Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 16
Filmiimnttaka- Kjörbúð KEA Byggðavegi nimumUUdKcl. Kjörmarkaður KEA Hrísalundi, BÚHIll Sunnuhlíð Staða sveitarstjóra á Skagaströnd: Alls bárust 8 umsóknir 5 óskuðu eftir nafnleynd Umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra á Skagaströnd rann út sl. þriðjudag. Alls bár- ust 8 umsóknir og þar af ósk- uðu 5 umsækjendur eftir nafn- lcynd. Hinir þrír eru Áki Áskelsson, Reykjavík, Magn- ús Stefánsson, Bifröst Borgar- firði, og Ólafur Arnfjörð Guðmundsson, Ólafsvík. Hreppsnefnd Höfðahrepps, sem senn lætur af störfum, fund- aði í gær um umsóknirnar en ekki verður tekin ákvörðun um hver tekur við af Guðmundi Sigvalda- syni fyrr en ný hreppsnefnd verð- ur að veruleika. Óvíst er hvenær það verður, en sem kunnugt er hefur talning í sveitarstjórnar- kosningum á Skagaströnd verið kærð til sýslumanns á Blönduósi. Samkvæmt sveitarstjórnalögum á ný hreppsnefnd að hafa tekið við fyrir 10. júní nk. en nefnd sú sem Jón ísberg setti á laggirnar vegna kærunnar skilar ekki áliti fyrr en eftir hálfan mánuð. Pað gæti því eitthvað dregist að ný hreppsnefnd taki við og nýr sveit- arstjóri valinn á Skagaströnd. Það veltur allt á einu utankjör- staðaratkvæði. -bjb Búnaðarsamband Eyjafjarðar: Ný „Búkolla“ árið 1992 Reykt í rólegheitum. Mynd: KL Atvinna skólafólks á Akureyri: Verkeftri og vilji fyrir hendi en flármagn vantar - segir Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Undirbúningur vegna nýrrar útgáfu bókarinnar Byggðir Eyjafjarðar er nú að komast á fullt skrið en áætlað er að ný bók komi út árið 1992. Liðin eru 18 ár frá því Byggðir Eyjafjarðar var gefin út af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og þá voru bindin tvö. Ekki hefur verið ákveðið nú hvort bindin verða tvö en megin- áherslan verður lögð á upplýs- ingar um einstök býli og ábú- endur. I fyrri útgáfunni var efninu skipt í tvö bindi. Annars vegar var um að ræða sögu Búnaðar- sambandsins og upplýsingar um hreppana á Eyjafjarðarsvæðinu en að sögn Guðmundar Stein- dórssonar, sem sæti á í ritnefnd þeirri sem stjórn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar hefur skipað, verður minna farið út í sögu bún- aðarfélaga á svæðinu eða sveita- lýsingar nú heldur verður nýja útgáfan með svipuðu sniði og seinna bindið af útgáfunni frá „Við opnum paradís laxveiði- mannsins með viðhöfn í lóninu austan Laugalandsvegar þann 15. júní,“ sagði Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Akureyrar. Flugskóli Akureyrar, sem jafn- framt er fyrsti flugskóli á Is- landi, er 45 ára í dag. Skólinn var stofnaður 7. júní 1945 af þeim Árna Bjarnarsyni bóka- útgefanda og Gísla Ólafssyni lögregluþjóni og hefur starfað nær óslitið allan þennan tíma. Flugfélag Norðurlands rekur skólann, og við hann starfa 3 kennarar og hefur skólinn til um- 1972, þ.e. upplýsingar um bæi og ábúendur. „Já, ætlunin er að byrja að taka myndir af bæjunum í sumar og menn geta farið að munda penslana, það er að segja þeir sem á annað borð hafa tíma til þess fyrir slátt,“ sagði Guðmund- ur. í nýju útgáfunni verða væntan- lega litmyndir en hvernig form verður á upplýsingunum um bú og ábúendur segir Guðmundur ekki endanlega ákveðið á þessari stundu. Byggðir Eyjafjarðar I og II, eða Búkolla eins og þessar bækur hafa oft verið nefndar, hafa víða verið mikið notaðar. Guðmundur segist því búast við að endurútgáfu verði vel tekið. „Já, ntaður sér víða að seinna bindið er ansi illa farið af mikilli notkun og við höfum fengið áskoranir úr sveitunum um að endurútgefa þessar bækur.