Dagur - 16.06.1990, Side 13

Dagur - 16.06.1990, Side 13
Laugardagur 16. júní 1990 - DAGUR - 13 poppsíðon Dagskrá: ffl. 9.00: Hópakstur Bílaldúbbs Akureyrar, blóinabíll, blásarasvcit og lúðrasveit KL 10.30: Unglingadeild Hestamannafélagsins Ivéttis sýnir listir sínar á flötinni neðan við Samkomuhúsið • Bömmn boðið að fara á bak KL 13.00: Skrúðganga ffá Dynheimum að íþróttavelli M. 14.00: Hátíðardagskrá á íþróttavelli • Helgistund, séra Þórhallur Höskuldsson Kór AlíurcjTarlíirkju syngur • Hátíðarræða, Pétiu- Pórarinsson • Ávarp fjallkonu, Unnur Björk Donaldsdóttir • Ræða nýstúdents, Hildigunnur I’ráinsdóttir • Fallhlífastökk • Bæjarstjóm bregður á lcik Kl. 16.00 og 16.30: Fallbyssuskot Heiðursskot úr fallbyssu við tjömina ncðan við Minjasafhið Kl. 16.15: Pollurinn • Sjóskíði o.fl. Kl. 17.00: Skemmtidagskrá á Ráðhústorgi • Leikklúbburinn Saga, götulcikliús • Þrír félagar • Eddi og fiskamir leika fyrir dansi ffl. 20.30: Kvölddagskrá á Ráðhústorgi: Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjóm Atla Guðlaugssonar • Nemendur úr Tónhstarskóla Akureyrar feika létt lög undir stjóm Grétu Baldursdóttur • Ómar Ragnarsson skemmtir ■ Djassbandið • Drír félagai- ■ Eddi og öskamir leilca fyrir dansi Göngugata: Hannonikkulcikur Kjimir hátíðarimiar: Uráinn Bijánsson Dagskrárlok ld. 1.00 Bílaklúbbnr Alaircvrar • Dagskrá; Kl. 9.(M): Hópakstár m. blómabíl, blásarasvcit og lúðrasveit Kl. 10.00: Sýning opnuð Kl. 11.00: Kassabílarallkcppni Kl. 11.30: Reiðhjólakeppni Kl. 13.00: Kcppni fjarstýrðra bíla Kl. 16.(X): Akstur mótorhjóla mcð sjTiingargcsti Kl. 16.30: Bílar gangscttir Myndasýningar allan daginn • Go-cart-bílar í gangi allan daginn • Rafmagnsbílar í gangi allan daginn • Sýningu lýkur kl. 18.00 Ilópakstur kl. 9.00: Víðlvciíir • Xorðurgata • Iljaltcvruigata • Krossancs* braut • Litluhlíð • Skarðshlíð • Fosshtíð • Iltíðar- hraut • Tcigasíðu • Bugðusíðu • Miðsíðu • Vcstursíðu • Bugðusíðu • Borgarbraut • Illíðarbraut • Itíngvalia* stræti • að KrV-hcimití • Dalsgcrði • Stóragcrði • Vallargcrði • Skógarlundur • /Ufabyggð • Dvalarhcimilið Htíð • Austurbyggð • Hrafnagilsstræti • Dórunnarstnvti • F.S.A. • E\Tar- landsvcg • Kaupviuigsstræti • Ilafnarstræti (göngugötu) • Strandgötu • Xorðurgötu Kcppcndur athugið: Skráningu lýkur laugardaginn 16. júni kl. 19.00 í simuni 26450 og 36447 Góða skemmtun! Knattspymufélag Akureyrar Engin ellimörk að sjá á Mayall. Stelpurnar i Bangles hættar sam- starfi. Paul McCartney gráðugur? Umboðsmaður hinnar heims- frægu rokkhljómsveitar U2, Paul McGuinness, hefur nýlega gagn- rýnt Paul McCartney harkalega fyrir að samþykkja styrktarsamn- ing við greiðslukortafyrirtækið VISA sem kveður á um að fyrir- tækið auglýsi í bak og fyrir á yfir- standandi heimstónleikaferð McCartneys gegn ákveðinni greiðslu. Vill McGuinness meina að greiðsla þessi nemi milljónum punda og segir að hrein græðgi hjá McCartney spili þar stóra rullu. „Ég þekki vel hvað það kostar að leggja upp í stórar hljómleika- ferðir um heiminn og það er hreinasta vitleysa að halda því fram eins og gert hefur verið að ekki sé hægt núorðið að fara í slíkar ferðir án þess að hafa styrktaraöila því tekjurnar sem á móti koma eru meira en nægjan- legar fyrir kostnaði hjá eins stóru nafni og Paul McCartney er,“ segir McGuinness og telur hann enn- fremur að með þessu sé tónlistin að verða að auglýsingaskrumi sem sé hneykslanlegt. Talsmað- ur McCartneys hefur hins vegar vísað þessum ásökunum á bug og segir að samningurinn nái aðeins yfir kostnaðinn og ekki sé um græðgi að hálfu Paul Mc- Cartneys að ræða heldur við- skiptalegt hyggjuvit hans. Umsjón: Magnús Geir Guömundsson lögin finnst mér vera I Can’t Complain, Without Her og síðast en ekki síst Sensitive Kind, gam- all rólegur blús eftir J. J. Cale þar sem Mayall og félagar fara á kostum. Upptökustjórn er í hönd- um manns að nafni R. S. Field og ferst