Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 7. júní 1990 Eigi skal gráta... - Hugleiðingar kvennalistakonu eftir kosningar Kvennalistinn varð til fyrir rúm- um 7 árum til að vinna kvenrétt- indamálum lið innan stjórnkerfis- ins. Árið áður buðu konur fram undir nafni Kvennaframboðs til bæjarstjórnar á Akureyri og borg- arstjórnar í Reykjavík með góð- um árangri, fengu tvo fulltrúa á hvorum stað. Fyrst bauð Kvenna- listinn fram til Alþingis 1983 og síðan aftur 1987. Hann hefur einnig boðið fram í sveitarstjórn- arkosningum á nokkrum stöðum á landinu, bæði 1986 og svo aftur núna í vor. Auk þess hafa kvennalistakonur unnið í ýmsum hópum til þess að vekja athygli á margvíslegum málum og reyna að fá fram breytingar. Má þar nefna það átak sem gert var sl. vetur til að vekja athygli á klámi, einkum á myndbandaleigum. Kvennalistinn er grasrótar- hreyfing, sem stendur vörð um hagsmuni kvenna og barna. Kvennalistinn vinnur fyrir konur, en ekki á móti körlum. Konum er ekkert óviðkomandi og því hefur Kvennalistinn á undanförnum árum mótað sér stefnu í öllum helstu málaflokkum með því að líta þá augum kvenna. Sérstök áhersla er lögð á hagsmuni kvenna og barna, friðar- og umhverfismál og þær vinnuað- ferðir að dreifa og ábyrgð. Við kvennalistakonur á Akur- eyri ákváðum í janúar í vetur að bjóða fram til bæjarstjórnar í vor, í fyrsta sinn undir merki Kvennalistans. Við byrjuðum strax af krafti að undirbúa kosn- ingarnar. Fyrsta verkefnið var að semja stefnuskrá, vegna þess að hjá okkur eru málefnin í fyrir- rúmi. Niðurstaðan varð sú stefnuskrá sem við kynntum bæjarbúum í blaði okkar fyrir kosningarnar. f henni lögðum við fram okkar kröfur og markmið í bæjarstjórn Akureyrar í sam- ræmi við grundvallarbaráttumál Kvennalistans. Allir bæjarbúar þekkja niður- stöðu kosninganna. Kvennalist- inn kom ekki að fulltrúa í bæjar- stjórn og þau úrslit eru okkur vonbrigði. En við erum staðráðn- ar í að missa ekki móðinn. Við sjáum verkefni á hverju strái, og við fundum að fólk kunni vel að meta málflutning okkar. Konur í stjórnkerfí bæjarins Valgerður H. Bjarnadóttir verk- efnisfreyja „Brjótum múrana" gerði í síðasta Bæjarpósti, frétta- bréfi Akureyrarbæjar, grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á stöðu kvenna sem starfa hjá Akureyr- arbæ. Rétt er að hafa í huga hve konur eru fjölmennar hjá Akur- eyrarbæ, en í Starfsmannafélagi Akureyrarbæjar voru nýlega 429 konur og 213 karlar. Stofnanir bæjarins reynast vera kynskiptir vinnustaðir, eins og margir aðrir. Konur eru í yfirgnæfandi meiri- hluta á félags- og fræðslusviði. En karla er mest að finna á tækni- og umhverfissviði og hjá veitunum. Helstu yfirmenn eru fyrst og fremst karlar, yfir tut- tugu talsins, en þó með þcirri undantekningu að finna má tvær konur sem eru deildarstjórar. Valgerður heimfærir upp á Akur- eyrarbæ það sem hún segir að hafi verið sagt um ýmsar stofnan- ir sveitarfélaga á hinum Norður- löndunum, að þær séu kvenna- vinnustaðir með góða frama- möguleika fyrir karlmenn. Konur eru nú fjórar ef elíefu bæjarfulltrúum á Akureyri. Pað er sama hlutfall og eftir næstu kosningar á undan. Ef til vill finnst ýmsum það nægilegt, en ég vil biðja þá hina sömu að hug- leiða hvort þeim þætti nóg að ein- ungis fjórir bæjarfulltrúa væru karlar hvert kjörtímabilið á fætur öðru. Eftir kosningarnar 1978 voru konur 17% fulltrúa í nefndum og ráðum á vegum Akureyrarbæjar, 35% árið 