“ Ritnefndina skipa auk Guð- mundar þeir Jóhannes Sigvalda- son og Kristján Sigfússon. JÓH Að sögn Gísla ætlaði hann að sleppa eldislaxi í tjörnina við Leiruveginn, en tvennt kom í veg fyrir það. í fyrsta lagi er tjörnin of heit og í öðru lagi eru bakkar tjarnarinnar ekki nægilega ráða 2 tveggja sæta kennsluvélar af gerðinni Piper-Tomahawk. í skólanum eru 15 til 20 nemendur sem bæði sækja skól- ann misvel og eru misjafnlega langt komnir í fluglistinni. Einnig starfar skólinn á Húsavík og Siglufirði þegar um nemendur er að ræða frá þeim stöðum. Framkvæmdastjóri er Sigurður Aðalsteinsson. GG „Atvinnumál skólafólks og unglinga á Akureyri eru mik- ið vandræða- og alvörumál. Skólafólk á aldrinum 15-16 ára á í mjög miklum erfiðleikum með að fá vinnu í sumar og þetta vandamál kemur eins og holskefla yfir okkur og er erfitt úrlausnar,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar. grónir. „Austurbakkinn er ekki aðlaðandi vegna moldar. Laxin- urn verður því sleppt í lónið aust- an Laugalandsvegar neðan við skógarreitinn, en þar er náttúru- fegurð og vatnið í lóninu er gott. Við hefjum veiðina 15. júní, en á staðnum verður veiðivörður, sem selur leyfi og verður fólki til halds og trausts. Hátt í 1000 laxar, stór- ir og smáir, verða í lóninu og stangafjöldi verður takmarkaður við 12 stangir. Verð veiðileyfis verður við allra hæfi og veiðin takmörkuð við tvo laxa á selt veiðileyfi. Veitt verður með flugu, spæni og maðk, önnur veiðarfæri eru bönnuð. Veiðitím- inn verður frá kl. 9-15 og 15-21 og aðeins veitt af austurbakkan- um. í haust að veiðitímabilinu loknu, verður sá veiðimaður verðlaunaður með helgarferð til Luxemborgar, sem veitt hefur stærsta laxinn og einnig sá veiði- maður, sem veiðir flesta laxa í sumar," sagði Gísli Jónsson. ój Að sögn Árna er fimmtán ára aldurshópurinn svo miklu stærri en ráð var fyrir gert að vandræði hafa skapast. 202 unglingar eru skráðir, en gert var ráð fyrir 75 unglingum, ef miðað er við reynslu fyrri ára. Bæjarráð hefur veitt tíu milljónum króna auka- lega til þessa aldurshóps til atvinnusköpunar, en jafnframt fá unglingarnir aðeins vinnu hálfan daginn. Nú er í athugun að skapa 50 ný atvinnutækifæri fyrir 16 ára unglinga. 74 voru á skrá hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni síð- ast þegar skrá Var gerð. „Mér er falið að skoða alla möguleika. Félagsmálaráðuneyt- ið er inni í dæminu. Það útdeilir fjármagni vegna atvinnu skóla- fólks. I fyrra sköpuðu peningar frá félagsmálaráðuneytinu 11 störf fyrir skólafólk hjá Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga. Raunar eru allir möguleikar skoðaðir þessa dagana, en hvað verður er Nýkjörin hreppsncfnd í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði kom sainan til fyrsta fundar í fyrrakvöld og kaus hún þá Ólaf Vagnsson í embætti oddvita hreppsins. Varaoddviti var kjörinn Anna Guðmundsdótt- ir. Nýjar hreppsnefndir Saurbæj- ar- og Öngulsstaðahrepps hafa ekki kontið saman til l'unda eftir kosningar og því hefur ekki verið kjörið í embætti og nefndir. Hreppsnefndirnar verða þó að ekki ákveðið. Verkefnið Land- græðsluskógar 1990 á Melgerðis- melum gætu tekið við unglingum og margt fleira, en því miður þá vöðum við ekki í peningum og það er vandamálið. Að skera vinnuna niður í hálfs dags starf eins og gert hefur verið er neyðarúrræði. Ef allir ættu að hafa fulla vinnu þyrftum við 20 milljónir hið minnsta, en þær eru ekki til staðar. Atvinnumál unglinga eru erfitt viðfangsefni þegar slík holskefla ríður yfir, en víst er að við gerum okkar besta. Hvað við geturn síð- an gert verður að ráðast, viljinn er fyrir hendi og verkefnin, en fjármagnið vantar. Trú mín og vissa er sú að atvinnumálunum verði bjargað, en þá verða atvinnufyrirtæki og forsvarsmenn þeirra að leggja okkur lið, þeirra er málið einnig," sagði Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkju- stjóri. ój koma saman til funda fyrir næst- komandi sunnudag en samkvæmt lögum verða þær að koma saman innan hálfs ntánaðar frá kosning- um. Á fundi hreppsnefndarinnar í Hrafnagilshreppi voru jafnframt kjörnir tveir fulltrúar hreppsins í nefnd sem vinna mun að samein- ingu sveitarfélaganna þriggja framan Akureyar. Fyrir hreppinn munu sitja í nefndinni Ólafur Vagnsson og Anna Guðmunds- dóttir. JÓH Akureyri: Um 1000 löxum sleppt í lón austan Laugalandsvegar - veiði hefst 15. júní nk. Flugskóli Akureyrar fagnar 45 ára afinæli í dag Hrafnagilshreppur: Ólafur í oddvitastólinn - Ólafur og Anna í sameiningarnefnd

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.