Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 3
fréttir Fimmtudagur 7. júní 1990 - DAGUR - 3 t Pokasjóður Landverndar: Plastpokapeningamir lyfta grettistaki í irnihverfismálum Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtök íslands, Land- vernd, eru að verða eitt mikil- virkasta afl í umhverfisvernd og gróðurverndarmálum hér á landi. Á þessu ári veitir Land- vernd 11 milljónum króna til 73 verkefna á þessu sviði en þessir fjármunir koma úr pokasjóði Landverndar sem stofnaður var þegar sérstakt gjald var lagt á sölu á plastpok- um í matvöruverslunum hér á landi. Á síðasta ári var veitt tæpum 7 milljónum króna úr áðurnefnd- um sjóði til 36 verkefna en taka verður með í reikninginn að þetta gjald var ekki lagt á plast- poka fyrr en 1. mars á því ári. Samkvæmt upplýsingum Land- verndar hafa þessar tæpu 18 'milljónir króna farið til land- græðslu, gróðurverndar og skóg- ræktar. Sé dærni tekið um ein- staka landshluta má nefna að Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda hefur stofnað hlutafélagið Union Islandia S.A. á Spáni, sem tekið hefur við allri sölu- og markaðsstarf- semi SÍF sem opnuð var í Bar- celona um áraniótin 1987- 1988. Union Islandia S.A. er fyrsta erlenda dótturfyrirtæki SÍF, en söluskrifstofa hefur verið starfrækt í Genúa á Ítalíu um langt árabil, auk skrifstof- unnar í Barcelona. Að sögn forsvarsmanna SÍF er helsti tilgangurinn með stofnun dótturfyrirtækis á Spáni að efla enn frekar alla sölustarfsemi SÍF á Spánarmarkaði, sem er mjög mikilvægur markaður fyrir salt- fiskframleiðslu landsmanna. Að sögn Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra SÍF, er afar þýðingarmikið að tryggja og styrkja verðmæt viðskiptasam- bönd við saltfiskkaupendur á Spáni, sem mörg hver eru meira en hálfrar aldar gönrul. Á síðasta ári flutti SÍF út 10 þúsund tonn af saltfiski til Spánar fyrir þrjá milljarða króna. Það sem af er þessu ári hafa verið flutt út 8 þúsund tonn af saltfiski til Spánar. Stjórn Union Islandia S.A. skipa Tryggvi Finnsson, Húsa- vík, stjórnarformaður, Gunnar Tómasson, Grindavík og Sigurð- Norðurland eystra hefur fengið 3 milljónir af þessu fé til ýmissa umhverfisverkefna. I gögnum frá Landvernd kem- ur fram að hluti af gjaldi þeirra plastpoka sem merktir eru með merki Landverndar rennur í pokasjóðinn en á hinn bóginn eru þær verslanir til sem nýta sér undanþágu í lögum og selja plast- poka án þess að láta hluta af and- virði þeirra renna til Landvernd- ar. Á þann hátt eru verslanirnar að næla sér í peninga í stað þess að láta andvirði pokasölunnar renna til umhverfismála í land- inu. Úthlutun styrkja úr poka- sjóðnum er með þeim hætti að skipuð var sérstök fagnefnd til að fjalla um umsóknir, leggja á þær mat og gera tillögur til stjórnar Landverndar um úthlutanir. Þessa nefnd skipa aðilar frá Landvernd, Háskóla íslands, Hinu íslenska Náttúrufræðifé- ur Haraldsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÍF. Fram- kvæmdastjóri er Jose Solemou, sem sá um rekstur söluskrifstofu SÍF í Barcelona. óþh lagi, Skógræktarfélagi íslands. Kaupmannasamtökunum og Sam- bandsverslunum. Á þeim tíma sem liðinn er frá upphafi gjaldtöku fyrir plastpoka hefur samstarf við verslanir verið gott. Samkvæmt upplýsingum Landverndar hafa flestar verslan- ir gert skil í hverjum mánuði. Eins og áður segir hefur verið úthlutað fyrir yfirstandandi ár 11 milljónum króna úr pokasjóðn- um. Þetta fé dreifist