Dagur - 16.06.1990, Blaðsíða 20
Filmumóttaka
Kjörbúð KEA Byggðavegi
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi.
BÚmn Sunnuhlíð
Drífa á Hvammstanga:
Nóg að gera í
Norðurlandapeisum
- þriggja vikna stopp
20. júlí
„Það er heldur að lifna yfir
þessu hérna og lítur ekki út
fyrir neinar uppsagnir,“ sagði
Guðlaug Sigurðardóttir verk-
stjóri hjá Saumastofunni Drífu
á Hvammstanga þegar Dagur
hringdi þangað í gær.
Hjá Saumastofunni Drífu
vinna nú tólf manns og er fram-
leiðslan eingöngu orðin peisur.
Hér áður framleiddi saumastofan
líka jakka og fleira, en að sögn
Guðlaugar eru það peisurnar sem
ganga best í sölu. Árblik hf. (Ice-
wear) sér um dreifingu á peisun-
um og fara þær bæði á erlendan
og innlendan markað. Aðallega
fara þær til Norðurlandanna og
Þýskalands.
Guðlaug sagði að saumastof-
unni yrði lokað í þrjár vikur um
20. júlí vegna sumarfría, en í
fyrra var engin lokun svo starfs-
fólkið er farið að þrá að komast í
frí. Tíu konur vinna þarna og síð-
an eru tveir karlar sem sjá um að
prjóna, en prjónastofa er einnig
hjá Drífu.
Þó að ástandið sé gott hjá
Drífu, þá sá Guðlaug þó ekki
fram á það að starfsfólki yrði
fjölgað, að minnsta kosti ekki í
bili. SBG
Ilin árlega bflasýning Bflaklúbbs Akureyrar við Oddeyrarskóla 17. júní verður óvenju vegieg að þessu sinni. Aldrei
áður liefur meðalaldur bíla sem sýndir eru verið jafnhár, elsti bíllinn er frá 1917. Þjóðminjasafn fslands lánar tvo
Ford T bíla, hina mestu kjörgripi, til sýningarinnar. Voru þeir fluttir með Mánafossi til Akureyrar ásamt tveimur
bílum í eigu Rúdolfs Kristjánssonar, Ford A árg. 1929, sem myndin hér að ofan sýnir, og Overland frá 1926. Margt
verður um að vera fyrir börn á sýningarsvæðinu; go-cart bílar, rafmagnsbílar, mótorhjólatúr um svæðið fyrir krakka
sem áhuga hafa og margt fleira. Aðstandendur sýningarinnar segja hana þá langstærstu sinnar tegundar frá upphafi
á Akureyri. Sjá nánar í dagskrá þjóðhátíðardagsins á bls. 2. Mynd: ehb
„Viljum
„Þetta er óplægður akur og
mál sem Siglfírðingar hafa ekki
sinnt undanfarin ár. Við ætlum
að reyna að ná í stærri bita af
Ferðaþjónusta í bígerð á Siglufirði:
stærrí bita af kökunni
segir Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar
ferðamannakökunni,“ sagði
Kristján Möller, forseti bæjar-
stjórnar Siglufjarðar, aðspurð-
ur um nýjan málefnasamning
Sauðárkrókur:
Harkalegur árekstur
engin slys á fólki
Hörkuárekstur varð á Sauðár-
króki sl. fímmtudag þegar tveir
bílar rákust saman og annar
þeirra lenti síðan á þeim þriðja
sem var kyrrstæður. Meiðsli á
fólki urðu engin, en bílarnir
sem skullu saman eru taldir
ónýtir og sá kyrrstæði einnig
illa farinn.
Áreksturinn varð á gatnamót-
um Hólavegs og Bárustígs hjá
Versluninni Tindastól. Annar
bílinn, Volvo, var að koma vest-
ur Bárustíginn, en hinn sem var
af gerðinni Mitshubishi Colt,
kom Hólaveginn að norðan og
skullu bílarnir saman þarna á
gatnamótunum með þeim afleið-
ingum að Coltinn kastaðist á
kyrrstæðan bíl við verslunina.
Mesta mildi þykir að enginn slas-
aðist því að bílarnir eru mjög illa
farnir.
Á þessum gatnamótum gildir
hægri réttur og virðist hann
stundum gleymast hjá ökumönn-
um sem þarna eiga leið um og
það virðist einmitt hafa gerst í
þessu tilfelli. SBG
Grímsstaðir á Fjöllum:
Það voraði vel
Það voraði vel á Grímsstöðum
á Fjöllum og í samtali við blað-
ið sagði Gunnlaugur Ólafsson,
bóndi þar, að gróður væri mun
fyrr á ferðinni en í fyrra. Veg-
urinn hjá Grímsstöðum var
opnaður í maíbyrjun og síðan
þá hefur umferð verið mikil.
Straumur ferðamanna í gegn-
um Grímsstaði hefur aukist mjög
síðustu daga og sagði Gunnlaug-
ur að sá straumur myndi enn auk-
ast síðar í sumar þegar vegir á
hálendinu verða opnaðir.
Búið er að sleppa sauðfé á
afrétt og sagði Gunnlaugur að
sauðburður hafi gengið mjög vel.
-bjb
bæjarstjórnarinnar þar sem
segir að unnið verði að því að
fjölga atvinnutækifærum og
sérstaklega kannaðir mögu-
leikar á að byggja upp ferða-
mannaþjónustu á Siglufírði.
