Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. júní 1990 - DAGUR - 7 Samviskufangar Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirtalinna samviskufanga. Amnesty vonar að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum mönnum og skipi sér á bekk með þeim, sem berjast gegn mannréttindabrot- um á borð við þau, sem hér eru virt vettugi. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga frá kl. 15-18 í síma 16940. Malawi: Thoza Khonje, 42 ára svæðisstjóri malawíska sykur- fyrirtækisins. Honum er haldið án dóms og laga í Mikuyu fang- elsinu í Zomba. Thoza Khonje er frá norður- hluta Malawi, en starfar í suður- hluta landsins. Hann var hand- tekinn, ásamt tveimur vinum sínum, 28. febrúar 1989 í Nehalo verslunarmiðstöðinni. Talið er að ríkisstjórn lýðveldisins hafi fjölda uppljóstrara á sínum snærum og virðist einn þeirra hafa heyrt ummæli Khonje urn nýlega fyrir- skipun lífstíðarforsetans Kamuzu Banda, um að senda kennara frá norðurhluta landsins til síns heima. Khonje sagði slíkt myndi leiða til hruns menntakerfisins, því meirihluti kennara er frá norðurhluta Malawi. Þessi ummæli voru túlkuð sem gagn- rýni á lífstíðarforsetann og urðu til þess að Khonje var handtek- itin ásamt félögum sínum. Hand- takan varð á sama tíma og Banda forseti kom af stað nýjustu her- ferð sinni gegn íbúum frá Norð- ur-Malawi. Þeir hafa verið sakað- ir um að hafa í hyggju að ganga úr ríkjasambandi við Malawi og fyrir tilraun til að þróa eigin efna- hagskerfi og skaða þar með aðra hluta landsins. Gefið var í skyn að kennarar frá Norður-Malawi, sem ynnu í mið- og suðurhluta landsins, slægju slöku við kennsl- una. Fyrirskipun Banda forseta um að flytja kennara til norður- hlutans kom ekki til fram- kvæmda, að því er virðist vegna sömu ástæðna og Khonje hélt fram. Amnesty er kunnugt um 13 aðra Malawibúa frá norðurhluta landsins sem handteknir voru í ársbyrjun 1989 við svipaðar kringumstæður. Þeir eru allir samviskufangar. Á meðal þeirra eru opinberir starfsmenn, kenn- arar, námsmenn og einn læknir. Þeir virðast vera í haldi sam- kvæmt öryggisreglugerð landsins frá 1965. Fyrirskipanir um varð- hald á að endurskoða á 6 mánaða fresti, en það er sjaldan gert og fólk er haft í haldi í ótakmarkað- an tíma án dóms og laga. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að Thoza Khonhe verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: His Excellency the Live Presi- dent Ngwazi Dr. H. Kamuzu Banda Office of the President and the Cabinet Private Bag 388 Liliongwe 3 Malawi Sovétríkin: Pavel Solovyov, 38 ára gamall meðlimur í hvíta- sunnusöfnuði. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að halda trúarsamkomu undir beru lofti. Pavel Solovyov var handtekinn í febrúar 1989 eftir að hafa leitt unglinga syngjandi sálma um einn af almenningsgörðum Slavy- ansk í Úkraínu. 3. mars 1989 sak- aði dómstóll í Donetsk hann um „meinfýsin spellvirki" skv. 206. grein úkraínsku hegningarlag- anna. 18. grein alþjóðlega sátt- málans um borgarlegan og stjórnmálalegan rétt. tryggir rétt einstaklingsins til að stunda trú sína opinberlega eða í kyrrþey, einn eða í hópi annarra. Frá því 1988 hafa sovésk yfirvöld haldið því fram að fólk sé ekki handtek- ið fyrir trúariðkun sína. Með því að ásaka einstakling urn „mein- fýsin spellvirki" er viðkomandi refsað fyrir að „raska ró almenn- ings vísvitandi og sýna þjóð- félagslegt virðingarleysi". Þetta hafa sovésk yfirvöld oft notað til að refsa fyrir friðsamlegar að- gerðir sem þau sætta sig ekki við. Amnesty telur að fangelsun Pavel Solovyov brjóti í bága við rétt hans til trúfrelsis og iítur því á hann sem samviskufanga. Hvítasunnusöfnuðurinn er kristilegur trúflokkur bókstafs- trúarmanna sem festi rætur sínar í Rússlandi í byrjun þessarar aldar. í trú safnaðarins eru mörg atriði sem stangast á við þær ströngu reglur sem sovésk yfir- völd hafa sett um trúariðkun. Á síðastliðnum 20 árum hafa tugir hvítasunnusafnaðarmanna lent í fangelsi fyrir að boða trú sína eða fyrir að neita að gegna herþjón- ustu. Frá árinu 1987 hafa a.m.k. þrír hvítasunnumenn verið fangelsað- ir fyrir að neita að gegna her- þjónustu, en sama ár hófusovésk yfirvöld að láta lausa hundruð samviskufanga. Pavel Solovyov er fyrsti hvítasunnumaðurinn sem vitað er til að hafi verið fang- elsaður á undanförnum árum fvr- ir að boða trú sína. