Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 07.06.1990, Blaðsíða 4
nn^An rsr\r\ u 4 - DAGUR - Fimmtudagur 7. júní 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skarpari línur í bæj arpólitíkinni Flestum á óvart tókst sjálfstæðismönnum og alþýðubandalagsmönnum á Akureyri að ná sam- komulagi um meirihlutasamstarf í Bæjarstjórn Akureyrar á því kjörtímabili sem nú er hafið. Mál- efnasamningur nýja meirihlutans var samþykktur á félagsfundum beggja flokka í fyrrakvöld, þótt marg- ir væru ekkert yfir sig hrifnir af samstarfi þessara fjandvina í íslenskri pólitík. Sem fyrr segir var þessi meirihlutamyndun um margt óvænt. Fyrir það fyrsta hafa þessir tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag, fram til þessa ekki átt mikla samleið á stjórnmála- sviðinu, enda stefnumið og áherslur flokkanna í öll- um veigamestu málum afar ólík. Samstarfssamn- ingur flokkanna er því væntanlega hin fróðlegasta lesning og víst að báðir hafa þurft að víkja verulega frá yfirlýstri stefnu til að skapa einhvern samstarfs- grundvöll. Má í því sambandi m.a. nefna mjög ólík- ar áherslur flokkanna gagnvart stóriðju við Eyja- fjörð, tekjuöflun bæjarsjóðs og uppbyggingu félags- lega kerfisins. í annan stað er ljóst að flokkarnir hafa minnihluta bæjarbúa á bak við sig, því í ný- afstöðnum kosningum hlutu flokkarnir tveir ein- ungis 46,7% greiddra atkvæða. Báðir töpuðu veru- legu fylgi frá bæjarstjórnarkosningum 1986, eða samtals 657 atkvæðum, þótt báðir næðu að halda óbreyttri fulltrúatölu í bæjarstjórn. Það getur því engan veginn hafa talist ótvíræður vilji bæjarbúa að þessir flokkar tækju við forystuhlutverkinu í bæjar- stjórn, þótt sú hafi orðið raunin. Þvert á móti lýsir útkoma flokkanna tveggja í bæjarstjórnarkosning- unum ákveðnu vantrausti bæjarbúa á störf þeirra á síðasta kjörtímabili. Þetta sést ef til vill best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri er nú hið minnsta um mjög langt skeið og að Alþýðubanda- lagið tapaði tæpum þriðjungi þess fylgis sem það hafði fyrir fjórum árum. Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur hafa mjög nauman meirihluta í Bæjarstjórn Akureyrar, sam- tals 6 fulltrúa á móti fjórum fulltrúum Framsóknar- flokksins og einum fulltrúa Alþýðuflokks. Það má því ekkert út af bera ef meirihlutinn á að halda velli út kjörtímabilið. Sannast sagna hefðu Akureyringar þurft á traustari meirihluta að halda eins og málum er komið í bænum. Á hinn bóginn er ljóst að þeir flokkar sem skipa minnihluta bæjarstjórnar á kjör- tímabilinu munu veita Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi öflugt aðhald og leitast eftir fremsta megni við að koma fram stefnumálum sínum. Með þessari skipan mála mun sú lognmolla, sem á síð- ustu árum hefur verið viðloðandi Bæjarstjórn Akur- eyrar og störf hennar, væntanlega heyra sögunni til. Pólitískar línur munu skerpast og ágreiningsmál og mismunandi áherslur minnihluta annars vegar og meirihluta hins vegar munu væntanlega koma skýrt fram. Það er í sjálfu sér ánægjulegt og verður bæjarfélaginu örugglega til framdráttar þegar til lengri tíma er litið. BB. Feðgarnir leggja á ráðin um hinn fullkomna glæp; Broderick, Connery og Hoffman. Vel lukkaður stjörnukokkteill Borgarbíó sýnir: Fjölskylduverknað (Family Business). Leikstjóri: Sidney I.umet. Aðalhlutverk: Sean Connery, Dustin Hoffman og Matthew Broderick. Tri-Star 1989. Það er mikið lán að Sean Conn- ery er orðinn of gamall fyrir Bond-flekunina. Fyrir vikið fáum við að sjá hann í mun skemmti- legri hlutverkum eins og til dæm- is því er hann leikur í Fjölskyldu- verknaðinum. Hann er síbrota- maður, blessunarlega laus við allt siðferði. Aðeins líðandi stund hefur gildi. En um leið er Conn- ery faðir og afi. Sonurinn er leik- inn af Dustin Hoffman. Til að byrja með hélt ég að þetta væri ekki sígilt Hoffmans-hlutverk en annað kom fljótlega á daginn. Hoffman er kjötkaupmaður sem elur tniklar vonir í brjósti fyrir hönd sonar síns. Hann er ham- ingjusamlega giftur, á skítnóga peninga en er engu að síður óánægður nieð ævistarfið, kjöt- kaupmennskuna. Hvers vegna er ekki gott að segja - ástæðan skiptir raunar ekki máli. Surnt er einfaldlega leiðinlegra en annað og þarfnast engra skýringa. En kannski vegna þess að Hoffman er á rangri hillu verður hann í Fjölskylduverknaðinum eins og vanmetagemlingur eða jafnvel utanveltubesefi. Um leið er Hoffman kominn í gömlu rulluna aftur; rulluna sem hann hefur alltaf leikið og nægir að nefna í því sambandi Little Big Man, Tootsie og auðvitað Rain Man, en öllu lengra mun Hoffman ekki komast í túlkun sinni á utanveltu- manni samfélagsins. í Fjöl- skylduverknaðinum er Hoffman að feta sig til baka frá Regn- manninum en þeim einhverfa bregður engu að síður greinilega fyrir í kvikmyndinni. Takið til dæmis eftir atriðinu þar sem þeir feðgar eru að kaupa inn fyrir ránið. Broderick er þriðja stjarnan, sonarsonurinn. Hann er séníið sem á sér þann draum æðstan að verða sjálfstæður og ekki síst hrósverður einstaklingur í augum föður síns. En það er á brattann að sækja og hvorugur virðist fær um að skilja hinn. Og þáð é‘r°eiW- mitt þessi sonar-föður tog,Úréít;i' sem gerir Fjölskylduvcrknað áð meiri kvikntynd. Hún er nefni- lega ekki aðeins spennumynd heldur einnig svolftil lexía í upp- eldisfræðum. Sterkur persónu- leiki Connerys er eins og rammi utan um hina tvo; hann er líkt og heilagur andi í sakramenti Lúters- trúarmanna, undir og yfir og allt í kringum. Skrifstofutæknarnir 16, sem útskrifaðir voru laugardaginn 16. inaí. Efri röð, frá vinstri: Elías Árnason, Albert Jensen, Lydía A. Helgadóttir, Eyrún Hermannsdóttir, Jóna Kristín Guðmundsdóttir, Sólveig Jóhannsdóttir, Erla Elísabet Sigurðardóttir, Erik Jensen, Valgeir Anton Þórisson og Benedikt H. Sigurgeirsson. Fremri röð frá vinstri: Halldóra Stefánsdóttir, Erla Hallgrímsdóttir, Sigrún Haraldsdóttir, Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvu- fræðslunnar Akureyri; Laufey Stefánsdóttir, Lísa Sigurðardóttir og Bylgja Sveinbjörnsdóttir. Ljósmynd: Páll A. Pálsson. Tölvufræðslan Akureyri: Skrifstofutæknar útskrifaðir Laugardaginn 26. maí sl. voru 16 skrifstofutæknar útskrifaðir frá Tölvufræðslunni Akureyri. Skrifstofutækninámskeið Tölvufræðslunnar Akureyri er um 260 klukkustundir að lengd og skiptist í tölvu- og viðskipta- , greinar. Þetta er fjórði hópurinn sem útskrifast frá Tölvufræðsl- unni Akureyri á þessari önn, þar af voru tveir á Akureyri, einn á Húsavík og einn á Patreksfirði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.