Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 7. júní 1990 Sumarbúðir við Vestmannsvatn í Aðaldal: Horft til betri tíma með tilkomu hitaveitu - gefur möguleika á nýtingu yfir veturinn Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti hefur um 25 ára skeið starfrækt sumarbúðir við Vest- mannsvatn í Aðaldal, jafnt fyrir unga sem aldna. Á morgun hefst sumarstarfið þegar norðlensk ung- menni flykkjast að vatninu og taka til við leikja- og íþróttaiðkun margs konar. Að sögn sr. Jóns Helga Þórarinssonar, stjórnarformanns ÆSK, sem verð- ur ásamt öðrum, sumarbúðastjóri á Vestmanns- vatni, er aðsóknin með skásta móti í sumar. Fyrir dyrum stendur gjörbreyting á starfsaðstöðu við Vestmannsvatn því í ágúst verður lögð hitaveita heim á staðinn, sem m.a. gefur möguleika á nýt- ingu húsanna allt árið. Á síðasta ári var aðsókn að búðunum mun minni en verið hafði árin á undan og verulegur halii varð á rekstrinum, sem treystir alfarið á dvalargjöld- in. En með tilkomu hitaveitunnar horfa forráðamenn ÆSK til betri tíma og hyggja að margháttuðum breytingum og endurnýjun við Vestmannsvatn í framtíðinni. í maí sl. var lokið við að tengja ofna og lagnir í svefnskála og aðalskála þannig að allt verður tilbúið þegar hitaveitulögnin kemur að Vestmannsvatni í ágústmánuði. En hvernig verður staðið að nýtingu staðarins yfir vetrartímann? Eví svarar sr. Jón Helgi: „Við erum bjartsýn á framtíðina,“ segir sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík, í samtali við Dag, en hann er formaður stjórnar Æskulýðssambands kirkjunnar og verður sumarbúðastjóri við Vest- mannsvatn í sumar. Ýmislegt starf fyrirhugað yfir veturinn „Það hefur ekki endanlega verið ákveðið, en við ætlum okkur að bjóða Vestmannsvatn söfnuðum fyrir ýmislegt starf. Mér dettur í hug fermingarstarf, það hefur færst í vöxt að prestar komi með fermingarbörn til undirbúnings yfir vetrartímann á staði eins og Vestmannsvatn. Með komandi hausti ætlum við að kynna stað- inn bæði fyrir söfnuðum og skólum. Reyndar hafa skólar ver- ið hér, bæði haust og vor, en það hefur verið annmörkum háð sök- um mikils kostnaðar við raf- magnskyndingu. Nú verður þetta allt annað í framtíðinni en það hafa ekki ennþá verið gerðar neinar ákveðnar áætlanir hvernig nýtingunni verður háttað nákvæmlega. Ég hugsa að til að byrja með verði boðið upp á styttri námskeið. Við byrjum smærra og munum auka við eftir því sem eftirspurn verður.“ Heitur pottur byggður með tilkomu heita vatnsins - í bæklingi sem gefinn var út fyrir þetta sumar segir að þegar sé farið að leggja drög að stækk- un og endurnýjun búðanna við Vestmannsvatn. Hvar er það mál á vegi statt? „Það er nú eiginlega á um- ræðustigi varðandi stækkun en við horfum til endurnýjunar þegar hitaveituverkefninu er lokið. Það verkefni er eðlilega kostnaðarsamt og við verðum að klára það fyrst áður en við getum hugsað lengra fram. í framhaldi af því að hér verði meiri starf- semi yfir allt árið þá þurfum við að byggja annan svefnskála, sem yrði rýmri og hugsaður jafnvel með þarfir fullorðinna í huga. En þetta er allt á umræðustigi ennþá. Svo má nefna að með tilkomu hitaveitunnar þá er fyrirhugað aði byggja heitan pott og hver veit nema að hér eigi einhvern tím- ann eftir að rísa sundlaug. Hún er í kollinum á mönnum, hvenær sem hún kernur." Hópur Þjóðverja dvelur við Vestmannsvatn í sumar - Nú hefur maður alltaf staðið í þeirri trú að eingöngu börn hafi sótt sumarbúðir við Vestmanns- vatn en í bæklingnum má sjá að aldraðir, blindir og útlendingar verða hjá ykkur í sumar. Er þetta einhver nýjung? „Nei, þetta hefur verið í mörg ár, ég gæti trúað í ein 10-15 ár sem við höfum tekið á móti öldr- uðum og félögum í blindrafé- lögunum í Reykjavík og á Akur- eyri. Hvað erlendu gestina varð- ar þá er það tilfallandi þetta árið. Við fengum pöntum frá nokkrum Þjóðverjum sem ætla að dvelja hér um vikutíma í júlí. Hins veg- ar höfum við um nokkurra ára Betri heilsa - Heilsuhlaup Krabbameiiisfélagsins 1990 - hlaupið á Akureyri í fyrsta sinn Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis tekur í fyrsta skipti þátt nk. laugardag í heilsuhlaupi því sem haldið hefur verið undanfarin tvö ár í Reykjavík á vegum Krabba- meinsfélagsins þar. Hlaupið er undir yfirskriftinni „Betri heilsa - Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins 1990“. Hlaupið hefst kl. 12 á hádegi í göngu- götu og lýkur þar. Vegalengd- in er 5 km og gildir einu hvort er hlaupið, skokkað, gengið eða hjólað. Mestu skiptir að taka þátt og vonast forráða- menn KAON eftir að fjöl- skyldan mæti öll til leiks. Skráning hefst í dag, fimmtu- dag, kl. 10 og stendur til kl. 17 á skrifstofu KAON að Hafnar- stræti 95, 4. hæð. Eiunig verður hægt að skrá sig á morgun á sama BVeOÐAvfBHR ÁSVSGUR AÍjsnlHBVUi “UMUWNARSTH/FTI ".vVMINwSiÉjwí^ HSLflAMAGRASTnÆti OROT TNINGARBRAUT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.