Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. ágúst 1990
fréttir
Uppinn á Akureyri:
Stemmnmgm á gangstéttiimi er suðræn
„Sumarið er langt umfram
mínar björtustu vonir. Góða
veðrið leikur við okkur og við-
skiptin blómstra,“ sagði Þrá-
inn Lárusson, veitingamaður á
Uppanum við Ráðhústorg á
Akureyri.
Athygli vekur, jafnt að dégi
sem kvöldi, að fjöldi fólks er á
gangstéttinni fyrir utan Uppann
sitjandi við hvít borð að gæða sér
á gómsætum mat og drykk.
Fimm fangar:
Málið er upplýst og fer
til ríkissaksóknara
Piltarnir fímm, sem handtekn-
ir voru af lögreglunni fyrr i vik-
unni í Öxnadal, hafa játað sekt
sína og eru nú lausir úr fanga-
geymslum lögreglunnar. Málið
verður sent til ríkissaksóknara.
Piltarnir fimm sem hafa gist
fangageymslur lögreglunnar á
Akureyri og sætt yfirheyrslum
vegna meints ölvunaraksturs,
----------------------------*>£
skemmda á vegstikum og stulds á
Iambi, sem fannst í farangurs-
geymslu, eru nú frjálsir ferða
sinna eftir að hafa játað sekt
sína. Mál þeirra er nú til
úrvinnslu hjá bæjarfógetaemb-
ættinu á Akureyri og verður sent
embætti ríkissaksóknara að sögn
Hreiðars Hreiðarssonar, rann-
sóknarlögreglumanns. ój
Kafíibrennsla Akureyrar hf.:
Helgi Bergs hættur
Helgi M. Bergs hefur látið af
störfum sem framkvæmda-
stjóri Kaffibrennslu Akureyrar
frá og með 1. ágúst. Nýr fram-
kvæmdastjóri hefur ekki verið
ráðinn.
Helgi óskaði eftir því við stjórn
Kaffibrennslunnar í upphafi júlí-
mánaðar að hann fengi að láta af
störfum sem framkvæmdastjóri,
en því starfi hefur hann gegnt í
um fjögur ár. Stjórnin varð við
ósk Helga en óskaði þá jafnframt
eftir því að hann myndi láta af
störfum um leið og uppsögnin
tæki gildi, 1. ágúst.
„Okkur finnst það eðlilegt að
þegar maður í þessari stöðu ósk-
ar eftir að láta af störfum, þá víki
hann strax þannig að nýr maður
komi að óskiptu borði,“ sagði
Björn Ingimarsson stjórnarmað-
ur í Kaffibrennslunni um ástæðu
þessarar óskar stjórnarinnar.
Björn neitaði því að um ágrein-
ing hefði verið að ræða milli
stjórnarinnar og Helga.
Ekki hefur verið ráðinn nýr
framkvæmdastjóri, en að sögn
Björns ætti það mál að vera frá-
gengið áður en mánuðurinn er
allur. „Við erum með nokkra í
sigtinu,“ sagði hann. Helgi
Örlygsson skrifstofustjóri fyrir-
tækisins mun gegna störfum
framkvæmdastjóra þangað til
eftirmaður Helga Bergs er fund-
inn. ET
Margur orðar, sem þetta sé í
útlöndum.
„Já, við höfum haft mikið að
gera við að þjóna í mat og drykk.
Sumarið er það besta sem ég
man. Ferðafólk er hér í stórum
hópum og Akureyringar sækja
staðinn grimmt. Veðursældin
spilar stórt hlutverk og eins kapp-
kostum við að þjóna viðskipta-
mönnunum sem best. Nú um
helgina verður ein besta hljóm-
sveit landsins hjá okkur, hún ber
nafnið Loðin rotta, og við vönd-
um sérstaklega til matargerðar
sem fyrr, þannig að þeir sem
Akureyri gista um Verslunar-
mannahelgina verða ekki sviknir
af dvöl á Uppanum eina kvöld-
stund eða svo,“ sagði Þráinn veit-
ingamaður. ój
Húsavík:
KókmáJið leyst við verslunareigendur
- en fyrrverandi umboðsmaður kók kynnir RC-Cola af krafti
Ein umfangsmesta vörukynn-
ing sem eitt fyrirtæki hefur
staðið að á Húsayík var í síð-
ustu viku er Ölgerð Egils
Skallagrímssonar bauð bæjar-
búum að bragða RC-Cola.
