Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. júní 1990 - DAGUR - 15 A ,A Bjarni Svcinbjörnsson sækir að Ólafi Gottskálkssyni, markverði KR. Bjarni skoraði fyrsta niark Þórs á íslandsmótinu í ár. Mynd: ki Körfuknattleikur: Tékki þjálfar Tindastól - og Sovétmaður leikur með liðinu Utlit er fyrir að körfuknatt- leikslið Tindastóls verði sterkt á næsta keppnistímabili. Frá- gengnir eru að verða samning- ar við sovéskan leikmann og tékkneskan þjálfara. Auk þess mun Einar Einarsson úr Kefla- vík ganga til liðs við „Stól- ana“. Aðeins er eftir að skrifa undir samningana við þessa útlendinga, en það mun gerast einhvern tím- 4. deild: Gísli með tvö gegn Neista Hvöt sigraði Neista í fyrsta leik liðanna í D-riðli 4. dcildar í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á Blönduósi og urðu lokatölur hans 3:1. Neistamenn fóru vel af stað og voru síst lakari aðilinn framan af leiknum. Þeir náðu forystunni með marki Magnúsar Jóhannes- sonar eftir horiispyrnu en Gísli Gunnarsson jafnaði metin fyrir hlé. í síðari hálfleik voru heima- menn sterkari og bættu við tveimur mörkum. Gísli var fyrst á ferðinni með sitt annað mark en Ásgeir Valgarðsson innsiglaði sanngjarnan sigur Hvatar. __ Golf: Ódýrir tímar fyrir byrjendur David Barnwcll, golfkcnnari hjá GA, hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða sérstaka tíma fyrir byrjendur á einstak- lega góðu verði, eða aðeins 150 kr. klukkustundina. Tímar þessir verða tvo daga í viku í allt sumar og oftar ef þátttakan verður góð. Tímarnir verða á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 19-20. Áhöld verða á staðnum þannig að þeir sem áhugann hafa þurfa aðeins að mæta á staðinn. ann á næstunni. Sovétmaðurinn er 26 ára, um 2,11 m á hæð og á að baki leiki bæöi með A og B landsliði Sovétríkjanna. Hinn tékkneski þjálfari hefur um 17 ára reynslu í þjálfun liða tékk- ncsku úrvalsdeildarinnar og hafa þau látið töluvert að sér kveða í baráttunni um toppsætin. Einar Einarsson ættu flestir körfuunn- endur að kannast við og Ijóst er að hann mun styrkja lið Tinda- stóls enn frekar. Tindastólsliðið mun því verða sterkt á næsta keppnistímabili og er ákveðið aö Sovétmaðurinn og Tékkinn komi til landsins, et' allt gengur upp, úm mánaðamótin júlí/ágúst og geta þá æfingar haf- ist af krafti. Einungis Sturla Örlygsson mun hverfa frá Tinda- stól af þeitn íslensku leikmönn- um sem verið hafa. SBG Hörpudeildin: Otrúlegt lánleysi Þórsara - KR-ingar stálu sigrinum með marki á 93. mínútu! Lánið lék svo sunnarlcgn við KR-inga er þeir sigruðu Þórs- ara 2:1 í 4. uinferð Hörpu- deildarinnar á Akureyrarvelli í gærkvöld. Eftir að hafa átt í vök að verjast nánast allan síð- ari hálfleikinn náðu þeir að skora sigurmarkið þegar rúm- lega tvær mínútiir voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þórsarar, sem voru tvímæla- laust betri aðilinn í leiknuin, sátu eftir með sárt ennið og hefðu etlaust getaö hugsað sér hagstæðari úrslit á 75 ára afmælisdegi félagsins. Fyrri hálfleikur var með ein- dæmum tíðindalítiII. Aðeins einu sinni dró til tíðinda en það var þegar Þórsarar náðu forystunni á 24. mínútu. Árni Þór Árnason vaun þá boltann á hægri vængn- um, sendi áfram á Bjarna Svein- björnsson sem var á auðum sjó í vítateig KR og renndi knettinum af öryggi framhjá Ólafi Gott- skálkssyni og í markið. Það var aðeins ein og hálf mín- úta liðin af síðari hálflcik þegar KR-ing;ir jöfnuðu. Þorsteinn Halldórsson tók þá hornspyrnu frá hægri, knötturinn fór í boga að nærstönginni