Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 7. júní 1990 i fréttir Málefnasamningur nýja meirihlutans í Bæjarstjórn Akureyrar: Bæjarstjórinn á ekkí að hafa beint pólitískt vald Á * ' s/ i. Halldór Jónsson verður Sigríður Stefánsdóttir Sigurður J. Sigurðsson næsti bæjarstjóri. verður forseti bæjar- verður formaður bæjar- stjórnar. ráðs. í málefnasamningi Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðis- ttokks vegna meirihluta- myndunar í Bæjarstjórn Akureyrar er m.a. gert ráð fyrir sölu á eignarhluta bæjar- ins í Landsvirkjun, tekjuöfl- un bæjarins verður sniðin að fjárhagsáætlun 1990 og að þjónustugjöld muni ekki hækka nema í takt við verð- bólgu. Uppstokkun verður í atvinnumálanefnd og iðn- þróunarlélagi. „Milli þessara ílokka hafa stundum veriö skiptar skoðanir um tekjuöflun og þjónustu- gjöld. Gert er ráð fyrir því að tekjuöflun, þ.e, aðstöðugjöld, fasteignagjöld og útsvar, verði á kjörtímabilinu miðuð við það sem gerðist í fjárhagsáætluninni fyrir árið í ár. Pjónustugjöld taka eingöngu breytingum mið- að við verðlagsbreytingar á kjörtímabilinu, og taka ekki öðrum breytingum hvorki til hækkunar eða lækkunar. Þá erum við ekki að ræða um gjaldskrár orkufyrirtækja sem slíkra heldur eingöngu svo- nefnd þjónustugjöld," sagði Sigurður J. Sigurðsson, oddviti ijálfstæðismanna. I málefnasamningnum er viljayfirlýsing um að selja 5,475% eignarhluta Akureyrar- bæjar í Landsvirkjun, en Sigurður segir að það mál hafi ekkert verið rætt við hina eign- araðilana; ríkissjóð og Reykja- víkurborg. Viðræður við þessa aðila muni leiða í ljós hvort slík sala sé möguleg og þá um leið hvaða verð fengist fyrir eignar- hluta bæjarins. Ekki pólitísk ráðning á nýjum starfsmanni atvinnumálanefndar Sigurður var spurður að því hvort um pólitíska ráðningu yrði að ræða á nýjum starfs- manni atvinnumálanefndar. Hann sagði að slíkt væri ekki á dagskrá. „Árið 1988 var gerður samstarfssamningur við Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar um að starfsmaður sá sem var hjá atvinnumálanefnd færi til iðn- þróunartelagsins, en síðan myndi atvinnumálanefndin kaupa þjónustu þaðan. Það er tilfinning manna að þetta hafi ekki leitt til þess árangurs sem þeir áttu von á, og vilja því hverfa frá þessu fyrirkomulagi, en ráða starfsmann beint til atvinnumálanefndar. Paðáekki að gera þetta að pólitískri valdastofnun," segir Sigurður. Auk málefnasamningsins er fyrir hendi listi yfir helstu verk- efni sem á að vinna að á kjör- tímabilinu. Sá listi verður birtur á bæjarstjórnarfundi á þriðju- dag. Sigríður Stefánsdóttir segir að helstu tekjustofnar bæjarins. verði nýttir með sambærilegum hætti og var gert á síðasta kjör- tímabili. Gjalddögum fast- eignagjalda verður fjölgað í átta. Ákvæði er um að þjón- ustugjöld hækki aðeins í takt við verðlagsbreytingar. Sá kafli málefnasamningsins sem fjallar um atvinnumálin er í fjórum liðum. í fyrsta lagi er rætt um söluna á eignarhlut bæjarins í Landsvirkjun, og verða viðræður teknar upp við sameignaraðila og stjórnvöld um þau mál. Það fé sem fengist fyrir hlut bæjarins yrði notað til lækkunar skulda hitaveitunnar og til nýsköpunar í atvinnulíf- inu. Hlutverk og verksvið iðn- þróunarfélagsins verður endur- metið og tekið til sérstakrar athugunar. Fyrirvarar Alþýðu- bandalagsins vegna álvers í Eyjafirði „Hvað álverið snertir erum við sammála um að hættulegt væri vegna byggðaröskunar að setja þaö niður við Faxaflóa. Við vilj- um halda áfram samvinnu við önnur sveitarfélög til að meta málið og vinna að því eins og gert hefur verið. Skýr kafli er um að sérstaklega verði að gæta umhverfissjónarmiða. Síðan erum við bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins með bókun þar sem við ítrekum fyrirvara okkar flokks við uppbyggingu stóriðju á íslandi almennt. Tryggja verður þjóðhagslega hagkvæmni, ótvírætt forræði íslendinga og að umhverfi sé ekki stefnt í hættu vegna meng- unar. Ótvíræðu forræði er hugs- anlegt að ná án meirihlutaeign- ar. Bæjarstjórn Akureyrar mun ekki meta þjóðhagslega hag- kvæmni, það