraliðar ásamt skólameistara og Herdísi Klausen sem átti veg og vanda að undirbúningi sjúkraliða- brautarinnar. Guðmundur S. Ragnarsson forseti nemendafélagsins flutti kveðju fyrir hönd útskriftarnema.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.