og barst þaðan fyrir markið þar sem Pétur Pét- ursson stóð aleinn og skoraði af stuttu færi. Þórsarar tóku öll völd á vellin- um eftir þetta og pressuðu stíft. Á 70. mínútu átti Luca Kostie fallegt skot úr aukaspyrnu af 25 metra færi en knötturinn skall efst í stöng KR-marksins og fimm mínútum síðar skaut Árni Þór hátt yfir úr þokkalegu færi. Á síðustu mínútunum dró svo heldur betur til tíðinda. Árni Þór komst inn fyrir KR-vörnina en Ólafur varði vel skot hans, knötturinn barst út þar sem Þórir Áskelsson tók við honum og þrumaöi að KR-markinu en Ólafur var enn á réttum staö. Þá var komiö að KR-ingum, Pétur var allt í einu kominn inn fyrir Þórsvörnina en Friðrik bjargaði vel. Hann átti hins vegar ekkert svar þegar Arnar Arnarson fékk svipað færi mínútu síöar og lyfti boltanum laglega í markið og tryggöi KR-ingum stigin þrjú. Leikurinn var í hcildina afar daufur. Þórsarar voru þó nokkuð sprækir í seinni hálfleiknum og 3. deild: Asmundur tryggði Völsungum stig - skoraði bæði mörk Völsungs í 2:2 jafntefli gegn Einherja Asiiiundur Arnarsson fryggði Völsunguin stig þegar þeir inættu Einhcrja á Vopnafírði í 3. deildinni á þriðjudagskvöld- ið. Einherjamenn koniust í 2:0 en Asmundur skoraði tvívegis í síðari hálfleik og úrslitin urðu 2:2. ## 3. deild: Oruggt hjá Reyni - sigraði TBA 3:0 Reynismenn lögðu TBA að velli með þremur mörkum gegn engu þegar liðin mættust í 3. umferð 3. deildarinnar á malarvclli Þórs í fyrrakvöld. Reynismenn, sem léku án nokkurra fastamanna sinna, voru mun betri aðilinn í leikn- um og sigur þeirra var verð- skuldaöur. Það var jafnræði meö liðunum fyrstu mínúturnar en ekki leið á löngu þar til Reynismenn höfðu náð yfirhöndinni. TBA-maöur- inn Bragi Sigurðsson fékk reynd- ar dauðafæri á fyrstu mínútum leiksins en skot hans fór yfir markið. Reynismenn náðu tök- unt á miðjunni og þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður skoraði Garðar Níelsson af stuttu færi eftir að Páll Gíslason hafði stolið boltanum skemmtilega við endamörkin og sent fyrir markið. Staðan í leikhléi var 1:0. Síðari hálfleikur fór aö mestu fram á miðjunni og fátt markvert gerðist fyrr en á 66. mínútu að TBA-maðurinn Jón H. Brynj- ólfsson skoraði laglegt mark. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að það var í eigið mark og staðan var þar með orðin 2:0. Garðar var svo aftur á ferðinni skömmu síðar er hann rcnndi knettinum snyrtilega framhjá Einari Kristjánssyni, markverði TBA. og innsiglaði sigur Reynis. Eins og fyrr segir var sigur Reynismanna verðskuldaður. Þeir áttu nánast allt spil sem sást á vellinum og voru mun frískari. TBA-menn áttu reyndar ágæt færi í leiknum en léku einfaldlega illa. Einherjamenn léku undan golu í fyrri hálfleik og höfðu frum- kvæöið framan af. Leikurinn fór þó að mcstu fram á miöjunni og lítið var um færi fyrr en Kristján Davíðsson skoraði fyrir Einherja með skalla skömmu fyrir hlé. Einherjamenn bættu öðru marki við i upphafi síöari Itálf- leiks og þar var að verki Gísli Davíösson með góðu skoti frá vítateigshorni. Við þetta mark lifnaði yfir Völsungum. Þeir náöu undir- tökunum úti á vellinum en gekk crfiölcga að skapa sér færi. Um miðjan hálflcikinn minnkaði Ásmundur svo muninn með lúmsku skoti eftir langt innkast og hann var aftur á ferðinni skömníu síðar með glæsilegt mark - þrumuskot í bláhornið. Fótboltinn í þcssum lcik var ekkert sérlega áferðarfallegur og hann einkenndist helst af baráttu og kýlingum. Leikurinn var kaflaskiptur en úrslitin sanngjörn þegar á heildina er litiö. 