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og farið fram á að hann verði tafarlaust látinn laus. Skrifið til: Yu Reshetov Head of the Human Rights Sect- ion USSR Ministry of International Affairs pr. Kalinina 9 Moscow USSR/Sovétríkin Myanmar: Nay Min, 42 ára garnall lögfræðingur, var hand- tekinn 21. október 1988 í Yangon (áður Rangoon) stuttu eftir að herinn framkvæmdi valdarán og kom á herlögum í landinu. Fregnir herma að hann hafi verið dæmdur í 14 ára fangelsi vegna fréttaskýringa sem hann sendi BBC og fyrir að „hafa undir höndum rit sem lýstu andstöðu við n'kisstjórnina". Eftir valdaránið lagði n'kis- stjórnin bann við opinberri gagn- rýni á stjórnina og við fjöldasam- komum, þ.e.a.s. þar sem fimm eða fleiri koma sarhan. Opinberir fjölmiðlar sögðu að Nay Min væri í haldi fyrir að senda „upplognar fréttir og rógburö" til BBC í ágúst og september 1988. Opin- berir fjölmiðlar segja að Nay Min „hafi oröið óánægður með n'kis- stjórnina eftir að hafa heyrt sögu- sagnir í tengslum viö óeirðirnar í mars og apríl 1988". Hér er skír- skotun til staðhæfinga um að öryggissveitir hafi myrt friðsama mótmælendur á þessu tímabili. Óopinberar fregnir herma að Nay Min hafi verið í nánum tengslum við leiötoga lýðræðis- sinna er þeir stóðu fyrir mótmæl- um 1988. Fregnir herma aö Nay Min hafi verið leiddur fyrir rétt 7. og 21. nóvember. 1 síðara skiptið kvart- ; aði hann yfir slæmri meðferð og bað um að vera lagður inn á sjúkrahús, en beiðni hans var neitað. Um síðir var hann leiddur fyrir hérrétt, en herdómstólum var komið á fót samkvæmt her- lögum í júli' 1989. Málsmeðferð fyrir slíkum dómstólum er ein- földuð; réttur einstaklingsins til varnar er mjög takmarkaður og ekki er hægt að áfrýja til hærri dómstóls. Allt þetta er brot á alþjóöareglum um sanngjörn réttarhöld. I október 1989 bárust fregnir unt að Nay Min hefði ver- ið dæntdur í 14 ára erfiðisvinnu samkvæmt lögum um neyðarráö- stafanir frá 1950. Hann var fund- inn sekur um að hafa „sent upp- lognar fréttir og rógburð til BBC" og fyrir að „hafa undir höndum rit sem lýstu andstöðu við ríkisstjórnina". Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og fariö fram á að Nay Min verði tafarlaust látinn laus. Skrif- ið til: Gen. Saw Maung Prime Minister and Minister of Defence and of Foreign Affairs Ministers' Office Yangon Union of Myanmar SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFELAGA , ^©utyJKSIK) BUVELASYNING Sölumenn JÖTUNS verða með sýningu á ýmsum heyvinnutækjum á ÞÓRSHAMRI kl. 11.00-17.00 laugardaginn 9. júní Sérfræðingur frá Undirhaug verksmiðjunum í Noregi verður með sölumönnum Sýnd verða eftirtalin tæki og vélar: PZ sláttuþyrlur PZ tromlumúgavél CLAAS rúllubindivél Sýningarafsláttur Verð kr. SWrftJO Afsláttarverð kr. 794.000 MASSEY FERGUSON 399 dráttarvél Frá UNDERHAUG SILAWRAP rúllupökkunarvél Sýningarafsláttur Verð kr. 53^000 Afsláttarverð kr. 469.000 SILAGRIP baggagreip K. m. PZ FANEX heyþyrla Öflug og afkastamikil III ISUZU PICK UP Nauðsynlegur á hverjum bæ BÆNDUR! Notið tækifærið og skoðið þessi frábæru landbúnaðartæki m Pepsi og kaffi á staðnum ÞÓR5MAMAR HF. Við Tryggvabraut Akureyri Sími 22700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.