Kristján sagði að áhersla yrði
lögð á að auka nýtingu á skíðaað-
stöðunni á Hóli yfir veturinn og
auglýsa þann stað betur upp.
„Þar erum við með glæsilega
íþróttamiðstöð með mörgum
góðum gistiherbergjum, bún-
ingaaðstöðu, sauna, matsal, eld-
húsi og öllu tilheyrandi. Þarna er
hægt að auka mjög reksturinn og
ná meira í hópa á vorin þegar enn
er nægur snjór á Hóli,“ sagði
Kristján.
Síðustu ár hefur verið gert átak
til að byggja upp tjaldstæði á
Siglufirði og sagði Kristján að
auka þyrfti straum ferðamanna
þangað á sumrin. „Við höfum
upp á margt að bjóða yfir sumar-
ið, sérstaklega ferðamanna-
hópa,“ sagði Kristján.
En það verða fjármál bæjarins
sem siglfirskir bæjarfulltrúar
munu sitja yfir með sveittan
skallann næstu mánuði. Á meðan
verður lítið um framkvæmdir á
Siglufirði. í málefnasamningnum
segir að meirihlutinn sé sammála
um brýnustu stórframkvæmdir
þegar fjárhagsstaðan leyfir, s.s.
byggingu barnaheimilis, verklok
við dvalarheimilið og gerð gang-
stétta. En hvenær verður farið í
þessar framkvæmdir? Því svarar
Kristján:
„Það er vonlaust að tímasetja
það, það fer allt eftir því hvernig
fjárhagsleg endurskipulagning
gengur. Það er ljóst að engar nýj-
ar framkvæmdir hefjast fyrr en
fer að rofa til.“ -bjb
Áhugamenn um
„go-cart“ bíla
á Akureyri:
Horfa til
betri tíma
- eftir mikið stapp
við kerfíð
Björn Sigurðsson á Akur-
eyri hefur ásamt fleirum
staðið í stappi við bæjaryfír-
völd á Akureyri um nokkurt
skeið við að koma upp braut
fyrir „go-cart“ bíla. Birni
hefur nokkrum sinnum ver-
ið synjað um lóðir á Akur-
eyri undir brautina en á
endanum fékk hann úthlut-
að svæði á Hrafnagili. Búið
var að gera teikningu að
brautinni en ný hreppsnefnd
Hrafnagilshrcpps skrúfaði
fyrir málið vegna ótta við
hávaðamengun.
Nokkrar fjölskyldur á
Akureyri hafa lagt mikið fé og
fyrirhöfn í undirbúning „go-
cart“ brautar og sagði Björn í
samtali við blaðið aö kostnað-
urinn væri kominn yfir eina
milljón króna. Keyptir voru 5
bílar frá tívolíinu í Hveragerði
og gerði Björn þá upp.
Þar sem hvorki gekk né rak
að fá braut vár ákveðið nýlega
að selja bílana. En liðsinni
barst frá nokkrum aðilum á
Akureyri, m.a. Dynheimum
og Bílaklúbbi Akureyrar, og
nú horfa áhugamenn um „go-
cart“ bíla til betri tíma með
nýjurn herrunt við völd á
Akureyri. Byrjunin er að á
morgun verða tveir bílar á
planinu við Oddeyrarskóla til
notkunar og heyrst hefur að
nýr bæjarstjóri og bæjarfógeti
reyni með sér í „go-cart“ bíla-
akstri. -bjb
Kópasker:
Útnes komið á söluskrá
Saltfiskverkunin Útnes á
Kópaskeri var á dögunum aug-
lýst til sölu. Fyrirtækið er í
eigu Auðuns Benediktssonar
og fjölskyldu og segir Auðun
að enn hafí lítið gerst í sölu-
málum.
Um er að ræða nýlegt 430 fm
hús með öllum búnaði og tækj-
um. Vinnslugeta fyrirtækisins er
400-500 tonn af saltfiski á ári.
Útnes er nokkuð stór vinnustað-
ur á Kópaskeri því þegar best
lætur eru um og yfir 20 manns þar
í vinnu.
Auðun segir að vissulega sé
reksturinn þungur líkt og víðast
annars staðar. „Hins vegar er
ekkert gjaldþrot eða neitt slíkt
framundan. Það er ekki ástæð-
an fyrir því að fyrirtækið er til
sölu,“ sagði Auðun. „Ég tel að
þetta fyrirtæki eigi þokkalega
rekstrarmöguleika ef rétt er að
því staðið og ekki gert upp á milli
aðila í félagslegum rekstri og einka-
rekstri. En það á ekki framtíð
fyrir sér ef á að vinna á þann
veg.“ JÓH
17. júní veður
Veðrið ætti ekki að hamla
þjóðhátíðarhaldi á Norður-
landi í dag og á morgun.
Veðurstol'an spáir áfram svip-
uðu blíðviðri og verið hefur
undanfarna daga, sunnanátt og
hlýindum. Að líkindum sér til
sólar, einkum á morgun, 17.
júní.
Samkvæmt upplýsingum
Veðurstofu íslands verður áfram-
haldandi suðaustan átt á landinu.
Úrkoma verður um sunnanvert
landið en á landinu norðanverðu,
einkum í Skagafirði og Eyja-
fjarðarsvæðinu, verður hnúka-
þeyr með tilheyrandi hlýindum. í
dag er gert ráð fyrir töluverðum
vindi en það ætti að lægja með
morgninum og verða gott þjóð-
hátíðarveður á morgun. Sólar-
geislarnir ættu að ná fram úr
skýjaþykkninu á morgun. óþh