3. deild: Sanngjam Haukasigur - á Dalvík Haukar úr Hafnartlrði nældu sér í dýrmæt stig er þeir sigr- uðu Dalvíkinga á Dalvíkurvelli sl. þriðjudagskvöld. Leikurinn var í jafnvægi í upphafí, en á 10. mín. brást rangstööutaktík heimamanna sem Rúnar Sig- urðsson Haukamaður nýtti sér út í æsar, 0:1. Eftir markið efldust heimamenn nokkuð, og á 28. mín. átti Birgir Össur- arson gott skot sem markmað- ur Hauka varði vel. Á 32. mín. kom svo jöfnunar- markið. Jónasi Baldurssyni var hrint í vítateignum, og Guðjón Antoníusson skoraði úr víta- spyrnunni. Á II. mín. síðari hálfleiks skoraði svo Brynjar Jóhannsson annað mark Hauka með skalla eftir iaglegt samspil upp hægri kantinn, og á 36. mín innsiglaði svo Gauti Magnússon sigur Hauka, 1:3. Driffjöðrin í leik Hauka var þjálfarinn og fyrrum Þórsari, Guðjón Guðmundsson sem átti góðan dag. Einn leikmaður úr hvoru liði fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk. GG hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn. Luca Kostic var að yenju afar traustur í liði þeirra og Árni Þór átti skemmtilcga spretti í framlínunni. KR-ingar leika yfirleitt illa á Akureyri og það breyttist ekkert í gær. Sigurður Björgvinsson lék vel. Pétur og Arnar þokkalega en aðrir sýndu lítið. Þess má geta að feögarnir Sigurður Lárusson og Lárus Orri Sigurðsson léku báöir í Þórslið- inu í gær. Eftir því sem næst veröur komið er þetta í fyrsta sinn sem fcögar leika saman í 1. deildinni á íslandi. l.iA Þórs: Friörik Friöriksson. Sitiuröur Lárus- son. Noi Björnsson, .lúlius Tr\'iigvasi»n (Olalur Þórlicrgsson á 75,, min.). I.uca Koslic. Árni l‘ór Arnason. Illynur Bireisson. Bjarni Svcinhjörns- son. Þorir Askclsson. ÞoiMcinn Jönssonog l.ár- us Orri Sitiurösson. I.iö KR: Olaiur Ciotlskálksson. Sitiuröur Bjt>rg- \inssi>n. .ItWiann l.apas. l»ormi>öur Ftiilsson. Sitiuröur Omarsson (Hilmar Hjörnssmi ;i 75. min ). Ratmar Margcirsson (Ouöni Circtarsst>n a S7. mín.). Ciunnar Skúlasmi. 1‘orstcinn Hall- tlorsson. Björn Ralnsson. Arnar Arnarsson i>c l’ctur Pctursson. Dónuiri: (ivlli Orrason ot» ihcnuli liann mjöt* cl. I.iniivcróir: Bratii V. Bcrtimann t>e Marinö l»or- 'tcinsson. Staðan KR 4 3-0-1 7:4 9 ÍBV 4 3-0-1 5:5 9 Fram 3 2-1-0 8:0 7 Vulur 4 2-1-1 5:3 7 FH 4 2-0-2 7:4 6 Stjarnan 4 2-0-2 6:9 6 Víkingur 41-2-1 6:5 5 ÍA 4 1-1-2 4:8 4 Þór 4 0-1-4 1:6 1 KA 3 0-0-3 1:5 0 Uinfcrðiniii lýkur í kvöld með leik Frain og KA. Handknattleikur: Jóhann Samúelsson íil Þórs Handknattleiksmaðurinn Jó- hann Samuelsson hefur ákveð- ið að leika ineð Þórsuruin í 2. deildinni næsta vetur. Jóhann hefur leikið meö Víkingi síð- ustu tvö ár. Jóhann þekkir vel til í herbúð- um Þórs því hann er Akureyring- ur ug lék með félaginu allt þar til hann skipti yfir í Víking. Er ekki að efa að endurkoma hans ntun styrkja Þórsliðið verulega. Þrymur byrjaði á ósigri Kormákur frá Hvammstanga sigraði hið nýja lið Sauðkræk- inga, Þryni, með þremur mörkum gegn einu á malar- vellinum á Sauöárkróki sl. þriðjudagskvöld í fyrstu um- ferð D-riöils 4. deildar. Fyrri hálfleikur einkenndist af baráttu og náði hvorugt liðið að skora. Þrymsmenn voru síðan fyrri til að skora í þeim seinni en höfðu greinilega ekki úthald til að halda fengnum hlut. Kor- máksmenn gengu á lagið og skor- uðu þrjú mörk áður en flautað var til leiksloka. Þeir sem gerðu mörkin í leikn- um voru Kristján Baldvinsson fyrir Þrym og Rúnar Guð- mundsson, Albert Jónsson og Hörður Guðbjörnsson fyrir Kormák. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.