Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1990, Blaðsíða 7
Frmmtudagar 24. maí 1990 - ÐAQUR - 7 Hugleiðingar um umhverfismál f>að hlýtur að vera meginmark- mið hverrar sveitarstjórnar að búa íbúum sveitarfélagsins aðstöðu til að lifa innihaldsríku, menningárlegu og þroskavæn- legu lífi. Ekki veit ég aðra betri leið til þess að nálgast þessi markmið en bera virðingu fyrir og græða og bæta það umhverfi sem við lifum og hrærumst í. Óspillt umhverfi er ekki einungis forsenda fyrir góðu og hamingju- sömu lífi, það er einnig arfur til niðja okkar, til þeirra sem landið erfa. Nú kann einhver að spyrja: Er ekki vilji meirihluta íbúa svæðis- ins að stórauka hér iðnaðarum- svif með staðsetningu stóriðju í næsta nágrenni bæjarins í beinni mótsögn við framangreind um- hverfissjónarmið? Ekki þarf svo að vera. Með nútíma þekkingu og tækni hafa mengunardraugar verið kveðnir niður, það eru úrelt og gamaldags vinnubrögð sem menga umhverfi og spilla því. Við skulum taka undir með skáldinu sem kvað um seinustu aldamót: Sé ég í anda knörr og vagna knúða krafti, sem vannst úrfossa þinna flúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða. Umhverfismálunum að flestu leyti vel sinnt Bæjarland Akureyrar er stórt. Hægt er að tvöfalda núverandi íbúatölu bæjarins án þess að taka „græn svæði“ undir byggingar og önnur mannvirki. Óhætt er að fullyrða að umhverfismálum sé að flestu leyti vel sinnt á Akur- eyri. Unnið er að stækkun útivist- arsvæða. Á seinasta ári voru gróðursettar milli 30 og 40 þús- und trjáplöntur í Kjarna, Nausta- borga- og Hamrasvæði, svo og í bænum sjálfum. Unnið er að frið- un Krossanesborga. Hætt verður að beita hrossum í borgunum, girðingar verða teknar niður, göngustígar lagðir og svæðið látið gróa upp án þess að um mikla útplöntun verði að ræða. Nú er unnið að því að gera fjárhelda girðingu frá efstu mörk- um Kjarnalandsins að Fálkafelli. Rétt ofan við Fálkafell beygir girðingin til vesturs, niður í Gler- árdal og allt niður að Glerá. Norðan og austan girðingarinnar verður land friðað fyrir ágangi búfjár. Landgræðsla ríkisins tek- ur þátt í kostnaði við gerð hinnar nýju fjallgirðingar samkvæmt sérstöku samkomulagi. Kynntar hafa verið hugmyndir um að gera óshólma Eyjafjarðarár að útivist- arsvæði, auðvitað að fengnu sam- komulagi við landeigendur. Reynist það framkvæmanlegt hillir undir þann möguleika að grænt svæði til útivistar og gróð- ursetningar verði frá Vaðlaskógi að Krossanesborgum. „Bærinn í skóginum“ Umhverfi Akureyrar er einhver gróðursælasti hluti landsins. Akureyri hefur verið nefnd „Bærinn í skóginum". Um alda- mótin seinustu var Akureyri trjálaus bær, ef undan eru skildir nokkrir garðar í Innbænum. í dag er öldin önnur, það er spá mín, að skógræktarátak einstaklinga og samtaka éigi eftir að gera Akureyri og nánasta umhverfi að gróðursvæði sem ekki eigi sinn líka á öllu landinu. En er þá nokkuð til sem betur mætti fara? Já vissulega. Þegar harðnar á dalnum í fjárhagslegu tilliti hefur útplöntun verið látin sitja fyrir, frágangur og grisjun hafa mætt afgangi. Stórauka þarf gróður- setningu helst upp í 100 þúsund plöntur á ári og jafnframt þarf að vinna að frágangi og grisjun. „Síberíusvipurinn“ að hverfa Nú langar mig til að víkja að bænum sjálfum. Ytri aðstæður ráða miklu um hvenær öldudalir koma í trjáplöntun bæjarbúa. Ingimar Eydal. Fyrir rúmum áratug fóru saman eitt mesta útþensluskeið í bygg- ingasögu bæjarins og hitaveitu- framkvæmdir. Götur og lóðir voru grafnar sundur og frágangur dróst víða á langinn. Lengi var á hverfum frá þessum tíma hálf- gerður „Síberíusvipur“ en hin síðari ár hefur svipmót þeirra víða breyst með aukinni gróður- setningu. Umgengnishættir bæjarbúa hafa breyst til hins betra, en betur má! Sjaldgæft er orðið að sjá menn henda rusli á götur og torg, enda flokkast slíkt athæfi undir hreinan afglapahátt. Það virðist vera séríslenskt fyrir- brigði að bílaverkstæði safni í kringum sig ónýtum bílum. Söfn af þessu tagi blasa við vegfarend- um sem aka inn í bæinn frá norðri. Nokkur þessara verk- stæða hjálpa mönnum til að halda úti gömlum bílum, og vara- hlutir fást ódýrastir úr „flökun- um“. Auðvitað er það viss dyggð að hirða nýtilega hluti, en á Akureyri eru afskráðir hundrað bílar á ári hverju, og við getum ekki geymt þá alla! Ég held að næsta umhverfisnefnd ætti að beita sér fyrir stofnun einskonar „Vökuports" í samvinnu við verkstæðiseigendur. Höldum forystu- hlutverki bæjarins Ef við ökum inn Glerárgötu sjá- um við Glerármegin einn meg- indrátt í ásjónu bæjarins, en umhverfi hennar er nöturlegt. Neðan brúar hefur átt sér stað skipulagsslys, þrengt hefur verið mjög að ánni með mannvirkjum sem standa á „ystu nöf“ árbakk- ans. Ofan brúar er það syðri árbakkinn sem stingur í augun. Þar ægir saman rusli af ýmsu tagi, hálfgerðum varnargörðum og malarhrúgum. Nú kann einhver að spyrja: eru þetta ekki mál annarra bæjarnefnda t.d. skipu- lagsnefndar? Því er til að svara að mál sem varða útlit bæjarins eru umhverfismál ekki síður en skipulagsmál. Það er t.d. fljót- gert að rífa gamalt hús með stór- virkum vinnuvélum, en þegar upp er staðið blasir e.t.v. við stórskemmd götumynd, skarð sem minnir á mann sem misst hefur framtönn. Og verkefnin minna á sig og krefjast úrlausnar, Skátagil, umhverfi andapolls og svo mætti lengi telja. Sá sem þessi orð skrifar hefur átt sæti í umhverfisnefnd kjör- tímabilið sem nú er senn lokið. Ég vil nota tækifærið og þakka félög- um mínum í nefndinni svo og garðyrkjustjóra, Árna Steinari, fyrir ágæta samvinnu. Akureyringar! Ræktun og umhverfishyggja á sér langa sögu á Akureyri. Höldum forystuhlut- verki því sem bærinn hefur gegnt í umhverfismálum. Ingimar Eydal. Höfundur er fulltrúi Framsóknarflokks- ins í Umhverfismálanefnd Akureyrar. Við kjósum B-listann! Ungt fólk! Við skorum á ykkur að gera það líka!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.