honum það vel úr hendi, hljómurinn á plötunni er nútíma- legur, hreinn og tær en án þess þó að vera of tæknilegur. Aö lokum má segja að A sense of Place sé tákn um nýja tíma hjá John Mayall því í stað hins gamla Mayalls með skegg og sítt hár og í gallabuxum og bol er kominn nýr; ráðsettur, vel klippt- ur og rakaður í jakkafötum utan á plötuumslagið. Lengi lifir í gömlum glæðum - John Mayall - A sense of Place Það er örugglega óhætt að full- yrða að fáir ef þá nokkrir tónlist- armenn hafa starfað eins lengi og John Mayall. Mayall sem ásamt Alexis Korner var guðfaðir hinnar svokölluðu bresku blús- bylgju á sjöunda áratugnum, á að baki yfir þrjátíu ára feril sem tónlistarmaður og þar af ein tutt- ugu og sjö með hljómsveit sinni Bluesbreakers. I henni hefur Mayall fóstrað marga af bestu og þekktustu tónlistarmönnum breskrar poppsögu s.s. gítar- leikarana Eric Clapton, Peter Green og Mick Taylor, bassa- leikarana John McVie (hann stofnaði Fleetwood Mac seinna með Green) og Jack Bruce (stofnaði Cream með Clapton) og trommuleikarana Jon Hise- man (Colosseum) og Hughie Flint (Blúsbandinu m.a.) svo örfáir séu nefndir. Reyndar gaf Mayall Bluesbreakers frí á stund- um en aldrei svo að sveitin vakn- aði ekki upp aftur og nú tuttugu og sjö árum eftir stofnun hennar er komin enn ein ný plata undir nafni John Mayall’s Bluesbreak- ers og heitir hún A sense of Place, en síðast á undan henni kom platan Chicago Line árið 1988. Það er oft sagt að lengi lifi í gömlum glæðum og held ég að það eigi mjög vel við um þessa nýju plötu Mayalls því hún hljóm- ar mjög frísklega. Ellefu lög eru á A sense of Place og eru það blúsar af fjöl- breytilegustu tegundum. Bestu Hitt og þetta The Bangles Kvennahljómsveitin The Bangles sem m.a. gerði þaö gott með lag- inu Walk like an Egyptian er nú hætt störfum. Hefur aðdragand- inn að endalokum sveitarinnar verið nokkuð langur, því strax í október í fyrra voru uppi sögu- sagnir um að hún væri að hætta. Hafa allir fjórir meðlimir The Bang- les lagt drög að sólóferli en að- eins einn, Suzanna Hoffs hefur nælt sér í samning. Svanasöng- ur hljómsveitarinnar verður síðan sá að áðurnefnt Walk like an Egyptian lag verður endurútgefið og í kjölfar þess gefin út safn- plata og myndband með henni. The Traveling Wilburys Þeir félagarnir George Harrison, Tom Petty, Bob Dylan og JeffLynne sem ásamt fíoy Orbison hljóðrit- uðu plötuna Volume One árið 1988 undir nafninu Travefíng Wil- burys eru farnir að leggja drög að nýrri skífu. Virðast þeir fjórir því ætla að halda ótrauðir áfram þrátt fyrir sviplegt fráfall Orbisons í fyrra og mun platan væntanlega koma út seinna á þessu ári. Guns ’n’ fíoses Nokkuð hljótt hefur verið um Guns ’n’ Roses að undanförnu eftir miklar hrellingar og vandræði sem hrjáð höfðu hljómsveitina um langt skeið og poppsíðan hefur sagt vandlega frá áður. Eru nú hins vegar nýjustu fregnir af henni þær að hugmyndinni um að nýja platan yrði tvöföld hefur verið kastað fyrir borð og nú sé stefnt að útgáfu einnar venjulegr- ar fyrir næstu jól. Með tilliti til fyrri reynslu er þó réttast að taka þessum fregnum með fyrirvara. The Mission Poppsíðan skýrði frá því fyrir skömmu að Simon Hinkler hefði yfirgefið The Mission á tónleika- ferðalagi hljómsveitarinnar í Ameríku. Hefur nú skarð hans verið fyllt tímabundið með gítar- leikara skosku sveitarinnar All About Eve, Tim Brichano, og mun hann spila með The Mission á tónleikum víðs vegar í Evrópu nú í júní en síðan taka aftur upp þráðinn með A.A.E. og verða þá Mission meðlimir aftur að fara að leita að gítarleikara og þá vænt- anlega í fullt starf. Að lokum skal minnt á plötur tveggja gítarsnill- inga þeirra Jeff Healey og Steve Vai. Heitir plata Healey Hell to Pay en plata Ifai nefnist Passion and Warfare Steve Vai kominn með nýja sóló- skífu. LETTIH b

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.