Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 04.08.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 4. ágúst 1990 Laus staða Við námsbraut í hjúkrunarfræði í læknadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar staða lekt- ors (37%) í hjúkrunarfræði, aðalkennslugrein geðhjúkrun. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt til tveggja ára frá 1. október nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt ítarlegri skýrslu um námsferil, vísindastörf og kennslu- og hjúkrunarstörf um- sækjenda, skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 1. september nk. Menntamálaráðuneytið, 2. ágúst 1990. Hvers vegna er nágranni þinn áskrifandi að Heima er bezt Vegna þess að það er staðreynd að „Heima er bezt“ er eitt af vinsælustu tímaritum hérlendis. Þú ættir að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenskt tímarit við vægu gjaldi, sem þú fengir sent heim til þín í hverjum mánuði. Útfylltu þess vegna strax í dag áskriftarseðllinn hér fyrir neðan og sendu hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, 602 Akureyri, og þú munt um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“. Nýir áskrifendur fá eldri árgang í kaupbæti. x-------------------------------------------- Til „Heima er bezt, pósthólf 558,602 Akureyri. Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að tímaritinu „Heima er bezt“. □ Árgjald kr. 2.000,00. □ Sendið mér blaðið frá 1. janúar 1990. Nafn:________________________________________ Heimili:_____;_______________________________ /f ^ Vikuferð til Færeyja Farið með rútu fimmtudaginn 23. ágúst frá Húsavík til Seyðisfjarðar siglt með m/s Norröna til Þórshafnar. Gist verður tvær nætur á Suðurey og þrjár nætur í Þórshöfn. Hér er um að ræða ódýra skemmti- og skoðunarferð. Verð kr. 38.800,- Innifalið í verði er: ★ Rúta ★ Leiðsögn ★ Far með m/s Norröna ★ Ferja til Suðureyjar ★ Gisting í 2ja manna herbergjum ★ Sameiginlegur kvöldverður á Hótel Borg síðasta kvöldið í Færeyjum. Upplýsingar á Ferðaskrifstofu Húsavíkur sími 42100. Ath. Ferð er háð lágmarksþátttöku. Sími 42100 - Fax 42101 Björn Sigurðsson, sérleyfishafi - Sími 42200. V .......... ............................J) m efst í hugo Þá er verslunarmannahelgin, þessi mesta ferðahelgí ársins gengin í garð. Á þessum árstíma eru því ferðalög ofarlega í huga margra og svo er einnig með mig. Að undan- förnu hefur verið mikið fjallað um þær útihá- tíðir sem nú eru f gangi. Á það bæði við um hvernig að þeim sé staðið, t.d. hvernig lög- gæslan og allur aðbúnaður á svæðunum almennt sé. Þá hefur einnig verið fjallað ítar- lega um það hvort borga beri virðisaukaskatt af skemmtanahaldinu og sýnist sitt hverjum. Margir foreldrar og forráðamenn unglinga, hafa sjálfsagt áhyggjur af börnum sínum sem nú eru að skemmta sér í Húnaveri, Vestmannaeyjum, Galtalæk eða Húsafells- skógi. En á þessum stöðum eru skipulagðar útihátíðir en þó eru hátíðirnar í Húsafelli og Galtalæk auglýstar sérstaklega sem fjöl- skylduskemmtanir án áfengis. Miðað við reynsluna í Húnaveri í fyrra og á þjóðhátíð Vestmannaeyja í gegnum árin, má búast við töluverðri áfengisdrykkju á meðal unglinga. En þrátt fyrir allt er það nú samt mín skoðun, að af tvennu illu sé skárra að unglingar hópist saman á skipulögðum útisamkomum, heldur en þau hópist saman einhvers staðar þar sem aðbúnaðurinn er verri eða alls enginn. Á þessum skipulögðu útisamkomum er löggæsla góð, salernismál í þokkalegu lagi og síðast en ekki síst heilsugæsla á staðnum. Þar sem þúsundir unglinga eru saman komnir, má alltaf búast við því að eitthvað óvænt komi uppá. Unglingar fara misjafn- lega „vel“ með áfengi og þá er misjafn sauð- ur í mörgu fé. Slys hafa yfirleitt fylgt þessari mestu ferðamannahelgi ársins og enginn veit hver er næstur. Vonandi fara allir var- lega um helgina og hafi hugfast; að hollt er heilum vagni heim að aka. En það er annað mál sem er mér ofarlega í huga þessa stundina. Það hefur löngum verið talaö um Akureyri sem