1982 og 25% árið 1986. Valgerður Magnúsdóttir. Eins og sjá má á þessum tölum fjölgaði konum um helming þeg- ar Kvennaframboðið kom til sögunnar og svo fækkaði konum aftur þegar sérframboð kvenna kom ekki fram. Nefndakjör er framundan og nú er eftir að sjá hvort konum fjölgar aftur í nefndum á vegum bæjarins. Jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar Ef til vill megum við eiga von á því að konum fjölgi í nefndum, því fyrir einu ári var samþykkt jafnréttisáætlun Akureyrarbæjar. í henni kemur fram að bæði sé „sjálfsagt og æskilegt aö sjónar- mið bæði kvenna og karla komi fram í starfi og ákvarðanatöku allra nefnda og ráða". Til þess að stuðla að því að svo megi verða beindi jafnréttisnefnd í áætlunum því til flokkanna að jafnréttis kynjanna verði vel gætt við skip- an í nefndir og ráð. Þar er stuðst við 12. grein Iaga nr. 65/1985, svokallaðra jafnréttislaga, sem er svohljóðandi: „Leitast skal við að hafa sem jafnasta tölu kynjanna í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkis, sveitarfélaga og fé- lagasamtaka þar sem því verður við komið." Við kvennalistakonur erum auðvitað mjög ánægðar með það að Akureyri skuli hafa verið fyrst sveitarfélaga á íslandi til þess að setja sér jafnréttisáætlun. En ein- hverra hluta vegna hefur ekki tekist á heilu ári að ráða jafnrétt- isráðgjafa til að vinna að áætlun- um. Eitt ár er liðið af þeim fjór- um sem hún gildir fyrir og EKK- ERT hefur komist í framkvæmd. Jafnréttisáætlun er sama eðlis og aðrar áætlanir. Hún er fyrst ein- hvers virði þegar eitthvað af henni kemst í framkvæmd, og þá verður tímabært að fagna tilveru hennar í alvöru. Vonandi gefst tilefni til þess þegar nefndaskipan bæjarins kemur í ljós fyrir kjör- tímabilið sem er framundan. Atvinnu- og kjaramál kvenna Hagur kvenna þarf að batna á vinnumarkaðinum. Par er verk að vinna fyrir jafnréttissinnað fólk. Yfir 90% kvenna vinna utan heimilis. Slíkt heyrði til undan- tekninga fyrir nokkrum áratug- um, en er nú regla með fáum undantekningum. Konur eru fyr- irvinnur. Það sést best á því að meðalvinnutími kvenna utan heimilis er 35 klst. á viku. Stór hluti þeirra er eina fyrirvinna síns heimilis. Laun kvenna eru hins vegar ekki nema aö meðaltali um % hlutar af launum karla fyrir sambærileg störf. Hvernig ætli körlum þætti nú vistin ef dæminu yrði snúið við og þeir fengju ofangreint hlutfall af launum kvenna? Fyrir kosningar hlustuðu kvennalistakonur margoft á aðra frambjóðendur segja að þeir hvorki hugsuðu né ræddu um störf fyrir konur og störf karla, heldur um störf fyrir fólk. Við vorum aftur á móti að reyna að draga athyglina að þeirri stað- reynd að vinnumarkaðurinn er kynskiptur - hvort sem okkur lík- ar betur eða verr - og konur eru stór hluti atvinnulausra. Síðustu vikurnar hefur atvinnuleysi karla minnkað mun meira hér í bænum heldur en atvinnuleysi kvenna. Sú staðreynd hve margar kon- ur eru atvinnulausar þarf einnig að skoðast í því Ijósi að margar konur vilja bæta við sig vinnu en fá hana ekki. Einnig vilja margar konur fara út á vinnumarkaðinn eftir hlé, en fá ekki vinnu. Þarna er að finna það sem við köllum dulið atvinnuleysi meðal kvenna, og þær eru ekki inni í tölum yfir atvinnulausa. Þetta kallar að okkar mati á ný störf fyrir konur, störf sem líklegt er að konur leiti eftir að vinna. Við höldum að konur sjálfar séu færar um að skapa störf fyrir konur, ef þeim éru búnar for- sendur til þess. Konur