er verkefni stjórn- valda, en við munum ásamt öðrum í okkar flokki meta það mál, eins og allir flokkar hljóta að gera," segir Sigríður. Sigríður var spurð um hlut- verk formanns bæjarráðs, en eins og kunnugt er þá verður embætti hans stofnað, og hvort vald bæjarstjóra myndi skerðast við þessa breytingu. Hún sagði að formaður bæjarráðs myndi undirbúa bæjarráðsfundi og stjórna þeim, auk þess serri hann yrði talsmaður bæjarráðs í bæjarstjórn. „Petta er ekki spurning um vald bæjarstjóra heldur spurning um hverjir vinna með honum. Bæjarstjóri hefur ekki haft beint pólitískt vald, hann hefur ekki haft atkvæðisrétt í bæjarráði, þótt hann sé formaður þess, og ekki heldur atkvæðisrétt í bæjar- stjórn. Það er því ekki verið að skcrða vald bæjarstjóra," segir Sigríður. EHB Kynning á Coka-Cola leiknum frá Mjólkursamlagi, KEA ^ ■ Öxfirðingar \ilja bora djúpa tfiraunaholu á háhitasvæði Björn Benediktsson í Sand- fellshaga, oddviti Öxarfjarðar- hrepps, segir mikla nauðsyn bera til að bora kílómetra- djúpa borholu í háhitasvæði í Óxarfirði. Rannsóknir sér- fræðinga Orkustofnunar benda eindrcgið til þess að tíu fcrkílómetra háhitasvæði sé fyrir hendi, en kostnaður við að bora „alvöru“ tilraunaholu er á bilinu 15 til 20 milljónir króna. Hið slæma og óvissa atvinnu- ástand í Öxarfirði og á Kópaskeri er orsök þess að menn líta von- góðum augum til háhitasvæðis- ins. Til þess að greiða kostnaðinn af borun tilraunaholunnar er hugmyndin sú að heimamenn fjármagni helming kostnaðar gegnum Seljalax hf. á móti rík- inu. Björn ræddi þetta mál viö iðnaðarráðherra fyrir skömmu við jákvæðar undirtektir. Ritaði hann ráðherra formlega um mál- ið skömmu síðar að beiðni hans, ennfremur þingmönnum kjör- dæmisins. Undirtektir hafa þó ekki nein- ar verið við þessari málaleitan, enn sem komið er. Jarðbor er nú staðsettur á svæðinu vegna bor- ana á vegum fiskeldis, og þykir heimamönnum að mikill sparn- aður væri að því að geta notað borinn eftir nokkrar vikur, þegar hann lýkur núverandi verkefni sínu, því kostnaðurinn við að flytja hann nemur annars einni og hálfri milljón króna. Björn segir að málið sé í ákveðnum vítahring. í óformleg- um viðræðum hefur komið fram að ríkið er tregt til að fjármagna kostnaðarsama jarðborun án þess að fyrirfram sé vitað til hvers eigi að nota orkuna eða gufuna. Þeir aðilar, sem hugsanlega gætu nýtt sér þessar auðlindir, eru heldur ekki tilbúnir til að setja fram ákveðnar hugmyndir meðan ekki er nákvæmlega vitað hvers eðlis háhitasvæðið er. Málið er því komið í sjálfheldu, taki ríkið ekki af skarið. Leysist það á far- sælan hátt sjá menn hins vegar fyrir sér möguleika á stórfelldri atvinnuuppbyggingu á svæðinu í framtíðinni. EHB Hjólbarðaþjónustan Hvannavölluni 14 b á Akureyri hefur tekið við umboði fyrir frönsku Renault-bílana. Á dögunum var fyrsti Renault-bíllinn afhentur á Akureyri eftir að Hjólbarðaþjónustan tók við umboðinu. Hinn lukkulegi bílaeigandi, sem hér tekur við lykli að bílnum, heitir Geirlaug Sigurjónsdótt- ir. Með henni á myndinni eru sölumennirnir Eyþór Tómasson og Einar Gylfason. Mynd: KL Sigluljörður: Næg sumar- vinna unglinga „Unglingavinnan hefst hér á Siglufirði 11. júní. Næga vinnu er að fá fyrir ungling- ana okkar í sumar, þetta er ckkert vandamál hér,“ sagði 1‘ráinn Sigurðsson, bæjar- tæknifræðingur Siglufjarð- arbæjar. Að sögn Þráins, er næga sumarvinnu aö fá á Siglufirði fyrir alla aldurshópa unglinga. „Eldri krakkarnir fá störf við fiskinn, þau yngri stunda garðyrkjustörf og alltaf falla til störf við gatnagerð og annað á vegum bæjarins. Nei, sumar- vinna unglinga er ckkert vandamál í bæjarfélaginu okkar," sagði Þráinn bæjar- tæknifræðingur. ój UIMIMUHL Kjörbúð KEA, Sunnuhlíð 12 Urval á grillið úr kjötborðinu Fimmtudagur: Föstudagur: Vörukynning Vörukynning frá Emmess Opið frá kl. 9-20 frá mánudagi til föstudags Laugardag kl. 10-20. MS/t Mjúkís frá Kjörís ★ Fiskibollur frá Mat og Mörk ★ Stjörnu-popp RC-Cola og Sinalco Blanda Sjáumst á Vordögum í Sunnuhlíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.