Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. júní 1990 - DAGUR - 9 Frá sumarbúðunum við Vestmannsvatn í Aðaldal. Skriðuhreppur Kjörfundur vegna sveitastjórnarkosninganna verður haldinn að Melum laugardaginn 9. júní og hefst kl. 11 f.h. Kjörstjórn. Kj[örfundur í Óxnadalshreppi vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara 9. júní 1990, hefst kl. 12.00 að hádegi í sam- komuhúsinu við Þverá. Kjörstjórn. skeið tekið við orlofshópum víðs vegar af landinu sem hafa dvalið hér í eina viku, farið um og skoð- að nágrennið. Aukin samkeppni í þessum „bransa“ sem og öðrum Fyrstu 10-15 árin sem sumarbúðir voru starfræktar við Vestmanns- vatn voru börn og unglingar alls- ráðandi yfir sumartímann þar til aðsókn fór að dragast saman á árunum 1975-80. Síðan hefur flokkum yngri barna fækkað og við höfum fjölgað hópum aldr- aðra og ýmsum orlofshópum til að fullnýta sumartímann. Það hafa fleiri aðilar bæst í hóp þeirra sem bjóða upp á ýmislegt yfir sumarið, bæði fyrir börn og full- orðna. Við verðum bara að laga okkur að því og bjóða upp á eitthvað annað í staðinn og auka fjölbreytnina." - Þannig að það er samkeppni í þessum „bransa" eins og öðrum? „Já, hún hefur t'ærst mjög í vöxt undanfarin ár. Börnum er boðið upp á svo margt heima fyrir, á vegum bæjarfélaga, íþróttafélaga og fleiri. Það er strangari dagskrá þar en var áður, sérstaklega hjá íþróttafé- lögunum. Þau eru með mjög strangt „prógramm" fyrir krakka yfir sumartímann. Á margan liátt er það til hins betra og við hér við Vestmannsvatn þurfum bara að laga okkur að breyttum aðstæð- um.“ stað og sama tíma og síðan á laugardaginn frá kl. 10.30-11.30 í göngugötu. Heilbrigðisráðherra, Guð- mundur Bjarnason, mun ræsa hlaupið og verður það gert sam- tímis í Reykjavík og á Akureyri með aðstoð Ríkisútvarpsins, Rásar 2. Þátttökugjald er ekkert, en þátttakendur fá afhent barm- merki við skráningu. Þeir sem áhuga hafa á að eignast bol með merki hlaupsins geta fengið hann keyptan á skráningarstöðum. Heilsuhlaupið liefst í göngugötu og verður hlaupið sem leið liggur eftir Hafnarstræti, Aðalstræti, Nausta- fjöru og til baka eftir Drottningar- brautinni, síðan upp Strandgötuna og endað á sania stað og hlaupið hófst, þ.e. við göngugötuna. Þátttökunúmer verða afhent við rásmark og að loknu hlaupi verða dregin út tíu númer, sem fá sérstaka viðurkenningu. Eins og áður greinir hefst hlaupið í göngugötu og verður hlaupið sem leið liggur eftir Hafnarstræti, Aðalstræti, Naustafjöru og til baka eftir Drottningarbrautinni, síðan upp Strandgötuna og end- að á sama stað og hlaupið hófst, þ.e. við göngugötuna (sjá mynd). Lúðrasveit Akureyrar leikur létt lög, undir stjórn Atla Guð- laugssonar milli kl. 11 og 12. Kynnar verða Halldóra Bjarna- dóttir, hjúkrunarfræðingur, og Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri, sem jafnframt stjórnar hlaupinu. Styrktaraðilar hlaupsins eru sparisjóðirnir og verksmiðjan Vífilfell, sem mun sjá um hressingu á staðnum, en einnig hafa ýmis fyrirtæki á Akureyri veitt málinu liðveislu. I samtali við Halldóru Bjarna- dóttur kom fram að Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin (WHO) Samstarf við Félag aldraðra á Akureyri í bígerð - Nú hefst fjörið á morgun hjá ykkur. Hvernig er aðsóknin? „Hún hefur verið svipuð og í fyrrasumar. Fyrsti hópurinn er ekki alveg fullur en annar hópur- inn, sem í eru yngstu krakkarnir, er sneisafullur fyrir lifandi löngu. Við hefðum getað fyllt þann hóp a.m.k. tvisvar sinnum. Yngri krakkarnir sækja búðirnar meira heldur en þau eldri, það er alveg Ijóst. Þannig að við þyrftum að bjóða fleiri flokka fyrir yngsta hópinn, 7-10 ára. Við eruni þokkalega ánægð með þessa aðsókn. Þessa dagana er verið að ganga frá dvöl aldraðra og blindra í sumar. Við höfum átt ágætt samstarf við félögeldri borg- ara, sem víðs vegar hafa sprott- ið upp. Að þessu sinni erum við að reyna að fá eldra fólkið í sveit- unum í kring til að dvelja hjá okkur. Það er í bígerð að taka upp samstarf við Félag aldraðra á Akureyri, en það hefur ekki verið svo mikið um það að aldr- aðir Akureyringar hafi dvalið hér við Vestmannsvatn. Það eru að skapast meiri tengsl við þessi félög, sem er mjög gott." Hér verður unnið af kappi - Þannig að þið eruð bjartsýn á framtíðina þarna í Aðaldalnum? „Já, mjög svo. Við hlökkum bæöi til sumars og horfum til betri tíma með tilkomu hitaveit- unnar og fleira. Hér verður áfram unnið af kappi við upp- byggingu Vestmannsvatns," sagði sr. Jón Helgi Þórarinsson að lokum í samtali við Dag, staddur við Vestmannsvatn að undirbúa sumarið ásamt fríðum flokki samstarfsfólks. -bjb hefur það á stefnuskrá sinni að stuðla að heilbrigði fyrir alla árið 2000. Krabbameinsfélagið er þeirrar skoðunar að heilsuhlaup- ið sé gott innlegg í þá umræðu og til kynningar á starfsemi félagsins hjá þeim aldurshópum sem minnst kynni hafa af starfsemi þess. Þar hafið þið það, Akureyring- ar og nærsveitamenn. Nú er bara að taka sig saman í andlitinu og mæta í heilsubótaskapi í göngu- götuna á laugardaginn með hlaupatútturnar og fjölskylduna »1 í eftirdragi og leggja um leið góðu málefni lið. -bjb r Blciki fíIIÍNN Hafnarstræti 100 Sími25500 Fimmtuda^ • Föstudag • Laugardag NY DÖNSK Föstudag • Laugardag Sunnudag (Sjómannadag) til kl. 02 VIKING BAND frá Færeyjum s______________________> FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnám Flugmálastjórn mun standa fyrir bóklegri kennslu fyrir væntanlega atvinnuflugmenn í samstarfi viö Fjölbrautaskóla Suöurnesja skólaárið 1990-1991, ef næg þátttaka verður. Kennt verður í kennsluhúsnæði Flugmálastjórnar á Fteykjavíkurflugvelli. Inntökuskilyrði eru einkaflugmannsskírteini og stúd- entspróf (þar af a.m.k. 3 einingar í eðlisfræði). Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Flugmálastjórn- ar í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli. Umsóknir þurfa að hafa borist þangað fyrir 1. júlí nk. Umsóknum skal fylgja: Staðfest Ijósrit af stúdentsprófi, Ijósrit af einkaflugmannsskírteini og 1. flokks heilbrigðisvottorð frá trúnaðarlækni flug- málastjórnar. Flugmálastjórn. Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. / ....________________. Jktý/ýS\ Leitið upplýsinga i siinum 24047 og 24599. ★ Póstsendum um allt land.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.