Uppblásinn risadós var reist
við sundlaugina, þar lék Létt-
sveit Húsavíkur og síðan var
haldið RC-Colamót í knatt-
spyrnu, 5. og 6. flokki.
Sigurgeir Aðalgeirsson hefur
verið umboðsmaður Ölgerðar-
innar í fjölda ára og selt RC-Cola
síðan það kom á markað hér.
Segir hann að salan hafi aukist
jafnt og þétt. Sigurgeir hafði
einnig umboð fyrir Coca-Cola en
missti það er fyrirtækið ákvað að
kókinu yrði dreift framvegis frá
Akureyri, en Sigurgeir hafði séð
um flutninga frá Reykjavík,
dreifingu á Húsavík og í nágrenni
og allt austur til Þórshafnar. Að
missa umboð fyrir kókið sam-
svaraði því að fyrirtæki Sigur-
geirs missti vinnu sem nemur um
einu og hálfu starfi.
Verslunaraðilar á Húsavík
voru ekki yfir sig hrifnir að missa
umboðsaðila úr bænum og voru
óánægðir með tíðni ferða og
greiðslukjör. Þau mál hafa nú
verið leyst með samningum milli
verslunaraðilanna og fyrirtækis-
ins.
Aðspurður um hvort þessi
colamál hefðu haft áhrif á sölu-
málin sagði Sigmundur Sigurðs-
son hjá KÞ að sala á RC hefði
margfaldast að undanförnu en
vart hefði orðið við minnkandi
sölu á kóki. Ómar Gunnarsson
hjá Kjarabót sagði að kóksalan
hefði dregist saman meðan vær-
ingar stóðu yfir vegna umboðs-
málanna. Undanfarið hefði verið
mikill afsláttur á RC-Cola, 1 Vi
lítra flaska kostaði 99 kr. í stað
175 kr. einnig hefði Pepsí verið á
tilboðsverði. Sagði Ómar að þó
dregið hefði úr kóksölu, vegna
afsláttarverðsins á öðrum cola-
drykkjum, reiknaði hann með að
salan jafnaði sig þegar frá liði.
Það mun til í dæminu að bæjar-
búar hafi lýst því yfir í verslunum
að þeir keyptu ekki kók, eftir að
Húsvíkingar misstu vinnuna við
umboðið. En alltaf má fá annað
kóla, eins og sýnt var fram á í
kynningunni á föstudag þegar
Húsvíkingar drukku RC-Cola í
tuglítravís og svo geta menn líka
bara drukkið vatn, eins og heil-
brigðisráðherrann frá Húsavík
hefur bent á að væri bæði hollt og
gott. IM
„Topptímiim í Svartá er fortakslaust eftir“
Stefán Sigurðsson, 14 ára, með einn 18 punda úr Leirutjörn sem hann fékk
á flugu í blíðviðrinu um si. helgi.
Laxá í Aðaldal
í veiðiheimilinu Vökuholti feng-
ust þær upplýsingar að veiði hefði
verið mjög treg að undanförnu,
og á fimmtudeginum hafði aðeins
einn lax verið bókaður. Dagana
þar á undan fengust milli 15 og 20
fiskar, en laxinn er frekar vænn,
þ.e. 16 uppí 20 pund, en þrír 20
unda laxar komu á land 30. júlí.
sumar eru komnar á land 720
laxar, en mjög vel veiddist í upp-
hafi veiðitímans þannig að sæmi-
legrar bjartsýni gætti, en nú að
undanförnu hefur verið mjög
tregt eins og fyrr segir. Þess má
geta í leiðinni að ágætis silungs-
veiði hefur verið undanfarna
daga á Staðartorfunni.