vítt og breitt um landið en alls eru 73 aðilar sem sjá um framkvæmdirnar. Ef litið er á úthlutanir til Norður- lands kemur í ljós 'að á Norður- landi vestra fengu 7 aðilar úthlut- un en 11 á Norðurlandi eystra. Aðilarnir á Norðurlandi vestra eru eftirtaldir: Litlu Græningj- arnir til skjólbeltageröar við Reykjaskóla í Hrútafirði, Skóg- ræktarfélag Ásahrepps til plöntu- kaupa fyrir reit félagsins að Hofi í Vatnsdal, Lionsklúbburinn Lilj- ur á Blönduósi til uppgræðslu í hvömmunum noröan Blöndu gegnt Hrútey, Skógræktarfélag Skagastrandar til gróðursetning- ar á svæði félagsins í útjaðri Skagastrandar, Húnavallaskóli til gróðursetningar við skólann, Skógræktarfélag Vestur-Húna- vatnssýslu til viðhalds girðinga, plöntukaupa, auglýsinga, vinnu o.fl. á útivistarsvæði í Kirkju- hvammi ofan Hvammstanga og Skógræktarfélag Skagfirðinga til framhalds Reykjahólaverkefnis. Eftirtaldir aðilar á Norðurlandi eystra fá styrk á þessu ári: íþróttafélagið Leiftur í Ólafsfirði til uppgræðslu í og við skriðurnar sem féllu á bæinn í ágúst 1988, Kvenfélag Ljósvetninga til kaupa á trjáplöntum sem plantað verð- ur innan girðingar við Stórutjama- skóla, Skógræktarfélag Suður- Þingeyinga til grisjunar og umhirðu í Fossselsskógi, Golf- klúbbur Húsavíkur til trjáræktar og uppgræðslu á svæði klúbbsins í Kötlum við Húsavík, Árskógs- hreppur til skógræktar og um- hverfismála í hreppnum, Prest- hólahreppur til umhverfisbóta við Kópasker. Brynjar Skarphéö- insson á Akureyri til girðinga til aö friða fágætt landsvæði sem nær 100 m frá sjó og uppundir Vaðlaheiðarbrún til þess að gera athugun á trjágróðurleifum og kvæmatilraunir, Skógræktarfélag Eyfirðinga í samstarfi við umhverfisnefnd Akureyrar og Landgræðslu ríkisins til giröinga, stíga- og slóðagerðar og plantna, Melgerðismelar í Saurbæjar- hreppi tl friðunar lands og gróð- ursetningar, Grýtubakkahreppur til kaupa á trjáplöntum til gróð- ursetningar á Grenivík og Kven- félagið Freyja á Raufarhöfn til kaupa á fræi og áburði til a'ð græöa upp land í nágrenni Rauf- arhafnar. JÓH SUNNUH L í Ð Fimmtudagur 7. júní Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda: Opnar skrifstofu á Spáni Upplýsingar vegna MA- hátíðar Eins og fram kom í blaðinu í gær verður skrifstofa vegna MA-há- tíðar í íþróttahöllinni á Akureyri að kvöldi 16. júní n.k. opin dag- ana 14., 15. og 16. júní. Fram að þeim tíma verða gefnar allar upp- lýsingar um hátíðina hjá Ólafi H. Oddssyni í síma: 96-24284 eða Nönnu Þórsdóttur í síma: 96- 22199 niilli kl. 17 og 19 virka daga. • Boðið upp ó vöfflur og kaffi í Raflandi • Kynning á slökkvitœkjum og frœðsla um eldvarnir, sérfrœðingar á staðnum frá kl. 13-18 • Hljóðfœrakynning • Myndataka af börnum í skrípamótum frá kl. 14-15 og 16.30-17.30 • Kynning á ITC-félagsskapnum • Kynning á framtíðarskipulagi í Glerárhverfi • Kynning á skóm frá Strikinu • Vörukynningar hjá KEA frá kl. 16-19 • Kynning á sportfatnaði, tœkifœrisfatnaði, brauðum og fleiru • Sýning á útisvœði á hjólhýsum, tjaldvögnum, tjöldum og útilegubúnaði • Barnabókakynning • Sýning á módelflugvélum • Sýning á tréútskurði • Getraun í gangi, verðlaun 10.000 kr. úttekt í Sunnuhlíð • Kynning á Claude Langy snyrtivörum í versluninni Ynju frá kl. 14-18. í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri eru 20 verslanir og þjónustuaðilar Njóttu vorsins með okkur og láttu sjá þig á Vordögum 1990

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.