mikinn ferða- mannabæ, enda' veðurfarið hér á sumrin með því besta á landinu. En þá er það spurningin. Hvernig mynd fá ferðamenn sem sækja Akureyringa heim af bænum? Þeir sem koma til bæjarsins að norðan, sjá fyrst stórt og mikið ómálað hús við bæjarmörkin sem við nánari athugun er Efnaverksmiðjan Sjöfn, sem m.a. framleiðir málningu. Einnig eru á þessu svæði t.d. verkstæði og kringum sum þeirra er dálítið rusl sem er lítið augna- yndi. Þegar komið er í miðbæinn, er fjaran í Strandgötu á vinstri hönd, sem er lítið augnayndi og svo gömlu húsin í miðbænum sem mörg mættu missa sig. En þó minnst hafi verið á þessi atriði er víða fallegt á Akur- eyri en spurningin er hvort ekki væri hægt aö hressa enn frekar upp á svip bæjarins, svo ferðamenn fái þá tilfinningu að Akureyri sé fallegasti bær á íslandi. Og svo eitt að lokum: Mikið væri gaman að fá heita potta við sundlaugina í Glerár- hverfi. Ætli pottur kosti mikið meira en ein lít- il vatnsrennibraut. Kristján Kristjánsson vísnaþóttur Höskuldur Einarsson er lengi bjó að Vatnshorni, kvað þessa sléttubandavísu að góu lokinni. Snjóinn þíðir góa góð, gefast blíðir dagar, móinn skrýðir geisla glóð, glansa víðir hagar. Séra Jón Þorláksson kvað, er hann heyrði trúlofunarfrétt: Allan stansar á því mig að hann þýðist píka. Mun ei gamli Satan sig senn fara að gifta líka? Næstu vísurnar kvað hinn glaðlyndi hagyrðingur Friðrik Jónsson póstur á Helgastöð- um í Reykjadal. í vetrarferð austur yfir Reykjaheiði: Pað skal öllum brögðum beitt að brjótast heiðar - veginn. Ég mun kvíða ekki neitt, Anna er hinumegin. Líklega hefur Friðrik skotið þessari að félaga sínum er þeir sáu til kvenna: Verfu ekki angurvær, öllum hrintu trega. Skaparinn hefur skenkt oss tvær, skiptum bróðurlega. Næsta vísa flaug frá Helga- staðabónda þegar ung blóma- rós giftist dönskum manni: Það minn huga þráast ergir þá ég hugsa um ástandið, þegar danskir djöflamergir draga frá oss kvenfólkið. Þá leyfi ég mér að birta heimagerðar vísur. Skýringar óþarfar: Bóndans sæmd ég sótti að, sá ei annað meira. Seinna hef ég hugleitt það ég hefði getað fleira. Ég hef vaðið vísna sjó, við sem flesta hjalað. Seinni árin aðeins þó eins og köttur malað. Lok í elli brýt ég blað. Betra líf ég reisi. Nú ég stefni ákaft að ávirðingaleysi. Næstu vísu kvað Jakob Thor- arensen í upphafi stríðsins 1939: Nú má heita að heimurinn heiðri öllum rifti, er sem guð og andskotinn ætli í makaskipti. Þessa orti Jakob um Stephan G. Stephansson: Skýr, með óra aldrei fór, á við fjóra að þreki. Hlýr og rór, um styrkhug stór, Stórisjór að speki. Hvorutveggja vel gert, nefn- ist næsta vísa Jakobs: Virðuleg sex daga vinna er veröldin alsköpuð, en meistaraverk þó ei minna hafi mennirnir skapað guð. í kreppunni um 1930 orti Jak- ob Thorarensen: Pað er hálfpart, herra minn, heimskulegur dauði, hann er að verða, heimurinn hungurmorða af auði. Steinn Steinarr kvað þessa vísu í Rússlandsför: Ömurleg er gerskra grund, gjálpar skólp í mýri. Raula ég fyrir rauðan hund rímur úr ævintýri. Halla Loftsdóttir kvað: Fæst ei tak að forma brag, fer því staka í mola. Ég var í klaka í allan dag ein að flaka kola. Ef... (Heimagert.) Ég er skepna þreytt og þyrst, það mig kynni að styðja ef ég gæti lært þá list að lofa, syngja, biðja. Þú ert oft að angra mig efans kalda skyssa. Aðeins hólpnir eiga þig engla himna vissa. Næsta vísa er frá Ströndum vestur og mun fornyrðið „fén“ hafa haldið henni í geymd. Á Ströndum eru fén svo feit að fáir síðu éta, en þeir sem eru í annarri sveit innfæddir, það geta. Ingólfskaffi hét greiðasala í Reykjavík. Þar fannst miði og vísa á undir borði, en höfundur mun enn ófundinn: Ungu skáldin yrkja kvæði þó ekki geti það. í Ingólfskaffi er ég í fæði þó ekki éti það. Með nákvæmlega sama hætti fannst vísa á Hótel Borg. Var hún öllu ljótari og spannst af eitthvert jsref: Jóhannes er bóndi á Borg, bruggar margt um nætur. Selur bæði kaffikorg, konu sína og dætur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.