Mýrarkvísl
„Það eru komnir á land eitthvað
Jónsson á Dalvík, „en fiskurinn
hefur verið nokkuð vænn að
meðaltali, en stærsti fiskurinn í
Kvíslinni í sumar er 18 pund. Að
undanförnu hefur verið að veið-
ast mjög smár fiskur, eða um 4
pund að meðaltali“.
Eyjafjarðará, Hörgá
og Fnjóská
„Það hefur gengið mun betur í
Eyjafjarðará og Hörgá í sumar
heldur en á sama tíma í fyrra, og
Fnjóskáin er batnandi, en þar eru
komnir á land um 70 laxar, en
urðu um 120 allt sumarið í fyrra,
en enn er eftir um hálfur annar
mánuður þar. Á öðru svæði í
Eyjafjarðaránni veiddust 20 sil-
ungar, og á þriðja svæði voru
tveir með yfir 40 silunga, en þetta
er veiði sem frekar hefur verið
svæði, en dræm veiði hefur verið
á fyrsta svæði,“ sagði Einar Long
í Eyfjörð. Nokkuð er til af veiði-
leyfum enn einstaka daga.
Hofsá í Vopnafiröi
223 laxar eru komnir á land úr
Hofsá í sumar, og sá stærsti er 20
punda og 99 cm langur, en hann
fékk Vigfús Ólafsson fatapressu-
eigandi á Akureyri 29. júní sl. á
Devon. Veiði er minni en í fyrra,
en yfirleitt eru þetta stærri laxar,
en meðaþyngd er um 11,5 pund.
Víðidalsá í Húnavatnssýslu
213 laxar hafa veiðst í Víðidalsá í
sumar sem er verulega minni
veiði en á sama tíma í fyrra, jafn-
vel allt að helmingi minni. Stærsti
fiskurinn er 21 pund sem fékkst á
Toby á fyrstu dögunum í vor.
Meðalstærð er ívið minni nú en í
fyrra, og færri fiskar 20 pund eða
stærri.
Blanda og Svartá
„Svartá er í lakari kantinum mið-
að við það hvað hún getur,“ sagði
Ágúst í Geitaskarði, „en 30. júlí
voru komnir þar á land 20 laxar,
en þess ber að geta að Svartá er
síðsumará og fiskur fer ekki að
ganga úr Blöndu í Svartá fyrr en
nóttin er orðinn dimm, þ.e. úr
jökulvatni í bergvatn, en topp-
tíminn í Svartá er fortakslaust
enn eftir. Úr Blöndu eru komnir
á bilinu 430 til 450 laxar sem er
mun minna en í fyrra, en lakara
en hún getur best gert. Ekki hef-
ur verið fullbókað í Blöndu í
sumar, en þess ber að gæta að
breyting varð á leigutökum á sl.
vori, en nú eru 3 Suðurnesja-
menn með hana á leigu. Stærstu
fiskarnir úr Blöndu í sumar munu
vera tveir 21 punda laxar, en fisk-
urinn í Svartá er allur frekar
vænn, eða 12 pund og þar yfir.
Þetta mun vera síðasta sumar-
ið sem laxateljari er í Blöndu, en
hann var settur upp vegna hugs-
anlegra breytinga á vatnasvæði
Blöndu í tengslum við virkjana-
framkvæmdir og vitað er að fram
hjá honum hafa gengið einn 25
punda og annar 30 punda.
Leirutjörn
Góð aðsókn hefur verið í Leiru-
tjörn að undanförnu, en nú hafa
veiðst um 390 laxar af 1000 sem
settir voru í tjörnina í vor. Um
verslunarmannahelgina verður
boðið upp á styttri veiðitíma en
hálfan dag eins og undafarið, þ.e.
2 tíma á 1000 krónur, 4 tíma á
1.250 krónur og sex tíma á 1.500
krónur og stendur þetta tilboð
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Það er því tilvalið fyrir þá
sem ekki fara iengra til um þessa
helgi að fara með fjölskylduna
inn að Leirutjörn og renna þar
fyrir lax. GG
um 50 fiskar,“ sagði Kristján talin geta átt sér stað á fjórða
Úmsjón:
Jóhann Olafur
Halldórsson.
^eiðiMóin