hafa staðið í skugga karla og ekki fcngið sömu tækifæri og þeir. Þess vegna þarf að huga sérstaklega að þörfum kvenna, og þess vegna kom Kvennalistinn fram með hugmynd um sérstaka Kvenna- deild sem veitti konum ráðgjöf og annan stuðning til að búa til störf fyrir sjálfar sig, aðrar konur og jafnvel karla líka. Starfíð fr inundan hjá Kvennalistanum Við erum hræddar um að sjóhar- horn kvenna gleymist allt of oft héðan í frá sem hingað til. Þess vegna ætlum við að vinna áfram eftir bestu getu í anda stefnu- skrár okkar. Fyrir kosningar vor- um við reiðubúnar að axla þá ábyrgð að vinna innan stjórnkerf- is bæjarins. Ekki gafst kostur á því, en nú höfum við fullan hug á að starfa ötullega sem virkir borgarar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við bæjarbúa, nefndafólk og bæjarfulltrúa. Við getum farið á bæjarstjórnarfundi, heimsótt bæjarfulltrúa í viðtals- tímum þeirra og haft samband við nefndir, fulltrúa og bæjarbúa augliti til auglitis, í síma, bréf- leiðis og með því að skrifa í blöð. Allt þetta er hægt, og sjálfsagt eru möguleikarnir enn fleiri. Konur gera sér dagamun þann 19. júní Þann 19. júní næstkomandi eru 75 ár síðan konur fengu kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Þá er viðeigandi að sem flestar konur taki saman höndum og geri sér dagamun, hvar í flokki stjórnmála sem þær standa. Sú hugmynd hefur vaknað að konur hittist í Naustaborgum, grilli og eyði saman notalegri kvöldstund á sama stað og akureyrskar kon- ur plöntuðu trjám svo ötullega fyrir 5 árum. Vonir standa til að einhverjar af þeim konum sem koma til landsins með hinni heimsfrægu kvenréttindakonu, Betty Friedan, sjái sér fært að koma til Akueryrar þann dag. Væri þetta ekki vel við hæfi á þessum merkisdegi? Valgerður Magnúsdóttir. Höfundur skipaði 1. sæti framboðslista Kvcnnalistans við bæjarstjórnar- kosningarnar á Akureyri 26. maí sl. Hólaskóli Hólum Hjaltadal Brautarskipt búnaðarnám BÆNDA5KÓLINN HOLUM Okkar sérgreinar: Fiskeldi — fiskrækt — hrossarækt reiðmennska — almenn búfjárrækt Viltu verða bóndi morgundagsins? Hefurðu áhuga á hrossarækt og reiðmennsku? Er fiskeldi eða nýting veiði í ám og vötnum eitthvað fyrir þig? Hyggur þú á framhaldsnám í búfræöi, hrossarækt, fiskeldi, fiskrækt? Veldu Hóla! Lifandi starfsnám á fögrum, friðsælum stað! Valgreinar m.a.: Skógrækt Heimilisfræði Hestamennska Sportveiði Garðrækt Loðdýrarækt Námstíminn er 2 ár - 4 annir Inntökuskilyrði lágmark: Grunnskólapróf 1 árs starfsreynsla Aldur: 17 ár Aukið nám veitir aukin réttindi: Komir þú inn með 65 einingar eða meira frá öðrum skólum áttu möguleika á að Ijúka framhaldsskólaprófi sem veitir rétt til náms á sérhæfðum brautum háskólastigs. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun: Námstími við skólann 1,5-2 ár. Góður undirbúningur fyrir sérhæft háskólanám. Kröfuhardir nemendur velja Hóla! Umsóknarfrestur til 15. júní. Takmarkaður nemendafjöldi. Sími 95-35962. Hólaskóli Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur. Garðyrkjustöðin á Grísará Sími 96-31129. Dalvík, nærsveitir Verðum með plöntusölu við útibú KEA á Dalvík föstudaginn 8. júní kl. 20.30. Ólafsfirðingar Verðum með plöntusölu við Tjarnarborg mánudaginn 11. júní kl. 21.00. Grenivík Verðum með plöntusölu við útibú KEA þriðjudaginn 12. júní kl. 20.30. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki Góðaferð!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.